Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 25 Nýr vörulisti Fáðu frían vörulista í verslun okkar Faxafeni 8 Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is andi rýmist þar allt sem þarf á einu heimili. Á gólfinu er „rustik“ eik og stór- ar flísar á eldhúsinu. Þau Alda og Haukur hlæja að því að eldhúsflís- arnar eru frostþolnar sem varla ætti að þurfa í hlýtt og notalegt eld- hús. Hins vegar átti byggjandinn víst nóg af frostþolnum flísum svo hann notaði þær bara á eldhúsgólf- ið! Í framtíðinni ætlar Haukur þó að bæta við fleiri frostþolnum flís- um en þá til að leggja á svalagólfið. Hann langar líka að loka svölunum og leggja hita í gólfið, fáist til þess leyfi hönnuðanna, og bæta þar með heilu herbergi við íbúðina. Alda segist vera lítil blómamanneskja þegar hún færir til eina pottablómið á heimilinu, sem stendur á eldhús- borðinu. Á hinn bóginn hefur hún mjög gaman af rósum og enn má sjá merki þess að húsráðendur héldu fyrir skömmu upp á afmæli sín. Kerti og falleg ljós eru hins vegar hátt skrifuð hjá Öldu ef dæma má af kertafjöld og ótal flott- um lömpum. Haukur segist þó ekki vera búinn að koma í verk að setja upp nema eitt loftljós í stofuna, og kannski eins gott. Það varð nefni- lega smáslys þegar hann hengdi ljósið yfir borðstofuborðið. Hann mundaði borvélina og var í þann veginn að byrja að bora fyrir fest- ingunum þegar hann missti vélina ofan á háglansandi, sprautulakkað borðið. Skemmdirnar urðu þó óverulegar sem betur fer og upp fór ljósið, íslensk hönnun eftir Dögg Guðmundsdóttur hönnuð sem býr í Danmörku. Ljósið heitir Túba og er framleitt af fyrirtækinu Ligne Ro- set í Frakklandi sem m.a. framleiðir hnífapör sem Dögg hefur hannað. Í eldhúsglugganum stendur svo lampi í stíl við loftljósið. Í anda ungrar dömu Heimasætan Linda má vera ánægð með herbergið sitt. Það er einir 12 fermetrar og það sem meira er, Nadia Banine úr Innliti- útliti hannaði herbergið í anda ungrar dömu. Þetta er svo sann- arlega ekkert barnaherbergi, enda eigandinn fimmtán ára. Í herberg- inu getur Linda státað af glærum stól, Louis Ghost, sem ekki minni maður en Philippe Starck hannaði. Þar er líka mjög frumlegur grár stóll sem er úr línu sem nefnist Sit and Joy. Raddþjálfar karlana í Þresti Svona í lokin er ekki úr vegi að heyra hvað Alda er að gera á sviði sönglistarinnar. Hún hefur gefið út diskinn Ég elska þig og auk þess komið víða fram síðan hún kom heim frá London; sungið í þremur óperum á Akureyri: aðalhlutverkið í Kátu ekkjunni, Helenu fögru í sam- nefndri óperu og í Sígaunabarón- inum þar nyrðra og Næturdrottn- inguna á Egilsstöðum. Hér syðra söng hún Dísu í Galdra-Lofti og fyrsta andann í Töfraflautunni. Nú er hún að kenna smávegis og svo tók hún nýverið að sér radd- þjálfun fyrir Karlakórinn Þresti í Hafnarfirði. „Ég ætla að taka þá aðeins í karphúsið,“ segir þessi litla netta söngkona og við veltum fyrir okkur hvort karlarnir eigi nokkuð eftir að verða henni erfiðir. Áreið- anlega ekki. Þegar hún er komin í sönghaminn ræður hún við hvað sem er. Allt opið Eldhúsið er í enda stofunnar. Innréttingin er frá Axis. Eldavélin er nokkru lægri en borðið svo þægilegt er að hræra í pottunum. Draugurinn Louis Ghost heitir plaststóllinn inni hjá Lindu. Hann er hönn- un Philippe Starcks. Grái stóllinn er síðan úr línunni Sit and Joy Sérhannað Nadia Banine hannaði herbergið heimasætunnar hennar Lindu sem hlýtur að vera ósköp ánægð með árangurinn. James Bond Þessi flotti lampi varð frægur í einni af fyrstu James Bond myndunum. Hann heitir Pipistrello hannaður 1965 af Gae Aulenti. Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 12-16Opið Feng-Shui vörur í úrvali • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir • Gosbrunnar o.m.fl. Kynning á kínverskri listmenningulaugardag og sunnudagfrá kl. 12-16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.