Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 25
hollráð um heilsuna| lýðheilsustöð
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 25
-hágæðaheimilistæki
Miele ryksugur
á einstöku tilboðsverði
Miele S381 Tango Plus ryksuga
með 1800W mótor
Verð áður kr. 24.600
Tilboð:
Kr. 15.990
Fáanlegir fylgihlutir t.d.:
Hebafilter sem hreinsar loftið af
ofnæmisvaldandi efnum.
Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt.
Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr.
Parketbursti sem skilar parketinu
glansandi.
Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með
stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina.
Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og
í Reykjavík og kynnið ykkur Miele heimilistækin.
AFSLÁTTUR
35%
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Máltækið segir að góð vísasé aldrei of oft kveðin, þaðsama má segja um mik-
ilvægi þess að minna okkur stöðugt
á að huga að öryggi barna í umferð-
inni. Haustið er sá tími þegar bíla-
umferð eykst verulega og þá þarf
að huga sérstaklega að öryggi
barna í umferðinni. Mjög mikilvægt
er að allir í umferðinni gæti fyllstu
varúðar í nágrenni skólanna – sér-
staklega þegar börnin eru að koma
í skólann eða yfirgefa hann. Best er
að börnin gangi í skólann – þau litlu
í fylgd með fullorðnum – allir fá þá
góða daglega hreyfingu auk þess
sem þannig er dregið verulega úr
umferðarþunga, mengun og hrað-
akstri nálægt skólanum.
En þurfi að aka börnunum í skól-
ann þá eru hér nokkur hollráð um
öryggi þeirra.
Þegar barni er ekið til
og frá skóla:
Notum ætíð viðeigandi öryggis-
og verndarbúnað fyrir barnið í
bílnum
Gefum okkur góðan tíma – tíma-
skortur er streituvaldur og getur
aukið líkur á óhöppum eða slys-
um
Virðum ætíð hraðamörkin
Gætum sérstakrar varúðar þegar
ekið er að eða inn á skólalóðina
Veljum öruggan stað til að
hleypa barninu út úr bílnum, t.d.
þar sem ekki þarf að fara yfir
götu
Veljum öruggan stað fyrir barnið
að bíða á þar til það er sótt að
skóladegi loknum
Samkvæmt almennum ráðlegg-
ingum ættu börn að hreyfa sig
rösklega í a.m.k. 60 mínútur dag-
lega. Þar er bent á mikilvægi þess
að börn gangi sem oftast í skólann.
Að sjálfsögðu þarf að fylgja þeim
yngstu þar til þau eru orðin fær um
að komast örugg í skólann. Mjög
mikilvægt er að foreldrar kanni
gönguleiðina í skólann og finni þá
leið sem öruggust er fyrir barnið.
Barninu hjálpað að
ganga öruggt í skólann:
Gefum okkur góðan tíma
Höfum í huga þroska og reynslu
barnsins
Kennum barninu að horfa til
beggja hliða og hlusta eftir bílum
Líka að það þurfi að horfa vel í
kringum sig á meðan að farið er
yfir götuna
Aldrei megi ganga út á götu á
milli kyrrstæðra bíla
Nota alltaf gangbrautir, þar sem
þær eru, sérstaklega þar sem
gangbrautarvarsla er
Þýðingu mikilvægra umferða-
merkja og umferðaljósanna
Stoppa alltaf áður en gengið er
yfir götu; aldrei að hlaupa út á
götuna
Nota alltaf endurskinsmerki á
útifatnað
,,Göngum í skólann
Októbermánuður er alþjóðlegur
„göngum í skólann“-mánuður. Hinn
3. október er hápunktur átaksins og
allir sem geta eru hvattir til að
ganga í skólann þennan dag. Á síð-
asta ári tóku 40 lönd um víða veröld
og milljónir barna þátt í þessu
verkefni. Nú er Ísland orðið með-
limur í verkefninu, og verður það
kynnt nánar innan skamms, en
stefnt er að því að „göngum í skól-
ann“ verði árlegur viðburður á Ís-
landi.
Með verkefninu er m.a. hvatt til
aukinnar hreyfingar og börnin
verða færari í að ganga á öruggan
hátt í skólann – auk þess sem það
dregur úr umferð.
Með ósk um gott og slysalaust
haust.
Morgunblaðið/Ómar
Á leið í skólann Best er að börnin gangi í skólann sé þess kostur og fái þá
góða daglega hreyfingu um leið og dregur úr umferðaþunga við skólann.
Öryggi skóla-
barna í
umferðinni
Rósa Þorsteinsdóttir,
verkefnisstjóri slysavarna, Lýð-
heilsustöð.