Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 36
Hálfsnöktir sig í gegn- um skammir til ríkis- stjórnarinnar og hvatningu til fólks að hugsa … 43 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is GEIR Ólafsson, Laddi, Ragnhildur Steinunn, Jói Fel, Hermann Hreiðarsson, Valtýr Björn og Ás- geir Kolbeinsson eru á meðal fórnarlamba Auð- uns Blöndal í nýrri þáttaröð af Tekinn sem fer af stað á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Búið er að taka upp 20 hrekki, en alls verða tólf þættir sýndir næstu föstudaga. Þótt um sé að ræða þáttaröð númer tvö í röðinni segir Auðunn fræga fólkið ekki fatta að verið sé að gera grín að því þegar það lendir í vandræðalegum uppákomum. „En ég held að þetta geti orðið erfitt eftir þessa seríu. Við viss- um það í fyrra þegar við gerðum fyrstu seríuna, að ef við myndum láta fara mjög hægt um okkur í heilt ár þá ættum við að geta þetta aftur, og það heppnaðist. Við erum mjög sáttir því þetta er búið að ganga frábærlega,“ segir Auðunn, en bætir við að vissulega þurfi að fara varlega þegar verið er að hrekkja fræga fólkið, svo ekki komist upp um allt saman. „Þess vegna er best að gera þetta á þeirra heimavelli, ef hrekkurinn er nógu góður þá dettur þeim ekkert í hug, þau hugsa ekki einu sinni út í það.“ Þó hefur spurst út að Birgittu Haukdal hafi tek- ist að fatta hvað var í gangi þegar verið var að hrekkja hana og Auðunn viðurkennir að eitthvað sé til í því. „Svona bæði og, en það var eiginlega Eiður Smári sem afhjúpaði mig. En við komum til með að sýna það, við verðum með þátt þar sem við sýnum þá hrekki sem mistókust, þeir voru nefni- lega þrír.“ Skortur á frægu fólki Þá hefur kvisast út að Geir Ólafsson hafi orðið verulega pirraður þegar hann var tekinn fyrir, og meira að segja gripið til ofbeldis. „Já, það var virkilega skemmtilegur þáttur, það endaði í slags- málum. En ég hljóp inn í miðjum klíðum svo það yrðu engin beinbrot. Geir var orðinn alveg brjál- aður, en réttilega, því það var búið að ýta á marga takka áður en hann missti sig,“ segir Auðunn og bætir við að fleiri hafi orðið mjög reiðir, þar á meðal sjálfur Laddi. „Það var mjög skemmtilegt, fólk sér það einmitt í fyrsta þættinum á föstudag- inn,“ segir hann, en eins og alþjóð veit er Laddi hið mesta ljúfmenni og ekki þekktur fyrir að æsa sig. „Það er það skemmtilega við þetta, því fjöl- skyldan hans var búin að segja mér að það eina sem pirrar hann er þegar fólk þykist geta tekið persónurnar hans betur en hann sjálfur, persónur sem hann á.“ En fær maður ekkert samviskubit þegar maður er stöðugt að hrekkja fólk? „Nei, nei, furðulega lítið allavega. Þetta er náttúrlega allt í gamni gert og skemmtilegt, við erum aldrei að niðurlægja fólk eða neitt þannig,“ segir Auðunn sem verður með tvo hrekki í hverjum þætti í vetur. Hann ger- ir hins vegar ekki ráð fyrir nýrri þáttaröð á næsta ári. „Maður er eiginlega að verða búinn með fræga fólkið. Þetta er komið í 32 sem er búið að hrekkja og það er spurning hvort það séu fleiri á Íslandi, þetta er svo lítið land. Það yrði allavega erfitt, ég hugsa að maður yrði að bíða í svona tvö ár.“ Auddi hrekkjalómur Morgunblaðið/Frikki Teknir Þeir Laddi og Geir Ólafsson eru á meðal fórnarlamba Auðuns Blöndal í vetur. Báðir urðu þeir ansi reiðir þegar verið var að hrekkja þá. Önnur þáttaröð af Tekinn fer af stað á Stöð 2 næstkomandi föstudag kannski mætti fara að kalla Indigo tríó,“ segir Ingólfur og bætir við að á tónleikunum megi heyra splunku- nýtt efni. „Þessi plata átti að koma miklu fyrr, það voru einhverjar smátafir hjá Smekkleysu. En við er- um búin að vera að æfa nýtt efni og erum að búa til nýja plötu með fleiri hljóðfærum.“ Áður hefur sveitin sent frá sér tvær breiðskífur í um það bil 400 eintök- um, auk einnar EP-plötu. „En þetta er fyrsta alvöruplatan hjá útgáfu, hitt var mjög takmarkað.“ Aðspurður segir Ingólfur að In- digo hafi verið stofnuð árið 2001. „Þá gaf ég út elektróníska plötu hjá 12 tónum, en þá var ég bara einn,“ segir Ingólfur, en árið 2003 fékk hann söngkonuna og víóluleik- arann Völu Gestsdóttur í lið með sér og þar með breyttist Indigo í dúett. „En svo mun Dögg Hug- osdóttir spila á píanó og fleiri hljóð- færi á tónleikunum, þannig að Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ ætlum að halda þrenna út- gáfutónleika næstu daga, ásamt Kalla sem var í Tenderfoot,“ segir Ingólfur Þór Árnason forsprakki hljómsveitarinnar Indigo sem held- ur fyrstu tónleika sína af þrennum á Kaffi Babalú við Skólavörðustíg í kvöld. Um er að ræða útgáfu- tónleika því ný plata sveitarinnar kemur út á næstu dögum. „Við er- um að gefa út plötu sem er að fara í hillur í vikunni,“ segir Ingólfur, en platan heitir einfaldlega Indigo. Dúett breytist í tríó Indigo Ingólfur og Vala, en á myndina vantar Dögg Hugosdóttur. Hljómsveitin Indigo með þrenna tónleika á fjórum dögum Tónleikar Indigo og Kalla í Tender- foot fara fram á Kaffi Babalú í kvöld kl. 21, á Grandrokk annað kvöld kl. 22 og á Sirkus á laug- ardag kl. 22.  Hara-systurnar Rakel og Hildur vinna nú að fyrstu geislaplötu sinni sem áætlað er að komi út í október. Það er kannski á fárra vitorði en Eiríkur „okkar“ Hauksson er frændi systranna og semur hann þrjá texta á plötunni góðu. Laga- höfundar eru meðal annarra Guð- mundur Jónsson, Vignir Snær Vig- fússon og Jónsi. Eiki Hauks semur fyrir Hara-systur  Leikarinn Will Forte, einn liðs- manna Saturday Night Live, var gestur hjá Conan O’Brien á dög- unum. Forrte segist í spjalli við þáttastjórnanda nýkominn heim frá Íslandi og mærir mikið land og þjóð. Hann segir þó hápunkt ferðarinnar hafa verið heimsókn á Reðursafnið góða fyrir norðan. Aðspurður hvaða lærdóm hann gæti dregið af ferðinni á safnið svaraði Forte: „Ég lærði að hafi mér einhvern tímann dottið í hug að ég gæti fullnægt kvenkyns hval, þá sé ég núna að það væri ekki möguleiki!“ Reðursafnið rætt hjá Conan O’Brien  Tónlistarmaðurinn Brynjar Már Valdimarsson, sem í daglegu tali er kallaður BMV, er kominn í efsta sæti á vinsældalista Radio 1 Serres í Grikklandi með lagið sitt „In My Place.“ Það skal þó tekið fram að ekki er um ábreiðu á samnefndu lagi Coldplay að ræða. Þá vekur athygli að lítt þekktir flytjendur eru í næstu sætum á eft- ir; Robyn & Kleerup, The Trou- badours og Jamie Scott & The Town … BMV loksins kominn á toppinn í Grikklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.