Morgunblaðið - 12.09.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 12.09.2007, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það stóð aldrei til að við ætluðum að vinna stríðið fyrir ykkur, þó við værum á listanum, mr. Craddock. VEÐUR Rússar hafa hug á að ræða örygg-is- og björgunarmál á Norður- Atlantshafi við Íslendinga. Þessu var komið á framfæri við utanrík- isráðuneytið með óformlegum hætti í sumar. Á fimmtudag í liðinni viku skýrði Viktor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, frá tilboðinu á opn- um fundi í MÍR- salnum og sagði á fréttavef Rík- isútvarpsins að nokkurrar gremju hefði gætt hjá sendi- herranum yfir því að ekki hefði borist svar.     Á dögum kalda stríðsins hefðu all-ar þreifingar Rússa í þessa veru verið litnar augum tortryggni og grunsemda. Ýmsum banda- mönnum Íslands þótti nóg um Rússaviðskipti Íslendinga. Ráða- menn í Washington voru til dæmis ekki hrifnir og er skjalfest að Dwight D. Eisenhower velti því fyr- ir sér í alvöru þegar hann var for- seti og ljóst var að ekkert ríki í Vestur-Evrópu myndi kaupa allan þann fisk, sem Íslendingar veiddu, hvort bandaríska ríkið gæti ekki keypt ársafla íslenska fiskiskipa- flotans til að koma í veg fyrir við- skiptin við Rússana.     Hugmyndinni var hafnað á þeirriforsendu að slíkt myndi gefa slæmt fordæmi.     Ólíklegt er að tilboð sendiherrans– taka verður fram að ekkert hefur verið sett fram skriflega – sé hugarfóstur hans. Líklegra er að það sé upprunnið í Moskvu, án þess að enn sé ljóst hvað býr að baki eða hvers konar samstarf Rússar hafa í huga. Rússar hafa hins vegar í auknum mæli látið að sér kveða í Norðurhöfum og því ætti útspil þeirra í raun ekki að koma á óvart, sérstaklega í ljósi þeirra umræðna að tómarúm hafi myndast við brott- hvarf Bandaríkjahers frá Íslandi. STAKSTEINAR Hvað segði Eisenhower? Tilboð Rússa SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                         12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                         :  *$;<                                !"  # "#   $ % &    '(! *! $$ ; *!    !   !   "  #!  $# =2 =! =2 =! =2  "!  %& '  %( )*+&#%,   <$ -         /    ) * %  +   ,* %  -  '   (!   -"  -        - $ & #  =7  .    %  + % )  /  ,   '*   + (! /    $   '(!   * "  =   )  0         !"  # "#    1 '*  * & #  % %  /  ,  "  "   23    ' 0    - -.&& #// %&#!0 # +#'  %( 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A 2 2 2      1              2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þorbjörg H. Vigfúsdóttir | 11. sept. Frábærar sýningar Við hjónin fórum á tvær frábærar sýn- ingar á sunnudaginn. Önnur er í Þjóð- minjasafninu og heitir Undrabörn. Sýningin er safn mynda sem ljósmyndarinn Mary Ellen Mark tók af börnum í Safamýrarskóla, Öskju- hlíðarskóla og á Lyngási. Ég hvet alla foreldra til að fara á sýninguna með börnin sín. Þarna eru frábærar myndir sem sýna dag- legt líf fatlaðra barna. Meira: thorbjorghelga.blog.is Páll Vilhjálmsson | 11. september Íslensk hlutabréf ónýt Íslenski hlutabréfa- markaðurinn er að stórum hluta fjár- magnaður með al- mannafé. Lífeyr- issjóðir eiga að ávaxta eign launamanna og það er andstætt hagsmunum vinn- andi fólks að kaupa íslensk hlutabréf sem eru jafn óstöðug og raun ber vitni. Alþingi og ríkisvald setja hlutabréfamarkaði lög og reglur og kosta til dýru eftirlitskerfi sem al- menningur borgar fyrir. Meira: pallvil.blog.is/ Oddgeir Einarsson | 11. september Rangar forsendur Ég er sammála þeirri gagnrýni að ákvörðun um að banna atvinnu fólks eða ekki geti ekki byggst á því hvort at- vinnustarfsemin sé arðbær að mati stjórn- valda. Þá er af tvennu illu meiri skyn- semi í að banna veiðar af því að manni finnist hvalir svo gáfaðir. Ætli tívolí hafi verið bönnuð á Ís- landi eftir að ævintýrið í Hveragerði gekk ekki upp um árið? Meira: oddgeire.blog.is Pjetur Hafstein Lárusson | 11. sept. Lifi Kolaportið! Skyldu ekki vera liðin tuttugu ár síðan Kola- portið var opnað? Best gæti ég trúað því. Fyrst var það grafið inn í Arnarhól en flutti síðar í húsnæði í eigu Tollsins rétt handan við Kalkofns- veg. Það má því segja að Kolaportið hafi frá fyrstu tíð verið undir Mammon sett, fyrst Seðlabankann á Arnarhóli og svo undir toll- heimtumenn. Fer vel á því, enda er Kolaportið vettvangur líflegra við- skipta. Þarna má kaupa flest það sem hugurinn girnist og rúmlega það. Þar eru seldar bækur og frímerki, Búddalíkneski, harðfiskur, skór og föt og meira að segja hermanna- klæði, sérstaklega austan úr sov- étunum sálugu ef einhverjum skyldi nú detta í hug að endurvekja þau í miðbæ Reykjavíkur. Ja, hvað veit maður svo sem … En Kolaportið er ekki aðeins verslunarstaður. Það er líflegur markaður mannlegra samskipta. Þangað fer einmana fólk, drekkur saman kaffi og skiptist á skoðunum, ekki aðeins um þær vörur, sem í boði eru, heldur einnig um lífið og til- veruna. Sumir láta sér nægja spjalla um pólitíkina, aðrir ræða tilver- unnar huldu rök, eins og gengur og gerist. Þetta er fólkið sem veifaði pálmunum í Jerúsalem forðum tíð og mætti svo til að horfa á krossfest- inguna á Golgata nokkrum dögum síðar. Með öðrum orðum; þetta er al- menningur án dularklæða þeirrar yfirborðsmennsku sem nú er í há- vegum höfð í heimi hér. En nú stendur til að þrengja að Kolaportinu, minnka lofthæðina og minnka gólfflötinn. Það þarf nefni- lega að fjölga bílastæðum, segja þeir vísu menn, sem sveipað hafa sig dul- argervi auðs og valds. En til hvers þarf að fjölga bíla- stæðum? Eru bílar ekki til þess gerðir, að í þeim megi ferðast á milli staða, þar sem mannlíf er? Það hélt ég. Því þykir mér skjóta skökku við að menn telji sig með einhverjum hætti geta bætt mannlífið með því að hrekja burt mannlíf fyrir fararskjóta sem þjóna þeim eina tilgangi að koma mönnum milli manna. Meira: hafstein.blog.is BLOG.IS FORNLEIFAVERND ríkisins seg- ir, að eins og málin standi nú séu minjar við Þjótanda einu minjarnar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar sem séu í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár. Fornleifavernd ríkisins hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllun- ar Ríkisútvarpsins og Morgunblaðs- ins um fornleifar, sem lendi undir lóni vegna fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár. Segir stofnunin, að svo virðist sem fjöldi þeirra fornu minja, sem séu í hættu og rannsaka þurfi að fullu á lónssvæðunum, hafi skolast til í fréttum beggja fjöl- miðlanna. Í umfjöllun fjölmiðlanna hafi verið nefndir fjórir staðir sem sagðir séu lenda undir vatni. „Talað var um skálarúst á eystri bakka Þjórsár á móts við Urriðafoss. Rústin er í landi Kálfholts. Fyrir- hugað var að nota svæðið sem rústin er á sem efnisgeymslu í tengslum við byggingu Urriðafossvirkjunar. Horfið hefur verið frá þessu og er rústin því ekki í hættu. Annar skáli var nefndur austan undir Skarðsfjalli. Sú tóft er langt utan framkvæmdasvæðis Hvamms- virkjunar og ekki í neinni hættu vegna framkvæmda við hana. Þriðja skálarústin sem nefnd var í fréttinni er gegnt Haga. Rústin er á svokölluðu Bæjarnesi í landi Skarðs. Lón Hvammsvirkjunar og stíflu- mannvirki sem þarna á að reisa munu liggja neðan við skálarústina en stefnt er að því að hún muni ekki raskast. Ef ekki verður komist hjá raski á skálarústinni þarf að rann- saka hana með fornleifauppgreftri. Í landi Þjótanda eru nokkrar sýni- legar fornleifar sem fara munu undir lón Urriðafossvirkjunar. Fornleifa- vernd ríkisins fór fram á rannsókn á fornleifunum sem m.a. miðaði að því að kanna hvort undir sýnilegu minj- unum kynnu að leynast eldri minjar. Rannsóknin fór fram í sumar undir stjórn dr. Bjarna F. Einarssonar. Í ljós komu áður óþekktar minjar sem rannsakaðar verða síðar að fullu með fornleifauppgreftri. Eins og málin standa í dag eru minjarnar við Þjót- anda einu minjarnar frá fyrstu öld- um Íslandsbyggðar sem eru í hættu vegna virkjanaframkvæmdanna.“ Aðeins landnáms- minjar við Þjótanda í hættu verði virkjað Áður óþekktar minjar komu í ljós í sumar sem rannsakaðar verða síðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.