Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„VIÐ höfum vitað af því að það er
pottur brotinn hvað þetta varðar í
töluverðan tíma og fyrir meira en
áratug gerðum við átak í því að
koma þessum málum upp á yfir-
borðið,“ segir Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Þroskahjálpar,
um kynferðisbrotamál meðal
þroskaheftra. Í Blaðinu í gær kom
fram að kynferðisleg misnotkun
væri alvarlegt vandamál í þessum
hópi.
Nú þarf að efla fræðslu á ný
Friðrik segir að á árinu 1994-95
hafi Þroskahjálp staðið fyrir nám-
skeiðum fyrir starfsfólk sem starfar
innan þessa geira. Þá hafi kynfræð-
ingur einnig verið fenginn til að búa
til fræðsluefni sem hafði að meg-
inmarkmiði að kynna siðareglur í
nánum kynnum. „Síðan eru liðin tíu
ár,“ segir Friðrik. Hann segir ljóst
að nú þurfi að efla þessa fræðslu á
ný og Þroskahjálp hafi hug á að
taka þetta mál upp aftur í vetur í
samvinnu við Átak, félag fólks með
þroskahömlun. Hafi hann m.a. rætt
það við forstöðukonu Stígamóta.
„Þetta er auðvitað eilífðarverk-
efni og það þarf að búa þannig um
hnútana að svona fræðsla verði fast-
ur þáttur í þjónustu við þennan
hóp,“ segir Friðrik. „Lausnin er
ekki sú að fara aftur í það að ein-
angra fólk á stofnunum. Það býður
enn frekar hættunni heim. Við vilj-
um hafa þetta á yfirborðinu.“
Friðrik segir að kynferðislegt of-
beldi gagnvart þroskaheftum hafi
ekki verið rannsakað á Íslandi en
niðurstöður erlendra rannsókna
sýni að það sé meira í þessum hópi
en almennt gerist í samfélaginu.
Í grein Blaðsins í gær kemur
fram að nokkrir karlmenn með
þroskaskerðingu „stundi“ að sænga
hjá talsvert greindarskertari kon-
um. „Við heyrum af slíkum einstak-
lingum, sem að mínu mati eru sið-
blindir að ákveðnu leyti og komast
upp með þetta,“ segir Friðrik. „Við
bregðumst við slíku með því að láta
það berast til sem flestra sem starfa
með fötluðum og hvetjum fólk til að
vera á verði.“
Hann segir það umhugsunarvert
að sýknað skuli hafa verið í nokkr-
um undangengnum dómsmálum,
þar sem meint kynferðisbrot gagn-
vart þroskaheftum komu við sögu.
Það þurfi þó alls ekki að sýna að
slík mál séu algengari nú en áður,
þvert á móti. „Ég er ekki að óska
eftir því að sönnunarbyrði verði
eitthvað öðruvísi þegar greindar-
skertir karlar eiga hlut að máli en
menn verða að skoða meðferð þess-
ara mála engu að síður.“
„Við verðum að halda
þessari umræðu vakandi“
Spurður hvort til greina komi að
aðilar að slíkum málum fái fræðslu
og aðstoð í félagslega kerfinu, þó
ekki komi til refsingar fyrir dómi,
segir Friðrik það koma til greina.
„Fræðsla um kynvitund gengur
m.a. út á það að fólk gefi skýr skila-
boð í nánum kynnum,“ segir Frið-
rik. „Við verðum að halda þessari
umræðu vakandi og fræða fólk, sér-
staklega konur, um að þær eigi sinn
líkama og ráði yfir honum.“ Þá seg-
ir hann að margir karlanna ættu að
geta tileinkað sér fræðslu um náin
kynni.
Þroskahamlaðir fái meiri
fræðslu um náin kynni
Engin rannsókn verið gerð á kynferðisbrotum meðal þroskahamlaðra á Íslandi
Þroskahamlaðir útsettari fyrir misnotkun en aðrir skv. erlendum rannsóknum
Í HNOTSKURN
»Í vetur stefnir Þroskahjálpá að auka fræðslu um kyn-
ferðismál þroskaheftra, m.a. í
samstarfi við Átak, félag fólks
með þroskahömlun, og Stíga-
mót.
»Slík fræðsla fór fram ávegum félagsins fyrir
meira en áratug og opnaði þá
umræðuna.
Eftir Bjarna Ólafsson í Leeds
bjarni@mbl.is
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sæmdi í gær tvo pró-
fessora við háskólann í Leeds ridd-
arakrossi íslensku fálkaorðunnar.
Var forsetinn þar í heimsókn og
átti fundi með forseta borgar-
stjórnar og öðrum leiðtogum
Leeds-borgar á mánudag. Á
þriðjudag heimsótti forsetinn há-
skólann í Leeds þar sem hann
heiðraði prófessorana tvo, Andrew
Wawn og Rory McTurk, sem báðir
hafa um áratugaskeið sinnt rann-
sóknum í íslenskum fræðum. Eins
og ætla má eru þeir báðir afar vel
að sér um Ísland og íslenska sögu
og tala báðir reiprennandi íslensku.
Unnið merkt og mikið starf
Ólafur Ragnar sagði prófess-
orana vera virta fræðimenn á sínu
sviði sem unnið hefðu mikið og
merkt starf við að halda á loft
merki íslenskrar menningar og
tungu.
„Við Íslendingar höfum ef til vill
ekki stutt nógu vel við starf manna
eins og þeirra, sem stunda mik-
ilvægar rannsóknir á íslenskum
menningararfi og kynna hann fyrir
ungu fólki. Það er því mikið
ánægjuefni að geta með þessum
hætti vottað þeim þakklæti og virð-
ingu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru
vel að heiðrinum komnir.“
Kennt við Boga Melsteð
Afhendingin fór fram í bókasafni
Leeds-háskóla þar sem þeir Wawn
og McTurk sýndu forsetanum
gamlar, íslenskar bækur sem eru
hluti af íslenska safninu í háskól-
anum en í því eru fimm þúsund
bækur. Er safnið kennt við sagn-
fræðinginn Boga Melste, en há-
skólinn keypti bækurnar árið 1929
að undirlagi E.V. Gordon, prófess-
ors við enskudeild skólans. Má
rekja sterk tengsl enskudeildar
Leeds-háskóla við Ísland til Gord-
ons, sem og J.R.R. Tolkiens, sem
kenndi við enskudeildina um nokk-
urra ára skeið á þriðja áratug síð-
ustu aldar.
Í gær opnaði forsetinn einnig
nýja, umhverfisvæna skrif-
stofubyggingu Innovate, dótt-
urfélags Eimskips, í Leeds. Þá
heimsótti hann barnaskólann Rob-
in Hood Primary School áður en
hann flaug aftur heim til Íslands.
Heiðraðir fyrir rannsókn-
ir í íslenskum fræðum
Morgunblaðið/Bjarni Ólafsson
Íslenska safnið Andrew Wawn og Rory McTurk sýndu Ólafi Ragnari
Grímssyni gamlar, íslenskar bækur í safni skólans.
Forseti Íslands heimsótti háskólann í Leeds á Englandi og
hitti forseta borgarstjórnar og fleiri háttsetta þar í borg
Í DÓMASÖFNUM héraðsdómstól-
anna og Hæstaréttar má finna
nokkra dóma sem fallið hafa á
undanförnum árum og snerta
kynferðisbrot gagnvart þroska-
hömluðum einstaklingum.
4. september 2007: Þroska-
hamlaður karlmaður sýknaður í
Héraðsdómi Reykjavíkur af
ákæru um nauðgun og kynferð-
islega misbeitingu gagnvart
þroskahamlaðri konu.
30. október 2006: Karlmaður
dæmdur í héraðsdómi til 2 ára
fangelsisvistar fyrir að hafa haft
samræði við þroskahefta stúlku.
Maðurinn starfaði sem stuðnings-
fulltrúi á hæfingarstöð fyrir fatl-
aða einstaklinga. Hæstiréttur
staðfesti dóm héraðsdóms 31. maí
2007.
6. júní 2006: Karlmaður sýkn-
aður í héraðsdómi af kynferð-
isbrotum gegn tveimur stúlkum.
Við mat á sönnunargildi fram-
burðar ákærða og stúlknanna
tveggja var litið til þess að bæði
stúlkurnar og ákærði voru
greindarskert og ákærði með
greind á tornæmisstigi.
28. maí 2003: Karlmaður dæmd-
ur í árs fangelsi í Hæstarétti fyr-
ir kynferðisbrot með því að hafa
notfært sér þroskahömlun kon-
unnar til að hafa við hana sam-
ræði sem hún gat ekki spornað
við sökum andlegra annmarka.
Nokkrir dómar
hafa fallið
BJÖRGVIN G.
Sigurðsson við-
skiptaráðherra
hyggst skipa
nefnd sem m.a. á
að endurskoða
lög um fjárfest-
ingar útlendinga
hér á landi en
ráðherrann telur
mikilvægt að þær
verði rýmkaðar,
m.a. komi vel til greina að rýmka
heimildir um fjárfestingar útlend-
inga í sjávarútvegsfyrirtækjum.
Björgvin vill láta vinna málið hratt
og vonast jafnvel til að nýtt frum-
varp verði lagt fyrir vorþingið. For-
maður nefndarinnar verður Jón Þór
Sturluson, aðstoðarmaður ráðherra.
Núgildandi lög um fjárfestingar
útlendinga hér á landi tóku gildi ár-
ið 1991, áður en Ísland varð aðili að
Evrópska efnahagssvæðinu. Varla
þarf að hafa mörg orð um þær
breytingar sem hafa orðið í efna-
hagslífi þjóðarinnar síðan þá og
Björgvin sagði í gær að það væri
„vel tímabært“ að endurskoða lögin,
á það hefðu ýmsir aðilar bent.
Í lögunum eru möguleikar útlend-
inga til fjárfestinga í sjávarútvegi
mjög takmarkaðir og er bein fjár-
festing þeirra með öllu óheimil. Þeir
geta þó fjárfest óbeint í sjávarút-
vegsfyrirtækjum en eignarhlutur
getur aldrei farið upp fyrir 33%.
Heimild útlendinga til að eiga
orkufyrirtæki er mun rýmri og tak-
markast einungis við einstaklinga
eða lögaðila innan Evrópska efna-
hagssvæðisins.
Fiskveiðar eitt, vinnsla annað
Björgvin sagði að vel kæmi til
greina að rýmka reglur um fjárfest-
ingu útlendinga í sjávarútvegi með
einhverjum hætti en hafa yrði í
huga að fiskveiðar væru eitt og
vinnsla annað. Lögin þyrfti að end-
urskoða verulega, jafnvel með það
fyrir augum að draga úr hömlum en
tók fram að hann vildi ekki segja
nefndinni fyrir verkum.
„Ég held að það sé mikilvægt fyr-
ir samfélagið og atvinnulífið að
rýmka um fyrir erlendar fjárfest-
ingar.“ Aðspurður hvort hið sama
gilti um orkugeirann sagði hann svo
vera, en gengið yrði út frá því
grundvallaratriði að auðlindirnar
væru í þjóðareign en ýmsir gætu
haft afnotarétt um lengri eða
skemmri tíma.
Björgvin G.
Sigurðsson
Opnað fyrir er-
lenda fjárfesta í
sjávarútvegi?
Skipar nefnd til að endurskoða reglur
um fjárfestingar útlendinga á Íslandi
ÍSLENSKUR karlmaður lést í Dan-
mörku á sunnudag í bílslysi. Mað-
urinn hét Samúel Jónsson, en hann
var 39 ára gamall þegar hann lést.
Samúel var ógiftur og barnlaus.
Rannsókn lögreglu á slysinu er
ekki lokið og liggur því ekki ná-
kvæmlega fyrir hvað gerðist.
Lést í slysi í
Danmörku
STÓRAUKINN fjöldi félagsmanna í
VR vinnur fjarvinnu frá vinnustað
sínum. Fram kemur í nýrri launa-
könnun félagsins að 34% fé-
lagsmanna segjast vinna fjarvinnu.
Karlar vinna frekar fjarvinnu en
konur, 41% á móti 28%. Um 25 þús-
und félagsmenn eru í VR.
Þúsundir
í fjarvinnu