Morgunblaðið - 12.09.2007, Page 26

Morgunblaðið - 12.09.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ hefur svo sannarlega rekið af sér slyðruorðið í umfjöllun um Grímseyjarferju- málið með ítarlegri og góðri úttekt síð- astliðinn sunnudag. Sama verður ekki sagt um hina nýbök- uðu ráðamenn Sam- fylkingarinnar sem með offorsi reyna nú að eigna sjálfum sér öll óhreinindi þessa máls. Slíkt pólitískt píslarvætti til dýrðar hinum frelsandi Sjálfstæðisflokki mun einsdæmi og öllu venjulegu fólki óskilj- anlegt. Morgunblaðið varpar ábyrgð á ráðherra Niðurstöður Morgunblaðsins í Grímseyjarferjumálinu eru athygl- isverðar og margra daga vinna liggur að baki úttektinni. Það er alveg ljóst að ráðist var í hana löngu áður en mín gagnrýni barst og ég get í þessu einstaka máli dregið gagnrýni mína á blaðið til baka. Í stuttu máli er niðurstaða blaðamanns að þáttur bæði þáver- andi samgönguráðherra og fjár- málaráðherra í málinu er að minnsta kosti óheppilegur og jafn- vel utan hins pólitíska velsæmis. Beitt er pólitískum þrýstingi til þess að fá verkið unnið hjá skipa- smiðum í Hafnarfirði þrátt fyrir að það orki tvímælis að þeir séu heppilegir eða jafnvel færir til þess. Fleira mætti nefna af þeim ávirðingum í garð fjármálaráð- herra sem hljóta algera staðfest- ingu í umfjöllun blaðsins. Þó Grímseyingar séu vitaskuld alls góðs maklegir þá er öll samn- ingagerð samgönguráðherra við Grímseyinga til þess fallin að spenna kostnað takamarkalaust upp. Þegar við bætist opinn og heimildarlaus tékki fjármálaráð- herra er í raun við því að búast að kostnaður sem áætlaður er um eða innan við 100 milljónir endi í hálf- um milljarði. Grímseyjardómur Morgunblaðsins er vandaður í hví- vetna og hrópar á að fjár- málaráðherra og fyrr- verandi samgönguráðherra axli pólitíska ábyrgð. Píslarvætti Sam- fylkingarinnar Píslarvætti Samfylk- ingarinnar í málinu kallar á eitthvað allt annað og þá eink- anlega að flokksmenn þar lesi yfir ársgamla ræðu formanns síns þar sem hún skammaði þá fyrir kjánaskap og ábyrgðarleysi í stjórnmálum. Þegar ferjumálið komst í hámæli kaus núverandi samgönguráðherra að drepa á dreif klúðri sjálfstæð- ismanna með ómaklegum og ósönnum ásökunum í garð Einars Hermannssonar skipaverkfræðings sem þó hefur unnið af heilindum að málinu. Það er algerlega fá- heyrt að stjórnmálamenn noti sér pólitísk völd sín til þess að veitast með slíkum orðum að starfsheiðri manns og því síður forsvaranlegt að ráðherra gefi undirstofnunum sínum pólitísk fyrirmæli um að ekki megi framar skipta við ráð- gjafa sem reynst hefur landi og þjóð vel með áratuga störfum sín- um. Slíkt eru í reynd pólitískar of- sóknir. Sá sem hér skrifar hafði orð á því á heimasíðu fyrir nokkrum dögum að fágætt væri að vald gæti á svo raunalega stuttum tíma spillt eins og sæist á grátbroslegum þætti Kristjáns L. Möller. Það svíður kannski undan orðum þessum og máske gat ég orðað þetta af meiri nærgætni. Þau eru þó ekkert á við þann skaða sem Kristján hefur kosið að valda sak- lausum verkfræðingi, starfsheiðri hans og atvinnumöguleikum. Morgunblaðið fullyrðir einfaldlega í úttekt sinni að ráðherrann hljóti að draga ummæli sín um Einar fyrr eða síðar til baka. Tuddi, ruddi og fíll Um þátt Össurar Skarphéð- inssonar hefi ég áður fjallað í Morgunblaðinu en hann er hluti af því píslarvætti sem fyrr er drepið á. Með því leggja samfylking- armenn sig í líma við að skaða sjálfa sig og eigin flokk á máli sem þeir hefðu hæglega getað leitt al- gerlega hjá sér. Þriðja og vonandi síðasta dæmið um raunalegan þátt Samfylking- arinnar í Grímseyjarferjumáli er svo ritsmíð Róberts Marshall að- stoðarsamgönguráðherra í Morg- unblaðinu síðasta sunnudag. Sé blaðamanninum fyrrverandi fró í að kalla mig í senn naut, tudda, rudda og fíl þá er honum það vel- komið. Greinin ýtir nú heldur und- ir getgátur sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að hin afleitu af- skipti Kristjáns Möller af málinu séu runnin undan rifjum Róberts Marshalls. Við Róbert erum ósam- mála um margt í þessu máli en ég hefi nú samt haft á honum nokkurt álit þó mér bregði við hversu orð- ljótur hann getur verið. Athyglisverðast er að aðstoð- arráðherrann eyðir löngu máli í að níða Framsóknarflokkinn niður fyrir þá höfuðsynd að vera á miðj- unni í stjórnmálum þar sem eng- inn skyldi vera nema hinn spillti og vondi. Hvað skyldi venjulegu og hófstilltu samfylkingarfólki þykja um þá palladóma? Píslarvætti Samfylkingar- innar og Grímseyjar- dómur Morgunblaðsins Bjarni Harðarson skrifar um Grímseyjarferjumálið og að- komu samfylkingarfólks að því » Sé blaðamanninumfyrrverandi fró í að kalla mig í senn naut, tudda, rudda og fíl þá er honum það velkomið. Bjarni Harðarson Höfundur er þingmaður. NÝLEGA voru samþykktar í menntaráði Reykjavíkur verklags- reglur um hvernig skuli bregðast við of- beldi, lögbrotum og brotum á skóla- reglum í grunn- skólum borgarinnar. Tilgangur verklags- reglnanna er að tryggja rétta með- höndlun mála sem varða nemendur með hegðunar- og sam- skiptavanda sem stunda nám í grunn- skólum sem reknir eru af Reykjavík- urborg. Að gerð þeirra komu fulltrúar Menntasviðs, skóla- stjóra, þjónustu- miðstöðvanna og Barnaverndar Reykjavíkur. Samráð var haft við lögfræð- inga og fulltrúa lög- reglunnar. Allt er þetta fólk sem hefur langa reynslu af úr- vinnslu erfiðra mála í grunnskólunum. Við hjá SAMFOK (samband foreldra- félaga og foreldraráða í grunn- skólum Reykjavíkur) fögnum gerð þessara verklagsreglna og teljum að með þeim sé stigið stórt skref í að skýra hvar ábyrgðin liggur hverju sinni. Við teljum ennfremur að verkferlarnir muni stuðla að því að réttur barnanna og hagsmunir séu ávallt hafðir að leiðarljósi. Um þrenns konar verklags- reglur er að ræða. Verklagsregla um viðbrögð við hegðunar- og samskiptavanda nemenda gildir þegar nemandi á við hegðunar- og sam- skiptavanda að stríða og fer ekki eftir skóla- reglum viðkomandi skóla. Í öðru lagi er verklagsregla um við- brögð við skólasóknar- og ástundunarvanda nemenda og í þriðja lagi er verklagsregla um viðbrögð við lög- brotum og alvarlegum brotum nemenda á skólareglum. Það er mikilvægt að hafa alltaf í huga að foreldrar bera ábyrgð á uppeldi og menntun barnsins og þurfa að vinna með grunnskól- anum að farsælu námi barnsins. Kennari ber ábyrgð á að hvetja nemanda til að bæta sig og vinna með for- eldrum eða for- ráðamönnum og öðr- um aðilum að bættri hegðun nemenda. Skólastjóri ber ábyrgð á að boða foreldra eða forráðamenn til fundar og vinna að úrlausn í samvinnu við nemanda, foreldra eða forráðamenn, kennara og ráðgjafa. Kennari og skólastjóri bera ábyrgð á að skrá alla meðferð málsins. Á Menntasviði er ráðgjafi sem veitir ráðgjöf sé þess óskað. Vegvísir og verk- ferlar í grunnskól- um Reykjavíkur Bergþóra Valsdóttir fjallar um nýjar verklags- reglur í grunnskólum Bergþóra Valsdóttir » SAMFOKfagnar gerð þessara verk- lagsreglna og telur að með þeim sé stigið stórt skref í að skýra hvar ábyrgðin liggur hverju sinni. ÞAÐ er ekkert smáverkefni að breyta gangi sögunnar. Margir hafa lagt til þeirrar atlögu en færri náð að marka þar spor. Ma- hatma Ghandi er einn risanna. Aðrir hafa sett markið enn hærra og sóst eftir heimsyfirráðum en orðið að lúta í gras, s.s. Napóleon og Hit- ler. Sem stendur ligg- ur heimurinn ekki að fótum neins eða neinna. Nú ætlar Síminn sér ekki aðeins að marka spor í sögu- slóðina heldur breyta gangi hennar. Ná endastöð tilverunnar, spanna alheimssviðið, ná himinhæðum og hyldýpi helvítis. Í um- deildri auglýsingu Símans þessa dagana er vísað til samskipta Krists og Júdasar, þar sem látið er að því liggja að inn- grip Símans í aftur-til-fortíðar geti eða hefði getað afstýrt píslagöngu Krists, en hann er sýndur, eilítið hvumsa, sjá svik Júdasar í beinni útsendingu. Breyting sögunnar felst hér í því að með upplýsinga- tæknina í höndum sér hefði Krist- ur getað gripið fram fyrir hendur Júdasi og hefði þ.a.l. ekki þurft að deyja. Í leiðinni hefði hann bjargað Júdasi frá honum sjálfum. Reynd- ar er greint er frá því í guðspjöll- unum að Kristur vissi af þessari ætlan Júdasar, en hvorki höfundur auglýsingarinnar né Síminn virðast átta sig á því. Leyni- vopn og um leið lausn- arorð Símans eru G-in þrjú, heilög þrenning kristinnar trúar. Að breyta þannig gangi sögunnar er að yf- irtaka þá stýringu eða vald sem fyrir er. Ætla má að Síminn boði hér tilkomu yf- irguðsins 3G. Meg- inþráður kristninnar er að eina von manns- ins til eilífs lífs felst í fórnardauða Krists. Sérhver breyting á þeim gangi sögunnar er breyting á eðli syndar og dauða. Yfirguðinn 3G fær því ekki breytt. Hér er því höggvið bæði þétt og nærri rótum kristn- innar, hvort heldur eiga í hlut kaþ- ólskir eða mótmælendur. Fyrir margt löngu hlýddi ég á útvarpsleikritið Allah heitir hundr- að nöfnum, sem gekk út á að upp- lýsa skref fyrir skref heiti og inn- tak allra hundrað nafna Allah. Gekk það eftir nema það hundr- aðasta, sem ekki var hægt að út- skýra þar sem í því nafni fólst sjálf lífsgátan. Ég bendi Símanum á að arftaki 3G-símans geti verið þetta hundraðasta nafn Allah. Fengist þá endanleg lausn á gátunni miklu, þ.e. hinn eini og sanni GSM – Guð- legt Samband Milliliðalaust. Ligg- ur beint við að næst verði tekið fyrir þegar Múhameð fékk Kór- aninn, í því tilviki milliliðalaust. Arabaheimurinn mun eflaust telja sig standa í mikilli þakkarskuld við Símann fyrir viðvikið. Að breyta gangi sögunnar með 3G Ómar Torfason skrifar um nýja sjónvarpsauglýsingu Símans » Síminn auglýsir nýjatækni á kostnað kristinnar trúar. Aug- lýsingunni er beint gegn grundvallarhugsun kristninnar með skrum- skælinguna að vopni. Ómar Torfason Höfundur er sjúkraþjálfari. Á FUNDI menntaráðs hinn 19. febrúar sl. var samþykkt tillaga meirihluta menntaráðs, að efna til umhverfisdaga í grunnskólum borgarinnar þannig að tveir dagar yrðu sérstaklega skilgreindir á skóladagatali sem grænir dagar. Ann- ar dagurinn yrði að hausti til, hinn 12. september, tileink- aður náttúrunni. Skólarnir gætu t.d. nýtt sér þá til fræðslu um skóga, mýrar, fjörur eða umhverfismál al- mennt. Seinni dag- urinn yrði að vori til og þá tengdur nánasta umhverfinu og afstöðu okkar til þess, t.d. fegrun þess og hreinsun. Í kjölfarið var starfshópur sett- ur á laggirnar, en í honum eiga sæti skólastjórar, fulltrúi frá Náttúruskólanum, fulltrúi verk- efnisins Lesið í skóginn, og auk þess fulltrúar frá menntasviði, framkvæmdasviði, þjónustu- miðstöðvum og vinnuskólanum. Starfshópurinn hefur nú lagt til að í dag, hinn 12. september, muni skólarnir leggja áherslu á það að börn gangi í skólann þar sem því verður við komið, og að foreldrar fylgi yngstu nemendunum. Í fram- haldi af slíkri viðleitni gætu skólarnir síðan gert kannanir um það hve margir hefðu geng- ið í skólann þennan dag, mælt vegalengdir ein- staka nemenda frá heimili þeirra að skól- anum, mælt tímann sem gangan tók og hugað að öryggi og heppilegum gönguleiðum. Síðast en ekki síst gæti slík við- leitni vakið nemendur og foreldra til umhugs- unar og umræðu um gildi hreyf- ingar í daglegu lífi og gildi þess fyrir umhverfið að við förum ekki alltaf allra okkar ferða utandyra á bíl. Þetta á einmitt vel við það meg- inmarkmið umhverfisdaganna að glæða skilning okkar á mikilvægi umhverfis og ábyrgð okkar, hvers og eins, gagnvart því. Grænir dagar í grunnskólum borgarinnar Nemendur eru hvattir til að ganga í skólann í dag, segir Marta Guðjónsdóttir Marta Guðjónsdóttir »Meginmarkmið um-hverfisdaganna er að glæða skilning okkar á mikilvægi umhverfis og ábyrgð okkar, hvers og eins gagnvart því. Höfundur er varaborgar- fulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í menntaráði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.