Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofan opin kl.
9-16.30. Postulínsmálun kl. 9 og 13. Gönguhópur kl. 11.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, alm. handa-
vinna, morgunkaffi/morgunblaðið, fótaaðgerð, hádeg-
isverður, spiladagur, brids/vist, kaffi. Uppl. s. 535-2760.
Dalbraut 18-20 | Opin handavinnustofa kl. 13-16.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifst. í Gullsmára 9
er opin mánud. og miðvikud. kl. 10-11.30. S. 554-1226.
Skrifst. í Gjábakka er opin á miðvikud. kl. 15-16. S. 554-
3438. Félagsvist í Gullsmára á mánud. kl. 20.30, en í
Gjábakka á miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Bingó í Félagsheimilinu
Gjábakka, fimmtud. 13. sept. kl. 13.45. Kortaverð 100 kr.,
góðir vinningar. Vinningsupphæðir fara eftir fjölda þátt-
takenda. Skvettuball verður haldið laugard. 15. sep. kl.
20-23, í Félagsh. Gullsmára, Gullsmára 13. Þorvaldur
Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Miðaverð kr.
500. Mætum öll „með sól í sinni og söng í hjarta“.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Farið verð-
ur í Þverárrétt Borgarfirði mánud. 17. sept. Brottför frá
Gjábakka kl. 8 og Gullsmára kl. 8.15. Deildartunguhver
skoðaður. Kjöt og kjötsúpa á Mótel Venus. Skráning og
ítarlegri upplýsingar í félagsmiðstöðvunum.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga
frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10. Söngfélag FEB æfing
kl. 17. Opið hús verður laugardaginn 15. september kl.
14 þar sem félagsstarfið í vetur verður kynnt.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30. Glerlist kl.
9.30 og kl. 13. Handavinna kl. 10, leiðbeinandi við til kl.
17. Félagsvist kl. 13. Viðtalstími FEBK kl. 15-16. Heitt á
könnunni til kl. 16. Bobb kl. 16.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9.05 myndlist. Kl. 10
ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 postulínsmálun og
kvennabrids.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi í
Kirkjuhvoli kl. 9, 9.45 og 10.30. Brids í Garðabergi kl. 13,
söguferð um Garðabæ í boði Kvenfélags Garðabæjar.
Opið í Garðabergi kl. 13-16, heitt á könnunni.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opn-
ar m.a. tréútskurður og fjölbreytt handavinna. Frá há-
degi spilasalur opinn. Á morgun kl. 12.30 er myndlist,
leiðsögn veitir Nanna S. Baldursd. Unnið er að vetr-
ardagskrá, ábendingar óskast. Uppl. á staðnum og s.
575-7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9-16.30 handavinna. Kl. 9-12 út-
skurður. Kl. 11-12 ganga. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl.
13-16.30 brids. Kl. 15-15.30 kaffi.
Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9. Pílan kl. 13.30.
Kóræfing kl. 16.15.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu kl. 9-
16. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Samverustund kl. 10.30,
lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Vetrardagskráin
liggur frammi. Allir velkomnir.
Hæðargarður 31 | Allir velkomnir. Skrautskrift, ókeypis
tölvuleiðbeiningar fram að áramótum, blómaskreyt-
ingar, postulín, framsögn, bókmenntir, magadans,
klaustursaumur, skapandi skrif, leikfimi, ættfræði,
söngur o.s.frv. Kíktu við. S. 568-3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Eva hjúkrunarfræðingur
kl. 10.30 Leikfimi, léttar æfingar kl. 10.30. Leikfimi í
salnum kl. 11. Verslunarferð í Bónus kl. 12. Handverks-
og bókastofa kl. 13. Kaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Opin handavinnustofa kl. 9-12, opin
smíðastofa kl. 9-16. Félagsvist í dag kl. 14-16.30. Allir
velkomnir.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla/fótaaðgerðir. Kl 9-
12 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15-16 handavinna. Kl. 10-12
spænska – byrjendur. Kl. 10-12 sund. Kl. 11.45-12.45 há-
degisverður. Kl. 12.15-14 verslunarferð í Bónus. Kl. 13-16
tréskurður. Kl. 14.30-15.45 kaffi.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinna
kl. 9-16.30, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.30,
upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, söngur og dans kl.
14. Opið öllum aldurshópum, uppl. í s. 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 handavinna. Kl. 13 opinn sal-
urinn. Kl. 14 ganga. Kl. 15 Bossía.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund í hádeginu í dag. Söngur,
hugleiðing, fyrirbænir. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi.
Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu kl. 13-16.
Dægrastytting, föndur, spil, fræðsla og ferðalög. Um-
sjón hafa Vilborg Edda og Margrét Snorradóttir, öldr-
unarfulltrúar Árbæjarkirkju. Starf með 10-12 ára börn-
um kl. 14-15. Starf með 9-12 ára börnum kl. 15-16.
Áskirkja | Samverustund kl. 11. Hreyfing og bæn í umsjá
djákna Áskirkju.
Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-
12. Foreldrar ungra barna á Álftanesi velkomnir. Frú
Hulda Jensdóttir ljósmóðir kemur í heimsókn. Litlakot
opið hús eldri borgara kl. 13-16. Spilað, teflt og spjallað.
Eldri borgarar á Álftanesi velkomnir.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hug-
vekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í Safnaðarheimili
eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12
ára kl. 17.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga og
fyrirbænir. Boðið upp á léttan hádegisverð á vægu
verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, alt-
arisganga. Einfaldur morgunverður í safnaðarsal eftir
messuna.
Háteigskirkja – starf eldri borgara | Á miðvikudögum
kl. 11, súpa og brauð á eftir.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58-60. Samkoma
í kvöld kl. 20. Fagnaðarsamkoma fyrir Kristbjörgu
Gísladóttur og Ragnar Schram. Kaffi eftir samkomuna.
Allir eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10 foreldramorgunn. Kl. 10.30
gönguhópurinn Sólarmegin. Öllum velkomið að slást í
för. Kl. 14.30 Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur). Kl. 19.30
fermingarfræðsla. Kl. 20.30 unglingakvöld.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn
Bárður Jónsson. Beðið er fyrir sjúkum og hverjum
þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda og getur fólk kom-
ið óskum þar um til prestanna. Einnig er altarisganga.
Selfosskirkja | Í dag kl. 10.30 foreldramorgunn. Kl. 20
kynning á 12 spora starfinu.
Vegurinn kirkja fyrir þig | Smiðjuvegi 5. Mömmu-
morgunn kl. 10. Farið verður í orðið, sungið og leikið sér.
Mömmur og börn velkomin. Samfélag „Fyrir þá sem
heima sitja“ verður kl. 14. Eiður Einarsson kennir. Kaffi
og vöfflur með rjóma í boði kirkjunnar. Allir velkomnir.
Vídalínskirkja Garðasókn | Foreldramorgunn kl. 10 til
12.30. Petrea Finnsdóttir förðunarfr. fræðir okkur um
förðun og andlitssnyrtingu. Verum dugleg að mæta,
gestir velkomnir. Heitt á könnunni.
80ára afmæli. Hinn 8.september síðastliðinn
varð áttræður Magnús
Ágústsson, Hverfisgötu 4,
Hafnarfirði. Magnús starfaði
sem loftskeytamaður og flug-
leiðsögumaður hjá Loftleiðum
og Flugleiðum og síðar flug-
umsjónarmaður hjá Flug-
leiðum. Magnús er um þessar
mundir á suðrænni sólar-
strönd.
60ára afmæli. GuðnýGrendal Magn-
úsdóttir, Krossnesi, verður
sextug laugardaginn 15. sept-
ember. Af því tilefni ætla hún
og fjölskylda hennar að taka á
móti gestum í félagsheimilinu
Lyngbrekku frá kl. 20 á af-
mælisdaginn. Vonast þau til
að sjá sem flesta. Beðist er
undan afmælisgjöfum en söfn-
unarbaukur til styrktar Félagi
MND-sjúklinga verður á
staðnum fyrir þá sem vilja láta
eitthvað af hendi rakna af
þessu tilefni.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 12. september, 255. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.)
Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum við HáskólaÍslands efnir til fyrirlestr-araðar í vetur. Á morgun,
fimmtudag, mun Ingólfur V. Gíslason,
sviðsstjóri Jafnréttisstofu, flytja fyrsta
erindi vetrarins: Fæðingar- og for-
eldraorlof á Íslandi. Þróun eftir laga-
setninguna árið 2000.
„Róttækar breytingar urðu á fyr-
irkomulagi fæðingarorlofs árið 2000
þegar fæðingarorlofstími var lengdur,
og fæðingarorlofsgreiðslur tekjutengd-
ar. Ætla ég í fyrirlestrinum að leitast
við að draga saman helstu afleiðingar
sem greina má frá setningu laganna,“
útskýrir Ingólfur.
Markmiðin með breytingu fæðing-
arorlofslaganna á sínum tíma voru m.a.
að tryggja að barn fengi að njóta sam-
vista við báða foreldra, og auðvelda
bæði körlum og konum að samræma at-
vinnuþátttöku og fjölskyldulíf: „Ljóst er
að þessi markmið laganna hafa náðst að
miklu leyti, og óhætt að fullyrða að aldr-
ei hafa jafnmargir feður tekið jafn-
virkan þátt í uppeldi og umönnun ung-
barna. Einnig eru vísbendingar um að
staða kvenna og karla á vinnumarkaði
hafi jafnast töluvert eftir tilkomu lag-
anna, og má þar nefna fregnir af að ung-
ir karlar eru í auknum mæli spurðir í at-
vinnuviðtölum hvort þeir geri ráð fyrir
að eignast barn á næstunni – nokkuð
sem nær eingöngu konur urðu að þola
áður,“ segir Ingólfur. „Mest áberandi er
þó að fæðingartíðni hefur aukist mikið
frá setningu laganna. Fæðingartíðni er
nokkuð sem skiptir miklu varðandi
hagsmuni þjóðarinnar, og sjá t.d. flest
lönd Evrópu fram á mikinn vanda í vel-
ferðarkerfinu í framtíðinni vegna fólks-
fækkunar af völdum lágrar fæðing-
artíðni.“
Ingólfur bætir að lokum við að mik-
ilvægt sé að framkvæma frekari rann-
sóknir á áhrifum fæðingarorlofslag-
anna: „Fyrirlesturinn byggi ég einkum
á upplýsingum frá fæðingarorlofssjóði
og Tryggingastofnun, og þeim eigind-
legu og megindlegu rannsóknum sem
gerðar hafa verið á áhrifum laganna.
Ýmislegt er þó enn órannsakað og full
ástæða til að fylgjast með breytingum
sem verða í íslensku samfélagi og tengja
má við löggjöf um fæðingarorlof.“
Sjá nánar: http://rikk.hi.is.
Jafnrétti | Fyrirlestur á vegum RIKK á fimmtudag kl. 12 í hátíðarsal HÍ
Áhrif lengds fæðingarorlofs
Ingólfur V.
Gíslason fæddist í
Reykjavík 1956.
Hann lauk stúd-
entsprófi frá MK
1976, BA-gráðu í
stjórnmálafræði
frá HÍ 1981 og
doktorsgráðu í fé-
lagsfræði frá Há-
skólanum í Lundi 1990. Ingólfur starf-
aði hjá Máli og menningu og vann
síðar að ritun sögu Iðju, félags verk-
smiðjufólks. Hann hóf störf hjá Skrif-
stofu jafnréttismála árið 1995. Ing-
ólfur býr með Björk Óttarsdóttur
leikskólastjóra og eiga þau þrjú börn.
Tónlist
DOMO Bar | Kvartettinn Boogablú
leikur boogaloo og hressann djass á
djasskvöldi Múlans kl. 21. Eyjólfur
Þorleifsson á sax, Sunna Gunnlaugs
á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa
og Scott McLemore á trommur.
Kirkju- og menningarmiðstöðin á
Eskifirði | Kvartett Kára Árnasonar
heldur tónleika á morgun, 13. sept-
ember, kl. 21. Kvartettinn skipa þeir
Kári Árnason – trommur, Sigurður
Flosason – alto sax, Agnar Már
Magnússon – hammond orgel og
Andrés Þór Gunnlaugsson – gítar.
Dans
Hótel Borg | Annað kvöld verður
tangódansleikur (milonga). Komdu
og upplifðu stemninguna á ekta mi-
longu, Gyllti salurinn er tilvalin um-
gjörð fyrir argentínskan tangó.
Dansinn hefst kl. 21 og stendur til
miðnættis. Opinn tími fyrir byrjendur
kl. 20-21. Aðgangseyrir er 500 kr.
Þjóðdansafélag Reykjavíkur | Opið
hús í Álfabakka 14A í dag, miðviku-
dag, kl. 20.30, allir velkomnir. Gömlu
dansarnir, allir velkomnir.
Fyrirlestrar og fundir
Eirberg | Sarah Hewlett fjallar um
hvernig gigtarsjúklingar upplifa
þreytu og vitnar m.a. í lýsingar sjúk-
linganna sjálfra. Hún skoðar hvort
þeir upplifi þreytu á annan hátt en
sjúklingar með aðra langvinna sjúk-
dóma. Fyrirlesturinn er á ensku og
opinn öllum. Stofa 201, 2. hæð, Ei-
ríksgötu 34, kl. 13.
Kvenréttindafélag Íslands, Hall-
veigarstöðum | Laurie Bertram frá
Kanada flytur erindi kl. 16.30 um
Vestur-Íslendinginn Elinu Salome
Halldorsson (1887-1970) sem sat á
löggjafarþingi St. George-umdæmis í
Manitoba-fylki í Kanada á árunum
1936-1941. Elin Salome barðist m.a.
fyrir aukinni þátttöku kvenna í
stjórnmálum.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankinn á Húsa-
vík verður við Naust (hús. Björg.s.) í
dag kl. 11-17. Allir velkomnir.
Garðabæjardeild Rauða kross Ís-
lands | Sjálfboðaliðar prjóna fatnað
sem nýtist í neyðaraðstoð. Ef þig
langar til að láta gott af þér leiða í
góðum félagsskap láttu þá sjá þig í
prjónakaffi 13. sept. kl. 16-18 að
Hrísmóum 4 (Garðatorgi). Garn
verður á staðnum en gott væri að
fólk hefði prjóna meðferðis. Kaffi
verður á könnunni og með því.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur |
Matar- og fataúthlutun að Hátúni
12b miðvikudaga kl. 14-17. Tekið við
hreinum fatnaði og öðrum varningi
þriðjudaga kl. 10-15 Sími 551-4349.
Netfang maedur@simnet.is
Frístundir og námskeið
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Félagsvist í
kvöld í Hátúni 12. Allir velkomnir.
Börn
Hótel Nordica | Námskeiðið Sæl og
sátt börn – Um gildin í fjölskyldunni
fjallar um gildin sem fjölskyldan vill
skapa sér og leiðir að ná þeim á for-
sendum hennar. Leiðbeinandi Ágúst-
ína Ingvarsd. sálfr. þýddi og stað-
færði námskeiðið SOS Hjálp fyrir
foreldra. Laugardag 15. sept. kl. 10-
17, 15.000 kr. á mann eða 25.000 kr.
fyrir par. Skrán. info@life-
navigation.com / 663-8927.
KONUR kveikja á kertum í Katrínarkirkjunni í Moskvu til
minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Bandaríkj-
unum. Þess var minnst í gær að sex ár eru liðin frá hryðju-
verkunum sem kostuðu nær 3.000 manns lífið.
Fórnarlambanna minnst
AP
90ára afmæli. Á morgun,fimmtudaginn 13. sept-
ember, verður níræður Jón
Þórarinsson tónskáld. Af því
tilefni mun hann taka á móti
gestum í Sunnusal Hótels
Sögu, á afmælisdaginn á milli
kl. 17 og 19.
80ára afmæli. Í dag, mið-vikudaginn 12. sept-
ember, er áttræð Ragna Har-
aldsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, Æsufelli 2, Reykjavík.
Hún verður að heiman á af-
mælisdaginn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynningar þurfa
að berast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistilkynningum
og/ eða nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer.
Hægt er að hringja í síma
569-1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda tilkynningu
og mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins, www.mbl.is,
og velja liðinn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda vélrit-
aða tilkynningu og mynd í
pósti. Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
Birting
afmælis-
tilkynninga