Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÝTT 1.100 m2
fjós fyrir 123 kýr
ásamt aðstöðu
fyrir uppeldi
kálfa og fleira
verður byggt á
Refsstöðum í
Hálsasveit í
Borgarfirði.
Áætluð ársfram-
leiðsla búsins er
750 þúsund lítrar af mjólk á ári.
Fjósið verður búið tveimur mjalta-
þjónum og fullkomnum búnaði til
fóðurgjafar auk annarrar tækni.
Stefnt er að því að fjósið verði tilbú-
ið snemma á næsta ári.
Það er Jón Kjartansson, bóndi á
Haukagili í Hvítársíðu, áður bóndi á
Stóra-Kroppi, sem lætur reisa fjós-
ið. Jarðirnar Haukagil og Refsstaðir
liggja gegnt hvor annarri og skiptir
Hvítá löndum þeirra. Jón á báðar
jarðirnar sem samtals eru um 1.200
hektarar að stærð og rækt-
unarmöguleikar miklir að hans
sögn.
„Ég er kominn af bændum og hef
haft áhuga á búskap alla mína ævi,“
sagði Jón. „Í raun og veru ætlaði ég
að gera þetta á Stóra-Kroppi sem
nú er að verða að veruleika. En
vegna aðstæðna sem sköpuðust á
þeim tíma hættum við við að byggja
fjós þar. Ég eignaðist þessar tvær
jarðir, Refsstaði og Haukagil, og
ákvað að láta drauminn rætast.“
Jón telur að það sé neytendum og
bændum fyrir bestu að hafa ein-
ingar í landbúnaði stórar. „Ég tel að
við bændur verðum að vera mjög
vel vakandi gagnvart neytendum og
líka gagnvart innflutningi. Mér
finnst liggja í augum uppi að það
verði meira frelsi í innflutningi á
landbúnaðarvörum. Við verðum að
bregðast við því með einingum sem
eru hagkvæmar með tilliti til kostn-
aðar.“
Jón bendir á að fyrir liggi rann-
sóknir sem sýni að íslensk kúamjólk
sé hollari en sú sem er framleidd í
nágrannalöndunum. Honum þykir
augljóst að útflutningur muni
aukast hvort sem er á skyri, ostum
eða öðrum mjólkurafurðum. „Úrval
mjólkurvara á Íslandi er með því
besta sem gerist í þessum heims-
hluta. Að teknu tilliti til þeirra að-
stæðna sem ríkja hér, hreins vatns
og lofts og góðs umhverfis, þá eig-
um við að geta keppt við hvern sem
er. Auðvitað verða stjórnvöld líka að
koma til móts við okkur. Það er
ljóst að við getum ekki búið við
óstöðugt gengi eða óhagstætt vaxta-
umhverfi.“
Jón sagði bændur einnig þurfa að
knýja fram verðlækkun á aðföng-
um. Flutningskostnaður hingað til
lands væri mjög hár og það birtist
m.a. í háu verði á áburði og fóðri.
Þannig þurfi að huga að ýmsum
þáttum til að íslenskur landbúnaður
verði samkeppnishæfari í útflutn-
ingi.
Fyrirtæki sem
framleiðir mjólk
„Við erum með öflugan landbún-
aðarháskóla og ég stefni að því að
ráða búfræðing mér til aðstoðar í
rekstri búsins,“ sagði Jón. „Ég tel
að búrekstur þurfi að vera miklu
akademískari en verið hefur. Það
þarf að hugsa um fóðurfræðina,
ræktunina og að reka þetta eins og
hvert annað fyrirtæki þar sem er
framkvæmdastjóri sem fer í saum-
ana á öllum þáttum varðandi rekst-
ur búsins. Ég lít á þetta eins og iðn-
fyrirtæki sem framleiðir mjólk.
Áherslan verður á mjólkurfram-
leiðslu og að nytin verði sem hæst.
Við ætlum ekki að vera í kjötfram-
leiðslu, heldur einbeita okkur að
mjólkinni og gera vel það sem við
gerum.“
Þá hyggst Jón ráða verktaka til
að sjá um alla jarðvinnslu, heyskap
og annað viðvíkjandi fóðuröflun.
Hann telur það bæta tækjanýtingu
og vera hagkvæmt fyrir búið.
Kúabúið á Refsstöðum verður ekki
stærsta kúabú landsins en í hópi
þeirra stærstu. Jón útilokar ekki að
stækkunarmöguleikar séu fyrir
hendi. Gert er ráð fyrir 3-4 föstum
starfsmönnum auk verktaka við
jarðvinnslu og fóðuröflun.
Jón sagði að það væri mjög mikill
vandi að vera góður kúabóndi.
„Kýrnar eru þakklátar skepnur ef
vel er um þær hugsað. Ég tel að það
séu allar aðstæður á Íslandi til að
geta rekið svona stórt bú.“
Risafjós á Refsstöðum
Teikning/Lárus Pétursson
Risafjós Húsið er stálgrindahús með legubásum fyrir 123 kýr, tveimur mjaltaþjónum, tveimur fóðurkerfum og sjálfvirkri loftræstingu.
Jón Kjartansson
Í fjósinu verða 123
kýr og öll nýjasta
tækni notuð
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
BJARNI Ármannsson, fyrrverandi forstjóri
Glitnis banka, verður stjórnarformaður
Reykjavík Energy Invest (REI), fjárfesting-
arfélags á sviði jarðvarmaverkefna sem
Orkuveita Reykjavíkur stofnaði nýlega. Þá
verður Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR
frá stofnun, forstjóri hins nýja félags en
hann er nú í leyfi frá störfum sínum hjá
Orkuveitunni.
Stefnt er að því að REI verði leiðandi á
heimsvísu í fjárfestingum í jarðvarmavirkj-
unum. Til þess þarf að sækja meira fé og er
markmiðið að eigið fé félagsins verði 50
milljarðar króna en að sögn Bjarna er það
nú um þrír milljarðar og þar af hefur hann
lagt félaginu til hálfan milljarð króna. Á
blaðamannafundi í gær kom fram að stefnt
er á að nýtt hlutafé í félaginu verði gefið út
og að Orkuveita Reykjavíkur verði kjölfestu-
fjárfestir í því með um 40% hlutafjár. Það
hlutafé verður þó ekki allt í reiðufé, heldur
mun Orkuveitan leggja REI til hlutafé í
formi dótturfélaga, sem renna inn í hið nýja
félag, þekkingar og reiðufjár svo eitthvað sé
nefnt. Að sögn Bjarna Ármannssonar er
stefnt að því að afla meira fjár hjá inn-
lendum og erlendum fjárfestum og segir
hann það ákjósanlegt að viðkomandi geti
einnig lagt félaginu til þekkingu og tengsl
sem geta nýst við verðmætasköpun í félag-
inu. Spurður hvort hann hafi einhverja sér-
staka fjárfesta í huga segist hann ekki telja
tímabært að nefna nein nöfn að svo stöddu.
„Það hafa fjölmargir haft samband við Orku-
veituna að undanförnu og lýst áhuga sínum á
að fjárfesta í jarðvarmaverkefnum,“ segir
Bjarni.
Samningur undirritaður í dag
Þegar í dag verður undirrituð viljayfirlýs-
ing um samstarf REI og stærsta orkufyr-
irtækis Indónesíu í tilefni af heimsókn orku-
málaráðherra landsins hingað til lands. Hann
mun koma beint hingað af fundi Samtaka ol-
íuframleiðsluríkja (OPEC) sem fram fór í
gær. Bjarni segir það til marks um að
stjórnmálamenn og forvígismenn orkufram-
leiðslu víða um heim séu búnir að gera sér
grein fyrir því að breytinga er þörf í lofts-
lagsmálum og jafnvel farnir að þreifa sig
áfram. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að
aðstæður þannig að þetta geti blómstrað.“
Íslenskir fjárfestar hafa að undanförnu
lagt mikið fé í verkefni tengd jarðvarma. Að-
spurður segist Bjarni þó ekki óttast að fjár-
festarnir muni flækjast hver fyrir öðrum.
„Íslendingar hafa mikið fram að færa og
það er mikilvægt að allir vinni saman og nýti
þá sérþekkingu sem hér er. Ekki bara til
fjárfestingar, heldur einnig til frekari
menntunar fyrir t.d. þróunarlönd og svæði
sem þurfa mikið á svona þekkingu að halda.
Kakan vex mjög hratt og ég held að sam-
keppnin verði frekar við aðra orkugjafa en
innan þessa þrönga sviðs.“
Á vefsíðu hins nýja fyrirtækis má sjá að
aðeins 0,1% þeirrar orku sem nýtt er í heim-
inum í dag er unnið úr jarðvarma. Talið er
að miðað við núverandi þekkingu sé hægt að
fimmtánfalda þá tölu og því ljóst að mikil
tækifæri eru fyrir hendi.
jarðvarmi og nýting hans munu leika stórt
hlutverk í þessum málum á næstu árum og
áratugum,“ segir hann.
Aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið
að festa svo mikið fé í Reykjavík Energy In-
vest segist Bjarni líta á fjárfestingu í jarð-
varma sem mjög skynsamlega, vistvæna og
ekki síður arðvænlega. „Það hafa verið lagðir
miklir peningar í rannsóknir á nýjum orku-
gjöfum sem geta leyst af hólmi þá sem drifu
hagvaxtaraukningu 20. aldarinnar. Verkefni
21. aldarinnar verður að ná jafnvægi á þessu
sviði.
Ísland hefur mikla sérstöðu þegar kemur
að nýtingu jarðvarma og síðan bætist við að
jarðvarmi er mjög hagkvæmur orkugjafi og
keppir að fullu við aðra orkugjafa, sem sést
best hér á landi. Í þessu felast mikil tæki-
færi. Það hafa aðrar þjóðir séð og sótt þekk-
ingu hingað og það er okkar að búa til réttar
Morgunblaðið/Frikki
Jarðvarmi Bjarni Ármannsson, t.v., og Guðmundur Þóroddsson, forsvarsmenn REI.
Stefnt að því að safna
50 milljörðum í eigið fé
Bjarni Ármannsson verður stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest
Á 20 ára afmæli Háskólans á Akureyri und-
irrituðu forstöðumaður Háskólaseturs Vest-
fjarða, Peter Weiss, og rektor Háskólans á
Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, á þeim
tímamótum viljayfirlýsingu þar sem Há-
skólinn á Akureyri lýsir því yfir að skólinn
taki að sér að hýsa nýja námsleið Há-
skólaseturs Vestfjarða í haf- og strand-
svæðastjórnun.
Í þessu felst að nemendur í haf- og
strandsvæðastjórnun við Háskólasetur
Vestfjarða verða formlega innritaðir í Há-
skólann á Akureyri og útskrifast með
gráðu þaðan en námið fer að öllu leyti
fram við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði
og verður að öllu leyti í umsjón þess. Há-
skólinn á Akureyri tryggir gæðaeftirlit
með námsleiðinni og viðurkennir námið
sem fullgilt meistaranám.
Samkvæmt lögum þurfa þeir sem bjóða
upp á háskólanám að fara í gegnum ákveð-
ið viðurkenningarferli til að tryggja að
gráður sem veittar eru í íslenskum háskól-
um standist alþjóðasamanburð.
Námsleiðin í haf- og strandsvæðastjórnun
hefur verið þróuð hjá Háskólasetrinu und-
anfarna mánuði. Um er að ræða alþjóðlegt,
þverfaglegt 120 ECTS-nám á meistarastigi,
kennt í þriggja vikna lotum til að geta lað-
að að gestakennara, þegar þess er þörf.
Stefnt er að því að byrja haustið 2008
með 15 námsmönnum. Námið er ekki sjáv-
arútvegsfræði í þröngri merkingu, heldur
gengur það út á stjórnun haf- og strand-
svæða út frá víðu sjónarhorni. Fleiri náms-
leiðir byggðar á þessu mynstri eru í und-
irbúningi.
Í frétt um undirritunina segir að vilja-
yfirlýsingin færi Háskólasetur Vestfjarða
töluvert nær því markmiði sínu að verða
Háskóli hafsins.
Háskólasetur
Vestfjarða og
HA í samvinnu
REGNBOGABÖRN, fjöldasamtök gegn ein-
elti, ætla nú á haustdögum að gefa öllum
börnum sem eru að hefja nám í grunnskóla
litabókina um Ýmu tröllastelpu. Um er að
ræða nýja og endurbætta útgáfu en litabókin
hefur þótt prýðisgott fræðsluverkefni um
einelti fyrir yngstu börnin.
Það er Prentmet sem gefur bókina til
styrktar Regnbogabörnum og eru kennslu-
leiðbeiningar fyrir kennara með.
Regnbogabörn ætla að fylgja verkinu úr
hlaði með því að heimsækja skólana, afhenda
bókina í nafni samtakanna og vekja um leið
athygli á málefnum sem snerta einelti.
Litabók Regnboga-
barna í grunnskóla
♦♦♦