Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 255. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Áttunda banaslysið  Banaslys varð á Suðurlandsvegi í gærkvöldi. Fólksbifreið á austurleið lenti framan á vörubifreið sem kom á móti. Ökumaður fólksbílsins var einn á ferð og er talið að hann hafi látist samstundis. » Forsíða Djúpborun á næsta ári  Djúpboranir á Íslandi hefjast fyrir alvöru á næsta ári og er fyrsta holan fyrirhuguð við Kröflu. Verkefnið getur aukið nýtingu háhitasvæða umtalsvert og eru miklar vonir bundnar við það. » Miðopna Fjárfestalögum breytt?  Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hyggst skipa nefnd til að endurskoða lög um fjárfest- ingar útlendinga. Hann ljær máls á því að rýmka reglur um fjárfest- ingar útlendinga í sjávarútvegi. » 2 Hertar aðgerðir  Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra ræddi við for- ystumenn ASÍ og AFLs í gær um hertar aðgerðir gegn ólöglegu vinnuafli. » 4 Vistvænasta skrifstofan  Eimskip opnaði í gær nýtt skrif- stofuhús í borginni Leeds í Eng- landi. Húsið er hið umhverfisvænsta í landinu. » 14 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Nú vantar Frj. hendur Staksteinar: Tilboð Rússa Forystugr.: Tíðindalaust á aust- urvígst. | Heilbrigðismál í Afríku UMRÆÐAN» Grænir dagar í grunnskólum Að breyta gangi sögunnar með 3G Píslarvætti Samfylkingarinnar Vegvísir og verkferlar í grunnsk.   2 2 2 21 21 3 ! (4  , % '  %( 5 %& % %& / !,    2 2 2   2 * 6 #/     2 2 21  21  7899:;< =>;9<?5@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?66;C?: ?8;66;C?: D?66;C?: 0<?E;:?6< F:@:?6=F>? 7; >0;: 5>?5<0'<=:9: Heitast 12 °C | Kaldast 5 °C Suðaustan 10-18 m/s en norðaustan 15-20 seinnipart dags. Mikil rigning um land allt og jafnvel slydda. » 10 Eða ekki? Bjart- sýnismaður fær bak- þanka og getur ekki logið sannfærandi lengur að framtíðin verði æði. » 40 BÓKMENNTIR» Framtíðin er frábær! SJÓNVARP» Conan O’Brien heyrir um reðursafnið. » 36 Sá skrokkur var jafnframt líkami Ítalíu og er jafnvel enn samkvæmt bók sagnfræðingsins Luzzattos. » 40 BÓKMENNTIR» Skrokkur Mussolinis BÓKMENNTIR» Hvað er það sem mótar manneskjuna? » 38 TÓNLIST» Arnar Eggert stjórnar Metal! » 41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Elínu Gestsdóttur sagt upp 2. Spears sögð hafa grátið baksviðs 3. Óvíst að erfðaefni sé úr Madel. 4. Andlát: Úlfur Chaka Karlsson SVO virðist sem umfjöllun í Morg- unblaðinu fyrir tæpum þremur vik- um um svokölluð örlán – hug- arfóstur Nóbelsverðlaunahafans Muhammads Yunus – hafi stuðlað að umtalsverðri vitundarvakningu á Íslandi en tala íslenskra lánveit- enda hjá netfyrirtækinu kiva.org, sem sérstaklega var fjallað um í blaðinu, hefur þrefaldast. „Við höfum nú 33 lánveitendur frá Íslandi en fyrir þremur vikum voru þeir þrettán,“ segir Fiona Ramsey, talskona kiva.org, lána- stofnunar sem aðeins er rekin á Netinu og sérhæfir sig í miðlun ör- lána. Í millitíðinni birtist hér í blaðinu viðtal við Ara Þór Vil- hjálmsson, ungan íslenskan selló- leikara, sem uppgötvað hafði kiva.org fyrr á árinu og gerst lánveitandi; m.a. hjálpað sígauna í Búlgaríu til að opna reiðhjólaverk- stæði. Virðist sem margir hafi fylgt fordæmi hans eftir viðtalið. Til að gerast lánveitandi hjá kiva.org þurfa menn að skrá sig til þátttöku. Síðan velja þeir úr lista lánsumsækjenda einhvern sem þeir vilja hjálpa til bjargálna og er al- geng lánsupphæð hvers lánveitanda 25 dollarar. Algengt er að fólk sæki um lán upp á 500 til 1.000 dollara og nokkrir lánveitendur sameinast því um eitt lán. Ramsey tekur fram að íslenskir lánveitendur kunni að vera fleiri. Sá möguleiki sé fyrir hendi að fólk skrái ekki þjóðerni sitt þegar það gerist lánveitandi hjá fyrirtækinu. Mikill áhugi á kiva.org HELGA Huld Halldórsdóttir hélt upp á 10 ára afmælið sitt í Keiluhöllinni í gær en þar eru haldnar um 20-30 slíkar veislur í viku hverri. Fjölmargir staðir bjóðast til að létta foreldrum lífið og halda afmælisveislur og t.d. voru haldnar 552 slíkar í Veröldinni okkar í Smáralind á síðasta ári. Svo vinsæl er þjónustan að best er að bóka vel fyrir tímann. Þegar er byrjað að bóka fyrir desem- ber í Veröldinni okkar. „Aðsóknin er svo mikil að við náum varla að anna eft- irspurn,“ segir Hörður Þorbjörnsson, vaktstjóri í Keiluhöllinni. Á sl. tveimur árum hefur m.a. verið bætt við starfs- fólki vegna þessa. „Ég skil vel, þótt ég sé ekki foreldri sjálfur, að það sé erfitt að fá tuttugu krakka í syk- urvímu inn á heimilið. Betra sé að koma afmælinu eitt- hvað annað, þótt það kosti kannski aðeins meira.“ | 6 Ná varla að anna eftirspurn Vinsælt að halda afmælisveislu úti í bæ Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍSLENDINGAR etja kappi við N-Íra í undankeppni Evrópumóts karla- landsliða í knattspyrnu á Laugardals- velli klukkan 18.05 í kvöld. Eftir frá- bæra frammistöðu landsliðsins gegn Spánverjum um síðustu helgi þar sem þjóðirnar skildu jafnar, 1:1, vonast ís- lenska þjóðin eftir sigri á N-Írum en Íslendingar hafa ekki fagnað sigri í landsleik frá því þeir lögðu N-Íra, 0:3, í Belfast fyrir ári. Síðan þá hefur ís- lenska liðið leikið átta leiki án sigurs. Góðar líkur eru á að Eiður Smári Guðjohnsen komi eitthvað við sögu í leiknum en ljóst er þó að hann muni ekki byrja inná að sögn Eyjólfs Sverr- issonar landsliðsþjálfara. Rúmlega 1.000 stuðningsmenn n-írska landsliðsins eru mættir til landsins til að hvetja sína menn og vonandi ná íslenskir áhorfendur að kveða þá í kútinn og hafa betur innan sem utan vallar en í gærkvöldi höfðu á bilinu 7-8 þúsund miðar selst. N-Írar hafa 16 stig í riðlinum og eru í topp- baráttunni en Íslendingar eru með fimm stig í næstneðsta sæti.|Íþróttir Kominn tími á sigur  Íslendingar taka á móti N-Írum í kvöld  Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í leikmannahópnum Í HNOTSKURN »Ísland vann fyrri leikinn í Bel-fast fyrir ári 0:3. Síðan hefur liðið leikið átta leiki án sigurs. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Undirbúningur Íslenska landsliðið á æfingu fyrir leikinn gegn N-Írum. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- GNÁ, sótti mann sem talinn var hjartveikur á fjallið Sómastaðatind fyrir ofan Reyðarfjörð í gærkvöldi. Maðurinn fékk slæman brjóstverk þegar hann var í um 900 metra hæð uppi á bröttu fjallinu. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði hringdi ferðafélagi mannsins eftir hjálp klukkan 17:28 og voru um 15 björgunarsveitarmenn, læknir og sjúkraflutningamaður þegar sendir af stað til mannsins. Þyrla var sömu- leiðis kölluð út enda leiðin að mann- inum torfarin og ljóst að afar erfitt hefði verið að bera hann niður. Þyrl- an lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 22 og var maðurinn fluttur þaðan á Landspítalann. Sóttur í 900 metra hæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.