Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 19
SUÐURNES
Austur-Húnavatnssýsla | Líf og
fjör verður í Austur-Húnavatns-
sýslu um næstu helgi. Þá verður
stóði smalað á Laxárdal og réttað í
Skrapatungurétt. Gestir eiga þess
kost að slást í för með gangna-
mönnum á eyðidalnum Laxárdal og
upplifa þjóðlegt ævintýri.
Stóðhrossin verða rekin til
byggða á laugardeginum 15. sept-
ember. Lagt er af stað frá Strjúgs-
stöðum í Langadal kl. 10. og síðan
riðið sem leið liggur um Strjúgs-
skarð og norður Laxárdal og áð við
Kirkjuskarðsrétt. Þaðan er riðið
norður í Skrapatungrétt sem er ein
myndarlegasta stóðrétt landsins.
Gestir og heimamenn heillast ávallt
af tignarlegu stóðinu. Ferðamanna-
fjallkóngur líkt og í fyrra verður
Valgarður Hilmarsson. Hann er
hagvanur á þessum slóðum og mun
sjá um fararstjórn.
Um kvöldið verður margt um að
vera á veitingastöðunum á Blöndu-
ósi og stóðréttadansleikur á Hótel
Blönduósi um kvöldið.
Á sunnudagsmorgun hefjast rétt-
arhöld í Skrapatungurétt um kl. 11.
Bændur ganga í sundur hross sín
og reka þau svo í lok dags til síns
heima.
Boðið í stóðsmöl-
un á Laxárdal
LANDIÐ
Eftir Ólaf Bernódusson
Skagabyggð | Ný rétt var tekin í
notkun á melunum fyrir sunnan og
neðan Kjalarland í hinum gamla
Vindhælishreppi um síðustu helgi.
Kemur nýja réttin í stað tveggja
lítilla rétta við bæina Vindhæli og
Ytri-ey. Ekki hefur enn verið valið
nafn á nýju réttina þannig að gár-
ungarnir kalla hana Vindeyjarrétt
sín á milli. Nýju réttinni er ætlað að
þjóna þeim hluta Skagabyggðar sem
áður var Vindhælishreppur.
Ný rétt
í notkun
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Eftir Jónas Erlendsson
Mýrdalur | Kötluhlaup var hlaupið
í Vík í Mýrdal um síðustu helgi. Er
þetta í þriðja sinn sem hlaupið er.
Hlaupstjóri var Gylfi Júlíusson
sem ræsti keppendur á íþróttavell-
inum í Vík í blíðskaparveðri.
Fjöldi þátttakenda á öllum aldri
ýmist hjólaði, hljóp, gekk eða
skiptist á um að hlaupa. Hægt var
að velja á milli þriggja vega-
lengda, 10 km, 21 km og 42 km.
Victor Berg Guðmundsson,
íþróttafulltrúi Mýrdalshrepps,
segist vera að breyta aðeins upp-
runalegri mynd hlaupsins og að
ætlunin sé að byggja það upp og
hafa árlegan viðburð í Víkinni.
Victor segir aðalmarkmið
Kötluhlaupsins að koma saman í
góðra félaga hópi og hreyfa sig í
fallegu umhverfi – og ekki sé
verra að reyna að bæta sig að ári.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Frjáls aðferð Þátttakendur voru ræstir á íþróttavellinum í Vík.
Kötluhlaup verður
árlegur viðburður
Skagaströnd | Nafni Höfðahrepps
hefur verið breytt í Sveitarfélagið
Skagaströnd. Var það gert í sam-
ræmi við vilja íbúanna en mikill
meirihluti þeirra kaus þessa breyt-
ingu í könnun sem lögð var fyrir við
síðustu alþingiskosningar.
Sögu Skagastrandar má rekja aft-
ur til ársins 1602 er staðurinn varð
einn af kaupstöðum einokunarversl-
unar Dana á Íslandi. Verslunarstað-
urinn hét þá Höfðakaupstaður eftir
Spákonufellshöfða sem byggðin
stendur við. Hins vegar þótti dönsk-
um kaupmönnum það heldur óþjált
og fóru því að kalla staðinn Skaga-
strönd, sem er nafn strandlengjunn-
ar.
Þegar þéttbýlið á Skagaströnd
varð að sérstöku sveitarfélagi árið
1938 var það nefnt Höfðahreppur
enda við það miðað að staðurinn
bæri nafnið Höfðakaupstaður.
Skagastrandarnafnið var hins vegar
áfram mest notað um þéttbýlið og
hefur nú endanlega sigrað.
Fær nafnið Skagaströnd
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Afmæli Árni Hinrik Hjartarson, Karen Sturlaugsson, Davíð Ólafsson, Ei-
ríkur Árni Sigryggsson og Kjartan Már Kjartansson kynna tónleikana.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Tónlistarfélag
Reykjanesbæjar efnir til stórtón-
leika í Reykjanesbæ í byrjun næsta
mánaðar í tilefni þess að liðin eru
fimmtíu ár frá upphafi formlegrar
tónlistarkennslu í bænum. Sinfón-
íuhljómsveit Íslands kemur fram á
tónleikunum ásamt fjölda lista-
manna úr bænum.
Upphaf formlegrar tónlistar-
kennslu í Reykjanesbæ er rakið til
24. október 1957 en þá stofnaði
Tónlistarfélagið Tónlistarskólann í
Keflavík. Ragnar Björnsson var
fyrsti skólastjórinn og Eiríkur Árni
Sigtryggsson var meðal fyrstu
nemenda. Sinfóníuhljómsveitin mun
meðal annars flytja verk eftir hann
á tónleikunum. Eiríkur Árni rifjaði
það upp á fundi í gær, þegar tón-
leikarnir voru kynntir, að skólinn
tók til starfa uppi á lofti í Gamla
Ungó í Keflavík, litlu og köldu hús-
næði og hafi nemendurnir þurft að
dúða sig vel.
Hefur vantað hljómleikasal
Á tónleikunum sem Tónlistar-
félagið efnir til af þessu tilefni koma
fram margir nemendur sem stund-
að hafa nám við tónlistarskólana í
Reykjanesbæ. Einn þeirra er Davíð
Ólafsson bassasöngvari. Hann segir
að fjöldi landsþekktra tónlistar-
manna hafi stundað nám við
skólana. Margir þeirra hafi gjarnan
viljað koma meira fram í sínum
gamla heimabæ en ekki hafi verið
góð aðstaða til þess. Vonast hann til
þess að það breytist með nýju
Hljómahöllinni sem byggð verður
við félagsheimilið Stapa. Sú fram-
kvæmd verður kynnt á tónleikun-
um.
Hátt í 200 listamenn koma fram á
tónleikunum, að sögn Kjartans Más
Kjartanssonar sem tekur þátt í
undirbúningnum en tónleikarnir
verða haldnir 5. október, annað-
hvort í Íþróttahúsinu við Sunnu-
braut eða íþróttasal Íþróttaaka-
demíunnar.
Einstakt tækifæri
Lúðrasveit Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar og Karlakór
Keflavíkur koma fram með Sinfón-
íuhljómsveitinni, auk einleikara og
söngvara. Karen Sturlaugsson,
stjórnandi lúðrasveitarinnar, segir
að sveitin sé byrjuð að æfa dag-
skrána. „Þetta er fínn hópur og
verkefnið skemmtilegt. Það er ein-
stakt tækifæri að fá að leika með
Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir
Karen.
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar
var endurvakið fyrir nokkrum árum
og starfar nú með nokkrum blóma,
að sögn Árna Hinriks Hjartarson-
ar, formanns félagsins. Það hélt til
að mynda sex tónleika á síðasta ári.
Fagna afmæli tónlistar-
kennslu með stórtónleikum
Í HNOTSKURN
»Sinfóníuhljómsveit Íslandskemur fram á tónleik-
unum með einleikurum, karla-
kór og lúðrasveit og leikur
meðal annars verk eftir tón-
skáld úr Reykjanesbæ.
»Karlakór Keflavíkur,Lúðrasveit Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar, Davíð Ólafs-
son og Sigurður Flosason
koma m.a. fram með hljóm-
sveitinni.
Keflavíkurflugvöllur | Samkaup
munu opna matvöruverslun í há-
skólahverfinu á Keflavíkurflugvelli
undir lok mánaðarins, undir merkj-
um Samkaup – strax. Húsnæðið er í
eigu Þróunarfélags Keflavíkurflug-
vallar og þar er ætlunin að koma
fyrir ýmiss konar annarri þjónustu
við íbúa hverfisins.
„Við erum ánægðir með að fá
tækifæri til þess að verða fyrsta
verslunar- og þjónustufyrirtækið til
að hefja hér starfsemi,“ sagði
Sturla Eðvarðsson, framkvæmda-
stjóri Samkaupa. Hann segir að
áhersla verði lögð á að þjóna há-
skólasamfélaginu sem best. Meðal
annars verði boðið upp á gott úrval
ritfanga og afgreiðslutími verði
rúmur.
Verslunin er í húsnæði þar sem
rekin var svokölluð Mini Mart-
verslun á tíma varnarliðsins. Í sama
húsi voru veitingastaðir. Í þessu
húsnæði er fyrirhuguð ýmiss konar
önnur þjónusta við íbúa háskóla-
hverfisins, til dæmis hárgreiðslu-
stofa, kaffihús og bankaútibú.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Miðstöð Þjónustukjarni fyrir háskólahverfið verður í húsi sem áður hýsti
sömu starfsemi í þágu varnarliðsins og starfsmanna þess.
Samkaup opna
verslun á Vellinum
Samið Kjartan Eiríksson og Sturla
Eðvarðsson ganga frá samningum.