Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 23 Baráttan gegn mænusótt íheiminum gengur nú vel,að sögn aðalfulltrúa UNI-CEF, Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, í Nígeríu, Eþíópíu- mannsins Ayalew Abai, og framlög Íslendinga hafa verið meiri en flestra annarra þjóða miðað við höfðatölu. UNICEF og Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin, WHO, hafa í mörg ár stað- ið fyrir átaki gegn útbreiðslu sótt- arinnar. Um tveir milljarðar barna hafa verið bólusett gegn mænusótt frá 1988. Sem kunnugt er tókst að útrýma algerlega öðrum skæðum smit- sjúkdómi, bólusótt, með alþjóðlegu átaki, síðasta tilfellið í heiminum greindist í Sómalíu 1977. Abai er í heimsókn hér á landi til að ræða við fulltrúa deildar UNICEF á Íslandi og styrktaraðila verkefnisins. „Við erum afskaplega þakklát fyrir aðstoðina frá UNICEF á Íslandi, hún hefur verið notuð til að útvega búnað til að kæla lyfin í birgðastöðvum og einnig við aðdrætti, einkum lyfja- flutninga til almennings. Framlag ykkar á verulegan þátt í þeim miklu sigrum sem hafa unnist á árinu.“ Hann er vongóður um framhaldið. „Greindum tilfellum í heiminum hef- ur það sem af er þessu ári fækkað verulega miðað við 2006, um 80%. Við teljum því að ef okkur takist að fá áfram stuðning við verkefnið muni okkur hafa tekist að stöðva smit milli manna fyrir árslok 2008 og ég hvet fólk til að halda áfram að styðja þetta starf.“ Veikin smitast einkum milli barna vegna skorts á hreinlæti en beitt er bólusetningum til að stöðva smit. „Reynt er að koma í veg fyrir að fólk fari inn á svæði þar sem faraldur hef- ur verið. Vatnið sem fólk notar er ekki alltaf sérlega hreint og það ýtir undir smit. Mikilvægt er því í barátt- unni við útbreiðslu veikinnar að tryggja gott drykkjarvatn, bæta hreinlætisaðstöðu og koma upp náð- húsum. Veiran er alls staðar fyrir hendi í Nígeríu og sama á við um þrjú önnur ríki í heiminum að sögn WHO, hin eru Indland, Pakistan og Afganistan en sóttin herjaði enn í 125 ríkjum heims árið 1988. Meðan veiran leikur lausum hala í sumum héruðum Níg- eríu eiga grannríki landsins á hættu að veikin stingi sér þar aftur niður, hún berst yfir landamærin.“ Gæti breiðst aftur út -Getur veiran náð að breiðast aft- ur út um heiminn? „Svo sannarlega. Árið 2003 gekk þetta illa hjá okkur í norðanverðri Nígeríu vegna deilna sem komu þar upp um bólusetningar. Miklar trufl- anir urðu á verkefninu í um það bil ár. Afleiðingin varð sú að veiran efld- ist á ný og breiddist út til næstu landa. Við þurftum að verja mikilli vinnu og peningum í að kveða sóttina aftur niður í þessum ríkjum sem höfðu verið laus við hana.“ Hann segir mænusótt hafa þekkst um aldir en árið 1988 hafi WHO ákveðið að hefja átak gegn henni. „Við höfum náð stórkostlegum ár- angri síðan 1988. Þegar átakið byrj- aði lömuðust þúsundir barna á hverju ári í mörgum löndum en nú má heita að sóttin greinist aðeins í fjórum löndum og tíðni smita lækkar nánast dag hvern. Það er því loksins í sjónmáli að henni verði útrýmt og það er með mikilli eftirvæntingu að við sjáum það gerast í annað skipti að mannskæðum smitsjúkdómi verði útrýmt á jörðinni.“ Tortyggni og ótti við ófrjósemi -Þú minntist á andstöðu sem var gegn bólusetningum í norðanverðri Nígeríu, sem er aðallega byggð múslímum. Hvað gerðist? „Já, það var veruleg andstaða. Suðurhlutinn [þar sem kristnir búa] er nú algerlega laus við mænusótt, veikin er aðeins í nokkrum héruðum í norðri. Sögusagnir fóru af stað og sumir fóru að mæla gegn bólusetn- ingunum. Þær voru sagðar vera yf- irvarp og menn væru að gera fólkið í norðurhéruðunum ófrjótt til að stöðva þar mannfjölgun. Því miður breiddist þessi orðrómur út og í kjöl- farið voru margir tregir til að koma með börnin sín og láta bólusetja þau. Þannig gekk þetta í nærri ár og veikin birtist á ný, hatrammari en nokkru sinni. Við beittum miklum fortölum og upplýstum fólk um það sem verið væri að gera í reynd, feng- um það til að koma í heimsókn í lyfjaverksmiðjurnar. Við útskýrðum líka að bólusetningar af þessu tagi væri notaðar um allan heim, einnig í mörgum löndum múslíma. Við sigr- uðum að lokum í þessari deilu, feng- um aðstoð hjá ættbálkahöfðingjum og trúarleiðtogum, sem sumir höfðu verið á móti okkur framan af,“ segir Ayalew Abai. Ljósmynd/UNICEF Nigeria Ekkert sárt!Stoltir strákar sem bólusettir hafa verið gegn mænusótt í Lagos. Þegar átakinu gegn útbreiðslu veikinnar lýkur er gert ráð fyrir að alls um 40 milljónir barna í landinu hafi verið bólusettar þrisvar sinnum. Útrýming mænu- sóttar í sjónmáli Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tengsl við ráðamenn Ayalew Abai heilsar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur utanríkisráðherra í ráðuneytinu í gær. Tilfellum mænusóttar, sem getur valdið löm- un og jafnvel dauða, hefur fækkað um 80% á þessu ári í heiminum. Kristján Jónsson ræddi við Ayalew Abai, aðalfulltrúa UNICEF í Nígeríu. Í HNOTSKURN »Íslenska ríkið, fyrirtækiog stofnanir studdu í fyrra átakið gegn mænusótt með um 24 milljónum króna. »Átakið er á vegum UNI-CEF og WHO. Markmiðið er að útrýma mænusótt fyrir árslok 2008. »Skýrt var frá 1.127 nýjumtilfellum í Nígeríu í fyrra. Voru það 56% allra tilfella í heiminum það ár og 92% allra tilfella í Afríku. kjon@mbl.is sé mikill ann sé ð hol- r er ráð- apa á poka- minu við. r þurrar aliforníu í að dæla vatni niður í þær og taka það svo aftur upp sem venjulega gufu,“ seg- ir Guðmundur og bendir auk þess á að í Kaliforníu komi gufan upp um 260° heit, en sé mun heitari í um- ræddum tilvikum. „Ef við lendum í slíku ástandi förum við að nýta varmann og taka hann undir svæð- ið.“ Líkt og áður segir er mikil vinna framundan, en t.d. þarf að steypa fastar stálfóðringar niður á allt að 3,5 km dýpi, en það hefur ekki verið gert áður og þarfnast þróunar. Þá eru ekki til jarðhitatúrbínur sem ráða við þennan mikla þrýsting og þarf að þróa slíkar með framleið- endum. „Þetta er því ekki lausn næstu viku, en við verðum að halda áfram að þróa þetta verkefni,“ sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, m.a. á fundinum með fjölmiðlamönnum. Hann bætti því við að ekki væri búið að ákveða nákvæma dagsetningu, hvenær yrði borað á Reykjanesi. Fyrst yrði skoðað hvernig gengi í Kröflu. Mikil sókn Íslendinga í útrás á orkusviðinu Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra var bjartsýnn á ár- angur og sagðist m.a. sannfærður um að verkefnið myndi ganga vel. „Íslendingar eru í algjörum far- arbroddi. Þetta er fyrsta verkefni sinnar tegundar í heiminum og fylgst með því af öllum vís- indamönnum sem tengjast jarð- hitavinnslu um allan heim,“ sagði Össur og bætti við að mikil áhersla væri lögð á það af hálfu ríkisstjórn- arinnar að verkefnið gengi eins fljótt og vel og unnt er. Ráðherrann gerði einnig fóðr- ingar og önnur atriði sem útfæra þyrfti að umtalsefni. Hann sagði al- veg ljóst að úr því að um ýmsar nýj- ungar væri að ræða þyrftu menn ekki aðeins að byggja á þeirri þekk- ingu sem fyrir hendi væri, heldur þróa nýja með margvíslegum hætti, og það kallaði á nýsköpun af hálfu Íslendinga. Þá taldi hann ljóst að ef vel tæk- ist til stæðu Íslendingar vel í sam- keppni erlendis. „Ég tel að fram- undan sé mikil sókn Íslendinga í útrás á orkusviðinu og ef þetta tekst verður það heimanmundur sem veitir okkur, í það minnsta um töluverðan tíma, forskot en einnig ákveðið leynivopn þegar [íslensku orkufyrirtækin] lenda í samkeppni á erlendri grundu um leyfi til að vinna orku. Forskotið felst í því að ef okkur tekst að beisla þessa tækni höfum við yfir að ráða þekkingu sem getur náð meira úr jarð- hitakerfum en menn beita núna.“ gn, en menn apa á þessu Morgunblaðið/Kristinn iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, Júlíus Jónsson forstjóri uðmundur Þóroddsson forstjóri OR, Haukur Leósson og Kristján Skarphéðinsson.                      kapp lagt í verkefnið en varað við bjartsýni félag Fjarðaáls í Reyðarfirði, er eitt þeirra fé- mögnun rannsóknarþáttar djúpborunarverk- irra staddur á kynningarfundinum í gær. Með- ður var hvort Alcoa tæki þátt í verkefninu til ndi, s.s. fyrir álverið í Húsavík eða önnur verk- mass, svaraði því til að frá sjónarhorni Alcoa a um rannsóknir og þróun sem gæti nýst fyr- ig um víða veröld. „Við erum ekki að ráðast á þessu verkefni með von um að reisa annað áhættufjárfesting í rannsóknum og þróun, kar í framtíðinni; hér á landi eða annars stað- jú hundruð milljónir króna til verkefnisins. nu kemur fram að Alcoa telji djúpboranir mik- a notkun gufuafls um allan heim. „Samstarfs- slandi munu með stuðningi Alcoa kanna hag- ku og efnasambönd úr háhitasvæðum með því i hita og þrýsting en áður hefur verið gert.“ eitan, aðstoðarforstjóra Alcoa, að litið sé svo á ramtíðina. „Heimsbyggðin þarf nauðsynlega til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“ lcoa í framtíðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.