Morgunblaðið - 12.09.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.09.2007, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Hairspray Forsýning kl. 8 MasterCard 2 fyrir 1 Veðramót kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára Knocked Up kl. 5 - 8 - 10:40 B.i. 14 ára Knocked Up kl. 5 - 8 - 10:40 LÚXUS Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 - 6 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára Rush Hour 3 kl. 10:30 B.i. 12 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 6 The Simpsons m/ísl. tali kl. 4 - 6 Knocked Up kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Hairspray kl. 8 MasterCard 2 fyrir 1 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 5:45 The Bourne Ultimatum kl. 10:20 Síðasta sýn. B.i. 14 ára – Sími 564 0000 –Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 Evening kl. 5:30 - 8 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 The Simpsons m/ensku tali kl. 8 - 10 Dramatísk ástarsaga í anda Notebook frá höfundi The Hours með úrvali stórleikara Hennar mesta leyndarmál var hennar mesta náðargáfa. Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! CHRIS TUCKER JACKIE CHAN MATT DAMON ER JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE Sýnd með íslensku og ensku tali eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 54.000 G ESTIR Sicko ísl. texti kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára Shortbus ísl. texti kl. 10:30 B.i. 18 ára íslenskur te xti íslenskur te xti VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA SÝNDAR ÁFRAM Í NOKKRA DAGA Í REGNBOGANUM SICKO DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS SHORTBUS BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? eeee JIS, FILM.IS Sagan sem mátti ekki segja. eeee “SVONA MYND HEFUR EKKI VERIÐ GERÐ ÁÐUR. HÚN ER ALVÖRU, EINLÆG VEL TÍMASETT, FRÁBÆR. NAUÐSYN.” - E.E., DV eeee „VEÐRAMÓT RAÐAR SÉR UMSVIFALAUST Í ÞRÖNGAN HÓP BESTU MYNDA OKKAR STUTTU KVIKMYNDASÖGU.“ - S.V., MBL eeee „ÞETTA ER MYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ! BESTA ÍSLENSKA MYNDIN SÍÐAN MEÐ ALLT Á HREINU“ - S.G., RÁS 2 eeee “VEÐRAMÓT ER HUG- RÖKK ÁDEILA SÖGÐ MEÐ HLÝJU OG HÚMOR SEM HREYFIR VIÐ ÁHOFENDUM FRÁ FYRSTU STUNDU.” - R.H., FBL MasterCard korthafar fá 2 fyrir 1 FORSÝN ING “ÖLLUM ÍSLEND- INGUM ER HOLLT AÐ SJÁ ÞESSA MYND, EKKI SÍST FYRIR BOÐSKAP- INN SEM HÚN HEFUR FRAM AÐ FÆRA.“ - T.S.K., BLAÐIÐ Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is „MIG hefur alltaf langað til skrifa, alveg frá því ég var krakki, það tók mig bara svolítinn tíma að byrja á því,“ segir rithöfundurinn Yasmin Crowther sem er stödd á hér á landi vegna Bókmenntahátíðar í Reykja- vík. Hennar fyrsta skáldsaga, Saffr- aneldhúsið, kom út í íslenskri þýð- ingu Elísar Bjargar Þorsteinsdóttur á þessu ári hjá JPV forlagi. Skrif og daglegt amstur Fyrir fjórum árum ákvað hún að sækja rithöfundanámskeið hjá hin- um þekkta breska rithöfundi Hanif Kureishi. „Þá fór ég að skrifa fyrir alvöru og það má segja að upp úr því hafi Saffraneldhúsið sprottið.“ Í námskeiðinu hjá Kureishi segist hún fyrst og fremst hafa lært kúnst- ina við að gefa sér tíma í að skrifa. „Ef þig langar til að skrifa þá kostar visst átak að sameina skrifin erli dagsins og að gefa þeim tíma innan um daglegt amstur. Þá er það spurning um að koma þeim inn í ákveðna rútínu og vana og týna til ýmsa hluti úr umhverfinu sem nota má í skrifin. Það á heldur ekki að skipta máli hvar þú ert eða hvaða tími dags er þegar þú sest niður til að skrifa.“ Leitin að upprunanum Skáldsagan Saffraneldhúsið ger- ist í Bretlandi og segir frá Maryam, íranskri konu sem flyst ung að árum til Bretlands og giftist þar breskum manni. Sagan er að miklu leyti sögð af dóttur hennar Söru sem reynir að komast að ýmsu um fortíð móður sinnar. Crowther er sjálf hálfírönsk að uppruna og hafa margir viljað meina að hún hafi byggt söguna á eigin reynslu og móður sinnar sem, eins og Maryam í bókinni, fluttist ung til Bretlands og giftist þar Breta. „Ég ólst upp hjá íranskri móður minni og enskum föður mínum og þar af leiðandi ólst ég upp í veröld tveggja mjög ólíkra menningar- heima. Sem krakki gerði ég þó ekki greinarmun á milli þeirra en fyrir mér var þetta einn og sami heim- urinn. En þegar maður eldist þá fer maður að sjá hlutina í öðru ljósi og að sama skapi eykst löngunin til að vita hvaðan þú kemur og úr hvers konar heimi foreldrar þínir koma. Saffraneldhúsið er á vissan hátt sprottið af þeirri löngun. Hún bygg- ist á vissum raunverulegum hlutum úr mínu lífi en hún er engu að síður að mestum hluta skáldsaga. Fólk hefur oft komið upp að mér og spurt hvort bókin fjalli um mig og móður mína og ég svara alltaf að svo sé ekki. Það eru viss atriði í bókinni sem mætti heimfæra á okkur en í að- alatriðum er hún skáldskapur.“ Menningin skilgreinir ekki manneskjuna Crowther segir að bókin fjalli að mestum hluta um leit Maryam að sjálfsskilningi og skoði þannig að hvaða leyti menning og hefðir hafa haft áhrif á mótun hennar sem manneskju. „Hugmyndin er byggð á mörgum ólíkum þáttum en ég myndi ekki segja að hún væri byggð á minni æsku. Hún er miklu fremur byggð á ferðum mínum til Íran á síð- ari árum og á samræðum mínum við íranskar konur á mínum aldri,“ segir Crowther og heldur áfram: „Þegar bókin kom fyrst út var Ír- an mikið í umræðunni og margir veltu fyrir sér hvort að Maryam væri mótuð af írönskum siðum og venjum og að hegðun hennar mætti útskýra í því ljósi. Ég hef reynt að tala gegn því. Maryam er aug- ljóslega frá Íran og írönskum menn- ingarheimi en ég lít samt ekki þann- ig á að landið skilgreini hana sem manneskju. Það er miklu fremur að reynsla hennar og tengsl hennar við annað fólk segi til um hver hún raun- verulega er.“ Um þessar mundir vinnur Crowt- her að sinni annarri skáldsögu. Það sem mótar manneskjuna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Crowther Í bók sinni skoðar Yasmin Crowther hin flóknu tengsl menningar og hefða við manneskjuna. ÍSLAND í brennidepli er nýr flokkur á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík þar sem sýndar verða íslenskar mynd- ir. Áður hefur verið greint frá því að Sigur Rósar-myndin Heima og Embla Hrafns Gunnlaugssonar verða á hátíðinni auk Sófakynslóð- arinnar og Önnu eftir Helenu Jónsdóttur. En nú hafa eftirtaldar fjórar myndir bæst í hópinn: Steypa er heimildarmynd eftir Markús Þór Andrésson og Ragn- heiði Gestsdóttur þar sem sjö listamönnum er fylgt eftir um tveggja ára skeið. Þau eru öll að koma undir sig fótunum heima og erlendis og tengjast hvert öðru á ýmsan hátt. Myndin gefur innsýn í vinnuferli og viðhorf þessarar kynslóðar, sýnir hvernig hug- myndir fæðast og eru útfærðar í listaverk. Óbeisluð fegurð fjallar um óvenjulega fegurðarsamkeppni sem fram fór í samkomuhúsi í Hnífsdal og vakti nokkra athygli. Reglurnar voru einfaldar: Kepp- endur þurftu að vera minnst 20 ára gamlir, máttu ekki hafa farið í lýtaaðgerð, þeir þurftu ekki að léttast né bæta á sig til að vera með; eina skilyrðið var að vera venjulegur. Vandræðamaður er önnur mynd norska leikstjórans Jens Liens, en hún er framleidd af Ingvari Þórð- arsyni og Júlíusi Kemp meðal ann- arra. Hún segir af Andreas sem rankar við sér í ókunnugri borg þar sem tilgerðarbros, vinnu- þrælkun og grámygla ráða ríkjum. Andreas getur ekki hugsað sér að aðlagast umhverfinu og reynir allt til að brjótast í gegnum eintóna yfirborðið. Kvikmyndin dregur Fjórtán íslenskar myndir á RIFF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.