Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 23 Mál málanna á Egilsstöðum núna er fyrirhuguð lokun Mjólkurstöðvar- innar á Egilsstöðum eða breyting hennar í afgreiðslustöð mjólkuraf- urða og fækkun starfsmanna úr fjór- tán í fjóra. Bændur segja þetta upphaf enda- loka mjólkurframleiðslu á Austur- landi og kalla lokunina aðför að Austurlandsfjórðungi. Verið sé að flytja síðustu afurðastöðina í fjórð- ungnum burt og trauðla hægt að tala um t.d. Fljótsdalshérað sem land- búnaðarhérað eftir það. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sendi frá sér nokkuð harðorða álykt- un eftir fund sinn á miðvikudag. Bændur á svæðinu draga forsendur Mjólkursamsölunnar fyrir því að hagræðing verði af vinnslustöðvun á Egilsstöðum stórlega í efa. M.a. er sagt að samlagið á Akureyri muni eiga erfitt með að bæta við sig mjólk frá Austurlandi. AFL starfsgreina- félag segir svo virðast sem fyrst hafi verið ákveðið að loka og hagræðing svo reiknuð inn í ákvörðunina. Mjólka sýnir áhuga á samvinnu við kúabændur á svæðinu en eftir er að sjá hvað úr því spinnst.    Kvenfélagskonur á Egilsstöðum standa í ströngu við að undirbúa listaverkauppboð. Bjóða á upp hátt í þrjátíu verk eftir kunna myndlistar- menn austfirska, eða tengda Austur- landi, og andvirðið skal renna til kaupa á sónartæki fyrir heilsugæsl- una á Egilsstöðum. Uppboðið átti að fara fram 6. október, en þar sem RARIK ætlar þá að vígja stækkaða Lagarfossvirkjun með bravúr frest- ast það til 13. október og verður haldið á Hótel Héraði.    Egilsstaðabúar eru, líkt og Austfirð- ingar aðrir, hrifnir af því að Iceland Express ætli næsta sumar að halda áfram áætlunarflugi frá Egilsstöð- um til Kaupmannahafnar. Verið er að vinna að flugáætlun á vegum fé- lagsins og mun hún liggja fyrir inn- an skamms. Egilsstaðabúar hafa nýtt sér þennan valkost og vissulega er léttara að komast beint að heiman og á áfangastað heldur en að fljúga út frá Keflavík, með tilheyrandi ferðatíma og kostnaði.    Ferjan Lagarfljótsormurinn er nú komin til hafnar á Egilsstöðum eftir sumardvöl í Atlavík og útgerð það- an. Eigendur auglýsa skemmtiferðir af ýmsum toga og eru veitingar um borð. Vonandi nær skipið góðri kjöl- festu í afþreyingarframboði svæð- isins enda skemmtilegur valkostur. AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ostastopp Óvíst að meiri mozar- ella verði gerður á Egilsstöðum. Haraldur Bessason prófessor hringdi að vestan í Stefán Þ. Þorláksson fyrrverandi mennta- skólakennara á Akureyri til þess að leiðrétta vísu eftir Káin, sem margir kunna svona: Ljósið er dáið og landið er svart í loftinu ekkert að hanga á, en mér finnst í sannleika helvíti hart að hafa ekki jörð til að ganga á. Haraldur sagði að gamall maður hefði komið til sín í Vesturheimi, sem myndi Káin og að hann hefði sagt sér aðdraganda ofangreindrar vísu og hvernig hún hljómaði í huga Vestur-Íslendinga. „Þannig er að Káinn hafði í heim- sókn á þriðju hæð drukkið sig fullan,“ segir Stefán. „Hann bjóst nú til heimferðar og fór út um öfugar dyr, út á svalir og steyptist þar fram yfir handrið. En neðan við svalirnar voru fjöldamargar síma- línur, eins og tíðkaðist einnig í Reykjavík í eina tíð, og hann datt á símalínurnar. Það bjargaði sennilega lífi hans.“ Og vísan er öðruvísi en í upphafi þáttarins ef marka má þennan gamla mann fyrir vestan: Ljósið er dáið og landið er svart, í loftinu er vír til að hanga á, en mér finnst það andskotans helvíti hart að hafa ekki jörð til að ganga á. Már Högnason yrkir vísur á bloggi sínu, hognason.blog.is. Þar á meðal er „rassvasaheimspeki bloggarans“: Margir blogga og mikið vilja málin ræða en þögn er betri en þarflaus ræða. VÍSNAHORNIÐ Að hafa jörð til að ganga á pebl@mbl.is löguðu á Kalkofnsvegi, þar sem hann hafði fipast og eitt andartak ekki áttað sig á því að hann ætti bara að aka yfir línuna, eins og ekkert væri, enda hefði honum orðið hált á svellinu að fylgja henni, því þá hefði hann bara endað á rammgerðum stein- vegg. Sjálfur reyndi Víkverji það á fram- kvæmdasvæði við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar að slík- ar línur gátu fipað, einkum þegar skyggja tók. Þar var þó framkvæmdasvæðið nokkuð vel upplýst og merkt að öðru leyti. Nú er þeim framkvæmdum lokið og nýtt malbikslag komið á veginn, þannig að enginn þarf að fipast þar lengur út af gömlum merkingum. En illa merkt framkvæmdasvæði eru hættuleg, eins og dæmin sanna. x x x Það tekur því varla að slá botn-inn í þennan pistil með efni úr allt annarri átt. Víkverji heldur sig því á götunni og segir óþolandi, hvað skarpar brúnir geta orðið langlífar. Þær skapa hættu og því á að laga þær samstundis. Víkverji fjallaði ávordögum um ójöfnur á Sæbrautinni og batt vonir við að með sumrinu yrðu þær úr sögunni. Það hefur þó ekki rætzt ennþá, þótt Sæbrautin austan Laug- arnesvegar hafi verið meira og minna stöð- ugt framkvæmda- svæði. Af einhverjum ástæðum hefur kafli orðið útundan og hægri akrein hans í austur er ennþá vond yfirferðar vegna ein- hvers konar fleka, sem ganga út í götuna og standa lægra en hún. Vonandi verður ráð- in bót á þessu fyrir veturinn, 7, 9, 13. x x x Það væri að bera í bakkafullanlækinn að kvarta yfir ónógum merkingum við gatnaframkvæmdir. Þessi athugasemd fjallar enda um ofmerkingar, ef svo má að orði komast, en hér á Víkverji við hvítar óbrotnar götulínur, miðlínur, sem framkvæmdaaðilar láta standa, þótt akstursleiðir hafi breytzt og línurnar gangi þvert á nýjar akst- ursleiðir. Fyrst heyrði Víkverji kunningja sinn kvarta yfir svona       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230. Nýlegar lúxusbifreiðar á frábærum kjörum Gott úrval lúxusbíla á einstökum kjörum í takmarkaðan tíma. Komdu núna í lúxussal Bílalands B&L og gerðu frábær kaup! Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. Land Rover Range Rover Vogue Nýskr: 06/2005, 4400cc Sjálfskiptur, silfurlitaður Ekinn 51.000 þ. Verð kr. 7.950.000 Tilboð kr. 6.750.000 BMW X5 3.0i Nýskr: 12/2006, 3000cc Sjálfskiptur, dökkgrár Ekinn 10.000 þ. Verð kr. 6.450.000 Tilboð kr. 5.700.000 BMW 550i Nýskr: 8/2006, 5000cc, 380 hö Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 17.000 þ. Verð kr. 8.600.000 Tilboð kr. 7.500.000 BMW X3 2.5i Nýskr: 05/2006, 2500cc Sjálfskiptur, ljósblár Ekinn 16.000 þ. Verð kr. 5.150.000 Tilboð kr. 4.350.000 Porsche Cayenne Nýskr: 09/2004, 3200cc Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 44.000 þ. Verð kr. 5.600.000 Tilboð kr. 4.600.000 BMW Z4 M Coupe Nýskr: 02/2007, 3300cc, 343 hö beinskiptur, blár Ekinn 9.000 þ. Verð kr. 7.900.000 Tilboð kr. 6.700.000 Porsche 911 Carrera 2 (Anniversary) Nýskr: 08/2005, 3600cc beinskiptur, silfraður Ekinn 9.000 þ. Verð kr. 9.950.000 Tilboð kr. 9.000.000 BMW X5 3.0i Nýskr: 05/2006, 3000cc Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 27.000 þ. Verð kr. 6.050.000 Tilboð kr. 5.300.000 Gott úrval á staðnum. Komdu í heimsókn til okkar að Grjóthálsi 1. Fjölmargir fjármögnunar möguleikar - allt að 100% lán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.