Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 6
Í HNOTSKURN »Í dag hefst á Grand hótel norræn,þverfagleg ráðstefna um gigt. Þar verður m.a. rætt um ný lyf sem fram hafa komið á síðustu árum og árangurinn sem þau hafa skilað. Þessi lyf eru búin til með líftækni og eru talsvert dýr. »Í dag flytur Sarah Hewlett, prófessorí hjúkrunarfræði, erindi á málstofu Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði. Fyrirlesturinn nefnist „Hvað eiga sjúk- lingar við þegar þeir segja að þeir séu þreyttir?“ Fyrirlesturinn fer fram í Eir- bergi, Eiríksgötu 34, og hefst kl. 13. FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is „ÞESSI lyf hafa breytt lífi mjög margra,“ sagði Einar S. Ingólfsson, formaður Gigtar- félags Íslands, um þau nýju gigtarlyf sem hafa verið að koma fram á síðustu árum. Framleiðsla lyfjanna byggist á líftækni og þau eru mjög dýr. Þau skila hins vegar ótvírætt mjög góðum árangri. Gigt hefur áhrif á líf mörg þúsund Íslend- inga. Sjúkdómurinn hefur ekki aðeins mikil áhrif á líf sjúklinganna og aðstandenda þeirra, heldur veldur hann heilbrigðiskerfinu og sam- félaginu miklum kostnaði. Lyf sem gefin eru þegar eldri lyf duga ekki Erfiðustu gigtarsjúkdómar eru liðagigtar- sjúkdómar. Oft er um að ræða svokallaða sjálfsofnæmissjúkdóma. Það sem gerist er ekki ólíkt því sem gerist þegar baktería kemst inn í líkamann. Þá ræðst líkaminn á hana og það myndast bólga sem hjaðnar þegar bakt- erían er farin. Gigt sem orsakast af sjálfs- ofnæmi birtist með þeim hætti að líkaminn tekur upp á því að ráðast á eigin liði eða vefi. Þeir bólgna upp og það getur t.d. valdið því að brjósk í liðum eyðist. Þar með er sjúkdómurinn far- inn að valda varanlegum skemmdum á líkamanum. Því fer fjarri að öllum, sem fá gigt, séu gefin þessi nýju lyf. Þegar gigt grein- ist hjá einstaklingi eru hefðbundin gigtarlyf gefin en þegar hins vegar er orð- ið ljóst að þau duga ekki og merki eru komin fram um að gigtin sé farin að skemma liði er gripið til þessara nýju og dýru lyfja. Um er að ræða talsvert mörg lyf og það tekur stundum nokkurn tíma að finna út hvaða lyf hentar hverjum og einum sjúklingi. „Við erum ekki búin að leysa einhverja gigtargátu með þessum nýju lyfjum. Þetta er hins vegar að gera mörgum mjög gott og koma í veg fyrir mjög mikla fötlun. Þetta er þjóðfélagslega afskaplega arðbært. Það getur komið til þess að það þurfi að gera liðskipta- aðgerðir en það kallar á hættu á ígerðum. Fætur sumra geta styst og það verða til alls kyns vandamál með tilheyrandi sjúkrahúsa- vist. Allt kostar þetta þjóðfélagið mikla pen- inga. Þó að þessi lyf séu dýr spara þau sam- félaginu mikla peninga og það sama á að sjálfsögðu við um einstaklingana,“ sagði Ein- ar. „Hefðu þessi lyf verið til þegar ég var að fá gigt byggi ég ekki við þá fötlun sem ég bý við í dag,“ sagði Einar en bera fór á sjúkdómnum þegar hann var 7 ára gamall. Sjúkdómurinn var hins vegar ekki greindur fyrr en hann var 17 ára. Gigtin leiddi til þess að Einar varð að fresta námi um 4 ár og hún hefur haft mikil áhrif á hans daglega líf og vinnu. Líklegt er að þessu nýju lyf hefðu gagnast Einari ef þau hefðu verið til þegar hann greindist með gigt. Þau hefðu þá hugsanlega getað komið í veg fyrir þá fötlun sem hann býr við í dag. Þau gagnast honum hins vegar ekki í dag því að búið er að skipta um báða mjaðmaliði í honum. Það þýðir ekki að gefa lyfin þegar sjúkdómurinn hefur náð að vinna varalegar skemmdir á liðum. Einar sagðist hins vegar þekkja unga menn með gigtarsjúkdóma sem gætu lifað eðlilegu lífi í dag vegna tilkomu þessara nýju lyfja. Þessir menn þyrftu ekki að ganga sömu leið og hann sjálfur og fleiri af hans kynslóð hefðu þurft að ganga. Þessara manna biði allt annað og betra líf. Dýr en góð lyf Þessi nýju lyf eru talsvert dýr. Kostnaður Landspítala við sérhæð lyf til ónæmisbæl- ingar var t.d. 260 milljónir á fyrstu sex mán- uðum síðasta árs. Þetta er 47% aukning miðað við sama tímabil árið á undan. Það eru því horfur á að kostnaður spítalans á þessu ári við þessi lyf verði meira en hálfur milljarður króna. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri fjárreiðna hjá Landspítala, segir óraun- hæft að ætla að kostnaður við þessi nýju dýru lyf hækki í takt við almenn rekstrarútgjöld spítalans. Hækkunin yrði að vera meiri. Lyf sem breyta lífi mjög margra 6 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „HVAR verður afmælið haldið?“ er algeng spurning bekkjarfélaganna þegar til afmælisveislu er boðið. Ástæðan er sú að gríðarlega vinsælt er um þessar mundir að halda af- mælin utan veggja heimilisins. Svo virðist sem ekki sé í tísku að maula skúffuköku í stássstofunni og fara í leiki heima. Margir staðir bjóðast til að halda afmæli, m.a. skyndibita- staðir, keilu- og skautahallir, a.m.k. ein sundlaug og bæði Kringlan og Smáralind. Ástæðan: „Hvað er betra en að halda barnaafmæli úti í bæ, bjóða upp á pitsu og kók og þurfa ekki að taka til heima?“ líkt og einn viðmæl- andi Morgunblaðsins komst að orði. Og flestir tala um að aðsóknin sé það mikil að panta verði með góðum fyrirvara, t.d. er þegar farið að taka við pöntunum fyrir afmæli í desem- ber í Veröldinni okkar í Smáralind. Þar voru á síðasta ári haldin hvorki fleiri né færri en 552 barnaafmæli og í þau mættu 32.795 börn. Flest voru afmælin í október það ár eða 67 talsins. Þá má nefna að milli 20 og 30 afmæli eru haldin í hverri viku í Keiluhöllinni. „Aðsóknin er svo mikil að við náum varla að anna henni,“ segir Hörður Þorbjörnsson, vaktstjóri í Keiluhöllinni. Á sl. tveimur árum hefur m.a. verið bætt við starfsfólki vegna þessa. „Foreldrarnir eru mjög ánægðir, þeir þurfa ekki að gera neitt. Þeir sitja og drekka kaffi á meðan börnin spila og fá svo pitsu.“ Líkt og á öðrum stöðum er mis- jafnt hversu margir afmælisgest- irnir eru en oft eru þeir á bilinu 10- 15 og allt upp í 20. „Ég skil vel, þótt ég sé ekki for- eldri sjálfur, að það sé erfitt að fá tuttugu krakka í sykurvímu inn á heimilið. Betra sé að koma afmælinu eitthvað annað, þótt það kosti kannski aðeins meira.“ Í flestum tilfellum kostar tveggja tíma barnaafmæli með veitingum í kringum 1.200 kr. á mann. Það get- ur því kostað um 20 þúsund að bjóða 15 krökkum í afmælið. En það virð- ist ekki stoppa íslenska foreldra í dag. Í Lágafellslaug í Mosfellsbæ, þar sem byrjað var að halda afmæli sl. vor, kostar afmælið 700 kr. með pitsu, ís og sundspretti. „Reynslan af þessum afmælum hefur verið mjög góð,“ segir Kristín Pedersen, sem sér um afmælin í lauginni. Krakkar á öllum aldri geta haldið þar afmæl- ið sitt. Foreldrar verða að fylgjast með, hvort heldur sem er af bakk- anum eða ofan í lauginni. En af hverju er þetta svona vin- sælt sem raun ber vitni? „Fólk vill bara losna við þetta heiman frá sér, það heyri ég á for- eldrum sem finnst þægilegt að sleppa við umstangið,“ segir Kristín. Hún segir afmæli í lauginni mun betri en þau sem enda fyrir framan vídeó í heimahúsi. Afmæli á ísnum Í Skautahöllinni í Reykjavík hafa barnaafmæli verið haldin í tvö ár við vaxandi vinsældir. Þar fá afmæl- isgestir góða hreyfingu, líkt og í sundlauginni, ekki í vatni reyndar heldur á frosnu vatni og borða svo pitsur af bestu lyst. Bæði í Ævintýralandi Kringl- unnar og Veröldinni okkar í Smára- lind er gríðarlega vinsælt að halda afmæli. Á báðum stöðum er boðið upp á veitingar af veitingastöðum sem eru í verslunarmiðstöðvunum. „Áhuginn skýrist af góðri aðstöðu hérna og því hversu þetta er þægi- legt fyrir foreldra,“ segir Guðbjörg Einarsdóttir, rekstrarstjóri Verald- arinnar okkar. „Afmælið stendur bara yfir í tvo tíma og hér fást allar veitingarnar.“ Aðsóknin sé mjög mikil og nauð- synlegt er að bóka með a.m.k. 2-3 vikna fyrirvara. Hvar verður afmælið haldið? Sleppa við syk- ursjokk en veislan dýrari „MIG langaði að gera eitthvað nýtt á Íslandi fyrir stelpur. Ég á tvær stelpur sjálf og það var alltaf höf- uðverkur hvað ætti að gera á af- mælisdaginn. Þá fór ég að velta fyr- ir mér hvað það væri sem stelpur langaði í og það er einfaldlega þetta; prinsessu-ævintýraheimur.“ Þannig lýsir eigandi Stjörnu- stelpna í Kópavogi, Natalia Vico, því þegar hugmyndin að fyrirtæk- inu fæddist og í nógu hefur verið að snúast síðan. „Í fyrstu vikunni voru pöntuð ellefu afmæli,“ segir Na- talia. „Það er bæði hægt að halda hér afmæli en einnig hægt að skilja dæturnar eftir meðan mamma fer í hárgreiðslu eða að versla. Þær fá þá „dekur“ á meðan. Mig langaði að gera eitthvað sniðugt fyrir stelpur, setja upp stað sem þær hefur alltaf dreymt um, þar sem þær geta farið í búninga, sett upp kórónur og látið sér líða vel,“ segir Natalia. „Svona stelpuheim.“ Þegar boðið er til afmælis í Sjörnustelpum er nóg um að vera. Stelpurnar fara m.a. í litríka bún- inga, hárgreiðslu og förðun. Hægt er að velja úr nokkrum þemum, t.d. prinsessu- eða Hawaii-þema. Tískusýning og förðun „Þegar þær eru búnar að klæða sig í fara þær í förðun, fá glimmer og stjörnur í andlitið og svona,“ segir Natalia. „Einnig geta þær val- ið að verða kisur eða blóm til dæm- is.“ Þá geta stelpurnar haldið tísku- sýningu, farið í Sing Star eða fengið danskennslu. „Svo borða þær í stjörnuherberginu. Þar leggjum við á borð fyrir prinsessur, allt í þema og stíl.“ Afmælisbarnið leysir svo gesti sína út með smáglaðningi í lok veisl- unnar. Herlegheitin kosta 1.390 eða 1.490 á mann, eftir því hvert þemað er. Stjörnustelpur er staður fyrir stelpur á aldrinum 3-11 ára og í flest afmælin mæta 10-12 stelpur en auðveldlega má koma fyrir 20 af- mælisgestum. En vilja allar stelpur verða prins- essur eða stjörnur? „Þær breytast í stjörnur hérna,“ svarar Natalia hlæjandi. Hún segir aðgang stráka auðvitað ekki bannaðan, „en ég held að strákar myndu ekki fíla sig hér, í þessum bleika heimi“. Hún bendir hins vegar á að gangi Stjörnustelpur vel sé hugmyndin að setja upp svipaðan stað fyrir stráka. Morgunblaðið/Golli Prinessur Katarina bauð bestu vinkonunum í sjö ára afmælið sitt í Stjörnustelpum. Þær völdu að vera prinsessur. Stelpur verða prins- essur og stjörnur TENGLAR .............................................. www.stjornustelpur.is  Nýju dýru gigtarlyfin sem tekin hafa verið í notkun á síðustu árum hafa skipt sköpum í lífi margra  Fólk sem áður leið þjáningar og átti á hættu að verða fatlað getur nú átt kost á að lifað eðlilegu lífi Einar S. Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.