Morgunblaðið - 12.09.2007, Page 43

Morgunblaðið - 12.09.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 43 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 -1 0 7 3 NÝ ÍSLENSK DAGSKRÁRGERÐ Í SJÓNVARPINU – Á HVERJUM DEGI Í VETUR KILJAN Nýr bókmenntaþáttur í umsjón Egils Helgasonar í Sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum. Fastagestir hans verða þau Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson. Í þætti kvöldsins verður fjallað um bókmenntahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir. Meðal gesta verða Ayaan Hirsi Ali, Tracy Chevalier, Yasmin Crowther, Marina Lewycka, Kári Stefánsson, Vilborg Dagbjarts- dóttir og Bragi Kristjónsson. KL. 22.25 Í KVÖLD TÓNLIST Geisladiskur Gjöll – Not to Lead nor to Follow  TÓNLIST er í eðli sínu mjög mis- munandi og gegnir einnig mismun- andi hlutverki hjá hlustendum. Oft fæ ég í hendurnar diska með hress- andi rokki af einhverju tagi sem framkallar rífandi stemmningu, eða ljúfari og mildari tónlist sem er vel til þess fallin að hrífa andann með sér í notalegheit. Gjöll fellur í hvor- ugan þennan flokk og er reyndar undantekning frá flestum reglum innan tónlistargeirans. Sem betur fer verður alltaf til fólk sem kýs að halda sig utan allra kerfa og gera tónlist sem er ill-flokkanleg og þann- ig tónlist er hljómsveitin Gjöll að gera. Báðir meðlimir Gjalla hafa fengist við tilraunakennda tónlist og óhefð- bundna í gegnum tíðina og því kem- ur stefna þeirra í sjálfu sér ekkert á óvart. Sigurður Harðarson er gjarn- an kallaður Siggi pönk og hefur m.a. framið list sína með Forgarði helvít- is og Dys. Jóhann Eiríksson er best þekktur úr tilraunarafsveitunum Reptilicus og Project 8 og hefur því verið að fást við að skapa sína furðu- legu raftónlist í um tuttugu ár. Það góða við samstarf Sigurðar og Jóhanns er að þeir styðja vel við bakið hvor á öðrum í tónlist sinni. Sigurður semur ögrandi texta, sem hann kýs að kalla anarkista-ljóð, og flytur þá á eftirminnilegan hátt. Hann hvíslar dularfullt, gargar úr sér lungun, kallar og hrópar reiði- lega og hálf-snöktir sig í gegnum skammir til ríkisstjórnarinnar, og hvatningu til fólks um að hugsa sjálf- stætt. Jóhann sér um hljóðmyndina sem virkar sem rammi utan um ljóð- in, og sýnir hann einstaka leikni í að koma frjóum hugmyndum sínum vel fyrir, en skilja jafnframt eftir pláss fyrir Sigurð í myndinni. Mikið af hljóðunum á plötunni eru dáleiðandi og lögin byggjast gjarnan upp á ein- földu hljóði sem vindur síðan upp á sig. Við bætist og grauturinn þykk- ist og verður bragðmeiri, og er líða tekur á suðuna eru sum laganna orð- in heill veggur af (ó)-hljóðum. Við fyrstu hlustun var ég reyndar sannfærð um að heyrnartólin mín væru biluð því í fyrsta laginu flakka hljóð heilmikið á milli hægri og vinstri. Mörg hljóðanna eru á þann veg að væru þau ekki gagngert tilbúin og gerð til að vera hluti af tónlist væru þau kölluð hávaði. Það orð er reyndar notað í ensku og talað um noice-music eða hávaða-tónlist en ég verð þá að bæta við að hávaði Gjalla er mjög fallegur og snyrtilega fram reiddur. Þýska hljómsveitin Einstürzende Neubauten kemur stundum upp í kollinn og hlýtur reyndar að vera áhrifavaldur á alla sem fást við hávaða-tónlist í dag, því þeir voru frumkvöðlar. Gjöll eru þó langt því frá að endurtaka eitthvað sem ég hef áður heyrt og held ég svei mér þá að þetta hljómi í alvör- unni eins og ekkert sem ég hef heyrt áður. Galli plötunnar er fyrst og fremst sá að hljómurinn er mjög ,,ag- gressívur“ og harður og því er ekki með góðu móti hægt að hlusta í heyrnartólum nokkrum sinnum í röð án þess að fá hreinlega hausverk. Einhverra hluta vegna gengur það þó betur upp ef maður er úti við með heyrnartólin og eins er fínt að hlýða á plötuna úr hátölurum. Platan er krefjandi og þarfnast einhverra hluta vegna mikils rýmis, líklega sökum þess að mikið er um ákveðin tíðnisvið í tónlistinni sem samræm- ast ekki litlu rými. Platan nýtur sín líka betur ef maður hlustar á hana reiður, og boðskapurinn í anarkista- ljóðum Sigurðar er nokkuð góð lexía. Þetta er þó ekki plata sem hægt er að mæla með við kertaljós og kósí- heit því hún kallar frekar fram van- líðan en þægilegar tilfinningar. Það er samt ótrúlegt en satt, en í kaót- ísku þjóðfélagi dagsins í dag er hlustun á Gjöll stundum það eina rétta í stöðunni. Ragnheiður Eiríksdóttir Hávaðatónlist fyrir reiða INDIANA Jones og konungsríki kristalshauskúpunnar (The King- dom of the Crystal Skull) er nafn væntanlegrar kvikmyndar um forn- leifafræðinginn og ævintýramann- inn Indiana Jones. Shia LaBeouf upplýsti þetta þegar mynd- bandaverðlaun sjónvarpsstöðv- arinnar MTV voru afhent í Las Ve- gas í fyrrakvöld. Lebeouf leikur son Indiana og Marion Ravenwood í myndinni, en Karen Allen end- urtekur hlutverk Ravenwood, sem var kvenhetja fyrstu myndarinnar. Steven Spielberg leikstýrir mynd- inni eins og þeim þremur fyrri. Hún gerist á sjötta áratug síðustu aldar og fjallar um leitina af 13 krystals- hauskúpum földum víðsvegar um hnöttinn. Meðal annarra leikara í myndinni eru Cate Blanchett, Ray Winstone, John Hurt og Jim Broad- bent. Sean Connery, sem lék föður Indiana Jones í þriðju myndinni verður ekki með í þeirri nýju enda hættur að leika og kann lífi eft- irlaunaþegans of vel til þess að láta freystast. Fyrsta myndin, Raiders of the Lost Ark, var frumsýnd árið 1981 og á eftir fylgdi Indiana Jones and the Temple of Doom árið 1984 og loks Indiana Jones and the Last Crusade árið 1989. Harrison Ford virðist í góðu formi, ef marka má kynningarmyndir, þótt hann sé orð- inn 65 ára gamall og nálgist eft- irlaunaaldurinn óðfluga sjálfur - og spurning hvort LeBeouf sé hugs- aður sem arftaki í fimmtu myndina. Myndin verður frumsýnd 22. maí á næsta ári. Reuters Hugsi „Hvað ætli ég eigi að gera við þessa kristalshauskúpu?“ Indiana og kristalshaus- kúpurnar Reuters Arftaki? Shia LeBeouf leikur son Indiana Jones í nýju myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.