Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                               $  %&'( %' )%' $ '*+)',-.')'/01'23' &3'                                                                      !"#$% &  ' "( # &) *+$ ,-./.-0/. ,-0.-1 0/2-12/-0/1 ,-/2-/ -0-0-0 .-121-/12 -0..-. -.-2-01 -.1-,/-2 1-.,-/ 1,-0.-. ,-22- -, -0/ -/2-, 2-/..-22. - -.0.-., ,-, .-.2-0 0- 3. /31 13 .3, .,3 103 .3, ,3 3 03. /3, 0,3, .3 /3.0 1,03 /23 3 .,3 3,/ 003 .3 30 1.3 3.. /32 13/ .30 .,3 103. ./3 ,.3 3. ,3 031 /3. 003 .3. /31 3 /,3 31 .03 30 0031 .30 /3 03 12/3 /3/ 45  !"#$% / , ,  //  2 01  .  /   . 1  .0  /  & %  & !"#-! " .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 -0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 .-0-.2 ..-,-.2 .-0-.2 2-0-.2 -0-.2       % #6 +$78- ##!56 +$78- 9%78- :6 +$78- 6% ' #78- 8-;#$8<&=  >?  6 +$78- *+$@ &' #78- : ' #= 78-  ? 7 78- %+;+ +"A 4A8-'-78- B;78- C+78-    ! "   1/78- 8 ?78- % %?D %  +;DE # # &6 +$78- F B # >?  ?6 +$78-  78- G7 478- B&& &;"%5" 78- H +%5" 78-   # $ ! % & I %+B+; +; 6 78- ;$"4 78- Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Í NÝJUM úttektum á íslensku við- skiptabönkunum kemur fram óbreytt mat alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody’s á lánshæfi þeirra allra. Allir íslensku bankarnir eru með C í ein- kunn fyrir fjárhagslegan styrkleika, Aa3 á langtímaskuldbindingum og P-1 á skammtímaskuldbindingum. Horfur eru sagðar stöðugar hjá þeim öllum nema hjá Kaupþingi banka en þar eru þær áfram í skoðun með mögulegri niðurfærslu eins og til- kynnt var um um miðjan ágúst í kjöl- far kaupa Kaupþings banka á hol- lenska bankanum NIBC. Það að einkunnir íslensku bank- anna séu óbreyttar í þessum nýju skýrslum (credit opnion) Moody’s er í reynd í takt við ummæli sérfræðinga fyrirtækisins í upphafi mánaðarins en þá sögðu þeir að litlar sem engar líkur væru á því að óróinn á fjármálamörk- uðum heimsins kæmi til með að hafa neikvæð áhrif á lánshæfiseinkunnir banka. Tryggingarálag á skuldabréf ís- lensku bankanna lækkaði umtalsvert í gær en svo virðist sem markaðurinn hafi brugðist mjög jákvætt við skuldabréfaútgáfu Glitnis í Banda- ríkjunum. Þannig lækkaði trygg- ingarálagið á bréfum Glitnis um ein 0,25%. Óbreytt mat Moody’s á íslensku bönkunum ● BNbank í Nor- egi, dótturfyr- irtæki Glitnis, hefur aukið hlutafjáreign sína í Norsk Pri- vatøkonomi úr 45% í 77,5%. BNbank keypti 45% hlutafjár í Norsk Privatøkonomi haustið 2006 og mun fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2009 eignast 97% hlutafjárins. Nafni fyrirtækisins, Norsk Privatø- konomi, verður breytt í Glitnir Pri- vatøkonomi síðar í haust. Norsk Privatøkonomi var stofnað árið 2006 með samruna 14 lítilla fyr- irtækja og hjá því starfa 115 manns. Glitnir með 77% í Norsk Privatøkonomi ● STRAUMUR-Burðarás hefur selt stóran hluta eignar sinnar í sænska fyrirtækinu Pricer, alls um 5,9% af heildarhlutafé félagsins. Fyrir við- skiptin átti Straumur 10,3% hlut í fé- laginu en seldi 60 milljón bréf og á eftir það 4,41% hlut. Eins og fram kom í Morgunblaðinu nýlega hefur Straumur dregið úr um- svifum sínum á sænska hlutabréfa- markaðnum en ekki hefur fengist staðfest hvort þar sé um stefnu- breytingu að ræða eða tilviljun. Straumur selur í Pricer ● ÞORSTEINN Örn Guðmunds- son hefur verið ráðinn forstjóri Northern Travel Holding hf. (NTH). Samtímis mun hann taka við stjórnarfor- mennsku í Iceland Express og Sterl- ing sem bæði eru í eigu NTH. Pálmi Haraldsson hefur gegnt þar stjórnarformennsku til þessa en verður áfram stjórnarfor- maður NTH og stjórnarmaður í fyrr- nefndum dótturfélögum. Þorsteinn hefur starfað hjá FL Group frá árinu 2004, síðast sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Hann er byggingaverk- fræðingur að mennt. NTH er í eigu Fons (44%), FL Group (34%) og Sunds (22%). Auk Sterling og Iceland Ex- press á NTH ferðaskrifstofuna Heklu Travel, 51% hlut í breska flugfélaginu Astreus og þriðjungshlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket. Flugvéla- floti félaganna er um 40 vélar og ár- lega flytja þau samtals rúmlega sjö milljónir farþega. Heildarvelta dóttur- og hlutdeildarfélaga NTH er um 100 milljarðar króna. Ráðinn forstjóri Nort- hern Travel Holding Þorsteinn Örn Guðmundsson STÆRSTI banki Þýskalands, Deutsche Bank, neyðist til þess að færa niður verðmæti fjármögnunar- samninga um allt að 625 milljónir evra, jafngildi ríflega 57 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Ástæð- una má rekja til mistaka sem gerð voru áður en fjármálaóróinn hófst í síðari hluta júlímánaðar. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans en þar segir að hinn 4. september hafi bankinn upplýst að hann hefði gert samninga um fjár- mögnun skuldsettra yfirtaka fyrir- tækja fyrir 29 milljarða evra. „Vand- ræði á fjármálamörkuðum vegna ótryggra húsnæðislána í Bandaríkj- unum og dýrari fjármögnun rýra verulega verðmæti þessara samn- inga fyrir bankann,“ segir í Vegvísi. Þar kemur jafnframt fram að líklegt sé talið að Deutsche Bank muni koma verst allra evrópskra banka út úr ólgunni á fjármálamörkuðum. Deutsche Bank þarf að færa niður VÍSITALA íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 344,7 stig í ágúst að því er fram kemur í tölum Fast- eignamats ríkisins og nemur hækkun milli mánaða 0,8%. Sérbýli lækkuðu annan mánuðinn í röð og nú um 0,1% en verð á fjölbýli hækkaði um 1,1% milli mánaða. Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðarverðs á höfuðborg- arsvæðinu var 10,8% á móti 12,7% í júlí. Í nýútgefinni úttekt greiningardeildar Kaupþings banka, Haust á fasteignamarkaði, kemur fram það mat að fasteignaverð hafi náð hámarki, að minnsta kosti í bili. Þá gera sérfræðingar Kaupþings ráð fyrir að það muni hægja á umsvifum á fasteignamarkaði í lok þessa árs þegar peningamálastefna Seðlabankans fari að koma fram af fullum þunga. Farið að kólna á fasteignamarkaðinum Morgunblaðið/Golli ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi hækkaði lítillega í gær eða um 0,15% í 7.889 stig en velta með hlutabréf nam rétt tæpum sex millj- örðum króna. Mest hækkun varð á gengi bréfa Bakkavarar eða um 1,9% og þá á gengi bréfa Forøya Banka, um 1,2%, og bréfa Össurar, um 0,8%. Mest lækkun varð á gengi bréfa Straums-Burðaráss eða 0,5% og á bréfum Eikar Banka eða um 0,15%. Lítil breyting NÝR fjárfestir er kominn fram á sjónarsviðið. Sá heitir Hamad bin Khalifa Al-Thani og er emír í arab- íska furstadæminu Qatar. Hann hef- ur á síðustu mánuðum reynt að eign- ast bresku verslanakeðjuna Sains- bury’s og nú hefur hann hrist hressi- lega upp í baráttunni um norrænu kauphöllina, OMX. Félag í eigu emírsins, Qatar Hold- ing, hefur að undanförnu hamstrað hlutafé í OMX á genginu 260 og er talið að félagið ráði nú um 13-14% af heildarhlutafé félagsins. Og af hverju að hætta þar? Dagens Industri greinir í gær frá því að Qatar Holding hafi boðið tveimur af þremur stærstu hluthöfum OMX, Investor (10,7%) og Nordea (5,2%), 260 krónur á hlut- inn. Qatar Holding flaggaði í gær kaupum á 9,98% eign- arhlut í OMX en til þess að mega eiga stærri hlut verð- ur félagið að fá leyfi hjá sænska fjármálaeftirlitinu. Frá Sainsbury’s til OMX Hamad bin Khalifa Al-Thani GREININGARDEILD Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Ice- landic Group og er verðmatsgengið nú 4,7 krónur á hlut en það er 20% undir núver- andi gengi. Tólf mánaða markgengi miðað við 12,8% ávöxtunarkröfu á eigið fé er 5,3 sem var um tíu prósent undir dagslokagengi félagsins á fimmtudag. Greiningardeild Kaup- þings mælir því með sölu á bréfum Icelandic Group og segir fá bata- merki vera á rekstri félagsins. „Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur salan dregist saman um tvö prósent og hagnaður af rekstri fyrir afskrift- ir (EBIDTA) um 13,7%. Sem hlutfall af veltu hefur svokölluð EBITDA- framlegð lækkað úr 2,9% niður í 2,5%. Fá batamerki eru í sjónmáli og áætlanir stjórnenda eru langt frá því að nást,“ segir í Hálffimmfréttum. Icelandic of dýrt ♦♦♦ HAGNAÐUR bandaríska fjárfest- ingarbankans Bear Stearns á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 61% á milli ára. Alls hagnaðist bankinn um 171 milljón Banda- ríkjadala á tímabilinu og er það undir væntingum sérfræðinga en Bear Stearns er sá banki sem hvað mest hefur verið í brenni- depli í fjármálaóróa liðinna vikna, a.m.k. þangað til úttektarfárið í Northern Rock hófst. Í Vegvísi Landsbankans er vitn- að í James Cayne, forstjóra bank- ans, sem segir tekjur bankans af viðskiptum með skuldabréf hafa fallið um 88% við afar erfiðar markaðsaðstæður. ♦♦♦ ● GENGI Bandaríkjadals heldur áfram að falla á gjaldeyrismörkuðum og nú er svo komið að gengi kan- adíska dalsins fór á morgni föstu- dags upp fyrir gengi Bandaríkjadals. Í fyrsta skipti síðan 1976. Það veldur þó ekki mikilli lukku í Kanada því 85% af útflutningi lands- ins eru til Bandaríkjanna og með veikingu Bandaríkjadals lækka tekjur Kanada af útflutningnum. Söguleg stund VIÐSKIPTABANKINN Halifax á Írlandi – í eigu Royal Bank of Scotland – og verðbréfafyrirtækið Quinland Private í Dyflinni eru í The Irish Times sögð vera að taka höndum saman til þess að bjóða eitthvað á annan milljarð evra eða meira en 90 milljarða íslenskra króna í Irish Nationwide. Irish Nationwide er stærsti sparisjóð- urinn á Írlandi sem ekki hefur verið breytt í hlutafélag. Sjóð- urinn hefur verið í söluferli síðan á vormánuðum og hefur Lands- bankinn verið nefndur sem hugs- anlegur kaupandi að Irish Nation- wide. Tilboð í Irish Nationwide? Samdráttur hjá Bear Stearns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.