Morgunblaðið - 12.09.2007, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka,
SVAVA HÖSKULDSDÓTTIR BLADES,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 9. september.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gísli Höskuldsson, Kristfríður Björnsdóttir,
Guðrún Kristinsdóttir, Guðmundur Kristjánsson
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNA S. FRIÐRIKSSON,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
30. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 14. september kl. 13.00.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir, Gunnar Magnússon,
Huld Hilmarsdóttir Göethe,
Sigurður Hreinn Hilmarsson, Þorbjörg Ásmundsdóttir,
Björgvin Hrafn Hilmarsson, May,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langa-
langamma,
GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Firði í Múlasveit,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
8. september.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn
13. september kl.13.00.
Börnin.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓN LAXDAL,
fyrrum bóndi,
Nesi í Höfðahverfi,
verður jarðsunginn frá Laufáskirkju laugardaginn
15. september kl. 14.00.
Snjólaug Aradóttir,
Sæunn Laxdal,
Grímur Laxdal, Halldóra Stefánsdóttir,
Ari Laxdal, Sigurlaug Sigurðardóttir,
Helgi Laxdal, Katrín H. Árnadóttir,
Pálmi Laxdal, Sólveig Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁSGEIR SIGURÐSSON
skipstjóri,
Neshaga 4,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
10. september. Útför hans verður frá Neskirkju
þriðjudaginn 18. september.
Kristbjörg Sigvaldadóttir,
Sigvaldi Ásgeirsson, Anibal Ravelo,
Halldór Ásgeirsson,
Margrét Ásgeirsdóttir,
Sigurður Gunnar Ásgeirsson,
Ingunn Rut Sigurðardóttir,
Rakel Rut Sigurðardóttir.
✝
Móðir okkar,
ÞÓRUNN ANDRÉSDÓTTIR,
Stóra – Ási,
Hálsasveit,
andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
mánudaginn 10. september.
Andrés Magnússon,
Kolbeinn Magnússon,
Jón Magnússon,
Halla Magnúsdóttir.
✝
Ástkær eignmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og sonur,
ÁSGEIR ELÍASSON,
Langholtsvegi 1,
varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn
9. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Soffía Guðmundsdóttir,
Þorvaldur Ásgeirsson, Eva Hrönn Jónsdóttir,
Guðmundur Ægir Ásgeirsson,
Tanja Ösp, Ísak Snær, Óðinn Breki,
Ragnheiður Erlendsdóttir, Björn Haraldsson
og fjölskyldur.
✝ Erla Þorsteins-dóttir fæddist á
Bergþórugötu 41
hinn 11. júlí 1927.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ hinn 6.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Hermannsdótt-
ir frá Fremstu-
húsum í Dýrafirði,
f. 23. janúar 1891,
d. 4. febrúar 1972,
og Þorsteinn
Ágústsson frá Torfufelli í Eyja-
firði, húsgagnasmiður í Reykja-
vík, f. 8. október 1874, d. 24.
júní 1938. Systkini Erlu eru:
Torfi, f. 18. júlí 1915, d. 27.
mars 1975, Guðrún, f. 14. júní
1917, d. 12. mars 1998, Áslaug,
f. 12. febrúar 1919, d. 28. nóv-
ember1995, Hermann, f. 7. októ-
ber 1921 og Ágúst, f. 18. októ-
ber 1925, d. 11. október 2004.
Hinn 25. maí giftist Erla í kap-
ellu Háskóla Íslands Ólafi Egg-
ertssyni, f. 6. maí 1925, d. 23.
nóvember 2005. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún Ástdís, f. 13.
febrúar 1947. Maki I Magnús
Guðmundsson þau skildu. Börn
þeirra eru: Rut, f. 22.4. 1966,
Eggert látinn, Ragnhildur látin
og Kristjana, f. 5.11. 1975,
Ragnhildur Unnur, f. 6.4. 1949
maki Björgvin J. Jóhannson þau
skildu, börn þeirra: Þorsteinn, f.
18.1. 1968, Jóhann Freyr, f. 7.2.
1973, Erla, f. 5.3. 1977 og Björg-
vin Þór, f. 19.2.
1983. Maki II Þor-
steinn B. Gíslason.
2) Erla Þórunn, f.
17.10. 1950. Maki
Kári Knútsson,
börn þeirra eru
Katarína, f. 9.7.
1989 og Knútur, f.
3.3. 1991. Synir frá
fyrra hjónabandi
eru Ólafur Örn, f.
2.9. 1966, Vilhjálm-
ur, f. 29.11. 1972,
og Óskar, f. 16.1.
1978. 3) Eggert, f.
9.5. 1954. Maki Hólmfríður Sig-
urðardóttir. Börn þeirra eru
Ólafur, f. 24. 1. 1977, Óttar, f.
27.11. 1980, Óðinn, f. 22.11.
1982, Sigurður, f. 17.4. 1988 og
Sandra Ósk, f. 13.9. 1990. 4)
Þóra Hrönn, f. 12.8. 1962. Maki
Magnús Guðmundsson. Börn
þeirra eru Hrafnhildur Ylfa, f.
6.10. 1990, og Jafet Máni, f.
16.4. 1997, dóttir Magnúsar er
Arna Ösp, f. 25. 8. 1984.
Barnabarnabörn Erlu eru 19.
Erla og Ólafur hófu sambúð í
Tjarnargötu 30, bjuggu síðan
lengst af í Sörlaskjóli 34, síðan á
Grandavegi 47 þar sem þau
bjuggu til ársins 2005, þaðan fór
Erla á hjúkrunarheimilið
Skógarbæ. Erla starfaði meðal
annars á Hótel Borg, en lengst
af við verslunarstörf í Kosta
Boda.
Útför Erlu verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Elsku hjartans mamma, þú varst
ljósið okkar, nú ert þú farin, elsku
mamma, í faðm pabba og annarra
ástvina þinna.
Minningarnar hrannast upp og
þá sérstaklega úr Skjólunum þar
sem við bjuggum sem lítil börn og
þú annaðist okkur af mikilli hlýju
og alúð, faðmur þinn alltaf út-
breiddur.
Nú þegar við hugsum til baka
sjáum við hve mikils virði það var
að hafa mömmu alltaf heima, þegar
við komum heim úr skólanum og
alltaf til staðar, bæði í gleði og sorg,
þú hugsaðir alltaf um að við fengj-
um nóg að borða, værum hrein og
fín, það var þitt einkennismerki.
Þú varst mikið náttúrubarn, elsk-
aðir að sitja við lækjarniðinn og
hlusta á fuglasönginn og fylltist af
lífi og fjöri úti í náttúrunni, elskaðir
að vera í sumarhúsi ykkar pabba í
Skorradalnum, þar sem við öll
börnin ykkar komum og nutum
gleðistunda með ykkur pabba.
Það var gaman að sjá öll trén
sem þið gróðursettuð og fylgjast
með þeim vaxa eins og við börnin
þín.
Þú elskaðir að syngja og hlusta á
fallega tónlist.
Þú varst mjög orðvör manneskja
og hógværðin einkenndi þig, sterk
og dugleg kona.
Hlédræg varstu og vildir aldrei
láta hafa fyrir þér.
Nú er þínum erfiðu veikindum
lokið, sem hafa þjáð þig síðustu ár.
Þú hefur fengið kærkomna hvíld,
elsku mamma.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Við þökkum þér fyrir allt, elsku
mamma okkar, alla þína góð-
mennsku og hlýju til okkar allra.
Hvíldu í friði, þín börn,
Guðrún Ástdís, Ragnhildur
Unnur, Erla Þórunn,
Eggert og Þóra Hrönn.
Þá ert þú farin, kæra móðir og
tengdamóðir. Hvíldin hefur verið
kærkomin, elsku Erla, eftir margra
ára veikindi. Óli hefur beðið eftir
þér með opinn faðminn ásamt öllum
ættingjum. Já, við Erla sjáum fyrir
okkur ykkur Óla saman, haldast í
hendur, bæði orðin heil og fín.
Svona er víst lífið, það hefur byrjun
og endi, og öll verðum við að lúta
þessum lögum. En við trúum því að
þið hjónin séuð nú sameinuð á öðr-
um og betri stað.
Það má með sanni segja að þú,
Erla mín, hafir lifað ríku lífi og sért
og hafir alltaf verið rík á þann hátt
sem allir vilja vera ríkir. Þegar ég,
tengdasonurinn, kom í fjölskylduna
fyrst og kynntist þér tókstu vel á
móti mér, eins og þér er lagið, með
þína léttu lund. Tengdafaðirinn var
strangari, mældi mig út og spurði
mig spjörunum úr. Þið voruð dugleg
við að heimsækja okkur á alla þá
staði sem við fluttum til erlendis og
alltaf varstu jafn ljúf og létt. Grunnt
á hlátrinum og glensinu.
Aldrei man ég eftir þér í þungu
skapi öll þau ár sem ég þekkti þig.
Síðustu árin voru þér erfið vegna
sjúkdóms sem gerði þér lífið leitt.
En í minningunni munt þú alltaf
vera glöð og létt.
Elsku mamma, nú hefur þú kvatt
okkur og skilur eftir tómarúm í
hjartanu. Ótal minningar koma upp
í hugann. Alltaf var heimilið og fjöl-
skyldan í fyrirrúmi hjá þér. Þú
hafðir lag á því að láta okkur öllum
finnast við vera sérstök. Það var
gott veganesti út í lífið. Þú vildir
alltaf gera öllum gott og máttir
aldrei heyra halla á nokkurn mann.
Alltaf var hægt að leita til þín um
alla skapaða hluti og tala við þig
eins og bestu vinkonu. Þú varst
sannarlega góð móðir og góður vin-
ur, elsku mamma.
Elsku mamma og tengdamamma,
ástarþakkir fyrir samveruna, þín
verður sárt saknað.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín dóttir og tengdasonur,
Erla og Kári.
Það var erfitt að sleppa þér, elsku
mamma, en loks náði ég að fylgja
þér inn í ljósið til pabba. Mikið
sakna ég þín, þú varst minn „dem-
antur“ besta mamman, ætíð svo
góð, umhyggjusöm, kurteis og alltaf
til staðar fyrir mig. Ég elska þig svo
mikið, þú varst okkur alltaf svo mik-
ið. Það var svo gott að fá þig heim
til okkar. Ég sagði alltaf við þig:
Elsku mamma, þú átt allt með mér,
við saman, og þú sagðir: við pössum
hvor aðra … alltaf … Ó, það var svo
gott að heyra þig tala við mig síð-
ustu orð þín. Þau voru svo falleg,
eins og þú varst og ert og verður í
hjarta allra, barna okkar Hrafnhild-
ar, Ylfu og Jafets Mána. Þau elsk-
uðu þig svo mikið, þú varst þeim
allt, eins og þú skrifaðir aftan á
myndina af þér og Ylfunni
þinni … „Sjáið himnasæluna að hitt-
ast, vorum að koma inn úr dyr-
unum.“ Þau elskuðu þig svo mikið
og gera enn. Við erum alltaf með
þig í huga okkar. Ég gæti sagt og
rifjað upp endalausar minningar og
hef þær í huga mínum.
Það voru svo falleg skilaboð sem
ég fékk frá manninum mínum síð-
ustu vikuna þar sem ég sat hjá
mömmu og vakti yfir henni. Ég er
svo rík að hafa átt þig og rík að eiga
svo marga góða vini, sem voru vinir
þínir líka, elsku mamma, hann sendi
okkur skeyti og sagði: Já, huggun
orðanna, sannra vina, við verðum
líka að losa um takið og biðja al-
mættið um að geyma hana. „Ástin
mín“, svefninn sígur á brá.
Nú ertu hjá pabba, elsku
mamma.
Það er erfitt að kveðja.
Mynd þín og minning mun alltaf
með mér lifa.
Þín elskandi yngsta dóttir,
Þóra Hrönn.
Við fráfall tengdamóður minnar
tóku orðin sjálfvirkt að falla í stuðla
og höfuðstafi, minnugur þess að
engin varð hrifnæmari heyrði hún
orðum rétt raðað saman og þá helst
í söng. Minningarbrotin leysast upp
í ljóðum og mig langar að færa
henni örlítinn þakklætisvott á þann
hátt en átta mig fljótt á því að hún
sjálf var fegursta ljóðið.
Hún var ljóðið sem fjallar um
mannkærleikann, mildina og það að
eiga hlutverk í framgangi sköpunar-
verksins með hógværðina að leið-
arljósi, geislandi velvildinni til sam-
ferðafólksins.
Þó svo að við ættum sama afmæl-
isdag og værum bæði að hálfu vest-
firsk vorum við sammála um að sá
hluti hennar væri ríkjandi. Þessi
málmkennda seigla, glettnin og
hollusta við eigið fólk, varð ekki
Erla Þorsteinsdóttir