Morgunblaðið - 28.08.2007, Page 12

Morgunblaðið - 28.08.2007, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR    '&  *1 '&C*  *& .    ;  '&  *1 '&C*  * .    <  '&  *1 '&C*  * .      '&  *1 '&C*  * .     ( ( D( ( ( ( ( ( (D (D (  (           !!        D &E $ D D D D D " #  $  % " #  & '$(  )  #   D D *+,+ *+,+**+,+*+,+ +,+ *+,+ ( F* )%*  G* *+,+ *+,+**+,+*+,+ +,+ *+,+   5 *  2+ ; 5 *  2+   5 *  2+ = 4 4 4 4 4 4 4 4 4 *+,+ *+,+**+,+*+,+ +,+ *+,+      . *#% *  (D% *   , $  &$)*& )#%  (%    &E $ %$ (D%   &E $    &     !> , + * -- .* $ * *0 %$* #   , $&  $ (   $ (       ! $ (    - (  SAMKOMULAG um kaup High Li- ner Foods Inc.og Ocean Choice Int- ernational á eignum Fishery Prod- ucts International hefur verið undirritað. Samtals greiða félögin 18,4 milljarða íslenzkra króna fyrir FPI, sem hefur lengi verið stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Kanada með höfuðstöðvar í St. John’s á Ný- fundnalandi. Íslenzk fyrirtæki tengjast þessari sölu töluvert. Vísir hf. í Grindavík á 30% í OCI og Ice- landic Group á um 15% í FPI. Samkomulagið yfirfarið Stærstu hluthafar FPI eiga nú eftir að fara yfir samkomulagi og samþykkja það eða hafna. Enn- fremur eiga kanadísk stjórnvöld eftir að gera hið sama, en FPI er að hluta til opinbert fyrirtæki og um starfsemi þess gilda sérstök lög í Kanada. OCI kaupir útgerð FPI og frum- vinnslu ásamt fasteignum víða á Austurströnd Kanada. High Liner kaupir fullvinnslu hluta FPI, sem er með verksmiðjur í Bandaríkjunum og Kanada. Alls greiðir High Liner 8,7 milljarða króna fyrir þann hluta starfseminnar. 5 milljarðar eru greiddir í reiðufé en afgangurinn með hlutafé í High Liner. OCI greiðir svo 9,7 milljarða króna fyrir sinn hlut í FPI. Stórir hluthafar styðja samkomulagið Allir hluthafar í FPI sem eiga meira en 10% í félaginu hafa auk nokkurra annarra hluthafa lýst yfir stuðningi við söluna á fyrirtækinu. Stjórnendur FPI telja það nægja til að viðskiptin verði samþykkt. FPI var stofnað með sérstökum lögum árið 1978 á grunni margra annarra fyrirtækju, sem gengið höfðu mjög illa. Það varð fljótt eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækj- um Kanada og nam afurðasalan árið 2005 um 51 milljarði króna. Þar sem sérstök lög gilda um fyrirtækið hef- ur gengið illa að selja það og vildu stjórnendur þess upphaflega selja öðrum, Barry Group, töldu sig geta fengið hærra verð. Stjórnvöld lögð- ust hins vegar gegn þeim áformum þar sem í þeim var ekki tryggt að rekstri fiskvinnslunnar yrði haldið áfram og starfsfólki tryggð atvinna. Slíkt var hins vegar gert með sam- komulaginu við OCI. Sá samningur leggur miklar kvaðir á OCI um að halda áfram rekstri fyrirtækjanna í að minnsta kosti sama mæli og nú er gert. Möguleikar til hagræðingar virðist því ekki vera miklir, nema í núverandi rekstri OCI. Samið um sölu á FPI Vísir í Grindavík er einn kaupenda með 30% eign sinni í Ocean Choice Int. High Liner er hinn kaupandinn Í HNOTSKURN »Samtals greiða félögin18,4 milljarða íslenzkra króna fyrir FPI, sem hefur lengi verið stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki Kanada með höfuðstöðvar í St. John’s á Ný- fundnalandi » Íslenzk fyrirtæki tengjastþessari sölu töluvert. Vísir hf. í Grindavík á 30% í OCI og Icelandic Group á um 15% í FPI. »FPI er eitt af stærstusjávarútvegsfyrirtækjum Kanada og nam afurðasalan árið 2005 um 51 milljarði króna. ÚR VERINU Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÞAÐ er alveg ljóst að þetta atvik þarf að skoða mjög gaumgæfilega til að sjá hvort við getum lært eitthvað af þessu, vegna þess að þarna mun- aði bara allt of, allt of litlu, það er al- veg ljóst,“ segir Björn Karlsson brunamálastjóri um brunann á Stuðlum um helgina þar sem tvær unglingsstúlkur voru hætt komnar inni í brennandi húsinu. Byggingin sem brann á sunnudag var tekin í notkun árið 2004 undir lokaða deild Stuðla. Þar er rými fyrir 5 einstaklinga í eins manns her- bergjum en unglingarnir búa þar ekki að staðaldri því leitast er við að þeir þurfi að dvelja þar sem allra skemmst, eða 14 daga að hámarki. Lokuð deild er einnig þekkt sem neyðarvistun, því þar eru unglingar vistaðir að beiðni barnaverndaryfir- valda vegna alvarlegra hegðunarerf- iðleika, óupplýstra brota, ofbeldis eða stjórnleysis við neyslu. Eðli deildarinnar er því slíkt að þar geta brunavarnir ekki verið með hefð- bundnum hætti, enda miðast upp- setning þeirra við sömu reglur og farið er eftir í fangelsum og öðrum stofnunum þar sem vistmenn sæta öryggisgæslu. Engin flóttaleið úr herbergjum „Þetta er alþekkt vandamál, því þarna mætast tvö algjörlega and- stæð markmið,“ segir Björn. „Ann- ars vegar að halda fólkinu öruggu inni og passa að það komist ekki út, og svo hins vegar að sjá til þess að þarna séu greiðar flóttaleiðir ef eld- ur kemur upp.“ Erfitt sé að sam- ræma þessar tvær kröfur enda glími fangelsis- og gæslustofnanir um all- an heim við þennan vanda. Um þrjár flóttaleiðir var að ræða í álmunni þar sem eldurinn kom upp, en reglur gera aðeins kröfur um tvær. Allar liggja þær frá sameig- inlegu miðrými og vísar ein þeirra út í lokaðan garð, önnur yfir í sjálft meðferðarheimilið og sú þriðja út um aðalinnganginn. Þessir útgangar eru allajafna læstir að innan með raflæs- ingu sem opnast þegar viðvörunar- kerfið fer í gang, en þó með 30 sek- úndna seinkun til að koma í veg fyrir að vistmenn misnoti viðförunarkerf- ið í tilraun til stinga af. Frá her- bergjunum sjálfum liggja hins vegar engir neyðarútgangar auk þess sem gler í gluggum er óbrjótanlegt og voru stúlkurnar því innilokaðar eftir að eldurinn hafði breiðst út. Hættulegir sjálfum sér Samkvæmt reglum eru samtengd- ir skynjarar um allt hús sem tengdir eru við viðurkennda vaktstöð sem fær tilkynningu um leið og minnsta bruna verður vart. Að sögn Björns uppfyllti brunakerfið á Stuðlum því þá staðla sem til þess var ætlað, en í ljósi atburðanna þurfi greinilega að endurskoða reglurnar, ekki síst vegna þess að þarna kom einnig upp eldur árið 2004 þar sem kviknaði í rúmdýnu og hefði getað farið illa. Báðir brunar eru raktir til vist- manna. „Það er ljóst að þarna gerast atburðir með reglubundnum hætti sem eru ekki ásættanlegir svo það er alveg greinilegt að það verður að fara út í einhverjar aðgerðir, hvort sem það verður vatnsúðakerfi, óbrennanlegar rúmdýnur og hús- gögn eða eitthvað annað.“ Leita bráðabirgðalausna Auk þess sem Brunamálastofnun mun endurskoða almennar reglur mun því eldvarnareftirlit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fara í viðræð- ur við bæði rekstraraðila húsanna og fasteignir ríkissjóðs um frekari úr- ræði til að tryggja öryggi vistmanna. Starfsmenn Stuðla og Barna- verndarstofu hafa einnig fundað. Af- ar brýnt er að finna bráðabirgða- lausnir því neyðarvistanir eru mjög algengar og deildin mikið notuð. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að til greina komi að flytja neyðarvist- unina yfir í húsnæði meðferðardeild- ar, en þá verði jafnframt að draga tímabundið úr starfsemi hennar. Hvernig sem fer er ljóst að Stuðlar geta ekki verið án neyðarvistunar. Rannsókn stendur enn yfir á upp- tökum eldsins en grunur leikur á að kveikt hafi verið í sófa í sameiginlegu rými deildarinnar þar sem stúlkurn- ar tvær voru vistaðar. Endurskoða þarf reglur um brunavarnir á lokaðri deild Morgunblaðið/Júlíus Sjálfhelda Reykurinn smaug með veggjum klefans þar sem stúlkurnar vöfðu sig sæng til að verjast hitanum. Bruninn á Stuðlum sýnir að öryggi vistmanna er ekki tryggt komi upp eldur MATSMENNIRNIR Ólafur G. E. Sæmundsen og Bjarni D. Sigurðs- son hafa skilað skýrslu um trjá- skemmdir við Þjóðhátíðarlund í Heiðmörk. Óskað var eftir að slík skýrsla yrði unnin eftir að upp kom- ust miklar skemmdir á trjárækt vegna framkvæmda við stofnlögn Vatnsveitu Kópavogs í Heiðmörk. Niðurstaða þeirra er sú að 559 gróð- ursett tré hafi verið fjarlægð í fram- kvæmdunum, allt frá smávöxnum trjám undir mannhæð og upp í á tólfta metra. Þar að auki áætlar Skógræktarfélag Reykjavíkur að um 250 náttúruleg birkitré hafi verið fjarlægð, en matsmönnum var ekki falið að skoða það. Samanlagt gerir það á níunda hundrað trjáa. Bótakrafa upp á tugi milljóna Í tilkynningu frá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri þess, að upphaflega hafi félagið áætlað að 1.000 tré hafi tapast vegna þessa, en í fréttum Morgunblaðsins í febrúar síðastliðnum kom fram það viðhorf fulltrúa Kópavogsbæjar að trén hefðu verið 90 talsins. Til að sætta þennan ágreining voru fyrrnefndir matsmenn fengnir til verksins. Í vor gerði Skógræktarfélag Reykjavíkur að sögn kröfu á hendur Kópavogsbæ vegna tjónsins, en krafa sú hljóðaði upp á um 38 millj- ónir króna. Stjórn félagsins hefur enga ákvörðun tekið um aðra bóta- kröfu, segir í tilkynningu. Um 800 tré féllu vegna vatnslagnar FJÓRIR sóttu um Grindavík- urprestakall sem auglýst var laust til umsóknar í júlí. Kirkju- málaráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn val- nefndar sem í sitja samtals tíu fulltrúar. Umsækjendur eru sr. Arnaldur Bárðarson, sr. Elínborg Gísladóttir, sr. Hans Markús Haf- steinsson og Þórður Guðmundsson guðfræðingur. Fjórir sóttu um Grindavíkur- prestakall ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.