Morgunblaðið - 28.08.2007, Page 14

Morgunblaðið - 28.08.2007, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GÓÐUR meirihluti er fyrir því með- al Færeyinga, að landið verði allt eitt kjördæmi en skoðanir manna mótast þó mjög af búsetunni. Því nær sem fólk býr höfuðstaðnum, Þórshöfn, því hlynntara er það hug- myndinni um eitt kjördæmi. Kemur þetta fram í skoðanakönnun, sem færeyska blaðið Sosialurin hefur látið gera. Það, sem kemur kannski á óvart í könnuninni, er, að andstaðan við að gera landið allt að einu kjördæmi er mest meðal ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára en stuðningurinn við það er hins vegar mestur hjá fólki á fimmtugsaldri, frá 40 til 49. Eftir landshlutum er stuðningur við hugmyndina mestur á suður- hluta Straumeyjar, 72%, eða í og í næsta nágrenni við Þórshöfn. And- staðan er hins vegar mest á sunn- anverðum eyjunum, í Vogum, Sand- ey og í Suðurey þar sem 55% íbúanna vilja halda í sitt kjördæmi. Segist fólk óttast, að hagsmunir þess verði að öðrum kosti fyrir borð bornir. Ef litið er á landið allt er nið- urstaðan sú, að 56% eru hlynnt því að gera það að einu kjördæmi en 26% eru því andvíg. 18% hafa ekki tekið afstöðu til þess. Eru karlar heldur hlynntari því en konur eða 60% á móti 52%. Á færeyska lögþinginu eiga sex flokkar fulltrúa og er góður meiri- hluti fyrir hugmyndinni um eitt kjördæmi meðal kjósenda fimm þeirra. Því er aftur öfugt farið með Miðflokkinn þótt þingmenn hans séu hlynntir henni. Frá Þórshöfn Hugsanlegt er, að Færeyjar verði eitt kjördæmi. Færeyjar verði eitt kjördæmi FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FYRIRHUGUÐ skattalækkun dönsku stjórnarinnar mælist mis- jafnlega fyrir og kannanir sýna, að aðeins 37% kjósenda eru henni hlynnt. Þá er líka mikill ágreiningur um hana milli stjórnarflokkanna og taka sumir svo djúpt í árinni að segja að nú stefni í uppgjör á milli flokkanna sem endað geti með stjórnarslitum. Anders Fogh Rasmussen og leið- togi Venstre hefur verið forsætis- ráðherra Danmerkur í sex ár og hefur verið mjög farsæll í embætti. Hann þykir háll sem áll og hefur haft átt mjög gott með að fá sam- starfsflokkinn, Hægriflokkinn, og Danska þjóðarflokkinn, sem styður stjórnina, inn á sína línu. Frammi- staða hans í skattamálunum nú þyk- ir hins vegar benda til að honum sé eitthvað farið að förlast í stjórn- listinni. Danskir hægrimenn eru æfir Rasmussen fyrir einleik í skattamálunum og tilraunir hans til að eigna sér þær og þeir eru óánægðir með hvað hann hafði lítið samráð við þá um þessi mál. Sem dæmi er nefnt að Rasmussen hafi ekki gert ráð fyrir að lækka skatta á hæstu tekjum en það er eitt af hjartans málum hægrimanna. Hafa þeir nú fengið því framgengt en Danski þjóð- arflokkurinn er því andsnúinn og telur raunar að engin ástæða sé til skattalækkana almennt. Það er ekki síst sú afstaða hans sem getur bundið enda á lífdaga stjórnarinnar. Sumir flokksbræður Rasmussens segja að hann hafi löngum lagt áherslu á að ekki eigi að efna til kosninga um skattamál. Nú stefni þó í að það sé einmitt það sem hann sé að gera. Í grófum dráttum eru tillögur Rasmussens þær að á næstu 10 ár- um verði tæplega 600 milljörðum ísl. kr. varið til uppbyggingar í vel- ferðarkerfinu en skattar, aðallega á hæstu og millitekjur, verði lækk- aðir um rúma 117 milljarða ísl. kr. á ári. Kannanir sýna, að aðeins 37% danskra kjósenda eru hlynnt skattalækkunum og þriðjungur kjósenda Venstre er þeim andvígur. Fjórðungur þeirra, sem skatta- lækkanir styðja, er síðan á móti því að lækka skatta á hátekjufólk. Þessi afstaða hefur vakið mikla umræðu og ekki síst meðal hag- fræðinga og annarra fræðimanna á hægrivængnum. Eftir einum þeirra er haft að nú sé svo komið að jafn- aðarmannaflokkarnir á danska þinginu séu sex eða sjö og aðrir tala um að Danir sé haldnir sjúklegri ör- yggisþörf. Þá er líka á það bent að meira en helmingur danskra kjós- enda fái bein framlög frá hinu op- inbera í einhverri mynd. Danir deila um skattana Lítill almennur stuðningur við skattalækkanir og ágreiningur milli stjórnar- flokkanna gæti neytt Anders Fogh Rasmussen til að boða til kosninga Í HNOTSKURN » Anders Fogh Rasmussenhefur verið forsætisráð- herra Danmerkur í sex ár og getið sér sérstakt orð fyrir raunsæi og rétt stöðumat. » Tillögur hans nú í skatta-málum þykja þó ekki benda til að hann sé með fing- urinn á púlsinum. » Mikill meirihluti kjósendaer andvígur skattalækk- unum og á stjórnarheimilinu er allt upp í loft. Anders Fogh Rasmussen Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ALBERTO Gonzales tilkynnti í gær um afsögn sína úr embætti dóms- málaráðherra Bandaríkjanna en segja má að öll spjót hafi staðið á ráð- herranum um nokkurt skeið. CNN fullyrti í gær að Michael Chertoff, sem nú gegnir embætti ráðherra heimavarnamála, tæki við en Paul Clement, næstráðandi Gonzales, mun þó sinna starfinu tímabundið. Gonzales hefur sætt harðri gagn- rýni bæði demókrata og repúblikana á þingi vegna ýmissa mála, ekki síst brottreksturs á átta saksóknurum fyrir alríkisdómstólum en grunur leikur á að hann hafi verið af pólitísk- um rótum runn- inn. Þá var Gonza- les sakaður um að segja ósatt um málið fyrir banda- rískri þingnefnd. Gamall vinur Bush Gonzales er einn af nánustu samráðsmönnum Bush forseta en hann var á sínum tíma lagalegur ráð- gjafi Bush er hann var ríkisstjóri í Texas. Þegar Bush varð forseti flutti Gonzales með honum til Washington og sinnti fyrstu misserin starfi laga- legs ráðgjafa. Sem slíkur lék hann lykilhlutverk í því að víkka út völd for- setans þannig að honum væri t.d. kleift að fyrirskipa njósnir með bandarískum ríkisborgurum í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þá kom hann að gerð umdeilds reglu- verks um herdómstóla yfir föngum sem geymdir eru í Guantanamo á Kúbu, auk þess sem hann var tals- maður þess að fangarnir þar hefðu eins lítil lagaleg réttindi og mögulegt var. Afleiðingin var sú að fjölmörg mál hafa verið höfðuð á hendur stjórnvöldum á grundvelli röksemda þess efnis að þau hafi gerst brotleg við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Afsögn Gonzales, sem skipaður var dómsmálaráðherra í nóvember 2004, kemur í kjölfar afsagnar Karls Rove, helsta ráðgjafa Bush. Gonzales víkur sem dómsmálaráðherra Hafði sætt harðri gagnrýni á Bandaríkjaþingi Alberto Gonzales RACHELLE Owen var ein af mörgum, sem komu sam- an í Richmond í Virginíu í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla illri meðferð á dýrum. Þá kom þar fyrir rétt Michael Vick, kunnur leikmaður með ruðningsliðinu Atlanta Falcons í Georgíu, en hann er sakaður um hafa tekið þátt í hundaati en það varðar við lög. Hefur þetta mál vakið mikla athygli vestan hafs og hafa margir orðið til að lýsa hneykslan sinni á framferði íþrótta- stjörnunnar. Er almennt talið, að ferill Vicks sem íþróttamanns sé nú á enda. Reuters Mótmæla illri meðferð á dýrum SHINZO Abe, forsætisráðherra Japans, stokkaði í gær upp í stjórn sinni en tilgang- urinn er sá að reyna afla stjórn- inni stuðnings í kosninga í síðasta mánuði þar sem flokkur Abes galt afhroð. Abe kaus að skipa reynda menn í lykilembætti, t.d. tekur Nobutaka Machimura við embætti utanríkisráðherra en því sinnti hann í valdatíð forvera Abes, Junichiros Koizumi. Og Masahiko Komura, fyrrverandi dóms- og utanríkisráð- herra, verður varnarmálaráðherra. Abe hefur blásið á háværar kröfur um að hann segi af sér. Abe stokkar upp í Japan Shinzo Abe SUÐUR-AFRÍSK stjórnvöld köll- uðu til baka um 20 milljónir smokka í gær vegna öryggiskrafna. Starfs- maður fyrirtækisins sem dreifa átti 80 milljónum smokka til íbúa sam- kvæmt samningi við stjórnvöld er grunaður um mútuþægni fyrir að líta framhjá gallanum. Smokkasvindl AP Eyðni Um 5 af 48 milljónum S- Afríkubúa eru smitaðir af HIV. ENN eykst offituvandinn í Banda- ríkjunum og forysturíkið að þessu leyti er Mississippi. Þar er nú svo komið að rúmlega 30% alls fullorð- ins fólk er ekki aðeins of feitt held- ur þjáist af offitu. Best er ástandið í Colorado, 17,6%. Feitum fjölgar YFIRVÖLD í Moskvu tilkynntu í gær að tíu hefðu verið handteknir vegna morðsins á blaðakonunni Önnu Politkovskayu í fyrra og verða þeir ákærðir. Fullyrt var að höfuðpaurinn í málinu væri glæpa- foringi af tétsensku bergi brotinn en jafnframt sagt að því miður hefðu aðilar úr öryggislögreglunni átt hlut að máli. Morðið á Politkovskayu vakti mikla athygli en hún hafði gagn- rýnt Vladímír Pútín Rússlands- forseta og flett ofan af mannrétt- indabrotum í Tétsníu. Hún var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í Moskvu í október sl. Tíu handteknir MIKILL meiri- hluti Ástrala tel- ur heimsókn Kevins Rudd, sem mögulega verður næsti for- sætisráðherra Ástralíu, á nekt- arstað í New York fyrst og fremst sýna að hann sé „venjulegur náungi“. Rudd, sem er leiðtogi Verkamannaflokks- ins og leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, gekkst nýlega við því að hafa heimsótt nektarstað í New York er hann var á fundi hjá Sameinuðu þjóðanna fyrir fjórum árum og jafn- framt að hann hefði verið of fullur til að muna mikið eftir því. 85% Ástrala virðast þó ekki líta hegð- unina mjög alvarlegum augum. „Venjulegur náungi“ Kevin Rudd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.