Morgunblaðið - 28.08.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 28.08.2007, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir lög- regluna ekki láta sóðaskap og drykkjulæti óátalin í miðbænum um helgar. Fríða Björk Ingv- arsdóttir lýsti því í grein í Morg- unblaðinu í gær að hún hefði geng- ið í humátt á eftir einum af gönguhópum lögreglunnar á Menningarnótt og að hópurinn hefði ekki haft afskipti af „drukknu fólki sem lá þar afvelta, fólki sem braut glös við nefið á þeim eftir að hafa teygað úr þeim síðasta sopann, né af þeim sem migu utan í hús“. Stefán segir lögregluna bregðast við slíkum brotum þegar því verði við komið. „Ég skal ekki taka fyrir það að menn hafi, á leiðinni í önnur verkefni, sleppt því að taka á slík- um hlutum. Þegar mikið er um að vera verða menn að forgangsraða verkefnum. Við erum að taka menn og konur um hverja einustu helgi fyrir brot á lögreglusam- þykkt.“ Fríða stakk upp á því í grein sinni að því yrði sleppt að þrífa um morguninn eftir næstu stórátök í borginni svo fólk gæti séð um- gengnina með eigin augum. Stefán er efins um að það skili árangri. „Það er ekki eins og þetta sé ein- hver sér þjóðflokkur sem er að skemmta sér þarna, þetta er sama fólkið og kemur kannski helgina á eftir með börnin sín til þess að fara í Kolaportið eða niður að Tjörn.“ Vandamálið felst í agaleysi Stefán segir vandamálið vera margþætt og fyrst og fremt felast í agaleysi, sem birtist í umgengn- inni, en einnig í því að skemmti- staðirnir tryggi ekki að menn taki ekki glös og flöskur með sér út af stöðunum. Hann nefnir einnig aga- leysi sem tengist verslunarrekstri, til dæmis á Lækjartorgi. „Þar eru alls kyns sjoppur að selja mat án þess að það séu skýrar skyldur á herðum þeirra sem fyrir þeirri starfsemi standa að sjá til þess að það sé snyrtilegt í kringum þessa staði.“ Stefán segir lausnina meðal ann- ars felast í því að setja það með skýrum hætti á herðar eigenda skemmtistaðanna að það sé þrifa- legt í kringum þeirra staði. „Það þarf meiri þrif til viðbótar af hálfu borgarinnar, það dugar ekki að koma á morgnana með stórvirkar vinnuvélar og þrífa. Það þarf fólk til þess að ganga um og þrífa þetta rusl og það þarf fleiri rusladalla.“ Stefán segir þessi mál hafa verið rædd ýtarlega á fjölsóttum fundi lögreglu, borgaryfirvalda og veit- ingamanna í síðustu viku og vinna sé þegar komin af stað til þess að bæta úr þessum málum. „Það þarf náttúrlega bætta umgengni, það er undirrótin að þessu öllu saman.“ Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir þrif í miðbænum ganga ágætlega og sífellt sé verið að auka við þau. Það dugi þó skammt. „Við verðum náttúrlega að höfða til þjóðarsálarinnar og þeirra sem heimsækja miðbæinn og fara fram á að það sé gengið betur um.“ Hann minnir á að meðferð áfengis utandyra sé bönnuð og sömuleiðis ölvun á almannafæri og lögreglan hafi heimildir til þess að sekta fólk sem kastar rusli, brýtur gler eða kastar af sér vatni á göt- um borgarinnar. „Við leysum þetta ekki með einföldum tilskipunum, það verða allir að taka sig á.“ Segir sóðaskap og drykkju- læti ekki látin óátalin Í HNOTSKURN »Í lögreglusamþykktReykjavíkur segir að öll- um beri „að ganga vel um á al- mannafæri, valda þar ekki óþrifum og skemma þar ekki hluti, sem ætlaðir eru til al- menningsnota eða prýði“. »Á sama stað er tekið framað enginn megi „fleygja rusli á almannafæri, nema í þar til gerð ílát“ og bannað sé að „hafast nokkuð að, sem veldur ónæði eða raskar næt- urró manna“. Verslunarmenn og íbúar í miðbænum kvarta margir yfir síversnandi umgengni um helgar. Lögregla og borgaryf- irvöld biðla til almenn- ings og veitingamanna að sýna meiri ábyrgð. Morgunblaðið/Fríða Sóðaskapur Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir brot á lögreglusamþykkt ekki látin óátalin, en það þurfi að forgangsraða verkefnum. Mörgum ofbýður sóðaskapurinn og ólætin í miðborginni um helgar. Björn Ingi Hrafnsson Stefán Eiríksson STEFNT er að því að fyrirkomulag allrar meginstarfsemi á nýjum Landspítala liggi fyrir í febrúar 2008. Skipuð hefur verið stýrinefnd LSH til þess að vinna með fram- kvæmdanefnd vegna byggingar nýs spítala og er- lendum hönnuð- um að því að ljúka frumáætlun byggingarinnar. Í erindisbréfi til nefndarinnar segir meðal ann- ars að hún eigi að koma fram fyrir hönd spítalans sem notanda í þessari vinnu og byggja meðal annars á því umfangsmikla starfi sem unnið hefur verið af hálfu starfsmanna LSH til þessa við und- irbúning nýs Landspítala. Í frétt frá Landspítalanum segir að þetta lokaferli frumáætlunar um nýja spítalann verði mjög tímafrekt og flókið en stjórnendur LSH leggi ríka áherslu á það að gangi greiðlega og verði árangursríkt. Að beiðni Magnúsar Péturssonar forstjóra tók Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga, að sér að gegna formennsku í stýrinefndinni og hafa það að meginstarfi á starfs- tíma nefndarinnar fram í febrúar. Þrír annarra nefndarmanna verða í þessu verkefni í hlutastarfi, þ.e. Að- alsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, Friðbjörn Sigurðs- son sérfræðilæknir og Gyða Bald- ursdóttir hjúkrunarfræðingur. Aðrir sem sæti eiga í stýrinefndinni eru Kolbrún Gísladóttir hjúkrunarfræð- ingur, Kristján Erlendsson, fram- kvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar, Margrét I. Hallgrímsson, sviðsstjóri hjúkrunar, kvennasviði, Páll Helgi Möller yfirlæknir og Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunar- deildarstjóri. Fjalla um meginstarf- semi á nýj- um spítala Jóhannes Gunnarsson LANDSVIRKJUN og Norðurál hafa undirritað samkomulag um að Landsvirkjun afhendi álverinu á Grundartanga rafmagn fram til nóvember árið 2008. Afhending orkunnar hófst fyrr á árinu en hún er notuð við gangsetningu á síðari áfanga stækkunar ál- versins. Norðurál hefur samið við Orkuveitu Reykjavíkur um að veita raforku til reksturs áfangans fram í nóvember 2008 eða þangað til að stækkuð Hellisheiðarvirkjun hefur rekstur. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að aflið sem um ræði sé 75-80 MW og orkan sé til í núverandi raf- orkukerfi. Með hlýnandi loftslagi fáist meira orka úr vatnsaflsvirkj- unum og endurmat á vatnsrennsl- inu sýni að 5-7% meiri orku megi fá úr kerfinu nú en samkvæmt þeim gögnum sem áður hefur verið mið- að við. Jafnframt kaupi önnur raf- orkufyrirtæki, s.s. Hitaveita Suð- urnesja og Orkuveita Reykjavíkur, minna af rafmagni frá Landsvirkj- un og hafi heldur stækkað eigin virkjanir. Raforku- kaup til skamms tíma Orkan fer til álvers á Grundartanga. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HAFÍSKORT sem byggist á ENVISAT-gervitunglamyndum frá dönsku fjarkönnunarmiðstöð- inni sýnir talsvert mikinn borgarís í Grænlandssundi. Eru m.a. tveir stórir borgarísjakar um 45 sjómíl- ur frá Horni. Páli Bergþórssyni veðurfræðingi þótti athyglisvert að sjá allan þennan borgarís á Grænlands- sundi á kortinu. Hann sagði að undanfarið hefði verið þónokkuð mikið um frekar hæga vestanátt á hafinu milli Vestfjarða og Græn- lands. Hún hefði fleytt köldum sjó austur með Norðurlandi og eins þessum borgarísjökum. „Nú eiga þeir alveg frítt spil og enginn hafís til að trufla þá. Þeir eru komnir þarna út um allan sjó,“ sagði Páll. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, vinnur að rannsóknum á hafís við Ísland og gerði fyrrnefnt kort. Hún kvaðst vera farin að fá miklu nákvæmari gervitunglamyndir en áður og því sæjust borgarísjakar nú sem eldri myndir sýndu ekki. Því væri betur hægt að fylgjast með borgarís og hafís. Ingibjörg sagði myndirnar vissulega sýna marga borgarísjaka á Grænlands- sundi en ekki væri vitað hvort þeir væru óvenjumargir miðað við árs- tíma. Til þess skorti samanburð við lengra tímabil. „Svona ná- kvæmar myndir opna marga nýja rannsóknarmöguleika og við erum þegar byrjuð á slíkum verkefn- um,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði gervitunglamyndirnar sýna að haf- ís væri oft vanmetinn. Borgarís og hafísjakar komi oft fram á gervi- tunglamyndum, þótt ekki sé teikn- aður ís á hafískort. Kalt bræðsluvatn á yfirborði Kaldi sjórinn sem teygir sig austur með Norðurlandi er aðeins kalt bræðsluvatn á yfirborði og ekki óeðlilegt á þessum árstíma, að sögn Héðins Valdimarssonar, haffræðings hjá Hafrannsókna- stofnun. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson hefur verið í rannsókna- leiðangri fyrir norðan land og er hlýrri sjór undir þessu kalda yf- irborðslagi. Borgarísjakar á Grænlandssundi                             !"# $%  & ' ( &$)*   +$$, -./$# $    0 * 1 0  *0    & '( &$)*                  Rannsóknir á gervitunglamyndum leiða í ljós að hafís er oft vanmetinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.