Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 17
Velferðarsvið
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir í sam-
vinnu við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands
námsstyrk fyrir skólaárið 2007-2008.
Styrkurinn verður veittur í ársbyrjun 2008.
Styrkurinn er eingöngu veittur karlmönnum sem
stefna að löggiltu starfsréttindanámi í félagsráð-
gjöf og sem hafa lokið fyrsta ári námsins.
Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson,
prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var
brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík.
Markmið styrkveitingarinnar er að fá fleiri karla
til félagsráðgjafastarfa við velferðarþjónustu í
Reykjavík og stuðla að jafnrétti undir formerkj-
um jákvæðrar mismununar, sem felur í sér að
ef hallað er á annað kynið sé réttlætanlegt að
grípa til tímabundinna aðgerða til að jafna
kynjahlutfall í ákveðnum stéttum og atvinnu-
greinum.
Styrkveitingin er jafnframt hluti samstarfs Vel-
ferðarsviðs við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands,
en það samstarf felur m.a. í sér starfsþjálfun
félagsráðgjafanema, rannsóknarstarf og kostun
tímabundinnar lektorsstöðu í félagsráðgjöf.
Umsækjendur þurfa að leggja fram skriflega
umsókn þar sem eftirfarandi atriði koma
fram:
• Nafn, kennitala, heimilisfang og fjölskyldu
aðstæður.
• Upplýsingar um starfs- og námsferil.
• Stutt ritgerð með hugmyndum umsækjanda
um félagsráðgjöf og mikilvægi þess að karl-
menn laðist að greininni.
Það skilyrði fylgir úthlutun styrksins að styrk-
þegi skuldbindur sig til að starfa hjá Velferðar-
sviði Reykjavíkurborgar í a.m.k. eitt ár eftir að
starfsréttindanámi lýkur.
Úthlutunarnefnd, skipuð fulltrúum Velferðar-
sviðs og Félagsráðgjafar Háskóla Íslands velur
væntanlega styrkþega úr hópi umsækjenda.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu Velferðar-
sviðs, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík eða á
tölvupóstfangið:
audur.vilhelmsdottir@reykjavik.is fyrir
10. október nk.
Styrkur til háskólanáms fyrir karla
Reykjavík 22. september 2007
Sviðsstjóri
Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
M
b
l 9
10
94
4
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 20. nóvem-
ber í 14 nætur og 4. desember í 15 nætur á frábæru sértilboði.
Bjóðum frábært sértilboð á Liberty og Dorotea, tveimur af okkar
vinsælustu gististöðum á Kanarí. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins
á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað.
Ath. að uppselt er á Dorotea í ferð 20. nóv.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2-5 í búð á Dorotea
20. nóv. í 14 nætur (UPPSELT)
eða 4. des. í 15 nætur.
Gisting á Liberty kostar kr. 5.000 aukalega.
Kanarí
20. nóv. og 4. des.
frá kr. 49.990
20. nóv.
- 14 nætur
4. des.
- 15 nætur
Sértilboð á Liberty & Dorotea - frábær staðsetning!
Í HNOTSKURN
» Alberto Fujimori er 69ára gamall og sonur fá-
tækra innflytjenda frá Japan.
Hann dvaldi í fimm ár í Japan
eftir að hann flúði frá Perú ár-
ið 2000.
» Fujimori var lítt þekkturháskólarektor áður en
hann bauð sig fram til forseta
árið 1990 þegar hann sigraði
rithöfundinn Mario Vargas
Llosa.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR Chile úrskurðaði
í gær að framselja bæri Alberto
Fujimori, fyrrverandi forseta Perú,
til heimalands hans til að hægt yrði
saksækja hann fyrir spillingu, mann-
réttindabrot og morð sem framin
voru í valdatíð hans á árunum 1990-
2000.
Ekki er hægt að áfrýja úrskurði
dómstólsins. Stjórnvöld í Chile sögð-
ust ætla að framselja Fujimori eins
fljótt og hægt væri.
Mannréttindasamtökin Human
Rights Watch sögðu þetta í fyrsta
skipti sem dómstóll úrskurðaði að
framselja bæri fyrrverandi þjóðar-
leiðtoga til heimalands hans til að
hægt yrði að saksækja hann þar fyr-
ir mannréttindabrot.
„Eftir að hafa komist hjá réttar-
höldum í mörg ár verður Fujimori
loksins sóttur til saka í landinu sem
hann stjórnaði eins og mafíuforingi,“
sagði Jose Miguel Vivanco, talsmað-
ur Human Rights Watch.
Fujimori hefur verið í stofufang-
elsi í Santiago í Chile frá árinu 2005.
Hann flúði frá Perú til Japans árið
2000 vegna spillingarmáls og sagði
af sér með símbréfi frá hóteli í Tók-
ýó. Stjórnvöld í Japan neituðu að
framselja Fujimori til Perú. Hann
fór þó til Chile árið 2005 og kvaðst
ætla að sækjast eftir því að verða
kjörinn aftur forseti Perú.
Þegar Fujimori var í stofufangelsi
í Chile sóttist hann eftir þingsæti í
Japan, að því er virtist til að komast
hjá réttarhöldum í Perú. Hann náði
þó ekki kjöri í kosningum sem fram
fóru í júlí.
Sakaður um morð á 25 mönnum
Yfirvöld í Perú hafa sakað Fuji-
mori um að bera ábyrgð á morðum á
níu námsmönnum og kennara við La
Cantuta-háskóla árið 1993 og á
fimmtán mönnum í Barrios Altos,
verkamannahverfi í Lima. Talið er
að dauðasveitir hersins hafi framið
morðin.
Fujimori verður einnig sóttur til
saka fyrir mútugreiðslur til þing-
manna og fjölmiðla, ólöglegar sím-
hleranir og fjársvik. Saksóknarar
hafa krafist þess að hann verði
dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir mann-
réttindabrotin og tíu ára fyrir spill-
ingu.
Fujimori var mjög vinsæll fyrstu
árin í forsetaembættinu, einkum
vegna herferðar hans gegn upp-
reisnarhreyfingunni Skínandi stíg
og efnahagsuppgangs. Margir Perú-
menn snerust gegn honum síðar
vegna einræðistilburða hans og spill-
ingar. Hann nýtur enn talsverðs
stuðnings í Perú og dóttir hans,
Keiko, var kjörin á þing í fyrra.
Fujimori verður
framseldur til Perú
Saksóttur í heimalandinu fyrir morð og mannréttindabrot
AP
Ákærður Alberto Fujimori ásamt
dóttur sinni, þingkonunni Keiko.
DÓTTIR þingmannsins Antoine Ghanem við útför hans
í Beirút í Líbanon í gær. Ghanem, sem var 64 ára, krist-
inn og harður andstæðingur sýrlenskra áhrifa í landi
sínu, var myrtur í sprengjutilræði á miðvikudag ásamt
fjórum öðrum mönnum. Er hann áttundi stjórnmála-
leiðtoginn úr röðum andstæðinga Sýrlendinga sem
myrtur hefur verið síðan í ársbyrjun 2005. Þingið kýs
forseta á þriðjudag og hefur morðið aukið enn spennu
vegna kosninganna en núverandi forseti er hliðhollur
Sýrlandi.
AP
Ghanem jarðsettur í Beirút
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn