Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 15
ÚR VERINU
Allt til rafsuðu
Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur
Tæki, vír og fylgihluti
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
V
IÐ vorum að koma úr fyrsta túr eft-
ir sumarstoppið. Það var rólegt,
óttalegt náskrap. Við vorum austur
í Berufjarðarál, en fórum líka vest-
ur undir Höfða. Við höldum okkur
mest á þessu svæði. Förum ekki mjög víða. Það
var oft gott við Höfðann, en heldur hefur dregið
úr því undanfarin ár. Það hafa ekki verið þessi
skot, sem komu áður. Auk þess eru þessi fáu
skot sem koma inni á þremur mílunum. Þangað
megum við ekki fara,“ segir Sigurður Ólafsson,
skipstjóri á Sigurði Ólafssyni SF.
Verið tók á Sigurði hús á Hornafirði í haust til
að fræðast um gang mála.
Báturinn heitir í höfuðið á langafa Sigurðar,
Sigurði Ólafssyni, sem var „mikill sjósóknari og
sjóhundur,“ eins og Sigurður segir. Útgerð-
arfélagið ber einnig sama nafn. Þessi útgerð er
ein fárra á Hornafirði, sem gera út stóran bát
og eru í einkaeign. Auk þess gerir félagið út
einn sómabát á handfæri. Sigurður Ólafsson er
hefðbundinn 124 tonna vertíðarbátur af gömlu
gerðinni. Þessi gerð af bátum er reyndar að
verða sjaldséð í höfnum landsins. Hann er smíð-
aður í marz 1960 í Noregi. Það er búið að breyta
honum talsvert mikið gegn um tíðina, þó tölu-
vert sé enn eftir af gamla stálinu. Honum var
breytt töluvert mikið 1987 í Þýzkalandi. Þá var
hann lengdur um fjóra metra og yfirbyggður.
Brúin var hækkuð og sitthvað fleira. Í fyrra var
skipt um aðalvél og ljósavél, alla vega í annað
sinn.
Þorskanet, humar og fiskitroll
En hvernig er útgerðinni háttað?
„Við erum á netum á veturna, síðan humri frá
vori og fram á sumar. Loks höfum við und-
anfarin ár verið á fiskitrolli á haustin. Við höfum
líka verið á netunum á haustin og svo bara látið
kylfu ráða þar kasti. En undafarin fjögur ár höf-
um við verið á fiskitrollinu. Þetta fer bara eftir
því hvað við teljum henta hverju sinni. Hum-
arvertíðin í sumar var mjög góð. Veiðin mjög
góð og humarinn jafnstór og góður. Þetta er
með betri vertíðum, eldri menn segja að þetta
hafi verið með betri veiði sem sézt hefur.
Skýringin hlýtur að vera breytt árferði í sjón-
um. Það hefur verið gott fyrir humarinn. Sjór-
inn verið hlýr og gott árferði. Svo hefur átroðsl-
an á þessum miðum hérna minnkað líka. Það
hjálpar líka til. Bátarnir eru orðnir mun færri
en áður. Við byrjum reyndar miklu fyrr á humr-
inum síðustu árin en áður. Þá var nánast aldrei
byrjað fyrr en um 20. maí. Nú erum við að byrja
um miðjan apríl. Undanfarin ár höfum við byrj-
að á humrinum, þegar við höfum verið skikkaðir
í hrygningarstoppið á netunum. Veiði hefur ver-
ið mjög góð strax í upphafi.
Menn byrjuðu svona miklu seinna áður vegna
þess, að þá voru menn mun lengur á netunum. Í
annan stað var verið að bíða eftir vinnuaflinu úr
skólunum. Þá var stólað á skólakrakkana í hum-
arvinnslunni og ég man eftir því, þegar ég var í
humri. Þá var bara byrjað, þegar krakkarnir
voru búnir í prófum. Nú eru krakkarnir í skóla
fram í júní og vertíðin farin að færast meira
fram. Það voru líka einhverjar reglur á hverju
ári um það hvenær mátti byrja. Þá voru allir
bátar í startholunum á miðnætti. Þá var bara
kapphlaup um að kasta fyrstur, þegar ég var að
byrja á humrinum 1987 eða 1988. Þá mátti byrja
á miðnætti 20. maí.“
Þú er af ætt þekktra sjósóknara, einn Tobbal-
inganna svokölluðu og Óli Björn pabbi þinn
skipstjóri. Byrjaðir þú snemma á sjó?
„Ég byrjaði á sjó sem unglingur og hef verið
við sjóinn síðan að fráskildum tímanum í Stýri-
mannaskólanum, en þar byrjaði ég 18 ára. Ég
hef svo verið stýrimaður og skipstjóri síðan ég
kom úr skólanum. Ég fór nokkra túra í afleys-
ingum með pabba til að byrjað með en svo fór
ég með Ödda föðurbróður á Andeyna 1989, þeg-
ar hún var keypt hingað. Þá hringdi hann í mig
og sagði mér að vera tilbúinn eftir korter því ég
væri að fara út á frystitogara. Þar var ég meira
og minna með smáútúrdúrum og skóla þangað
til Andey var seld 1996 til Súðavíkur. Þá var ég
orðinn stýrimaður þar.
Þá fór ég yfir á Húnaröstina til Hákons
Magnússonar og var þar á nót á síld og loðnu til
2000. Loks fór ég yfir á Sigurð Ólafsson, en var
sáralítið búinn að vera þar áður. Pabbi var þá
með hann og ég fór fljótlega að leysa af á humr-
inum. Svo fór hann að minnka við sig og nú er
ég með bátinn mest allt árið. Ég tek hann
kannski um borð í svona einn til tvo mánuði á
netunum. Þá þarf að fjölga um einn mann og þá
er gott að nota reynsluna hans.“
Hvernig er kvótastaðan hjá fyrirtækinu?
„Kvótastaðan er í sjálfu sér ágæt. Við erum með
í kringum 750 tonn í þorskígildum talið. Við
fáum náttúrlega talsverðan skell núna út af
skerðingunni á þorskkvótanum. Við förum úr
um það bil 450 tonnum af þorski niður í rúm 300
tonn. Það munar um minna. Við höfum sæmi-
legar heimildir í humri, sem jukust smávegis
núna. Það dregur aðeins úr högginu. Ég ætla
ekki að dæma um það hvort þörf hafi verið á því
að minnka kvótann svona mikið. Við ætlum okk-
ur bara að lifa þetta af.
Tekjurnar koma mest úr bolfiskinum. Hum-
arvertíðin hefur í raun verið að gefa minna og
minna af sér undanfarin ár. Það er af sem áður
var, þegar humarvertíðin var gullnáma. Það er
ekki í dag. Þorskveiðin í netin á veturna gefur
bezt af sér. Fiskitrollið á haustin er líka vana-
lega fremur rólegt en þó eru oft mjög gott verð
á fiskmörkuðunum þá og við erum þá ekki síður
að sækja aukategundirnar. Við sjáum því fram á
verulegan samdrátt í tekjum. Það verður bara
að skýrast þegar árið rennur hvernig við bregð-
umst við þessum niðurskurði. Ég held við ger-
um ekki neinar sérstakar ráðstafanir. Við bara
byrjum og svo sjáum við til hvernig þetta
þróast. Þótt þetta sé högg fyrir okkur eins og
aðra, held ég að við stöndum sæmilega að vígi.
Þetta mun vonandi ekki ríða þessari útgerð að
fullu. Hún er gömul og gróin og hefur barizt í
þessu lengi. Við stöndum þetta því af okkur, en
það er skilyrði að við fáum að vinna óáreittir eft-
ir þessu kerfi og leikreglum verði ekki alltaf
breytt í hálfleik.“
Ekki bent á neitt betra
„Kvótakerfið hefur bæði galla og kosti. Mér
hefur enn ekki verið bent á neitt betra og þess
vegna er ég sáttur. Ég veit ekki hvað mönnum
gengur til þegar þeir eru að úthrópa kerfið og
kalla nánast alla svindlara. Það eru greinilega
einhverjir sem sjá allt svart við þetta kerfi, en
þegar á allt er litið þá held ég að þeir séu telj-
andi á fingrum annarrar eða beggja handa, sem
hafa hæst um galla kvótakerfisins. Þetta eru
alltaf sömu mennirnir sem eru gapandi og þeir
eru ekkert mjög margir. Ég hef grun um að
þeir séu fleiri sem eru sáttir við kvótakerfið inn-
an geirans en ósáttir. Mér finnst það. Svo er
gerð einhver almenn skoðanakönnum með út-
hringingum frá Gallup og spurt einhverra leið-
andi spurninga. Þannig geta menn fengið út þau
svör hjá almenningi, sem þeir biðja um eða bíða
eftir.
Ég veit ekki hvort ég hef verið svona rosalega
heppinn með vinnuveitendur í gegnum árin, eða
það grænn að ég sjái ekkert í kringum mig. Ég
hef ekki orðið var við þetta svindl. Ég þekki
ekki neitt af því.“
Hvernig ráðstafið þið aflanum?
„Við leggjum mest upp hjá Bestfiski. Við
leggjum vetraraflann þar upp til söltunar og
megninu af humrinum líka, en hann er fluttur
heill út til Spánar. Fiskinum á sumrin og á
haustin höfum við svo landað á fiskmarkað.
Humarinn kemur nánast allur heill í land. Við
höfum komið með svolítið slitið í land fyrir
heimamarkað. Það hefur reyndar aukizt hjá
okkur því eftirspurnin er mikil hjá veitingahús-
unum. Það er hægt að fá humar á langflestum
betri veitingahúsum í dag og sum þeirra sér-
hæfa sig í humri. Eftirspurnin innan lands er
því orðin mikil. Það er bara slitinn humar, sem
fer á veitingahúsin. Þeir þurfa ekkert að sjá
framan í humarinn hérna áður en þeir borða
hann, þótt þeir vilji það úti.“
Hafa verið að kaupa kvóta
Hafið þið verið að kaupa eða leigja aflaheim-
ildir?
„Við höfum ekki leigt til okkar aflaheimildir í
nokkur ár. Okkar heimildir hafa dugað ágæt-
lega með góðu sumarfríi. Við höfum hins vegar
verið að kaupa heimildir í rólegheitum und-
anfarin ár. Það væri orðið lítið eftir, eftir allar
skerðingarnar og takmarkanirnar, ef við hefð-
um ekki bætt við okkur í gegnum tíðina. Það er
ótvíræður kostur við kerfið að menn geti keypt
heimildir og menn geti hagrætt og sérhæft sig í
ákveðnum veiðum eða veiðiskap. Og geti gert
áætlanir fram í tímann. Það hlýtur að vera
grundvöllurinn fyrir rekstri á svona fyrirtæki.
Menn verða að sjá lengra en bara fram á
morgundaginn. Menn verða að hafa vissu fyrir
því að kerfinu verði ekki breytt í nánustu fram-
tíð því með kvótakaupum eru menn að leggja út
í mjög miklar fjárfestingar. Svo þegar kemur
svona skerðing eins og núna geta menn setið
uppi með meiri skuldir en minni heimildir. Þá
verða menn að hafa vissu fyrir því að þeir njóti
þess þegar betur árar og aukið verði við kvót-
ann, að aukningin verði ekki öll sett í einhverja
aðstoð hingað og þangað um landið. Menn sitja
eftir með þær skuldir, sem til var stofnað og
þurfa að halda áfram að greiða af þeim þó svo að
tonnin sem keypt voru, nýtist ekki vegna skerð-
ingarinnar,“ segir Sigurður Ólafsson.
Það háir útgerð Sigurðar Ólafssonar nokkuð, að báturinn er of langur til að fá að fara
upp að þremur mílum með troll. Um það gildir sú reglugerð að bátar undir 29 metrum
mega fara nær landi, hinir ekki, þótt togkraftur þeirra sé mun minni en hinna. Skipstjór-
inn Sigurður Ólafsson er ekki par ánægður með þetta.
„Þessar arfavitlausu reglur sem gilda um lengd skipa í dag, krefjast þess að við séum
úti á fjórum mílum vegna þess að báturinn er 31 metri að lengd. Á sama tíma mega full-
búnir „reglugerðartogarar“ með margfaldan togkraft og afkastagetu á við okkur vera
uppi á þremur mílum. Báturinn er langur og mjór og það er í raun og veru verið að
hegna okkur fyrir þetta gamla byggingarlag. Við erum með 691 í aflavísi, meðan þessir
togarar eru með 1.600 og upp í 2.400 í aflvísi og þeir eru að fara mílunni grynnra en við.
Við erum það afllitlir að við ráðum ekki við að vera með annað í rassgatinu en fótreip-
istroll og erum úr leik ef eitthvað kaldar meðan hitt eru fullbúnir togarar með allar
græjur. Þessar reglur eru gersamlega út úr kortinu og þær eru að setja þessa gömlu
báta alveg til hliðar. Til dæmis á tímabilinu fyrsta maí til fyrsta október erum við reknir
út á sex mílurnar hér út af Hornafirði, meðan reglugerðartogararnir komast allir upp á
þrjár mílur. Það er eins og þessir bátar hafi gleymzt, þegar þessar reglur voru settar,
því það er út í hött að við séum eitthvað hættulegri lífríkinu uppi á þremur mílum en
þessir hrikalega afkastamiklu togarar. Þeir eru að hópast inn í flotann núna. Nýsmíðar
fyrir Vestmannaeyinga eru komnar og hingað eru að koma tveir bátar á næsta ári. Okk-
ur er haldið úti vegna lengdarinnar. Þeir fá að vera inni vegna þess að þeir eru styttri
en engu að síður miklu öflugri togskip.“
Arfavitlausar reglur
Við ætlum okkur að lifa þetta af
Sigurður Ólafsson SF er einn
fárra hinna hefðbundnu ver-
tíðarbáta, sem enn er gerður
út. Hjörtur Gíslason brá sér
til Hornafjarðar og ræddi við
skipstjórann Sigurð Ólafsson.
Morgunblaðið/Hjörtur
Sjósókn Þeir eru nafnar, skipstjórinn og báturinn. Sigurður Ólafsson er búinn að vera með
Sigurð Ólafsson SF í nokkur ár, en báturinn heitir eftir langafa hans.
hjgi@mbl.is