Morgunblaðið - 12.09.2007, Page 4
Morgunblaðið/Golli
Taka höndum saman Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra heilsar
Grétari Þorsteinssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, fyrir fund þeirra í
gær. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, fylgjast með.
JÓHANNA Sigurðardóttir félags-
málaráðherra fundaði í gær með for-
ystumönnum Alþýðusambands Ís-
lands og AFLs. Hún segir að
fundurinn með AFLi hafi verið mjög
góður þar sem skipst hafi verið á
skoðunum um atburðina sem orðið
hafa við Kárahnjúka að undanförnu.
„Ekki síst vorum við að líta til fram-
tíðar í sambandi við hvað er hægt að
gera til að herða allt eftirlit með ólög-
mætu vinnuafli og fyrirtækjum sem
eru hér með erlent starfsfólk sem
ekki er skráð hjá Vinnumálastofnun
eða sem er á einhverjum undirboðum
í kjörum,“ segir Jóhanna. Hún segir
AFL sérstaklega líta til Austurlands
og vinnustaðaeftirlits þar og lagðar
hafi verið fram ákveðnar tillögur þar
um. „Við munum auðvitað skoða
þessar tillögur því markmið okkar er
að vinna með verkalýðshreyfingunni í
þessu máli; að koma í veg fyrir að fyr-
irtæki brjóti á innlendu eða erlendu
vinnuafli.“ Jóhanna segir það sameig-
inlegt átak allra aðila að verja ís-
lenskan vinnumarkað. „Það er við-
fangsefnið sem við erum að fara í
núna með verkalýðshreyfingunni,“
segir hún. „Tillögur AFLs eru mjög
gott innlegg í það og við munum hitta
forystu ASÍ og funda með henni
áfram og leggja upp sameiginlegt
verklag okkar og skipulag að því er
varðar þá herferð sem við erum að
fara í gegn ólöglegu vinnuafli,“ segir
Jóhanna.
Á fundi félagsmálaráðherra með
forystumönnum ASÍ var ákveðið að
ráðast í skipulagt átak eða herferð
gegn fyrirtækjum, sem starfa hér á
landi en hafa ekki tilkynnt til Vinnu-
málastofnunar um ráðningu erlendra
starfsmanna og upplýst um réttindi
þeirra og kjör. Í samtali við Morg-
unblaðið sagði Jóhanna að áætlað
væri að um 1.000 erlendir starfsmenn
væru óskráðir hér á landi og 2-300
fyrirtæki hið minnsta ættu hlut að
máli.
Með átakinu nú sé verið að verja ís-
lenskt atvinnulíf og tryggja að ís-
lenskt og erlent vinnuafl fái greitt í
samræmi við innlenda kjarasamn-
inga. Jóhanna segir ólíðandi að fyr-
irtæki geti stundað undirboð á
grundvelli þess að erlent vinnuafl
njóti ekki réttinda í samræmi við ís-
lensk lög. Vinnumálastofnun verður
efld í þessu skyni, nú starfa tveir
menn við þetta eftirlit hjá á aðalskrif-
stofu stofnunarinnar í Reykjavík en
þeim verður fjölgað í að minnsta kosti
fimm. Einnig er hugsanlegt að fjölg-
að verði eftirlitsmönnum úti á landi.
Þá sé rætt um að efla trúnaðar-
mannakerfi Alþýðusambandsins og
einnig komi til þátttaka ýmissa
stjórnsýslustofnana, sem málið heyri
undir, svo sem lögreglu, tollgæslu,
skattayfirvöld, þjóðskrá og fleira.
Ekki sé ljóst hver heildarkostnaður-
inn verði við þessa herferð en Jó-
hanna segir að hann sé nauðsynlegur
og muni skila sér margfalt til baka.
Ekki er gert ráð fyrir löngum und-
irbúningstíma og átakið mun ná til
fyrirtækja á landinu öllu. Beitt verð-
ur hörðustu úrræðum gegn fyrir-
tækjum, sem uppvís verða að lög-
brotum, en lagaheimildir eru fyrir því
að loka fyrirtækjunum eða beita
sektum.
Ráðherra boðar herferð
Félagsmálaráðuneyti og verkalýðshreyfingin leggjast á eitt í baráttunni gegn
ólöglegu vinnuafli Sameiginlegt átak til að verja íslenskan vinnumarkað
Í HNOTSKURN
»Vinnumálastofnun sættigagnrýni af hálfu verka-
lýðshreyfingarinnar fyrir að
beita ekki lagaheimildum, sem
til eru og felast í að loka fyr-
irtækjunum eða beita sektum,
gegn tveimur undirverktökum
Arnarfells á Kárahnjúkasvæð-
inu nýlega.
»Farið var yfir það mál áfundi félagsmálaráðherra
með ASÍ í gær. Í ljós kom að
Arnarfell gekkst í ábyrgð fyr-
ir að starfsmenn fyrirtækj-
anna fengju greitt samkvæmt
íslenskum samningum, bæði
aftur í tímann og framvegis.
4 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
unni,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja-
vörður og bætir við: „Mér finnst skipta verulegu
máli að safn í samtímanum láti sig mann-
úðarmálefni varða. Þá er Ljósmyndasafn Íslands
innan vébanda Þjóðminjasafnsins og því frábært
að fá fólk eins og Mary Ellen og Martin Bell í
samstarf við okkur.“ Sýningin hefur gengið
mjög vel að sögn Margrétar og yfir tvö þúsund
manns séð hana nú þegar, en þar má sjá myndir
Mary Ellen auk heimildamyndarinnar Alexander
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ stefnir að því að stofna
styrktarsjóð fyrir fötluð börn í samvinnu við
bandaríska ljósmyndarann Mary Ellen Mark í
tengslum við sýningu hennar, Undrabörn, sem
nú má sjá í Þjóðminjasafninu. Á sýningunni hef-
ur Mary Ellen fangað líf fatlaðra barna í Öskju-
hlíðarskóla og Safamýrarskóla og Lyngási, sem
bráðum verða sameinaðir í einn skóla.
„Hugmyndin er í mótun. Þetta kom til tals í
framhaldi af góðum viðbrögðum við sýning-
sem Martin Bell, eiginmaður Mary Ellen, gerði
fyrir safnið. Auk þess eru á sýningunni ljós-
myndir Ívars Brynjólfssonar af aðstöðu fatlaðra
nemenda í áðurnefndum skólum sem og ýmis
listaverk eftir nokkra nemendurna. Þá er einnig
hægt að fjárfesta í bókinni Undrabörn með
myndum úr sýningunni í safnbúð Þjóðminja-
safnsins. Sýningin er opin frá kl. 11 til 17 alla
daga nema mánudaga og stendur til 27. janúar á
næsta ári.
Morgunblaðið/Kristinn
Undrabörn styrkja undrabörn
Styrktarsjóður fyrir fötluð börn í mótun
Styrktarsjóður Mary Ellen Mark áritar bók sína Undrabörn í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands.
NICK Leeson, verðbréfamiðlarinn
sem gerði Barings-banka gjald-
þrota árið 1995, mun halda fyr-
irlestur á ráðstefnu sem Icebank
og Háskólinn í
Reykjavík
halda 20. sept-
ember.
Finnur Svein-
björnsson,
bankastjóri Ice-
bank, sagði í
samtali við
Morgunblaðið
að Leeson
hygðist meðal
annars ræða hvaða lærdóma fjár-
málastofnanir gætu dregið af
máli hans.
Leeson gerði Barings gjald-
þrota með umfangsmikilli spá-
kaupmennsku í útibúi bankans í
Singapúr. Barings var þá einn af
elstu og virðulegustu bönkum
Bretlands.
Gerð var kvikmynd um Leeson
í Bretlandi árið 1999, en hún hét
Viðskiptaskúrkur (Rogue Trader)
og byggðist á sjálfsævisögu hans.
Leeson fór til Bretlands árið
1999 eftir að hafa setið í þrjú og
hálft ár í fangelsi í Singapúr fyr-
ir fjársvik og tilraunir til að fela
gífurlegt tap sem bankinn varð
fyrir vegna áhættuviðskipta hans.
Tap bankans nam 1,4 milljörðum
dala, sem svarar tæpum 100
milljörðum króna.
Leeson býr nú á Írlandi með
síðari eiginkonu sinni og þremur
börnum. Hann var skipaður fram-
kvæmdastjóri fótboltafélagsins
Galway United fyrir tveimur ár-
um, er eftirsóttur fyrirlesari og
hefur skrifað bók um streitu, að
því er fram kemur á heimasíðu
hans, www.nickleeson.com.
Eftirlitið brást hrapallega
„Leeson mun fjalla um Barings-
málið, þær aðstæður sem hann
kom sér í og hvaða lærdóma fjár-
málastofnanir geta dregið af máli
hans. Það er alveg ljóst að stjórn-
unar- og eftirlitsþættir í bank-
anum brugðust hrapallega,“
sagði Finnur Sveinbjörnsson.
„Svo mun Leeson væntanlega
fjalla um hvernig hann tókst síð-
an á við þetta því síðustu árin
hefur hann rætt og skrifað um
hvernig takast megi á við streitu
en hann fékk krabbamein og
þurfti að berjast við það auk þess
sem hann afplánaði fangelsisdóm-
inn.“
Nick Leeson
fjallar um
Barings-málið
Nick Leeson
Ræðir hvað læra
má af gjaldþrotinu
VEÐURSTOFAN sendi í gærkvöldi
frá sér viðvörun þar sem búist var
við mikilli úrkomu á sunnanverðu
landinu í dag.
Þar að auki er
stórstreymt og
er því líklega
ráðlegt fyrir eig-
endur kjallara
við sjávarsíðuna
sunnanlands að
hafa varann á sér
rætist spáin.
Veðurspáin í
gær hljóðaði upp á norðvestan 8-13
m/s við norðausturströndina fram-
an af kvöldi en annars mun hægari.
Skýjað með köflum og smáskúrir
vestanlands. Síðan að gengi í suð-
austan og austan 13-18 með tals-
verðri rigningu í fyrramálið, en
hvassari norðvestanlands síðdegis.
Mikil rigning um allt sunnanvert
landið seinni partinn. Hiti víða 7 til
12 stig á morgun, en 0 til 5 stig
norðaustanlands í nótt.
Úrhelli og stór-
streymt að auki
♦♦♦