Morgunblaðið - 12.09.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 21
Tökum IKEA semdæmi. Versl-
unarstjórinn í þeirri
búð kvartar mjög
undan manneklu en
engu er líkara en
hann hafi gleymt að
búðin er opin alla
daga vikunnar, á virk-
um dögum frá 10-20, á
laugardögum frá 10-18
og á sunnudögum frá
12-18. Með því að loka
búðinni á sunnudögum
gæti verslunarstjórinn
auðveldlega sparað
ótal vinnustundir og
þar með dregið úr
mannaflaþörfinni. Síð-
an myndi þjónustan
kannski batna hina
sex daga vikunnar.
Það mætti líka prófa
að stytta opnunartím-
ann á virkum dögum,
t.d. hafa opið frá 12-
20. Þótt þetta leysi
kannski ekki vandann
myndi örugglega
draga töluvert úr hon-
um.
x x x
Norðmenn hafakveikt á perunni
en þar í landi eru
IKEA verslanir lokaðar á sunnu-
dögum og danskir IKEA versl-
unarstjórar hafa bara stundum op-
ið á sunnudögum. Svíar hafa
reyndar opið alla vikuna en það er
auðvitað ekki að marka. Eigendur
annarra búða eru jafnfram hvattir
til að loka þeim á sunnudögum.
Kostirnir við sunnudagslokun er
auðvitað mun fleiri, t.d. myndi
draga úr kostnaði og væntanlega
myndi vöruverð lækka. Þar að auki
fengi fólk sem á sunnudögum þeys-
ist á milli búða eða vinnur í þeim,
fá meiri tíma með fjölskyldunni, til
að stunda holla útivist og hreyfingu
eða bara til að slappa af. Íslend-
ingum nútímans veitir ekki af því.
Gríðarlegur skortur er á versl-unarmönnum þessi misserin
og liggur við að önnur hver búð
auglýsi nú eftir starfsfólki. Sama
má raunar segja um bakarí, kaffi-
hús o.s.frv. Svo langt hefur þetta
gengið að í sumum verslunum er
búið að stilla upp spjaldi þar sem
fyrirfram er beðist afsökunar á að
þjónustan geti verið slök sökum
manneklu. Svo heppilega vill til að
Víkverji hefur ráð undir rifi hverju
og að sjálfsögðu kann hann ráð við
þessum vanda eins og öðrum. Ráð-
ið er einfalt: Styttið opnunartím-
ann!
x x x
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Friðrik Steingrímsson opnaðiMorgunblaðið og sá mynd af
konu og asna í göngutúr. Honum
varð að orði:
Ég kíkti í blað í hversdags önn
þá kom það upp úr dúrnum,
að þar var mynd af mér og Hrönn
í miðjum göngutúrnum.
Jón Arnljótsson orti að bragði:
Upp að bjóða asna í dans,
er æring nokkurskonar.
Ég furða mig á frúnni hans
Friðriks Steingrímssonar.
Friðrik svaraði:
Skelfing get ég skilið þig
skáldið visku ríka,
að frúin skuli fíla mig
furðar mig nú líka.
Ekki stóð á svari frá Jóni:
Asna þráum ýta úr stað,
örvun veitir sumum.
Hrannir eflaust hrúgast að
hrekkjalegum gumum.
Og Friðrik:
Eins þó reynist asninn þrár
af sér margt hann gefur,
Hrönn mín verður varla sár
hún veit þó hvað hún hefur.
Davíð Hjálmar Haraldsson
skar úr þessu deilumáli:
Það er útilokað að Filli sé asni:
Apar hanga á trjágreinum á tánum,
traustar virðast klaufirnar á ánum,
úlfur hefur þófa,
asninn fjóra hófa
svo Filli yrði flokkaður með vitringum.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af asna,
konu og
hagyrðingum
MIKIÐ magn karlkynshormónsins
testosteróns í fóstri virðist tengt
auknum líkum á að einhverfuein-
kenni komi fram á bernskuárum
að því er fram kemur í rannsókn
vísindamanna við Camebridge-há-
skóla og sem vefmiðill BBC
greindi frá í gær.
Vísindamennirnir rannsökuðu
testosterónmagn í sýnum sem tek-
in voru úr fóstrum og könnuðu svo
hvort einhverfueinkenni fyndust
hjá börnunum við 12, 18 og 46
mánaða aldur, með því t.d. að telja
hve oft börnin horfðu á andlit móð-
ur sinnar og hve mikinn orðaforða
þau hefðu. Greindust tengsl milli
mikils magns testosteróns og ein-
hverfueinkenna hjá þessum ald-
urshópum. Síðasti hluti rannsókn-
arinnar var síðan unninn er börnin
höfðu náð átta ára aldri og hafði
þá dregið verulega úr tengslunum.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
tengsl eru dregin fram milli test-
osteróns á fósturstigi og ein-
hverfu,“ hefur BBC eftir prófessor
Simon Baren-Cohen, sem tók þátt
í rannsókninni. En rannsóknir á
dýrum hafa áður bent á tengsl þar
á milli.
Vísindamennirnir leggja engu að
síður áherslu á að rannsóknin sýni
eingöngu tengsl milli einhverfuein-
kenna og hormónsins, ekki bein
tengsl milli einhverfu og testoste-
róns. „Við erum rétt að byrja að
kanna hvaða hlutverk testosterón í
fóstrum hefur. Við vitum ekki
hvort það veldur einhverfuein-
kennunum, hvort það er afleiðing
þeirra eða einfaldlega vísbending
um margskonar samverkanir. Við
erum einfaldlega ekki viss ennþá,“
segir Bonnie Auyeng sem fór fyrir
rannsókninni.
Testosterón
tengt ein-
hverfu?
SUMIR ERU TRYGGÐIR, ÁN ÞESS AÐ VITA
NÁKVÆMLEGA FYRIR HVERJU. VERTU VISS