Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VAR EKKI FÍNT
AÐ HAFA KONU TIL AÐ
PASSA SIG Í KVÖLD?
EF TIL
VILL
EKKI...
SJÁUMST Á
MÁNUDAGINN,
KALLI
BJARNA...
...GÓÐA
HELGI...
ÞAKKA
ÞÉR
HVAÐ
ÁTTU VIÐ
MEÐ „GÓÐA“
HELGI?
HÆ, RÓSA!
HVAÐ
SEGIRÐU
GOTT? ERTU
AÐ LÆRA?
JÁ! ÉG ER AÐ FARA Í
PRÓF Á MORGUN ÞANNIG
AÐ ÞIÐ MEGIÐ EKKI HAFA
NEIN LÆTI Í KVÖLD!
EKKI HAFA NEINAR
ÁHYGGJUR... ÉG OG
HOBBES VERÐUM
ÞÆGIR Í KVÖLD
LÁTTU
ÞETTA
VERA
ÉG NÁÐI
GLÓSUNUM
HENNAR! ÉG
NÁÐI ÞEIM!
HLAUPTU
HOBBES!
KAL-
VIN!
KRAKKAR Í
DAG HAFA
ÞAÐ ALLT OF
GOTT!
ÞEGAR ÉG VAR Á
ÞÍNUM ALDRI ÞÁ
ÞURFTI ÉG AÐ
GANGA FIMM
KÍLÓMETRA TIL AÐ
KOMAST Í SKÓLANN!
JÁ EN... ÉG
ÞARF LÍKA AÐ
GANGA FIMM
KÍLÓMETRA TIL
AÐ KOMAST
Í SKÓLANN
...ÞEGAR ÉG VAR Á ÞÍNUM ALDRI
ÞÁ VAR EKKI TIL NEINN SKÓLI!
VÁ! RÉTTIR
DAGSINS
ERU
SVÍNARIF
OG LAX!
ÞAÐ VILDI ENGINN
KJÚKLINGARÉTTINN MINN.
ÞAÐ BORÐUÐU ALLIR
BARA KJÖTRÉTTINN
ÞÚ
REYNDIR
ÞÓ...
ÞAÐ ER ERFITT AÐ BREYTA
HEFÐUM... OG ÞAÐ ER EKKI
EINS OG ENGINN HAFI BORÐAÐ
KJÚKLINGARÉTTINN ÞINN
MAMMA ÞÍN FÉKK
SÉR ÞRJÁ DISKA!
KJÚKLING-
URINN VAR
FRÁBÆR... MÁ
ÉG FÁ UPP-
SKRIFTINA?
JÆJA, PARKER?
NÁÐIR ÞÚ MYNDUM AF
BARDAGAMANNINUM
OG KÓNGULÓAR-
MANNINUM
SAMAN?
NEI, HERRA
JAMESON...
ÞESSI
KÓNGULÓAR-
MAÐUR VAR
PLAT!
PLAT, SMAT! HANN ER
FRÉTTAEFNI! ÞARF ÉG AÐ
KOMA TIL L.A. SJÁLFUR TIL AÐ
SJÁ TIL ÞESS AÐ ÞETTA SÉ
GERT ALMENNILEGA?!?
ÞAÐ ER EKKI
SVO SLÆM
HUGMYND!
JÚ, VÍST...
MJÖG
SLÆM
dagbók|velvakandi
Kjarasamningar
ÉG TEK heilshugar undir tillögur
verkalýðsforustunnar um að laun
eigi að hækka verulega í komandi
kjarasamningum ásamt því að skatt-
leysismörk verði 140 þúsund á mán-
uði og fylgi launaþróun framvegis en
ekki neysluþróun. Í tilefni þessara
krafna vil ég biðja forsvarsmenn ör-
yrkja að vera nú einu sinni vel vak-
andi fyrir okkar hönd. Það er nefni-
lega einu sinni þannig að tekjur
langflestra öryrkja eru tvískiptar.
Annars vegar er grunnlífeyrir al-
mannatrygginga ásamt tekjutrygg-
ingu og heimilisuppbót. Hinsvegar
eru lífeyrissjóðstekjur. Þegar samið
er um til dæmis 10% hækkun launa á
almennum vinnumarkaði, þá hækka
laun öryrkja um það sama, en aðeins
á bætur Tryggingastofnunar
(grunnlífeyrir, tekjutrygging og
heimilisuppbót). Lífeyrissjóðstekjur
öryrkja hækka ekki um krónu við al-
mennar launahækkanir. Algengt er
að öryrki sem er með 100 þúsund á
mánuði í lífeyristekjur sé með um 70
þúsund í bætur frá Trygginga-
stofnun. Þannig myndi 10% hækkun
aðeins þýða það að laun öryrkja
myndu hækka um 7 þúsund krónur á
mánuði en hefði orðið 17 þúsund á
mánuði ef 10% hækkun kæmi á
heildartekjur öryrkja (lífeyrissjóðs-
tekjur og bætur Tryggingastofn-
unar). Til að ná samsvarandi launa-
hækkun í krónum fyrir öryrkja og
þeirra sem fá 10% launahækkun á
almennum vinnumarkaði þarf eftir-
farandi að gerast: Öryrki með 70
þúsund í bætur frá Trygginga-
stofnun, þurfti þá að fá 25% hækkun
á alla bótaflokka Tryggingastofn-
unar. Öðruvísi stöndum við ekki
jafnfætis öðrum á vinnumarkaði
launalega séð. Því er brýnt fyrir for-
svarsmenn öryrkja að vera vel á
varðbergi fyrir okkur og hafa það
efst í huga að þegar almenn laun í
landinu hækka um til dæmis 10% að
þá þurfa bætur Tryggingastofnunar
alltaf að hækka um meira en tvöfalt
þá upphæð til að dragast ekki enn
frekar aftur úr öðrum launþegum.
Lífeyrisþegi.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
HINN 4. ágúst síðastliðinn var styttan af Ingólfi Arnarsyni í Rivedal í
Sunnfirði í Noregi lýst upp með stórum ljóskösturum. Styttan mun nú í
framtíðinni lýsa sem kennileiti fyrir staðinn hvert kvöld og hverja nótt.
Það var Sigríður A. Þórðardóttir sem tendraði ljósið.
Ættbyggð Ingólfs Arnarsonar
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Flórens
30. sept. - 5. okt.
frá kr. 79.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð frá kr. 79.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel
Grand Mediterraneo með morgunverði í 5 nætur,
3 kvöldverðir og akstur frá Flórens til Rómar.
Ath. flogið er í beinu leiguflugi Heimsferða til
Flórens, dvalið í borginni í 5 nætur og síðan er
ekið til Rómar og flogið heim þaðan.
Frábært verð - 5 nætur
Heimsferðir bjóða nú frábært tækifæri til að heimsækja Flórens, höfuð-
borg hins heillandi Toscana héraðs, sem er án ef ein af fallegustu borg-
um heims. Flórens býr yfir einstakri fegurð og er sannkölluð vagga lista
og menningar. Við hvert fótmál eru stórkostlegar byggingar sem eru ein-
stök listaverk. Enginn má láta fram hjá sér fara að skoða Ponte Vecchio
brúna, hina tilkomumiklu dómkirkju, Uffizi safnið og svo mætti lengi
telja. Heimsókn til Flórens er samfelld upplifun sem er ógleymanleg
hverjum sem reynir. Í boði eru einstakar kynnisferðir um borgina með
fararstjórum Heimsferða, þeim Ólafi Gíslasyni og Einari Garibaldi Eiríks-
syni.