Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STRAUMUR-Burðarás og Kaupþing hafa að undanförnu stokkað verulega upp í eignasafni sínu í Svíþjóð og selt stóran hluta eigna sinna á sænskum hlutabréfamarkaði. Straumur hefur selt allan hlut sinn í 12 af þeim 14 fyr- irtækjum sem það átti hlut í um áramótin og Kaupþing hefur skorið eignasafnið niður um 18 félög, úr 38 í 20. Frá þessu greinir sænska viðskiptablaðið Dagens Industri í gær undir fyrirsögninni „Íslendingarnir sigla heim.“ Einu félögin sem enn er að finna í eignasafni Straums, borið saman við áramótin, eru stórbankinn SEB og verð- merkingafyrirtækið Pricer. Þess ber þó að geta að Straumur hefur síðan um áramót eignast 17,7% hlut í get- raunaráðgjafafyrirtækinu Net Entertainment, skv. frétt DI. Hingað til hafa Straumur og Kaupþing verið mest áber- andi meðal íslenskra fyrirtækja á sænskum hlutabréfa- markaði en nú er Landsbankinn tekinn við hlutverki kynd- ilbera að sögn DI. Heildarverðmæti eignasafn bankans í landinu langa er 1,25 milljarðar sænskra króna, jafngildi um 12,1 milljarðs króna, og ber þar hæst eignina í Intrum Justitia. Þar er Landsbankinn stærsti hluthafi með 11,7% hlut. Ennfremur hefur bankinn frá áramótum bætt við sig hlutum í nokkrum stærstu almenningshlutafélögum Sví- þjóðar, svo sem Ericsson, Nordea og Investor. Þá hefur Tryggingamiðstöðin verið áberandi á sænsk- um hlutabréfamarkaði að undanförnu en félagið var meðal helstu hluthafa í fjármálafyrirtækinu Invik, sem Milestone hefur nú tekið yfir. TM á að sögn DI einnig hlut í fjárfest- ingafélaginu Kinnevik en hefur að öðru leyti einbeitt sér að bankageiranum og eignast hlutafé í Nordea, SEB og Carnegie. Víkingar sigla heim úr verslunarferðinni Íslenskir útrásarvíkingar hafa rifað seglin í Svíþjóð Morgunblaðið/G.Sverrir Þór Stokkhólmur Dagens Industri segir íslenska útrás- arvíkinga farna að sigla heim úr verslunarferðinni. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallar OMX á Íslandi hækkaði lítillega í gær eftir mikið fall í fyrradag. Við lokun markaðar var gildi vísitölunnar 7.949 stig og hækkaði hún alls um 0,24%. Mest hækkun varð á bréfum Atl- antic Petroleum, 9,19%, en bréf Össurar lækkuðu mest, um 1,46%. Heildarvelta gærdagsins nam 18,1 milljarði króna, þar af var velta með hlutabréf 9,6 milljarðar. Mest velta var með bréf Kaupþings, 3,9 milljarðar. Enn hækkar Atlantic Petroleum mikið BRESKA vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur hefur töglin og hagldirnar í, hefur krafið birgja sína um aðstoð við að fjármagna 250 milljón punda endurbætur á verslunum og endurmörkun vöru- merkisins. Markmiðið er að auka áhuga efnafólks á verslununum. Frá þessu greinir breska blaðið Telegraph og vitnar í bréf sem Stefan Cassar, fjármálastjóri House of Fraser, sendi birgjum fyrirtæk- isins í síðustu viku. Þar segir að frá og með 30. desember nk. verði tek- in 4% álagning af veltu hvers birgis í helstu verslunum en í öðrum verslunum verður álagningin 2-3%. Í bréfinu segir að mikil vaxt- artækifæri séu fyrir hendi og til þess að allir aðilar geti hagnast á þeim tækifærum sé nauðsynlegt að unnið sé saman að vextinum. Telegraph segir birgja House of Fraser vera í losti yfir því hversu langt keðjan gengur í kröfum sín- um og lýsir einn þeirra kröfunum sem frekjulegum og fáránlegum. Búist er við því að fjöldi birgja muni streitast á móti, sérstaklega í ljósi þess hversu viðkvæmt smá- söluumhverfið í Bretlandi er. Að sögn Telegraph er þetta í annað skiptið á innan við ári sem House of Fraser kemur birgjum sínum í opna skjöldu. Stuttu eftir að Baugur keypti félagið í nóv- ember sl. hafi það tilkynnt að það gæfi sér lengri tíma til þess að greiða fyrir vörur sem keyptar voru inn. Leggja toll á birgja Eftir Bjarna Ólafsson í Leeds bjarni@mbl.is NÝ SKRIFSTOFUBYGGING Innovate, dótturfélags Eimskips, í Leeds á Bretlandi var opnuð í gær, en hún telst vera umhverfisvænsta bygging Bretlands. Var það forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem opnaði bygginguna með form- legum hætti. Hefur byggingin hlot- ið hæstu einkunn sem veitt hefur verið samkvæmt svokölluðum BREEM-staðli, sem notaður er til að meta hversu umhverfisvænar skrifstofubyggingar eru. Ólafur Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið að það skipti gríð- arlegu máli fyrir ímynd þjóðarinn- ar að það væri íslenskt fyrirtæki sem tæki með þessum hætti frum- kvæðið í umhverfisvernd á þessu sviði. „Með byggingunni eru Eim- skip og Innovate að sýna með ótví- ræðum hætti fram á að hægt sé að ná miklum árangri í orkusparnaði og vistvænum lifnaðarháttum og gera það á viðskiptalegum forsend- um.“ Sagðist forsetinn munu nefna bygginguna við þjóðarleiðtoga og þjóðhöfðingja sem hann mun hitta á næstu mánuðum og benda á hana sem dæmi um þann árangur sem hægt er að ná í baráttunni við loftslagsbreytingar. Engar afsak- anir væru lengur tækar fyrir að- gerðaleysi í þeim málum. Green Office-skrifstofubygging- in, eins og hún hefur verið nefnd, er hönnuð og byggð með það í huga að spara orku sem mest og nýta hana á umhverfisvænan hátt. Er byggingin einöngruð með sérstökum hætti til að ná fram sem mestum orkusparnaði. Þá er sól- arorka nýtt til upphitunar, en byggingin er þó staðsett þannig að sólin nái ekki inn í bygginguna um miðjan daginn. Með því er komist hjá því að eyða of mikilli orku í loftkælingu. Lýsing byggingarinn- ar kemur sömuleiðis að stærstum hluta frá sólinni. Regnvatni sem fellur á bygg- inguna er safnað saman til nota í salerni byggingarinnar. Salernin sjálf eru hönnuð líkt og flugvélasal- erni og því nota þau einungis einn tíunda af því vatni sem venjulegt salerni notar. Þá var steypan, sem notuð var í bygginguna, að stórum hluta úr endurunnum efnum. Baldur Guðnason, forstjóri Eim- skips, sagði í samtali við Morgun- blaðið að orkusparnaður skipti fyr- irtækið miklu máli, ekki aðeins vegna augljósra áhrifa á umhverf- ið, heldur einnig vegna þess að hann geti bætt rekstrarafkomu fyrirtækisins. Við erum stórt al- þjóðlegt flutninga- og geymslufyr- irtæki og er orkukostnaður okkar því mikill. Ef hægt er að draga úr honum mun það koma sér mjög vel fyrir okkur. Þá sagði Baldur að stórir viðskiptavinir eins og stór- markaðakeðjur væru farnir að gera kröfur til birgja sinna og flutningafyrirtækja um betri um- hverfisstefnu. Framsækin stefna Eimskips á því sviði styrkti því stöðu fyrirtækisins á markaði. Grænasta hús Bretlands vígt í gær Grænt hús Forseti Íslands vígði húsið. Með honum á myndinni eru auk for- stjóra og stjórnarformanns Eimskips forstjórar Innovate. Gríðarlega mikilvægt að íslenskt fyrirtæki taki frumkvæðið segir forseti Íslands Morgunblaðið/Bjarni Ólafsson ÞVÍ hefur verið fleygt að þegar gengi hlutabréfa breytist sé það vegna skoð- anaskipta á markaði og sé það rétt má full- yrða að í gær hafa skoðanir flestra verið afar jákvæðar. Allar helstu hlutabréfavísitölur heimsins hækkuðu rækilega og mætti jafnvel halda að markaðsólga undanfar- inna vikna sé gleymd og grafin. Það er þó heldur snemmt að hrósa happi því reynsla undanfarinna vikna hefur sýnt okkur að fjár- festar viti varla í hvorn fótinn þeir eigi að stíga. Einn daginn hækkar allt og þann næsta lækkar allt. Engar fréttir hafa borist sem öðru fremur geta skýrt uppgang gærdagsins en gera má ráð fyrir að batamerki vestra í fyrradag hafi orðið til þess að kæta fjárfesta í As- íu sem síðan kætti markaðsaðila í Evrópu. Það hefur síðan sent já- kvæða strauma yfir Atlantshafið. Eins og áður segir er þó alltof snemmt að segja til um hvort kætin sé varanleg. Kæti á mörkuðum                                                       !!"                                                                                       !"#$% &  ' "( # &) *+$ ,-.-/ 0-/10-1. 1/-2-.2 2,2-0,0-.0 -00.-22/-. 22-0,-. ./-.0- .-//-/01-0 -1.--,,, -.0-/0. -21-2-/,/ 01-,-1. /-021-,/ -1 12-01- -/-1. /-1-1 1- 1-/,-0 2//- -00-.1, 0- 2-,-, 21-.2-2 20--22 /3, 13 .3. 23 203, ./30 23/ /13 32 /3 13 23 23, 132 2/3 103 3. 213 3/ /,3 23 3, .3 /3,1 131 .3 232 2,3 3 2132 /,3 3 /3 13 .3 23 132 2/3 103 3 223 3/, /,3 3 /3 .,13 130 45  !"#$% / 1 0, / /2 2  2/ //  /1 2 1 2 . /   20   2  .  & %  & !"#-! " -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 -/-20 22-,-20 -/-20 0-/-20 -/-20       % #6 +$78- ##!56 +$78- 9%78- :6 +$78- 6% ' #78- 8-;#$8<&=  >?  6 +$78- *+$@ &' #78- : ' #= 78-  ? 7 78- %+;+ +"A 4A8-'-78- B;78- C+78-    ! "   .178- 8 ?78- % %?D %  +;DE # # &6 +$78- F B # >?  ?6 +$78-  78- G7 478- B&& &;"%5" 78- H +%5" 78-   # $ ! % & I %+B+; +; 6 78- ;$"4 78- ● FL GROUP ræður nú 18,9% hluta- fjár í breska fyrirtækinu Inspired Gaming Group sem framleiðir tölvu- leikjastöðvar, bingóvélar og veð- málastöðvar. Eignarhaldið er bæði beint og óbeint í gegnum framvirka samninga. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu til kauphallar OMX á Íslandi sem send er í kjölfar „fréttaflutnings í Bretlandi um áhuga FL Group á kaupum á hlutum í Inspired Gaming Group.“ Ræður 18,9% í INGG ● NORRÆNI fjárfesting- arbankinn, NIB, gaf í fyrradag út skuldabréf í krónum – svo- kölluð jöklabréf – fyrir 5 millj- arða króna. Þar með bætir bank- inn við jöklabréfaútgáfu frá því um miðjan ágúst. Samkvæmt Vegvísi Landsbank- ans eru gjalddagar jöklabréfa fyrir 22,5 milljarða króna þegar liðnir í þessum mánuði en enn á eftir að gera upp bréf að andvirði 64 millj- arða króna. Þar ber hæst gjalddaga 60 milljarða skuldabréfaflokks þýska bankans KfW eftir rúma viku. Ný jöklabréf gefin út ● BRESKA íþróttavörukeðjan JJB Sports sendi í gær frá sér afkomu- viðvörun en gert er ráð fyrir að hagn- aður á fyrri hluta ársins verði um 3,5 milljónum punda lægri en áður hafði verið spáð. Ein af ástæðunum er sú að sala í sumar var 4,4% minni en á sama tímabili í fyrra en sem kunnugt er fór heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fram í Þýskalandi það ár. Exista er einn helsti hluthafi JJB Sports, með 14,5% hlut, en fyr- irtækið rekur 420 íþróttavöruversl- anir vítt og breitt um Bretland. Samkvæmt Vegvísi Landsbankans lækkaði gengi JJB Sports um 16% í kauphöllinni í London í gær og var það 167 pens á hlut við lokun mark- aðar. Svo lágt hefur gengið ekki verið frá ársbyrjun. Afkomuviðvörun JJB ● VERÐ á hrá- olíu á Nymex- hrávörumark- aðnum í New York sveifl- aðist töluvert í gær. Fyrri hluta dags hækkaði verð- ið umtalsvert og náði tæp- lega 78 dölum á fat, sem er ekki fjarri hæsta verði ársins – 78,77 dalir á fat í byrjun ágúst. Ástæðan var órói fjárfesta fyr- ir fund OPEC, samtaka olíu- framleiðsluríkja, sem haldinn var í gær. Á fundinum kom fram að OPEC hyggst auka framleiðslu sína og í kjölfarið tók verð að lækka að nýju. Sveiflur á olíuverði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.