Morgunblaðið - 12.09.2007, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Rolf Johansen var
kvæntur móðursystur
minni en ég vandist á
að kalla hann frænda.
Ungum fannst mér
mikið til um þennan glaðhlakkalega
og lífsglaða frænda sem ekki átti
neinn sinn líkan meðal vina og
vandamanna fjölskyldunnar. Ann-
ars virtist hann lifa svo hratt og
ákaflega að það féll illa að tempó-
inu í virðulegum fjölskylduboðum.
Það er einkennilega tómt að hugsa
til þess að hann sé farinn yfir móð-
una miklu.
Það sópaði að Rolf og hann var
alls staðar miðpunktur þar sem
hann kom og hann tók af skarið í
hverju málefni sem bar á góma. As-
inn á honum var mikill og marg-
orður var hann svo það var alveg
óþarfi að reyna að komast að.
Það þurfti ekki langar rökræður,
niðurstaðan var skýr og svo brosti
hann sínu breiða brosi og hló eins
og hann ætti allan heiminn. Og því
fór ekki fjarri að svo væri enda vel
kvæntur afburða glæsilegri og
myndarlegi konu sem ól honum fal-
leg, heilbrigð og skemmtileg börn
og fyrirtæki hans báru góðan
ávöxt. Hann greiddi um tíma hæstu
skattana til opinberra þarfa og það
fannst honum fyndið og hann hló
og sagði í blaðaviðtölum að það
væri bara fínt, þetta væri besta
auglýsingin fyrir fyrirtækið sem
hann fengi og hún borgaði sig vel.
En það var önnur hlið á Rolf. Ef
leitað var til hans með vandamál
hlustaði hann vel og sýndi mikinn
Rolf Johansen
✝ Rolf Johansen,f. 10. mars 1933
á Reyðarfirði, lést í
Reykjavík 23. ágúst
2007.
Rolf var jarð-
sunginn frá Hall-
grímskirkju,
fimmtudaginn 30.
ágúst sl.
hæfileika til að setja
sig í spor annarra og
meta aðstæður og
hefur þessi eiginleiki
sjálfsagt átt þátt í
velgengni hans sem
kaupmanns. En þetta
var einnig einkenni
hans sem manneskju.
Mér er nær að halda
að hann hafi ekkert
bágt mátt sjá án þess
að vilja aðstoða eftir
mætti.
Það kemur ef til vill
einhverjum á óvart
þegar sagt er að Rolf hafi hugsað
um hinar stóru spurningar tilver-
unnar og ef til vill var það einkum
seinni árin sem það kom í ljós því
að ekki var hann margorður um
þau mál. Þar hlustaði hann vel og
spurði. Af afspurn vissi ég af áhuga
hans á Strandarkirkju við Selvog
og því bauð ég honum og Stínu
frænku í Maríumessu og menning-
ardagskrá í kirkjunni fyrir tveimur
árum. Hann naut alls er fram fór
og tók virkan þátt og var eins og
þakklátur og feiminn fermingar-
drengur. Þessi litla látlausa kirkja
á eyðisandi við hafið átti griðastað í
hjarta hans og hann skildi og átti
sjálfur þá trú sem hefur haldið
þessari kirkju við gegnum aldirnar.
„Við þurfum að hittast og ræða
þetta,“ sagði Rolf þegar hann hafði
lesið grein eftir mig um Maríu mey
í bókmenntum og listum. Hann
boðaði mig til sín í te við tækifæri,
en úr því varð ekki. Nú er hann far-
inn yfir voginn mikla og á strönd-
inni hinum megin bíður kirkjan
hans með opinn faðminn þar sem
hann fær svar sem gildir. Blessuð
sé minning þessa hressa góða
drengs.
Ég færi Stínu og börnum þeirra
Rolfs og barnabörnum innilegar
samúðarkveðjur mínar, foreldra
minna og systra.
Pétur Pétursson.
Rolf Johansen var einstakur. Ég
minnist hans af mikilli hlýju, virð-
ingu og þakklæti. Hlýju – vegna
þess að af henni hafði hann nóg
sjálfur og hafði lag á að sýna hana
af miklu örlæti. Virðingu – vegna
þess að hana ávann hann sér með
stórhuga ákvörðunum og dugnaði í
viðskiptalífinu. Og síðast en ekki
síst, þakklæti – fyrir að fá að starfa
með honum í nokkur ár, og eiga um
hann svo ríkulegar og fallegar
minningar. Þakklát er ég fyrir
traustið sem hann sýndi mér ávallt
og reynsluna sem hann gaf mér.
Árin sem ég starfaði fyrir hann á
ræðismannsskrifstofu Mexíkó voru
góð ár. Hann gerði allt af svo mikl-
um myndarskap – hann var
„grand“ í hugsun og verki. Skrif-
stofan á Suðurlandsbraut 4 bar því
glöggt vitni. Hann var hugmynda-
ríkur þegar kom að því að efla
tengslin milli Íslands og Mexíkó og
þó langt væri á milli landanna þá
voru margar brýr byggðar á þess-
um árum, hvort sem það tengdist
viðskiptum, sjávarútvegi, kvik-
myndum eða ferðamálum eða í
samskiptum við íbúa frá Mexíkó
hér á landi.
Tvær ferðir fór ég til Mexíkó á
þessum árum, báðar sérlega eft-
irminnilegar. Samskipti okkar við
sendiráð Mexíkó í Ósló voru mikil
og þar naut hann ætíð virðingar og
aðdáunar fyrir frumkvæði sitt og
eftirfylgni.
Eitt af því góða við Rolf var hve
þakklátur hann var þegar honum
fannst eitthvað vel gert og hann
var ákaflega stoltur af sínu starfs-
fólki hjá RJC því hann vissi að það
vann af heilindum og áhuga fyrir
velgengni fyrirtækisins. Það vita
orðið margir hve gott var að leita
til Rolfs og hann var vinur vina
sinna í blíðu og stríðu.
Ég sendi Kristínu og fjölskyld-
unni allri hlýjar hugsanir og inni-
legar samúðarkveðjur. Þau eru
hans ríkidæmi og það vissi hann
vel.
Kæri vinur, takk fyrir allt og
allt.
Hanna Charlotta Jónsdóttir.
✝ Friðbjörn Ingv-ar Björnsson
fæddist í Ytri-
Fagradal á Skarðs-
strönd 14. maí 1921.
Hann lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 22.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Ingibjörg
Haraldsdóttir og
Björn Friðriksson
trésmiður. For-
eldrar Ingibjargar
voru Haraldur
Brynjólfsson, bóndi í Hvalgröfum
á Skarðsströnd, og Septemborg
Loftsdóttir. Foreldrar Björns
voru Friðrik Magnússon, bóndi og
sjómaður frá Skáldsstöðum í
Reykhólahreppi, A-Barðastrand-
arsýslu, og Ingibjörg Björnsdóttir
frá Klúku í Miðdal, Strandasýslu
(við Steingrímsfjörð). Bræður
Ingvars voru Haraldur, f. 1917, d.
1988, Björn, f. 1920, d. 1921,
Ragnar, f. 1923, og Jósep, f. 1927,
d. 1965.
Árið 1943 kvæntist Ingvar Þóru
Helgu Magnúsdóttur, d. 15.11.
1992. Foreldrar hennar voru hjón-
in Magnús Jónsson, d. 1955, og
Þórunn Einars-
dóttir, d. 1967. Ingv-
ar og Þóra eign-
uðust tvö börn,
Agnesi, f. 1944, og
Björn, f. 1946.
Ingvar og Þóra
hófu búskap sinn við
Skúlagötu í Reykja-
vík en fluttu síðar að
Nóatúni 30, þar sem
þau bjuggu alla sína
búskapartíð. Ingvar
starfaði lengst af
sem ökukennari og
sjómaður. Einnig
starfaði hann sem erindreki svo-
nefndrar H-nefndar, sem annaðist
undirbúning umferðarbreyting-
arinnar hér á landi, úr vinstri um-
ferð í hægri. Starfaði hann einnig
í eitt ár eftir breytinguna á vegum
Slysavarnafélags Íslands, sem fal-
ið var að halda áfram því starfi
sem þá tók við.
Útför Ingvars fór fram í kyrr-
þey 3. september.
Æviágripið sem birtist með
minningargeinum um Ingvar í
Morgunblaðinu sunnudaginn 9.
september var ekki alls kostar
rétt. Við birtum það því aftur,
leiðrétt.
Mig langar að skrifa örfá orð í
kveðjuskyni um hann Ingvar föður-
bróður minn. Hann var næstelstur
þeirra fjögurra bræðra sem upp
komust í ranni ömmu minnar og afa,
Ingibjargar Haraldsdóttur og
Björns Friðrikssonar. Þau hófu bú-
skap á Skarðsströndinni þar sem
faðir minn fæddist árið 1917 og Ingv-
ar fjórum árum síðar. Ragnar fædd-
ist 1923 í Mið-Dölum þar sem afi
stjórnaði byggingu kirkjunnar í
Kvennabrekku en árið 1926 fluttu
þau til Reykjavíkur þar sem Jósep
fæddist. Nú er Ragnar einn á lífi.
Árið 1931 gerðist örlagaríkur at-
burður í fjölskyldunni; afi dó úr brá-
ðalungnabólgu sem hann fékk við að
verja trésmíðafyrirtæki sitt í miklu
vatnsveðri. Við það varð faðir minn
að leggja alla drauma um frekara
nám á hilluna og fara að vinna fyrir
fjölskyldunni. Ingvari var hins vegar
komið fyrir hjá vinafólki og bjó hann
ekki með þeim eftir það.
Vinskapur hélst þó alltaf góður
með þeim bræðrum, Ingvari og föð-
ur mínum, og náið samband á milli
fjölskyldnanna eftir að báðir kvænt-
ust og eignuðust börn. Ég á margar
góðar minningar úr fjölskylduboðum
þar sem Ingvar og Dídí mættu með
börnin, þau fjörugustu voru í Efsta-
sundinu þar sem Skúlína ömmusyst-
ir mín og Einar maður hennar áttu
heima í stóru húsi með fjölmennan
hóp barna og barnabarna, að
ógleymdri Septemborg langömmu
sem bjó þar síðustu æviár sín.
Það var sjaldnast langt á milli
þeirra bræðra í Reykjavík og við fór-
um oft í heimsókn til Ingvars og
Dídíar í Nóatúnið. Þau tóku manni
alltaf vel og Ingvar var uppáhalds-
frændi minn með sitt pollrólega fas
og hlýju lund. Einu sinni man ég eft-
ir að verða vitni að því að hann skipti
skapi. Þá fóru þau Dídí að kýta um
eitthvert smáatriði eins og oft gerist
í samskiptum fólks. Skyndilega reis
Ingvar á fætur, hvarf inn í svefnher-
bergi og lokaði á eftir sér. Mér brá
nokkuð, unglingnum, en Dídí róaði
mig og sagði að ég skyldi ekki kippa
mér upp við þetta. Nú myndi hann
leggja sig og þegar hann vaknaði
væri þetta allt gleymt. Hann nennti
bara ekki að vera í vondu skapi og
legði sig frekar. Það væri áreiðan-
lega friðvænlegra í heiminum ef
fleiri temdu sér þessa aðferð frænda
míns við að vinna úr skapsveiflunum.
Eins og faðir minn var Ingvar
lengi til sjós, mótoristi á bátum og
síðar vélstjóri í millilandasiglingum.
Eftir að hann kom í land varð bíllinn
atvinnutæki hans, hann var öku-
kennari um árabil og starfaði hjá
Bifreiðaeftirlitinu, auk þess sem
hann tók þátt í einhverju farsælasta
umferðarátaki sem hér hefur verið
gert, breytingunni yfir í hægri um-
ferð árið 1968. Ekki verður sagt að
þeir bræður hafi átt samleið þar, því
faðir minn tók að vísu bílpróf en hélt
því ekki við og átti aldrei bíl.
Eins og verða vill í lífinu varð
lengra á milli þess að við Ingvar sæj-
umst síðari árin. Alltaf hlýnaði mér
þó um hjartaræturnar þegar ég hitti
hann eða heyrði í honum. Nú þegar
hann kveður vil ég þakka samfylgd-
ina um leið og ég votta Gróu, Öddu,
Bjössa og öðrum ástvinum samúð
mína.
Þröstur Haraldsson.
Ingvar Björnsson
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns
míns, stjúpföður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
SIGURDÓRS HERMUNDARSONAR,
Berjavöllum 2,
áður Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11E á
Landspítalanum við Hringbraut.
Sigrún Helga Ólafsdóttir,
Hlíf S. Arndal, Jón Sigurðsson,
Sigrún Arndal, Sveinn Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐJÓNS BJARNASONAR,
sem lést fimmtudaginn 2. ágúst.
Sigurður Guðjónsson, Gígja Garðarsdóttir,
Vigdís H. Guðjónsdóttir, Kristján Jóhannesson,
Bjarni Guðjónsson, Margrét Grétarsdóttir,
Ástríður L. Guðjónsdóttir, Margeir Þorgeirsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts
okkar ástkæra eiginmanns, föður og sonar,
SIGURÐAR ARNAR HERMANNSSONAR,
Hjallavegi 15a,
Reykjanesbæ.
Fyrir hönd aðstandenda,
Alma Tómasdóttir,
Tómas Örn Sigurðsson,
Hermann Sigurjón Sigurðsson,
Viktor Almar Sigurðsson,
Hermann Sigurðsson og Guðrún Emilsdóttir.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
fráfalls föður okkur, tengdaföður, afa og langafa,
INGVARS BJÖRNSSONAR,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Nóatúni 30.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góða
umönnun.
Björn Ingvarsson, Erla Margrét Sverrisdóttir,
Agnes Ingvarsdóttir, Eiríkur Már Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför
KRISTÍNAR BRYNHILDAR DAVÍÐSDÓTTUR,
Höfðagötu 4,
Stykkishólmi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar Bjarnason.