Morgunblaðið - 14.08.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.08.2007, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hermann Stefánsson skrifargrein í Lesbók því Nýhilsvarar allri gagnrýni á hópinn. Hermann klykkir út með grínsetningu um það hvort Nýhil- ingar geti ekki tekið að sér að gagnrýna símaskrána sem þá var nýkomin út. Og Nýhil svarar Her- manni með því að rýna gaumgæfi- lega í símaskrána í Lesbók viku síð- ar. Skák og mát.    Þessi stutta ritdeila sem ég rakaugun í um daginn verður ef til vill klassísk einn góðan veðurdag; nema þá hún máist gleymd á guln- uðum pappír í þjóðarbókhlöðu eftir einhverjar aldir. Hún var stutt en afskaplega hressandi engu að síður. Það er nefnilega fátt jafn andlega seðjandi og að gæða sér á safaríkri ritdeilu.    Tveir menn, tveir pennar, ólíkarskoðanir; og svo er barist til síðasta punkts með frösum, rökum og útúrsnúningum. Andans menn og aðrir góðir beita ritfærni, reynslu og stílfangbrögðum til að koma höggi á náungann. Hugurinn skerptur til að ná fram hinu æðsta takmarki: að skrifa lokagreinina sem splundrar umræðuefninu með geigvænlegri snilld.    Það er ekki laust við að ritdeilansé þjóðaríþrótt. Mannraunin æðsta er að hafa rifist á prenti. Að bera skeinur úr slíkri viðureign er tákn um djúpvitra sál. Og sigurveg- arinn? Af þeim sem vinna ritdeilur verða sagðar miklar sögur. Tví- mælalaust.    Ég á mína uppáhaldsritdeilueins og margir. Ég kann hana reyndar ekki nógu vel, man bara aðalpunktinn og hver vann. Þráinn Bertelsson skrifaði semsagt grein. Henni var svarað. Þráinn veitti andsvar um að andmælandinn hlyti að vera annaðhvort fáviti eða að hafa misskilið eitthvað. Þá fékk hann aftur athugasemd, en svaraði henni með punktinum undir upp- hrópunarmerkið. Þráinn klykkti semsagt út með því að andsvarið hefði einfaldlega staðfest fyrri grunsemd hans um andmælandann.    Undarlegustu ritdeilu sem sögurfara af hef ég hins vegar ein- göngu fengið í munnlegri útgáfu. Mér skilst semsagt að Helgi Hálf- danarson og Hrólfur Sveinsson hafi átt að hafa deilt. Að minnsta kosti hafi Hrólfur fundið Helga allt til foráttu í einhverri grein í fyrnd- inni. Ég hef nú ekki séð þessa deilu sjálfur og ætla því að selja þessa sögu eins ódýrt og ég kemst upp með. En furðulegt er nú ef satt reynist.    Móðir allra ritdeilna hljóta aðteljast skoðanaskipti Sig- urðar Nordal og Einars H. Kvaran, sem síðan voru gefin út í bókinni Skiptum skoðunum. Þar var deilt um allt sem skipti máli: lífið, dauð- ann, lífið eftir dauðann, bókmenntir og íslensku. Langdregnasta ritdeilan er hinsvegar á milli Eyjólfs Kjalars Emilssonar og Sigríðar Þorgeirs- dóttur heimspekinga. Síðast þegar ég vissi var deilan farin að snúast um meintar gæsalappir sem kunna að hafa verið viðhafðar óritaðar í fyrirlestri úti í bæ. Hún byrjaði hins vegar með þjarki um karllæga og kvenlæga heimspeki.    Ritdeilukóngur Íslands held égsamt hljóti að vera Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Mér finnst hann alltaf annaðhvort vera að skjóta á einhvern í einhverri grein sinni, eða þá að svara einhverjum. Það er Hannes og Þorvaldur Gylfa- son. Hannes og Stefán Ólafsson. Hannes og Stefán Snævarr. Hannes og Mörður Árnason. Eða var það Pétur Blöndal og Mörður Árnason?    Og ritdeilan er langt í frá dauð.Hún er bara komin á nýtt form. Þörfinni fyrir að munnhöggv- ast með orðahríðum er mætt á Net- inu. Bloggið. Hvar væri maður án þess? Þar sem ritdeilur kvikna við minnsta tilefni. Þar sem plássið til að þjarka er endalaust. Þar sem fólk reynir enn að fá útrás fyrir þörfina að standa uppi sem sig- urvegari. Ritdeilan er þjóðaríþrótt Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skiptar skoðanir Sigurður Nordal og Einar Kvaran deildu hart í greinum, m.a. annars um spíritisma eða andatrú þess síðarnefnda. Morgunblaðið/Ásdís Refur Annaðhvort misskilur and- mælandinn eða hann er fáviti. AF LISTUM Hjálmar Stefán Brynjólfsson » Tveir menn, tveirpennar, ólíkar skoð- anir; og svo er barist til síðasta punkts með frös- um, rökum og útúrsnún- ingum. hsb@mbl.is DIG ITAL hlj óð o g m ynd gæð i í SA Mbí óun um Álfa bak ka o g K ring lunn i ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG / KRINGLUNNI Evan hjálpi okkur NANCY DREW YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ BYGGT Á HINUM FRÁBÆRU NANCY DREW BÓKUM ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS! eee H.J. - MBL / ÁLFABAKKA THE TRANSFORMERS kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára LÚXUS VIP NANCY DREW kl. 6 - 8:10 -10:20 B.i.7.ára GEORGIA RULE kl. 5.30 - 8 -10:30 B.i.7.ára HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 - 11 B.i.10.ára EVAN ALMIGHTY kl. 2 LEYFÐ BLIND DATING kl. 4 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 10:10 B.i.7.ára ROBINSON FJÖLSK... m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 4 - 7 - 10 B.i. 10 ára DIGITAL NANCY DREW kl. 5:50 - 8 B.i. 7 ára GEORGIA RULE kl. 10:10 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 4 - 7 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS NÝJA STA T ÆKN IBYLT ING K VIKM YNDA HÚSA Í DAG . SAMB ÍÓIN ALLTA F FYR STIR OG FR EMST IR eeeF.G.G. - FBL V.I.J. – Blaðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.