Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 40

Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á ASTRÓPÍA kl. 6:30 - 8:30 - 10:30 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára / KRINGLUNNI KNOCKED UP kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.14.ára KNOCKED UP kl. 5:20 - 8 - 10:40 LÚXUS VIP DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára LICENSE TO WED kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.7.ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ THE TRANSFORMERS kl. 5:20 - 10:10 B.i.10.ára / ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR eeee JIS, FILM.IS BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG eee F.G.G. - FBL V.I.J. – Blaðið Ungur maður sem hefur atvinnu af því að ljúga að fólki (stjórnmálamaður / auglýs- ingafrömuður / sjálfshjálpargúrú o.s.frv.) uppgötvar að líf hans er öm- urlegt og ákveður að segja sannleikann. Mikið fjör fylgir. Þetta minni er þrautreynt og mikið notað hvort sem er í skáldsögur, bíómyndir eða sjónvarpsþætti og það er not- að hér. Maður sem hefur atvinnu af því að segja fólki að það sé æðislegt og að framtíðin verði frábær kynnist vændiskonu og áttar sig þá skyndilega á því að líf hans er innantómt og í raun sé allt ömurlegt: „Satt best að segja þá veit ég ekkert og skil ekkert,“ segir hann frammi fyrir þúsundum manna og verður heimsfrægur fyrir vikið. Ekki mjög frumlegt er úrvinnslan er prýðileg og víða skemmti- legir sprettir þótt flækjan sé full ævintýraleg á köflum. Reyndar er sumstaðar eins og ver- ið sé að stoppa í göt frekar en skrifa í sam- ræmi við úthugsaðan söguþráð og á köflum skýtur höfundur inn atvikum eða viðburðum sem manni finnst ekki miða sögunni neitt áfram, þótt sumir skapi þeir andrúmsloft. Það skýrir skipulag bókarinnar hugsan- lega að einhverju leyti að hún er skifuð utan um smásögu, ef svo má segja, því smásaga Othmers, samnefnd bókinni, var tilnefnd til helstu bókmenntaverðlauna Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. James P. Othmer þekkir vel þann veru- leika sem hann lýsir, væntanlega að slepptu því ævintýralegasta í sögunni, enda starfaði hann hjá einu helsta auglýsingafyrirtæki Bandaríkjanna. Í bókinni veltir söguhetjan þeim sann- indum fyrir sér að framtíðin sé svo mærð að við hljótum alltaf að verða fyrir vonbrigðum þá hún loks birtist sem nútíminn. Það eina sem dugir til að létta á okkur brúnina er að heyra meira um það hvað framtíðin verði frábær og ekki síst hvað við erum æðisleg. Framtíðin er frábær! The Futurist eftir James P. Othmer. Doubleday gefur út 2007. 257 síður innb. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. The Secret – Rhonda Byrne 2. The Innocent Man – John Gris- ham 3. Harry Potter & the Deathly Hal- lows – J.K. Rowling 4. Diary of a Bad Year – J.M. Coet- zee 5. The Right Attitude to Rain – Alexander McCall Smith 6. The Moomon Book 1 – Tove Jansson 7. Next – Michael Crichton 8. The Afghan – Frederick Forsyth 9. Anybody Out There? – Marian Keyes 10. Icepick – Þórdís Claessen Eymundsson 1. Atonement – Ian McEwan 2. The Uncommon Reader – Alan Bennett 3. Sword Song – Bernard Cornwell 4. A Spot of Bother – Mark Haddon 5. Wolf of the Plains – Conn Iggul- den 6. One Good Turn – Kate Atkinson 7. Atonement – Ian McEwan 8. The House at Riverton – Kate Morton 9. The Mission Song – John Le Carre 10. The Afghan – Frederick For- syth Waterstones 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. The Wheel of Darkness – Douglas Preston og Lincon Child 3. Dark Possession – Christine Feehan 4. Bones to Ashes – Kathy Reichs 5. The Elves of Cintra – Terry Brooks 6. Play Dirty – Sandra Brown 7. The Quickie – James Patterson og Michael Ledwidge 8. Lord John and the Brotherhood of the Blade – Diana Gabaldon 9. Away – Amy Bloom 10. Sweet Revenge – Diane Mott David New York Times Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FÁ FYRIRMENNI sögunnar hafa verið eins sérkennileg og Be- nito Amilcare Andrea Mussolini, forsætisráðherra og einræðis- herra Ítalíu frá 1922 til 1945. Hann var dáður af löndum sínum lengst af, þótti öðrum mönnum fremri sem ræðumaður. Samt er það svo að þegar maður sér kvik- myndir sem teknar voru af honum að flytja ræður, er ekki hægt ann- að en undrast að hann skuli hafa náð svo langt – hann geiflar sig og grettir, sperrir og sveigir eins og hann sé að fá flog. Þvílík fígúra! Líkami Ítalíu Þótt myndavélin sýni okkur fá- ránlega fígúru voru það einmitt þessir leikrænu tilburðir sem gerðu Ítali svo hænda að Mussol- ini, gerðu að verkum að þeir dáðu hann, litu á hann sem föður sinn og leiðtoga. Í bókinni The Body of Il Duce rekur ítalski sagnfræðingurinn hvernig sagan af líkama Mussol- inis samsamar að vissu leyti sögu Ítalíu á fyrri hluta tuttugustu ald- ar og hve algengt var að fjallað væri um leiðtogann í ítölskum fjölmiðlum út frá líkama hans, tal- að um hve hraustur hann væri og glæstur á velli; Líkami Mussolinis var líkami Ítalíu og þegar hann var hraustur leið Ítalíu vel. Hengdur á krók Síðar þegar Mussolini var grip- inn af skæruliðum og sleginn af og hengdur upp á kjötkrók eins og hver önnur skepna fannst flestum það hið besta mál, hann hafði leitt Ítalíu í glötun og átti ekki betra skilið en að svo væri farið með skrokkinn á honum. Sagan var þó ekki búin, því eftir að líkið var tekið niður voru menn að vandræðast með það hvað ætti að gera við það, hvar ætti að hola karli niður, því ekki vildu þeir að til yrði helgistaður fasískra píla- gríma. Hann var því jarðarður í kyrrþey og fái vissu hvar. Ekki leið þó á löngu áður en ný- fasistar grófu líkið upp á laun og földu svo rækilega að það tók stjórnvöld nokkra mánuði að finna það. Enn var Mussolini fal- inn, en nú ofanjarðar, troðið í kistu og síðan í aðra kistu vegna lyktarinnar og geymdur svo í gömlu klaustri í áratug þar til honum var loks komið á end- anlegan hvílustað í fæðingarbæ sínum. Þessi saga er ævintýraleg en pólitísk saga Ítalíu er það svo sem líka, sviptingarnar í stjórnmál- unum og sviptingarnar í sálarlíf- inu. Luzzatto tekst einmitt vel að rekja söguna svo að maður skilur betur hvað gerðist í kjölfar ósig- urs Ítala og aftökunnar á Mussol- ini, en hann sýnir líka á skemmti- legan hátt hvernig grunnurinn að gerspilltum stjórnmálaflokki, kristilegum demókrötum, var lagður þegar í stríðslok eins og Ítalir fengu að kenna á síðar. Forvitnilegar bækur: Sagan af líkama Mussolinis Skrokkur leiðtogans Illmenni Leiðtoginn mikli á miklum hesti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.