Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 17             Velferðarsvið Velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir í sam- vinnu við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands námsstyrk fyrir skólaárið 2007-2008. Styrkurinn verður veittur í ársbyrjun 2008. Styrkurinn er eingöngu veittur karlmönnum sem stefna að löggiltu starfsréttindanámi í félagsráð- gjöf og sem hafa lokið fyrsta ári námsins. Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. Markmið styrkveitingarinnar er að fá fleiri karla til félagsráðgjafastarfa við velferðarþjónustu í Reykjavík og stuðla að jafnrétti undir formerkj- um jákvæðrar mismununar, sem felur í sér að ef hallað er á annað kynið sé réttlætanlegt að grípa til tímabundinna aðgerða til að jafna kynjahlutfall í ákveðnum stéttum og atvinnu- greinum. Styrkveitingin er jafnframt hluti samstarfs Vel- ferðarsviðs við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands, en það samstarf felur m.a. í sér starfsþjálfun félagsráðgjafanema, rannsóknarstarf og kostun tímabundinnar lektorsstöðu í félagsráðgjöf. Umsækjendur þurfa að leggja fram skriflega umsókn þar sem eftirfarandi atriði koma fram: • Nafn, kennitala, heimilisfang og fjölskyldu aðstæður. • Upplýsingar um starfs- og námsferil. • Stutt ritgerð með hugmyndum umsækjanda um félagsráðgjöf og mikilvægi þess að karl- menn laðist að greininni. Það skilyrði fylgir úthlutun styrksins að styrk- þegi skuldbindur sig til að starfa hjá Velferðar- sviði Reykjavíkurborgar í a.m.k. eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Úthlutunarnefnd, skipuð fulltrúum Velferðar- sviðs og Félagsráðgjafar Háskóla Íslands velur væntanlega styrkþega úr hópi umsækjenda. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Velferðar- sviðs, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík eða á tölvupóstfangið: audur.vilhelmsdottir@reykjavik.is fyrir 10. október nk. Styrkur til háskólanáms fyrir karla Reykjavík 22. september 2007 Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. M b l 9 10 94 4 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 20. nóvem- ber í 14 nætur og 4. desember í 15 nætur á frábæru sértilboði. Bjóðum frábært sértilboð á Liberty og Dorotea, tveimur af okkar vinsælustu gististöðum á Kanarí. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Ath. að uppselt er á Dorotea í ferð 20. nóv. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2-5 í búð á Dorotea 20. nóv. í 14 nætur (UPPSELT) eða 4. des. í 15 nætur. Gisting á Liberty kostar kr. 5.000 aukalega. Kanarí 20. nóv. og 4. des. frá kr. 49.990 20. nóv. - 14 nætur 4. des. - 15 nætur Sértilboð á Liberty & Dorotea - frábær staðsetning! Í HNOTSKURN » Alberto Fujimori er 69ára gamall og sonur fá- tækra innflytjenda frá Japan. Hann dvaldi í fimm ár í Japan eftir að hann flúði frá Perú ár- ið 2000. » Fujimori var lítt þekkturháskólarektor áður en hann bauð sig fram til forseta árið 1990 þegar hann sigraði rithöfundinn Mario Vargas Llosa. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HÆSTIRÉTTUR Chile úrskurðaði í gær að framselja bæri Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, til heimalands hans til að hægt yrði saksækja hann fyrir spillingu, mann- réttindabrot og morð sem framin voru í valdatíð hans á árunum 1990- 2000. Ekki er hægt að áfrýja úrskurði dómstólsins. Stjórnvöld í Chile sögð- ust ætla að framselja Fujimori eins fljótt og hægt væri. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu þetta í fyrsta skipti sem dómstóll úrskurðaði að framselja bæri fyrrverandi þjóðar- leiðtoga til heimalands hans til að hægt yrði að saksækja hann þar fyr- ir mannréttindabrot. „Eftir að hafa komist hjá réttar- höldum í mörg ár verður Fujimori loksins sóttur til saka í landinu sem hann stjórnaði eins og mafíuforingi,“ sagði Jose Miguel Vivanco, talsmað- ur Human Rights Watch. Fujimori hefur verið í stofufang- elsi í Santiago í Chile frá árinu 2005. Hann flúði frá Perú til Japans árið 2000 vegna spillingarmáls og sagði af sér með símbréfi frá hóteli í Tók- ýó. Stjórnvöld í Japan neituðu að framselja Fujimori til Perú. Hann fór þó til Chile árið 2005 og kvaðst ætla að sækjast eftir því að verða kjörinn aftur forseti Perú. Þegar Fujimori var í stofufangelsi í Chile sóttist hann eftir þingsæti í Japan, að því er virtist til að komast hjá réttarhöldum í Perú. Hann náði þó ekki kjöri í kosningum sem fram fóru í júlí. Sakaður um morð á 25 mönnum Yfirvöld í Perú hafa sakað Fuji- mori um að bera ábyrgð á morðum á níu námsmönnum og kennara við La Cantuta-háskóla árið 1993 og á fimmtán mönnum í Barrios Altos, verkamannahverfi í Lima. Talið er að dauðasveitir hersins hafi framið morðin. Fujimori verður einnig sóttur til saka fyrir mútugreiðslur til þing- manna og fjölmiðla, ólöglegar sím- hleranir og fjársvik. Saksóknarar hafa krafist þess að hann verði dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir mann- réttindabrotin og tíu ára fyrir spill- ingu. Fujimori var mjög vinsæll fyrstu árin í forsetaembættinu, einkum vegna herferðar hans gegn upp- reisnarhreyfingunni Skínandi stíg og efnahagsuppgangs. Margir Perú- menn snerust gegn honum síðar vegna einræðistilburða hans og spill- ingar. Hann nýtur enn talsverðs stuðnings í Perú og dóttir hans, Keiko, var kjörin á þing í fyrra. Fujimori verður framseldur til Perú Saksóttur í heimalandinu fyrir morð og mannréttindabrot AP Ákærður Alberto Fujimori ásamt dóttur sinni, þingkonunni Keiko. DÓTTIR þingmannsins Antoine Ghanem við útför hans í Beirút í Líbanon í gær. Ghanem, sem var 64 ára, krist- inn og harður andstæðingur sýrlenskra áhrifa í landi sínu, var myrtur í sprengjutilræði á miðvikudag ásamt fjórum öðrum mönnum. Er hann áttundi stjórnmála- leiðtoginn úr röðum andstæðinga Sýrlendinga sem myrtur hefur verið síðan í ársbyrjun 2005. Þingið kýs forseta á þriðjudag og hefur morðið aukið enn spennu vegna kosninganna en núverandi forseti er hliðhollur Sýrlandi. AP Ghanem jarðsettur í Beirút Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.