Morgunblaðið - 12.09.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 39
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
Miðasala á
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
www.haskolabio.is Sími - 530 1919
Hairspray MasterCard 2 fyrir 1 Forsýnd kl. 8
Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20
Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6
Surf’s Up m/ensku tali kl. 8 - 10
Astrópía kl. 6 - 8 - 10:10
The Bourne Ultimatum kl. 5:30 - 10:30 B.i. 14 ára
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUN-
MORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE
eeee
- JIS, FILM.IS
eee
- FBL
eee
- DV
- BLAÐIÐ
ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST
Þrjár vikur
á toppnum í USA
BÝR RAÐMORÐINGI
Í ÞÍNU HVERFI?
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 14 ára
www.laugarasbio.is
MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
Ef þér
þykja mörgæsir
krúttlegar og
sætar... þá þekkir
þú ekki Cody!
Sýnd kl. 5:45 og 10:20 B.i. 14 ára
eeee
JIS, FILM.IS
Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 14 ára
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sagan sem
mátti ekki
segja.
eeee
„VONANDI EIGA SEM FLESTIR EFTIR
AÐ NJÓTA FRÁBÆRRAR MYNDAR OG
ÚRVALS AFÞREYINGAR.“
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
„EDDAN HEFUR FUNDIÐ
ARINHILLURNAR SÍNAR Í ÁR.“
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
MISSIÐ
EKKI AF
ÞESSARI!
MASTERCARD KORTHAFAR FÁ 2 FYRIR 1
FORSÝN ING
Forsýnd kl. 8 MasterCard 2 fyrir 1
MASTERCARD
KORTHAFAR
FÁ 2 FYRIR 1
FORSÝN ING
eeee
“ÉG ÆTLA EKKI AÐ FULLYRÐA AÐ VEÐRAMÓT
SÉ BESTA ÍSLENSKA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ,
EN ÉG MAN SAMT EKKI EFTIR AÐ HAFA SÉÐ
EINHVERJA SEM VAR BETRI.”
- B.B., PANAMA.IS
Tónlistarkonunni Amy Wine-house skaut hratt upp ástjörnuhimininn ekki alls
fyrir löngu, hún virðist nú vera á
hraðri niðurleið, alla leið undir
græna torfu.
Winehouse vakti fyrst athygli í
tónlistarheiminum árið 2003 þegar
fyrsta breiðskífa hennar, Frank,
kom út. Sú plata var undir djass-
áhrifum og fékk góðar viðtökur,
var m.a. tilnefnd til Mercury-
verðlaunanna og tvennra Brit-
verðlauna.
Winehouse fór strax að vekja at-
hygli fyrir hegðun sína og þá sér-
staklega í Bretlandi en þegar önnur
plata hennar, Back To Black, kom
út í fyrra varð hún þekktari víðar
um veröld og athygli slúðurpress-
unnar jókst í kjölfarið.
Winehouse lifir hinum einasanna rokk- og ról-lífsstíl og
mætti segja hana kvenkyns Pete
Doherty, söngvara Babyshambles
og unnusta Kate Moss, sem er orð-
inn þekktari fyrir lifnaðarhætti sína
en tónlist.
Fréttir af Winehouse, sem er ekki
nema 23 ára, fjalla orðið lítið um
tónlistarferil hennar en þeim mun
meira um einkalíf. Hún er gift
Blake Fielder-Civil og hefur sam-
band þeirra oftar en einu sinni kom-
ist í blöðin enda þykir það með ein-
dæmum stormasamt, til dæmis
lentu þau í blóðugum slagsmálum
nýlega vegna fíkniefna.
Útlit Winehouse er eitt af því sem
hefur líka hlotið mikla umfjöllun.
Um tíma veltu slúðurmiðlar því
mikið fyrir sér hvort hún væri hald-
in lystarstoli, svo grindhorað er
greyið, hún sést varla öðruvísi en
með svartar þykkar línur í kringum
augun og hárið túberað í sátu á koll-
inum, auk þess sem tattú skreyta
skrokk hennar.
Winehouse er ekki ein um þaðað lifa eftir rokk- og ról-
formúlunni. Að undanförnu hefur
þótt töff meðal stjarnanna að vera
druslulegar og útúrdrukknar eða
dópaðar og helst með lystarstol.
Ekki veit ég hvort stjörnurnar eru
eitthvað meira dópaðar en áður
fyrr, líklega ekki, eða hvort það er í
tísku að opinbera fíkn sína fyrir
fjölmiðlum í dag, a.m.k. er þessi lífs-
stíll meira áberandi en áður. Wine-
house, Lily Allen, Pete Doherty og
Kate Moss eru helstu fulltrúar Bret-
lands í þessum druslu-dóp-flokki
fræga fólksins.
Svo ekki séu upptaldar allar
Hollywood-stjörnurnar í yngri
kantinu sem hafa farið eða eru í
meðferð þótt ekki sé hægt að bera
þær saman við bresku rokkarana.
Sem betur fer er þessi hópur lítið
brot af kvikmyndaleikurum og tón-
listarmönnum heimsins en þeim
mun meira áberandi.
Af hverju er allt í einu orðið töff
að dópa, drekka og druslast? Er
þetta bara lífsstíll sem er í tísku í
augnablikinu eins og glamúrinn var
allsráðandi einu sinni eða er þetta
leið sem unga liðið hefur fundið til
að viðhalda athygli fjölmiðla á sér?
Þeim nægir ekki hefðbundin athygli
vegna vinnu sinnar heldur vilja hafa
myndavélarnar á sér allan sólar-
hringinn. Eða eru það fjölmiðlarnir
sem eru að koma þessum stjörnum í
gröfina, er það álagið og athyglin
frá þeim sem þær kikna undan?
Þótt Winehouse sé hálfgert fyr-irbæri nú um stundir gæti
framtíðin orðið hennar. Vinir og
ættingjar hafa reynt að koma henni
og eiginmanninum í meðferð hvað
eftir annað og virðist hún vera að
sættast við það, þótt hún syngi í lagi
sínu „Rehab“ um að hún vilji ekki
láta þurrka sig upp. Búið er að
fresta öllum fyrirhuguðum tón-
leikum hennar a.m.k. eitthvað fram
á næsta ár til að hún fái tækifæri til
að berjast í friði við fíkniefnadjöf-
ulinn. Winehouse kom samt á óvart
nú í byrjun september þegar hún
tróð upp á Mercury-verðlaunahátíð-
inni og þótti gera það með eindæm-
um vel, svo kannski er von til að hún
lendi á tveimur fótum en ekki undir
grænni torfu.
Að dópa, drekka og druslast
»Winehouse lifir hin-um eina sanna rokk-
og ról-lífsstíl og mætti
segja hana kvenkyns
Pete Doherty.
Reuters
Amy Winehouse Hefur fengið frí frá tónleikahaldi fram til ársins 2008.
ingveldur@mbl.is
AF LISTUM
Ingveldur Geirsdóttir
upp ýkta og ógnvekjandi mynd af
samfélagi þar sem mannlegt eðli
hefur vikið endanlega fyrir tóma-
rúmi neyslumenningar.
Síðasti veturinn er íslensk með-
framleiðsla í leikstjórn eins áhuga-
verðasta hryllingsleikstjóra sam-
tímans, Larrys Fessendens.
Myndin er að mestu leyti tekin
hér á landi og stærstur hluti tö-
kuliðsins er íslenskur. Í myndinni
er sagt frá ótta sem grípur um sig
á olíuborstöð í Norður-Alaska þeg-
ar einn úr hópnum finnst látinn.
Þá verða átta íslenskar stutt-
myndir á hátíðinni. Þar er nýjasta
viðbótin Hundur, melankólísk og
gráglettin saga um dauða hunds
og viðbrögð fólks við honum. Þetta
er tvívíð teiknimynd þar sem
stuðst er við blandaða tækni.
Myndin var hluti af útskrift-
arverkefni leikstjórans Hermanns
Karlssonar í mastersnámi í hreyfi-
myndagerð við Edinburgh College
of Art.
Morgunblaðið/Eyþór
Grímur Bræðrabylta Gríms Hákon-
arsonar verður sýnd á hátíðinni.