Morgunblaðið - 12.09.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 17
MENNING
JONNA Louis-Jensen, pró-
fessor emeritus við Kaup-
mannahafnarháskóla, flytur
fyrirlestur í Norræna húsinu
kl. 17 á föstudaginn, fæðing-
ardegi dr. Sigurðar Nordals.
Fyrirlesturinn nefnist
„Heimskringla og Egils saga
Skallagrímssonar – sami höf-
undur?“ Í fyrirlestrinum
fjallar Jonna Louis-Jensen um
þessa meira en hundrað ára
rannsóknarspurningu, sem margir fræðimenn
hafa velt fyrir sér – Sigurður Nordal og Peter
Hallberg þó sérstaklega. Fyrirlesturinn er í boði
Stofnunar Árna Magnússonar.
Fræði
Leit að rótum Eglu
og Heimskringlu
Norræna húsið og
glerskálinn.
ANNAÐ kvöld kl. 20 stendur
Landvarðafélag Íslands fyrir
sýningu á heimildarmyndinni
The Thin Green Line í Nor-
ræna húsinu en myndin fjallar
um störf landvarða víðsvegar
um heiminn. Sean Willmore,
höfundur myndarinnar, verður
viðstaddur og svarar spurn-
ingum að sýningu lokinni.
Myndin sýnir marga af feg-
urstu stöðum veraldar í nýju
ljósi. Í stað hefðbundinna náttúrulífsmynda af
villtum dýrum og stórbrotinni náttúru með sól-
arlagið í bakgrunni sjáum við raunveruleikann
sem landverðir takast á við daglega.
Kvikmyndir
Heimildamynd um
starf landvarða
Sean Willmore
NÓBELSVERÐLAUNA-
HAFINN J.M. Coetzee heldur
fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla
Íslands kl. 16 í dag á vegum
Bókmenntahátíðar. Fyrirlest-
urinn byggir á nýútkominni
bók Coetzee, Diary of a Bad
Year. Bókin fjallar umroskinn
ástralskan rithöfund sem fær
það verkefni að skrifa grein í
bók sem ber heitið Strong Op-
inions. Það verður til þess að
hann fer að velta vöngum yfir uppruna ríkisins og
sambandi þess við borgarana. Rúnar Helgi Vign-
isson, sem hefur þýtt bækur Coetzee, verður með
kynningu á honum og verkum hans.
Bókmenntir
Nóbelsskáld talar
við Íslendinga
J.M. Coetzee
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SKOPPA og Skrítla eru á leið til
Tógó í Afríku. Íslenskir krakkar
þekkja hnáturnar vel, en krakkarnir
í Tógó hafa auðvitað aldrei séð þær,
og hafa jafnvel ekki séð leikhús, en
þaðan eru þær sprottnar.
Að baki Skoppu og Skrítlu standa
leikkonurnar Hrefna Hallgríms-
dóttir og Linda Ásgeirsdóttir. Í
mars fóru þær í leikferð til Banda-
ríkjanna með sýningu sína úr Þjóð-
leikhúsinu og léku á ensku. Að sögn
þeirra gekk leikferðin framar öllum
vonum. En hvernig kviknaði hug-
mynd að leikferð til Afríku, þar sem
Íslendingar hafa ekki leikið áður, að
við best vitum? Hrefna hefur orðið:
Eins og sannir Íslendingar
„Vinkona okkar er ritari SPES-
samtakanna, sem vinna að stuðningi
við börn í Tógó með starfrækslu
barnaþorps fyrir munaðarlaus börn.
Við kynntumst starfseminni gegn-
um hana og heilluðumst af því starfi
sem þar er unnið. Við fórum á flug
þegar við fórum að velta því fyrir
okkur hve gaman það yrði að kynna
leikhúsið fyrir börnum í Afríku, en
spáðum ekkert frekar í það. En svo
stunda ég Qi gong-leikfimi hjá
Gunnari Eyjólfssyni með Nirði P.
Njarðvík, sem er stofnandi SPES-
samtakanna, og einhverju sinni átt-
um við spjall um hve gaman það
yrði ef við kæmum nú bara með
leiksýninguna til Tógó. Njörður
sagði að það yrði sannarlega gaman.
Og eins og dæmigerðir Íslendingar
ákváðum við að láta af þessu verða.“
Þúfan og hlassið þunga
En þar með var ekki öll sagan
sögð og Linda segir að hugmyndin
hafi þótt svo spennandi að fljótlega
hafi farið að hlaðast utan á hana.
„Það urðu margir heitir, og við
ákváðum að safna saman fólkinu
sem stendur að sýningunni með
okkur. Leikmyndar- og bún-
ingahönnuðurinn okkar, Katrín Þor-
valdsdóttir, er brúðugerðarmeistari,
og hún greip það á lofti að miðla
sinni þekkingu til barnanna í Tógó.
Hún verður með námskeið þar og
kennir börnunum að nýta það sem
næst þeim er í eigin umhverfi til að
búa til grímur og fleira. Við fengum
einnig leikskólakennara í lið með
okkur til að miðla sinni þekkingu til
starfsfólks barnaþorpsins, en það
eru um 30 manns. Þá kemur annar
leynileikarinn í sýningunni okkar,
önnur tveggja stúlkna sem eru í
kassa alla sýninguna og láta
galdrana gerast. Hún er ballerína
og ætlar að dansa fyrir börnin í
Tógó og kenna þeim dansa og
hreyfileiki. Pabbi hennar vildi koma
með; hann er læknir.“
Samstarf við lækna og spítala
„Svona gerist þetta, og vindur
uppá sig, því allir vilja hjálpa og
leggja verkefninu lið. Læknirinn fer
með læknistöskuna og er búinn að
setja sig í samband við lækna á
sjúkrahúsinu í borginni þar sem
barnaþorpið er, og læknarnir ætla
að miðla þekkingu og reynslu á báða
bóga. Við ætlum öll með sjúkra-
kassa með okkur, en þeir verða
gefnir skólum barnanna og þorpinu
sjálfu. Það eru fleiri stór verkefni
þegar komin í vinnslu í tengslum við
samstarf læknisins okkar við spít-
alann og íslensk fyrirtæki. En það
eru fleiri sem leggja okkur lið;
Brosbolir gefa okkur Skoppu og
Skrítlu-boli á öll börnin í barnaþorp-
inu, og Penninn gefur ýmislegt til
skapandi vinnu, en einnig þær ís-
lensku bækur sem þýddar hafa ver-
ið á frönsku, eins og Dimmalimm,
Söguna af bláa hnettinum, Gilitrutt
og fleiri.“
Hugmynd Skoppu og Skrítlu er
orðin stór, og vissulega kostar það
sitt að ferðast til Afríku. Þær Linda
og Hrefna eru þakklátar þeim sem
hafa styrkt þessa óvenjulegu leik-
ferð, einkum Glitni. Með í för verð-
ur kvikmyndatökulið sem gerir
heimildarmynd um ferðalagið. Þær
leggja áherslu á að það sé ekki
meiningin að koma færandi hendi
og hlaða börnin ytra gjöfum, sem
þau hafa svo kannski ekki not fyrir
eða vita ekki hvernig á að höndla.
Það eru annars konar gjafir sem
þær vilja gefa, sem snúast um það
að deila því sem þær hafi fram að
færa á virkan hátt, þannig að eftir
standi lifandi reynsla sem geti orðið
kveikjan að skapandi starfi
barnanna sjálfra. Þær vita að börn-
in í barnaþorpinu hafa ekki reynslu
af formlegu sviðsleikhúsi, og upplifa
það því í fyrsta sinn með þeim.
„Þótt það væri ekki annað en að
opna nýja sýn einnar manneskju á
lífið með sýningunni í Tógó, þá
þætti mér það merkilegt og gef-
andi,“ segir Hrefna. „Við þekkjum
það öll úr eigin lífi að það eru alltaf
manneskjur sem standa uppúr og
við erum þeim þakklátar fyrir það
sem þær hafa kennt okkur eða
sýnt.“ Linda tekur undir þetta, og
segir að fyrir öll börn sé fyrsta
reynslan af leikhúsi stór viðburður.
„Ég smitaðist af leikhúsbakteríunni
sem barn. Ef við getum smitað aðra
af þessari bakteríu yrði það gaman.
Það yrði frábært að fara á leiksýn-
ingu í París eftir þrjátíu ár, og hitta
eitthvert þessara barna og heyra
það segja: „Þið eruð ástæðan fyrir
því að ég er leikari í dag“.“
Aftur til Ameríku
Skoppa og Skrítla hafa fleiri járn
í eldinum því eftir Afríkuferðina
fara þær aftur til Bandaríkjanna í
leikferð á vegum Karitas-samtak-
anna. Þær verða líka með nýja sýn-
ingu í Scandinavian House í New
York, og heitir hún Skoppa &
Skrítla Find the Elves. Þær eru líka
að gefa út nýjan disk og að vinna að
nýrri sýningu í Þjóðleikhúsinu í vor.
Þá er enn eitt óupptalið, og það er
ný þáttaröð sem er í vinnslu og sýnd
verður í Ríkissjónvarpinu. „Ja, það
er alveg ótrúlegt hvað þetta hefur
stækkað og stækkað,“ segja leik-
konurnar.
Skoppa og Skrítla fara til Tógó ásamt liðsauka, til að styrkja barnamenningu þar
Fyrsta leikhúsreynsla barnanna
FERÐ Skoppu og Skrítlu og föruneytis þeirra til Tógó í Afríku hefst 24.
september en dvalið verður ytra til 3. október. Hópurinn heimsækir barna-
þorp SPES þar sem dvelja um 70 munaðarlaus börn. SPES samtökin stofn-
aði Njörður P. Njarðvík árið 2000 og síðan þá hefur þorpið stækkað og
dafnað með hjálp ýmissa fyrirtækja og einstaklinga. Milli 30 og 40 manns
eru skráðir SPES foreldrar á Íslandi. Skoppa og Skrítla ætla að kynna
leyndardóma leikhússins fyrir börnunum í Tógó ásamt því að hafa hóp af
fólki með sér sem ætlar að leggja sitt af mörkum við að bæta og kæta líf
barnanna í þorpinu. Í þessum hópi er meðal annarra leikskólakennari, leik-
stjóri, brúðugerðarmeistari, læknir, dansari, gítarleikarar og túlkar og
fleiri sem aðstoða munu við leikja- og íþróttakennslu, skák og fleira. Allt
mun þetta miðast við að gera sem mest úr því umhverfi sem börnin og
starfsfólkið lifa í. Njörður P. Njarðvík mun fylgja hópnum.
Morgunblaðið/Golli
Allt til að bæta og kæta
ENN deila Bretar um höfundar-
verk Williams Shakespeare, og þá
hvort maðurinn sem bar þetta
nafn hafi í raun samið þær bók-
menntaperlur sem honum hafa
verið eignaðar allar götur til
dagsins í dag.
Nú er í umferð þar ytra undir-
skriftalisti sem kallast „Yfirlýsing
um skynsamlegar efasemdir,“ og
undir hann hafa ritað nokkur stór-
menni leikhússins eins og Kládíus-
arleikarinn Derek Jacobi og Mark
Rylance, sem var listrænn stjórn-
andi Shakespeare’s Globe Theater
í London.
Efasemdirnar sem þeir lýsa, er
kvitta undir yfirlýsinguna, eru á
þá leið að hæpið sé að alþýðu-
strákur alinn upp á heimili ólæsr-
ar fjölskyldu hafi getað unnið slík
listræn afrek.
Yfirlýsingin var gerð opinber
um helgina í kjölfar sýningar á
leikverki þar sem saga Shake-
speares og uppruni eru til skoð-
unar. „Ég aðhyllist þá kenningu
að það hafi verið hópur fólks sem
samdi verkin,“ sagði Jacobi við
það tækifæri. „Ég get ekki ímynd-
að mér að nokkur ein manneskja
hafi ráðið við þetta upp á eigin
spýtur.“
Shakespeare
Gat alþýðustrákur
samið leikrit?
Shakespeare Er hann eða ekki?
♦♦♦
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands
fagnar níræðisafmæli Jóns Þórarins-
sonar tónskálds með því að flytja
viðamesta verk hans, Völuspá, og
fleiri norræn verk sem flest sækja
innblástur sinn í fornsögur og goða-
fræði Norðurlanda á tónleikum sínum
annað kvöld, á afmælisdegi Jóns.
Jón er ekki síst þekktur fyrir söng-
lög sín, eins og „Fuglinn í fjörunni“ og
„Íslenskt vögguljóð á hörpu.“ Jón
hefur bæði verið afkastamikið tón-
skáld og útsetjari, öflugur kennari og
mikilvirkur starfskraftur við helstu
tónlistar- og menningarstofnanir Ís-
lands, s.s. Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Tónlistarskólann í Reykjavík og Rík-
isútvarpið.
Völuspá er stærst í sniðum af verk-
um Jóns, samin fyrir einsöngvara, kór
og hljómsveit og var frumflutt á
þjóðhátíðinni 1974. Textinn er sóttur í
samnefnt kvæði og magnar tónlistin
upp áhrifin af frásögninni af sköpun
heimsins og endalokum samkvæmt
heimsmynd heiðinna norrænna
manna. Auk Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands taka Selkórinn og Ágúst Ólafs-
son söngvari þátt í flutningnum.
Hljómsveitarstjóri er Esa Heikkilä.
Önnur verk á dagskrá tónleikanna
er Sögudraumur, tónaljóð Carls Niel-
sens sem sækir innblástur sinn í
Njálu, Tapiola eftir Sibelius, sem
dregur upp tónmynd af heimkynnum
finnska skógarguðsins Tapio, og Sin-
fónía nr. 5 eftir Rued Langgaard.
Langgaard var einfari í danskri tón-
list og verk hans lítið flutt þar nú síð-
ustu árin.
Jón Þórarinsson heiðraður
Jón Þórarinsson
RODDY Doyle,
hinn írski höfund-
ur þríleiksins sem
hófst með The
Commitments,
þríleiksins The
Last Round-Up
og fleiri merkra
bóka verður í
sviðsljósinu á
bókmenntahátíð í
dag. Dagskráin hefst að venju með
hádegisspjalli í Norræna húsinu þar
sem Carla Guelfenbein frá Chile
spjallar kl. 12 en hálftíma síðar tekur
Roddy Doyle við.
Um kvöldið er svo upplestur í Iðnó
þar sem Andri Snær Magnason,
finnski höfundurinn Tapio Koivuk-
ari, Guðbergur Bergsson, danska
skáldkonan Kirsten Hammann og
Doyle lesa úr bókum sínum, en bæk-
ur höfundanna má iðulega kaupa á
staðnum í tengslum við viðburðina.
Dagksrá næsta daga má sjá á bok-
menntahatid.is.
Roddy
Doyle les
Roddy Doyle