Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 248. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
BETRA EN DANS
ER Í SKÓLA OG VINNU EN SEGIST FÁ BRJÁLAÐA
ÚTRÁS Í BOXINU ÁÐUR EN AÐRIR VAKNA >> 20
FJÓS Á AÐ REKA
SEM FYRIRTÆKI
REFSSTAÐIR
BÚREKSTUR >> 12
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÆTLA má að um mitt þetta ár hafi á
bilinu 17-18.000 útlendingar verið við störf
á íslenskum vinnumarkaði, að sögn Friðriks
Friðrikssonar, hagfræðings hjá Vinnu-
málastofnun.
Nú hillir undir lok stærstu fram-
kvæmdanna fyrir austan og munu tveir
stærstu aðilarnir þar fækka starfsfólki sínu
um hátt í 2.000 til áramóta.
Um 300 séu frá löndum utan EES og fari
til síns heima.
Í mannaflaspá sem Vinnumálastofnun
gerði um stóriðjuframkvæmdir í fyrra var
gert ráð fyrir talsverðri fækkun starfsfólks
nú þegar liði á haustið og á næsta ári.
Hins vegar er víða skortur á vinnuafli í
ýmsum greinum.
„Það er ennþá gríðarleg þensla,“ segir
Friðrik, en hann bendir á að núna sé sá árs-
tími sem mest eftirspurn er eftir starfsfólki.
Hann sjái því engin teikn um að útlend-
ingum á íslenskum vinnumarkaði fækki al-
veg á næstunni.
400 umsóknir um kennitölur
afgreiddar á einum degi
Mikið annríki hjá þjóðskrá undanfarið
við útgáfu kennitalna gefur tilefni til vanga-
veltna um að útlendingum á vinnumarkaði
sé ekki að fækka um þessar mundir, þótt
ekki hyggist allir sem hér fá kennitölu
stunda atvinnu á Íslandi.
„Það sem af er þessum mánuði hefur
þjóðskrá fengið yfir hundrað umsóknir um
kennitölur á dag,“ segir Skúli Guðmunds-
son, skrifstofustjóri þjóðskrár. Til marks
um álagið má geta þess að dag einn í lok
síðastliðins mánaðar gaf þjóðskrá út 400
kennitölur á einum degi.
Skúli segir að umsóknum um kennitölur
fari ekki fækkandi. Til staðfestingar því
megi benda á að í síðastliðnum mánuði voru
gefnar út 1.845 kennitölur en 1.618 í júlí-
mánuði.
Þjóðskrá sendi í gær frá sér frétta-
tilkynningu vegna kennitöluútgáfunnar.
Þar kemur fram að á tímabilinu 1. ágúst
2006 til 31. júlí 2007 voru gefnar út 14.925
kennitölur hjá þjóðskrá til fólks sem ekki
hafði tekið upp fasta búsetu hér. Eru Pól-
verjar þar fjölmennastir, alls 7.665, og
Litháar næstir, 994. Flestir eru fæddir á ár-
unum 1977-1986 eða 6.358 alls og börn
yngri en 17 ára voru 794. Athygli vekur að
af þeim sem fengu kennitölur frá ágúst
2006 og fram í janúar 2007 hafa á bilinu 40-
50% nú fengið skráð lögheimili hér á landi.
17-18 þús-
und í vinnu
Engin teikn um færri út-
lendinga á vinnumarkaði
Morgunblaðið/RAX
Í vinnu Margir útlendingar eru við störf á
íslenskum vinnumarkaði.
ELDRI karlmaður lést í hörðum
árekstri á Suðurlandsvegi, rétt
vestan við veginn að Kirkjuferju,
skömmu eftir klukkan 18 í gær.
Hann var ökumaður fólksbíls sem
skall framan á vörubíl sem ekið var
í gagnstæða átt. Ökumaður vöru-
bílsins slapp með minniháttar
meiðsli. Aðrir voru ekki í bílunum.
Þar með hafa átta manns látist í
umferðarslysum á árinu, þar af
fimm í umdæmi lögreglunnar á Sel-
fossi. Tvö þessara slysa, þ.á m. slys-
ið í gær, urðu á Suðurlandsvegi á
milli Hveragerðis og Selfoss. Eitt
varð á Biskupstungnabraut, eitt á
Þorlákshafnarvegi og eitt á Laug-
arvatnsvegi.
Beið
bana í
árekstri
Morgunblaðið/Júlíus
Banaslys Tildrög slyssins eru í rannsókn og eru sjónarvottar beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi.
JÓHANNA Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra mun óska eftir
samstarfi aðila vinnumarkaðar-
ins, ASÍ og SA, í baráttunni gegn
kynbundnum launamun. Í gær
lagði ráðherra sameiginleg
áform sín og fjármálaráðuneytis
um aðgerðir í þá átt fyrir ríkis-
stjórnina. Tveir hópar á vegum
félagsmálaráðuneytis munu
vinna að verkefninu auk hóps á
vegum fjármálaráðuneytis.
Félag hagfræðinga og við-
skiptafræðinga kynnti í gær nið-
urstöður kjarakönnunar fyrir ár-
ið 2007 þar sem fram kemur að
leiðréttur launamunur kynjanna,
þ.e. eftir að tekið hefur verið tillit
til m.a. menntunar, starfs, at-
vinnugreinar og aldurs, hafi auk-
ist úr 6,8% árið 2003 í 8,8% nú.
Femínistafélag Íslands hélt í
gærkvöldi fyrsta „hitt“ vetrarins.
Þar kynnti félagsmálaráðherra
m.a. þær aðgerðir sem gripið
verður til gegn kynbundnum
launamun og Auður Magndís
Leiknisdóttir, talskona Femín-
istafélagsins, sagði tillögur Jó-
hönnu lofa góðu og almenn bjart-
sýni hefði ríkt á fundi
Femínistafélagsins. | 8
Saman í baráttu gegn
launamun kynjanna
ÞRJÚ íslensk orkufyrirtæki
kynntu í gær áform sín um að hefja
djúpborun á næsta ári þegar 3,5
kílómetra djúp hola verður boruð á
Kröflusvæðinu en í kjölfarið verð-
ur djúpborað á Hengilssvæðinu og
á Reykjanesi. Samtals er gert ráð
fyrir að verkefnið kosti 3,5 millj-
arða en sú fjárhæð er aðeins lítill
hluti af þeim miklu fjármunum sem
orku- og fjárfestingafyrirtæki
hyggjast leggja í jarðvarmarann-
sóknir og virkjanir á næstu árum.
Iðnaðarráðherra telur að framund-
an sé mikil útrás Íslendinga á
orkusviðinu.
Útrásin svokallaða er raunar
þegar hafin og í dag bætist enn eitt
verkefni við þegar Reykjavík
Energy Invest (REI) undirritar
viljayfirlýsingu um samstarf við
stærsta orkufyrirtæki Indónesíu.
REI stefnir að því að verða leið-
andi á heimsvísu í fjárfestingum í
jarðvarma og hyggst safna 50
milljörðum króna í eigið fé. Í dag
er eigið fé þrír milljarðar en þar af
lagði Bjarni Ármannsson, fyrrver-
andi forstjóri Glitnis, til hálfan
milljarð. Tilkynnt var í gær að
Bjarni tæki við stjórnarfor-
mennsku í félaginu. REI er fjár-
festingafélag á sviði jarðvarma
sem Orkuveita Reykjavíkur stofn-
aði nýlega. Bjarni sagði fjölmarga
hafa haft samband við Orkuveituna
til að lýsa yfir áhuga á að fjárfesta í
jarðvarmaverkefnum.
Þá var staðfest í gær að rætt hef-
ur verið við bandaríska fjárfest-
ingabankann Goldman Sachs um
að hann gerist hluthafi í Geysir
Green Energy, sem m.a. á 32%
hlut í Hitaveitu Suðurnesja.
Viðskiptaráðherra kynnti á rík-
isstjórnarfundi í gær tillögu sína
um að setja á fót nefnd til að kanna
hvort rýmka þurfi heimildir út-
lendinga til að fjárfesta hér á landi,
þ.á m. í orkugeiranum.
2, 14 og Miðopna
Milljarðar í leit að jarð-
varma hér og erlendis
Í HNOTSKURN
» Landsvirkjun, HitaveitaSuðurnesja og Orkuveita
Reykjavíkur og fleiri taka
þátt í djúpborunarverkefninu.
» Niðurstöðu er að væntaeftir allmörg ár.
REI í samstarf við stærsta orkufyrirtæki Indónesíu Bora 3,5 km eftir
jarðvarma Rætt við Goldman Sachs um kaup á hlut í Geysir Green Energy
Morgunblaðið/Rax
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170
www.boconcept.is