Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 14.08.2007, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Guðna Ölversson imemine18@hotmail.com ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem ís- lenskur rokksöngvari stendur á sviði með Ken Hensley og Glen Huges. Það gerði Eiríkur Hauksson á tónleikunum í Grasvík á laugar- daginn var. Glen Huges var gestur Ken Hensleys en Eiríkur Hauksson er söngvari hljómsveitarinnar Live Fire sem er sveit Hensleys um þess- ar mundir. Ken Hensley er einn af þeim þremur stóru frá upphafi þunga rokksins, ásamt Jimmy Page í Led Zeppelin og Jon Lord orgel- leikara Deep Purple. En hvernig kom það til að Eiríkur fór að vinna með þessum fyrrum orgelleikara og lagahöfundi Uriah Heep. „Það kemur til í gegnum þetta sumarpartí sem við höldum hérna í Gressvik og er rokktónleikar sem standa yfir eina helgi. Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum það og Ken Hensley hefur verið með frá upphafi. Fyrsta árið var hann með spánska hljómsveit með sér. En þar sem ég þekkti strákana sem fengu hann til að vera með á tónleikunum komst ég í tæri við hann. Ég söng með honum „Easy Livin“ á einum tónleikum og spilaði reyndar á bassa í „Lady In Black“ því bassa- leikarinn ákvað að spila á fiðlu í laginu. Þannig kynntumst við fyrst. Svo þegar hann frétti að ég gæti spilað bæði á gítar og hljómborð spurði hann mig að því hvort ég gæti sett saman band sem hann gæti notað í Skandínavíu í stað þess að flytja alltaf Spánverjana með sér. Ég gerði það og þetta er annað árið sem Live Fire er með Hensley. Og eins og hann sagði við þig áðan þá er karlinn svo ánægður að hon- um finnst hann vera kominn í hljómsveit aftur. Eru þetta þá strákar sem þú þekktir áður en þið byrjuðuð að spila saman í Live Fire? „Já, ég hef unnið með þessum strákum áður. Þeir eru allir mjög reyndir og góðir tónlistarmenn. Willy Bediksen á trommunum er búinn að leika með öllum þeim bestu í Noregi. Gítarleikarinn, Ken Ingversen og bassaleikarinn, Sid Ringsby eru líka klassa hljóðfæra- leikarar og bandið „sándar“ bara alveg ótrúlega vel. Hensley sá stærsti En hvernig er að starfa með svona rokkgoði eins og Ken Hens- ley ef þú miðar við þá sem þú hefur starfað með áður? Hann hlýtur að vera einn af þeim stærstu í brans- anum? „Já, það má segja það. Ég spilaði reyndar í bandi með Brian Robin- son, gítarleikara Thin Lizzy. En fyrir mér er Ken Hensley stærstur. Hann var eitt af mínum átrúnaðar- goðum í gamla daga og Uriah Heep var alltaf mín uppáhaldshljómsveit. Það er svolítið skemmtilegt að það er til mynd af mér með fyrstu plöt- una sem ég keypti fyrir mína eigin peninga. Það var Heep platan Very ‘Eavy Very ‘Umble og myndin er af mér þar sem ég opna albúmið og bretti út myndina af David Byron öllum útötuðum í köngulóarvef. Og ég get alveg sagt þér það að ef ein- hver hefði sagt við mig þá; „Heyrðu kúturinn minn. Eftir nokkur ár átt þú eftir að syngja fyrir þessa karla,“ hefði ég ekki trúað því. En svona er þetta og þetta er mjög sér- takt fyrir mig. Ég er að syngja lög eins og „Easy Livin’“ og „Stealin’“, “July Morning“ o.fl. sem ég er bú- inn að kunna í 30 ár.“ Það hlýtur þá að vera mikill heið- ur fyrir þig að fá tækifæri til að syngja þessi frábæru lög með höf- undi þeirra? „Það er náttúruleg alveg stór- kostlegt. Ég þurfti oft að klípa mig í handlegginn til að finna út hvort þetta væri satt. Og það er það og þetta er bara mjög skemmtilegt. Ken er líka allur að lifna við og vill óður koma sér út um allt til að spila á tónleikum. Við vorum að koma frá Serbíu í gær þar sem við spil- uðum á útitónleikum og eins og hann sagði hérna áðan þá er fullt af verkefnum í gangi. Þetta lítur út fyrir að verða gott ár hjá þeim gamla. Það er líka mjög þægilegt að vinna með honum. Þótt hann hafi þessa stöðu innan þunga rokks- ins er hann aldrei með neina stjörnustæla. Hann er alltaf með báðar fæturna á jörðinni. Hvernig væri þá að mjaka honum til Íslands í næstu reisu? „Við vorum nú næstum því búnir að bóka okkur á Íslandi í sumar. En daginn áður en við ætluðum að ganga frá málinu birtist auglýsing í Mogganum þar sem Uriah Heep og Deep Purple boðuðu komu sína á sama degi og við höfðum hugsað okkur að vera með tónleika heima. Þá ákváðum við bara að láta það ganga yfir og svo kannski taka upp þráðinn aftur í haust. En ég er viss um að ég á eftir að koma með þetta band heim til Íslands og það jafnvel á þessu ári. Ef ekki nú þá bara á því næsta.“ Með átrúnaðargoðinu á sviði Ljósmynd/Guðni Ölversson Eeeeeeasy livin! Eiki Hauks þenur sig og sviðsframkoman er pottþétt!Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 11.08.2007 19 20 21 30 35 4 6 3 5 0 7 5 2 6 1 29 08.08.2007 14 15 20 29 36 41 3112 13 - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ *The Simpsons m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 6 The Invisible kl. 8 Planet Terror kl. 10 B.i. 16 ára Becoming Jane kl. 5:30 - 8 - 10:30 Planet Terror kl. 5:20 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 6:30 - 8:30 - 10:30 Death Proof kl. 5:20 - 10 B.i. 16 ára 1408 kl. 8 B.i. 16 ára The Transformers kl. 5 - 8 - 11 B.i. 10 ára The Transformers kl. 5 - 8 - 11 LÚXUS Evan Almighty kl. 4 - 6 The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 The Simpsons m/ísl. tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 8 - 10.45 B.i. 14 ára Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Sýnd í ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG STÆRSTA MYND SUMARSINS BAKVIÐ ALLAR GÓÐAR ÁSTAR- MYNDIR ER FRÁBÆR SAGA EIN BESTA ÁSTARSAGA ALLRA TÍMA BYGGÐ Á ÆVI RITHÖFUNDARINS JANE AUSTEN eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL 33 .00 0 G ES TIR eee - V.J.V., TOPP5.IS eeee - Ó.H.T., RÁS 2 eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eee - ROGER EBERT eee - R.V.E., FBL 43.000 GESTIR Sýnd með íslensku og ensku tali Frá leikstjóra Sin City BRUCE WILLIS ROSE MCGOWAN FERGIE „Gerir þig æstan fyrir kvikmyndum á nýjan leik.“ - Peter Travers, Rolling Stone eee F.G.G. - FBL V.I.J. – Blaðið eeee - T.S.K., Blaðið eee - Þ.Þ., Mannlíf eee - S.V., MBL eee E.E. – DV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.