Morgunblaðið - 12.09.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.09.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 37 KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Sam- bíóin Álfabakka og Keflavík Ólétt (Knocked Up)  Leikstjórn og handrit: Judd Apatow. Aðal- hlutverk: Katherine Heigl, Seth Rogen, Paul Rudd, Leslie Mann, Jonah Hill. ÞAR til gamanmyndin The 40 Ye- ar Old Virgin kom út fyrir tveim- ur árum og skaut Steve Carell upp á stjörnuhimininn hafði ferill bandaríska leikstjórans og hand- ritahöfundarins Judd Apatow ein- kennst af athyglisverðri sjón- varpsþáttagerð sem þó hlaut aldrei náð fyrir augum áhorfenda. Þar er átt bæði við þættina Freaks and Geeks og Undeclared, en framleiðslu beggja var hætt í miðju kafi. Þeir sem þekkja til þessara þátta munu hins vegar kannast við ansi mörg andlit í nýj- ustu mynd Apatows, Ólétt (Knoc- ked Up), en ljóst er að leikstjórinn heldur tryggð við sitt fólk. Seth Rogen sem hér er í aðalhlutverki fór til að mynda með stórt hlut- verk í báðum þáttaröðunum og óhætt er að segja að hann standi sig með prýði sem Ben Stone, en eins og nafnið gefur til kynna á persóna þessi sér einkum eitt áhugamál, en það er að vera skakkur. Líf Bens er í hægagangi, það skortir stefnu og áhorfendum verður ljóst að þótt hann eldist neitar hann staðfastlega að vaxa úr grasi, en þetta þema hefur ver- ið mjög algengt síðustu ár í bandarískum kvikmyndum. Ör- lagaríka nótt á skemmtistað kynn- ist hann þokkadísinni Alison (Kat- herine Heigl) sem er að halda upp á stöðuhækkun í flottu vinnunni sinni, og í hálfgerðu ölæði sefur hún hjá kauða. Eftirstöðvarnar láta ekki standa á sér. Apatow tæklar hér athyglisverðan og óplægðan akur í rómantísku gam- anmyndahefðinni og nær oft og tíðum að snúa skemmtilega út úr þeim væntingum sem til slíkra mynda eru gerðar. Mörg sam- ræðuatriðin eru vel sett saman og leikarar standa sig allir með prýði. Húmorinn felst í því hversu ólík þau Ben og Alison eru (hann er feitur slúbbert, hún gyðja) en það reynist þó ekki nægilegur drif- kraftur fyrir myndina í heild, sem er alltof löng. Ýmis hliðarspor eru tekin (t.d. sem lúta að fjölskyldu Alisons) sem reynast misheppnuð og nokkuð fer að bera á end- urtekningum þegar líður á mynd- ina. En einkum og sér í lagi spillir dulin bandarísk siðvendni og gam- aldags viðhorf til samþættingar barneigna og starfsframa fyrir verki sem að nafninu til á að vera hreinskilið og ögrandi en reynist þegar öllu er á botninn hvolft vera jafn gamaldags og bandarísk epla- baka. Heiða Jóhannsdóttir Ólétt og leikandi Barnalegur Seth Rogen stendur sig vel í hlutverki Ben Stone en eins og nafnið gefur til kynna á persóna þessi sér einkum eitt áhugamál, en það er að vera skakkur. LÍK Í ÓSKILUM Fös 14/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 Sun 23/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Sun 16/9 kl. 20 upps. Fim 20/9 kl. 20 Fös 21/9 kl. 20 upps. Lau 29/9 kl. 20 upps. SÖNGLEIKURINN ÁST Lau 15/9 kl. 20 Þri 18/9 kl. 14 upps. Mið 19/9 kl. 14 Fim 20/9 kl. 14 BELGÍSKA KONGÓ Í kvöld kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 KILLER JOE Fim 13/9 kl. 20 Fim 20/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 HAUSTSÝNING Íd Sun 16/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 POUL KREBS Tónleikar fim 13/9 kl. 21 Miðaverð 3.200 HÖRÐUR TORFA Tónleikar fös 14/9 kl. 19:30 og 22:00 Miðasala 568 8000 - borgarleikhus.is Norrænarsagnir FIMMTUDAGINN 13. SEPTEMBER KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Esa Heikkilä Einsöngvari ::: Ágúst Ólafsson Kór ::: Selkórinn Kórstjóri ::: Jón Karl Einarsson Rued Langgaard ::: Sinfónía nr. 5 Carl Nielsen ::: Sögudraumur Jón Þórarinsson ::: Völuspá Jean Sibelius ::: Tapiola 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is Strandgata 50, Hafnarfjörður Pantanasími 555 2222 og á www.midi.is Barnasýning ársins 2007 16. sept. sun. kl. 14 23. sept. sun. kl. 14 Aðeins örfáar sýningar! MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Óvitar! Fjörleg fjölskyldusýning. Forsala hafin! Kortasala í fullum gangi! Frums. lau 15/9 kl. 20 UPPSELT 2. kortas sun 16/9 kl. 20 UPPSELT 3. kortas. fim 20/9 kl. 20 örfá sæti laus 4. kortas. fös 21/9 kl. 20 UPPSELT 5. kortas. lau 22/9 kl. 20 UPPSELT 6. kortas. fim 27/9 kl. 20 örfá sæti laus 7. kortas. fös 28/9 kl. 20 örfá sæti laus 8. kortas. lau 29/9 kl. 20 UPPSELT 9. kortas. fim 4/10 kl. 20 UPPSELT 10. kortas. fös 5/10 kl. 20 örfá sæti laus 11. kortas. lau 6/10 kl. 20 örfá sæti laus Næstu sýningar: 12/10, 19/10, 20/10, 26/10, 27/10                                        !                      "#        $ % &'                                              $'                         ! "#   ! $      ! "                  ( )$             (                        *           ! !   $   %      +   ,       $     -    .(     /00 1233(     +#   +#         $   42(  ( 0-3341-33       +#  ' 5   6 7   484' 4( 9 PLATA rokksveitarinnar Mínus, The Great Northern Whalekill, mun koma út í Evrópu í febrúar á næsta ári. Einnig standa yfir samningavið- ræður um útgáfu í Bandaríkjunum en að sögn Krumma, söngv- ara sveitarinnar, er engin dagsetn- ing komin á út- gáfu í Vest- urheimi. „En hún kemur út þar í ná- inni framtíð,“ full- yrðir söngvarinn um plötuna – sem var einmitt tekin í Bandaríkjunum og er því í vissum skilningi að koma heim, en hér heima kom hún út seint í maí síðastliðnum. Norrænt hvaladráp gefið út ytra Útrás Mínus mun herja á Evrópu. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.