Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 22

Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TÍÐINDALAUST Á AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM? Í bókinni Tíðindalaust á Vesturvíg-stöðvunum eftir Erich MariaRemarque er lýst hörmungum fyrri heimsstyrjaldar þegar barist var í skotgröfum og blóði heillar kynslóðar var úthellt í tilgangslausum orrustum á vígvöllum Evrópu. Á meðan blóðið flaut í stríðum straumum breyttist víg- staðan hins vegar ekki neitt. Í frétt- unum heimafyrir var tíðindalaust á vígstöðvunum. Í gær og fyrradag kynntu David Petraeus, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, og Ryan C. Cocker, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, skýrslur sínar um ástandið í Írak fyrir þingnefndum í Washington. Petraeus sagði að náðst hefði mæl- anlegur hernaðarlegur árangur eftir að fjölgað var í herliði Bandaríkja- manna í Írak. Hann gat ekki gefið meiri fyrirheit um fækkun í herliðinu en að í júlí á næsta ári yrðu jafnmargir bandarískir hermenn í Írak og voru þar þegar George W. Bush Banda- ríkjaforseti ákvað að fjölga þeim í jan- úar. Crocker gat fátt sagt, sem gaf til- efni til þess að í nánd væri sátt um að leysa úr pólitískum ágreiningi í Írak með lýðræðislegum hætti í stað ofbeld- is. Þessir tveir menn sjá ekki fyrir sér hvenær að því komi að kalla allt banda- rískt herlið brott frá Írak. Eins og seg- ir í fréttaskýringu Ásgeirs Sverrisson- ar í Morgunblaðinu í dag eru skýrslur þeirra „fallnar til að tryggja að meg- inlínur stefnu Bush í málefnum Íraks haldist óbreyttar út embættistíð hans og auka þannig líkur á að hann geti kvatt Hvíta húsið án þess að um hann verði sagt að hann hafi neyðst til að láta í minni pokann fyrir andstæðing- um sínum“. Bandaríkjamenn eru óánægðir með stöðuna í Írak, en þeir eru líka orðnir óánægðir með það að þinginu skuli ekki hafa tekist að knýja forsetann til að kalla herinn heim. Það er því alls ekki hægt að slá því föstu að óbreytt staða í Írak verði demókrötum til póli- tísks framdráttar í kosningunum á næsta ári. Fyrir skömmu notaði Bush samlík- ingu við Víetnam þegar hann færði rök að því að Bandaríkin yrðu að standa við skuldbindingar sínar í Írak. Í yf- irheyrslunum í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar var Víetnam nefnt í öðru samhengi. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata 2004, sem gegndi herþjónustu í Víetnam og mótmælti stríðinu þegar hann sneri heim, sagði við Petraeus að hershöfð- ingi hefði ekki gegnt svo stóru hlut- verki í umræðum frá því að William C. Westmoreland bar vitni fyrir Banda- ríkjaþingi fyrir 40 árum. Í apríl 1967 sagði hann fyrir þingi að árangur væri að nást í Víetnamstríðinu. „Mörg þúsund nafnanna, sem skráð eru á Víetnam-minnisvarðann, bætt- ust við eftir þann vitnisburð, eftir að ljóst mátti vera að aðferðirnar myndu ekki virka,“ sagði Kerry. „Við megum ekki endurtaka mistök fortíðarinnar.“ Er verið að endurtaka mistök fortíð- arinnar í Írak? Auðvitað er erfitt að segja til um það hvernig meta beri ástandið í Írak. Á fréttavef dagblaðs- ins The New York Times í gær er grein þar sem rætt er við nokkra Íraka, sem nánast allir vilja að Bandaríkjamenn láti sig hverfa allir sem einn, en bæta síðan við að eins og ástandið sé nú yrði brotthvarf þeirra aðeins ávísun á frek- ari blóðsúthellingar. Viðmælendur blaðsins sjá fyrir sér að Bandaríkjaher þurfi að vera nokkur ár til viðbótar í Írak. Endurspegla þessar raddir vilja almennings í landinu? Það er ómögu- legt að segja. Sums staðar í Írak hafa Bandaríkjamenn náð árangri, annars staðar gengur ekkert. Þegar Bandaríkjamenn ráku Íraka frá Kúveit í forsetatíð Bush eldra kom til umræðu hvort reka ætti flóttann alla leið til Bagdad. Colin Powell, sem þá var yfirmaður bandaríska herafl- ans, var á móti því og sagði að sá sem skapaði vandann ætti hann. Powell var utanríkisráðherra þegar ráðist var inn í Írak í mars 2003 og þá var varkárni hans ofurliði borin. Stjórn Bush skap- aði vandann en að líkindum kemur í hlut næstu stjórnar að leysa hann. Ástæðulaust er að rekja þau mistök, sem Bandaríkjamenn hafa gert í Írak og leitt hafa til glundroða og flótta tveggja millj. manna. Hversu áreiðan- legt er mat stjórnarinnar nú á því hvað beri að gera? Samkvæmt fréttum gær- dagsins er tíðindalaust á austurvíg- stöðvunum. Vígstaðan er óbreytt, en blóðið heldur áfram að renna. HEILBRIGÐISMÁL Í AFRÍKU Tveir gestir frá Afríku eru staddirhér á landi þessa dagana, Jonah Kitheka, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Provide International, sem rekur meðal annars fimm heilsugæslu- stöðvar í fátækrahverfum Nairobi í Kenýa, og Ayalew Abai, aðalfulltrúi UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Nígeríu. Samtök Kitheka reka gríðarlega mikilvæga starfsemi við hörmulegar aðstæður þar sem skortur á hlutum, sem taldir eru sjálfsagðir í heilsugæslu á Íslandi, getur kostað mannslíf. Hópur íslenskra lækna-, hjúkrunarfræði- og tannlæknanema hefur undanfarin tvö ár farið til Kenýa til hjálparstarfs á vegum samtakanna og haldið því síðan áfram þegar heim er komið með því að safna fé í Kenýa-verkefnið. Nú er verið að safna fyrir sjúkrabíl. UNICEF hefur á undanförnum ár- um orðið verulega ágengt í baráttunni gegn mænusótt og hefur tilfellum fækkað um 80% á þessu ári frá í fyrra. Ayalew Abai segir hins vegar að enn sé veikina að finna í öllum héruðum Níg- eríu, auk þess sem veiran sé enn fyrir hendi á Indlandi og í Afganistan og Pakistan. Markmiðið sé að útrýma mænuveiki líkt og tókst að útrýma bólusótt. Nú þurfi átak til að koma í veg fyrir að veikin nái að breiðast út á ný. Þessir tveir menn eru að berjast fyr- ir verðugum málstað og Íslendingar geta auðveldlega lagt sitt af mörkum til að hjálpa þeim og samtökum þeirra að ná árangri. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Andra Karl andri@mbl.is D JÚPBORANIR á Ís- landi fara af stað fyr- ir alvöru á næsta ári. Fyrirhugað er að bora fyrstu holuna á háhitasvæðinu við Kröflu, líklega í byrjun ágúst, og í kjölfarið verður borað á Hengilssvæðinu og á Reykjanesi. Miklar vonir eru bundnar við verkefnið, sem aukið getur nýtingu háhitasvæða umtals- vert auk þess að „vera leynivopn þegar [íslensku orkufyrirtækin] lenda í samkeppni á erlendri grundu um leyfi til að vinna orku“, að því er iðnaðarráðherra telur. Þrátt fyrir að mikil vinna hafi þegar verið lögð í verkefnið á und- anförnum árum er enn langur veg- ur framundan. Á það lögðu for- svarsmenn Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja mikla áherslu í gær þegar verkefnið var kynnt fjöl- miðlum. Ásamt orkufyrirtækjunum þremur standa að verkefninu Orku- stofnun, af hálfu ríkisins, og álfyr- irtækið Alcoa, sem nýverið bættist í hóp þeirra sem fjármagna rann- sóknarþátt verkefnisins. Einnig koma við sögu minni fjármögnunar- aðilar, s.s. ICDP (e. International continental scientific drilling pro- gram), og bandaríski vísindasjóð- urinn NSF (e. National science fo- undation) auk þess sem Evrópusambandið veitti styrk til þróunar og smíði borholu- mælitækja. Fimm til tíu sinnum meira afl Eins og fram kom í Morgunblaðinu 1. september sl. verður fyrsta holan boruð á háhitasvæðinu við Kröflu í byrjun ágúst á næsta ári. Lands- virkjun sem sér um framkvæmdina er um þessar mundir að ljúka við gerð samnings við Jarðboranir hf. um borunina, auk þess sem efni til framkvæmdarinnar hefur verið pantað. Í öllum þremur tilvikum mun fyrst verða borað niður á 3,5-4 km dýpi, og í kjölfarið hefst samstarf allra fyrirtækjanna. Það felst m.a. í dýpkun holnanna niður á 4,5-5 km dýpi, kjarnatöku á bergi, prófunum á borholuvökva og eftir atvikum byggingu tilraunaorkuvera. „Að- alspurning eigenda er hvort þessar holur geti gefið fimm til tíu sinnum meira afl en venjulegar tveggja kílómetra djúpar háhitaholur,“ seg- ir Guðmundur Ómar Friðleifsson, formaður djúprýnihópsins. Borun holnanna veldur lítilli röskun á umhverfinu þar sem djúpu holurnar verða boraðar niður úr virkjuðum háhitasvæðum. Sama verður vísast upp á teningnum verði fleiri djúpar holur boraðar. Tveggja kílómetra djúpar há- hitaholur geta gefið 4-7 MW en vonast er til að djúpu holurnar gefi allt að 40-50 MW rafafl hver. Í stuttu máli má segja að verk- efnið gangi út á að finna jarðhita í rótum háhitakerfa, flytja hann upp á yfirborð og vinna úr honum orku. Jarðhitinn er í sérstöku ástandi, yf- irmarksástandi – 550° heitur og undir gífurlegum þrýstingi – þann- ig að ef vel tekst til ætti að vera hægt að ná fyrrgreindum árangri, en rannsóknir á árangri borhol- unnar við Kröflu geta jafnvel staðið til ársins 2015. „Unnið er eftir ákveðnum for- sendum, en eftir er að sanna hvort þetta gengur eftir. Ekki er endilega víst að fyrsta holan gefi þetta mikið afl, eða önnur holan. Það byggist á því að við fáum vökva, eða gufu, inn í holuna. Ef við fáum þurra holu er ekkert úr henni að hafa. Þetta er því gríðarlegt áhættufjármagn sem sett er í verkefnið, og rétt að fólk átti sig á því,“ segir Guðmundur sem er hins vegar afar bjartsýnn á að niðurstöðurnar verði jákvæðar. 3,5 milljarðar á 3-4 árum Kostnaður við hverja holu sem orkufyrirtækin láta bora er áætl- aður á bilinu 700-1.000 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við framhaldsrannsókn Kröfluhol- unnar einnar, sem öll fyrirtækin taka þátt í að greiða, er svo um einn milljarður króna til viðbótar. Í heild er því áætlað að verja um 3,5 millj- örðum króna á næstu 3-4 árum í djúpborunarverkefnið. Þó svo að kostnaðurinn s eru allir sammála um að ha þess virði, og þrátt fyrir að urnar verði boraðar þurrar rúm til annarra aðgerða. „Menn ætla ekkert að ta þessu. Þeir hafa sitthvað í p horninu og geta snúið dæm Ef holurnar verða boraðar er hægt að gera líkt og í Ka Bandaríkjunum og víðar, a Mikið fjármag ætla ekki að ta Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem taka þátt í djúpborunar- verkefninu (IDDP) kynntu í gær stöðu og næstu skref verkefn- isins, ásamt iðnaðar- ráðherra sem er bjart- sýnn á framhaldið Djúpborun kynnt Á fundinum voru m.a. Össur Skarphéðinsson i HS, Richard Lamas, Hjörleifur Kvaran aðstoðarforstjóri OR, Gu              Í HNOTSKURN »Fyrsta djúpa holan verð-ur boruð við Kröflu í ágúst á næsta ári. Í kjölfarið verður borað á Heng- ilssvæðinu og á Reykjanesi. »Fjöldi innlendra og er-lendra jarðhitasérfræð- inga og jarðvísindamanna tekur þátt í rannsóknunum. »Þrátt fyrir að miklar von-ir séu bundnar við verk- efnið er varað við of mikilli bjartsýni, enda margir óvissuþættir, og mörg ár í að árangur komi í ljós.  Djúpboranir hefjast fyrir alvöru á næsta ári  Mikið ÁLRISINN Alcoa, móðurf laga sem tekur þátt í fjárm efnisins og var fulltrúi þei al þess sem hann var spurð að tryggja sér orku á Íslan efni hér á landi. Fulltrúinn, Richard Lem snerist verkefnið aðallega irtækinu á Íslandi en einni sérstaklega í fjármögnun álver hér á landi. Þetta er sem gæti styrkt stöðu okk ar.“ Alcoa leggur fram þrj Í tilkynningu frá félagin ilvægt skref fyrir hagnýta aðilar um djúpboranir á Ís kvæmni þess að vinna ork að bora niður á mun meiri Þá er haft eftir Bernt R að verið sé að bora fyrir fr að auka nýtingu jarðhita t Nýtist Al

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.