Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SPARISJÓÐIR eru að grunni
til félagslegar stofnanir og meg-
inhluti eiginfjár þeirra er í sjálfs-
eign, í reynd í eign almennings
þess nærsamfélags
sem viðkomandi
sparisjóður þjónar.
Hlutverk sparisjóðs
er að veita almenna
fjármálaþjónustu á
grundvelli hugsjóna
um eflingu og upp-
byggingu atvinnulífs
og menningarstarfs á
heimasvæði sínu. Sem
slíkir gegna þeir afar
þýðingarmiklu hlut-
verki, ekki hvað síst á
landsbyggðinni.
Stofnfjárhafar, sem
lögum samkvæmt þurfa að standa
að hverjum sparisjóði, eru engan
veginn eigendur sjóðanna heldur
trúnaðarmenn samfélagsins á
starfssvæði sjóðanna. Hlutverk
stofnfjárhafanna er að tryggja að
sjóðurinn starfi á þessum hug-
sjónagrunni en ekki að hámarka
eigin persónulegar arðgreiðslur. Í
ofantöldu felst ímynd og gildi heit-
isins „sparisjóður“. Hins vegar
ber hlutafélagsbanki engar slíkar
samfélagsskyldur, heldur er meg-
inmarkmið hans að hámarka ábata
og arð eigenda hlutafjárins. Hér
er því einfaldlega grundvall-
armunur á.
Að hirða eigur samfélagsins
Á síðustu misserum hafa spari-
sjóðirnir átt í vök að verjast gegn
aðilum sem reyna að brjótast inn í
þá og komast yfir eigið fé þeirra
og viðskiptavild, yfirtaka þá og
leggja þar með hald á eigur sam-
félagsins. Sú spurning hlýtur að
verða áleitin hverjum þeim sem
virðir hugsjónir sparisjóðanna eða
ber rétt samfélagsins fyrir brjósti,
hvernig það megi ger-
ast að almennings-
hluti eins og í Spari-
sjóði Reykjavíkur og
nágrennis (SPRON)
hafi lækkað hlutfalls-
lega á örfáum árum
úr tæpum 90% í 15%
án þess að neinn hafi
þar haldið vörnum
fyrir. Horfi ég m.a. til
Fjármálaeftirlitsins í
þeim efnum. Þeir sem
sækja hvað harðast á
um hlutafélagavæð-
ingu sparisjóða ættu
að hugleiða hvaða lagalegan eða
a.m.k. siðferðislegan rétt þeir hafi
til að einkavæða samfélagsstofn-
anir eins og sparisjóðirnir eru. Ef
sparisjóði er breytt í hlutafélag þá
er hann ekki lengur sparisjóður
heldur einkavæddur banki á
markaði.
Á allt að gleypa?
Ég álít að sparisjóður sem
hverfur frá markmiðum sínum og
samfélagslegri umgjörð, svo sem
með því að vera breytt í hluta-
félag, eigi ekki lengur rétt á að
kallast sparisjóður. Menn verða að
vera sjálfum sér samkvæmir. Er
það t.d. ekki svo að þeir sem fara í
kynskiptaaðgerðir gangist fúslega
við nýju kynferði sínu? Í sam-
þykktum sparisjóðanna eru skýr
ákvæði um hvernig þeir skuli
lagðir niður ef ekki er vilji til að
starfrækja þá áfram í sínu fé-
lagslega formi. Einkavæðing og
yfirtaka almenningseigna fer nú
því miður eins og eldur um akur.
Virðist þar fátt heilagt, hvort sem
eru orkuveitur, náttúruauðlindir
eða sparisjóðir landsmanna sem
nú standa sem varnarlaus fórn-
arlömb græðginnar.
Græðgina verður að stöðva!
Sparisjóðirnir eiga áfram að
gegna lykilhlutverki í fjár-
málaþjónustu hér á landi og því er
mikilvægt að standa vörð um gildi
þeirra og starfsgrundvöll. Vel má
vera að skerpa þurfi á þeim þátt-
um með lögum og tryggja jafn-
framt sérstöðu þeirra og sam-
keppnishæfni án þess að eðli
þeirra breytist og hugsjónir glat-
ist. Eitt fyrsta skrefið þar gæti
verið að lögvernda heitið spari-
sjóður og að hlutafélag mætti ekki
bera það heiti. Ég skora á alla þá
mörgu sem eru trúir sparisjóða-
hugsjóninni að rísa upp til varnar
og þétta raðir sínar. Það verður
að stöðva græðgina sem nú vill
brjóta sér leið inn í sparisjóði
landsmanna.
Að brjótast inn í
sparisjóði landsmanna
Jón Bjarnason skrifar um
hlutafélagavæðingu sparisjóða
landsins
»Ég skora á alla þámörgu sem eru trúir
sparisjóðahugsjóninni
að rísa upp til varnar og
þétta raðir sínar.
Jón Bjarnason
Höfundur er þingmaður Vinstri
grænna.
Við lestur greinar Helga Áss
Grétarssonar, „Sannleikur, réttlæti
og fiskur“, í Morgunblaðinu kom
eftirfarandi vísa upp í hugann:
Sannleikurinn flýgur frjáls
í flestum löndum.
Ef við segjum hann til hálfs
höllum fæti stöndum.
Það er staðreynd að frá árinu
1950 til ársins 1973 voru útlend-
ingar að veiða rúmlega 1/3 af 400
þúsund tonna þorskafla Íslendinga
á ári á Íslandsmiðum og allt í lagi
virtist vera með þorskstofninn. Út-
lendingarnir voru á veiðum mest
frá Langanesi, suður með Aust-
fjörðum, út af Suðurlandi og Vest-
fjörðum. Tvær aðalástæður voru
fyrir þessu, sú fyrri að hafnleysi
var fyrir Norðurlandinu frá Ísa-
firði að Eyjafirði og þaðan í Seyð-
isfjörð. Sú seinni, ekki síður mik-
ilvæg, var að smáfiskurinn sem
var við norðurlandið var miklu
verðminni á erlendum mörkuðum.
Svo geymdist hann verr í ísnum.
Árið 1964 var farið að taka með-
alþyngd af öllum þorskafla þegar
bátar og togarar lönduðu vegna
Landssambandsverðs sem var sett
á fiskinn og var það mismunandi
eftir stærð þorsksins. Meðalþyngd
1986 og 1987 reyndist vera 1,9 kg
á togurunum en á bátaflotanum 5
kg. Bátarnir voru að veiða 52% af
þorskinum, togararnir 48%. Þá
geta allir sem eitthvað hafa komið
nærri fiskveiðum séð hvað var að
ske á miðunum.
Gríðarlegt magn hefur farið fyr-
ir borð á togurunum sem kemur
ekki fram og ef fiskifræðingar
okkar hefðu borið gæfu til að loka
fyrir togveiðar fyrir norðurlandinu
þá værum við líklega að veiða okk-
ar 400 þúsund tonn af þorski eins
og við vorum að veiða með útlend-
ingunum frá 1950-1973.
Í nóvember 2001 birtust nokkr-
ar línur eftir mig í Morgunblaðinu.
Nú finnst mér að endurtaka þurfi
og fara þær hér á eftir:
Togararallið er önn-
ur dýrasta vitleysan
sem hefur verið fram-
kvæmd hér á Fróni
síðari árin og gengur
næst kvótakerfinu í só-
un. Framkvæmd ralls-
ins er sú að toga á
sama svæði sömu mán-
uði, daga og ár hvert.
Sömu skip eru notuð,
togveiðarfærin þau
sömu, allt voða ná-
kvæmt og aflinn bor-
inn saman. Aflinn er
sem sagt samanburð-
arfræðin, hvað fæst á
svæðunum ár eftir ár.
Ég sagði strax að
þessi mæling væri ekki
marktæk og myndi
skila röngum nið-
urstöðum því að að-
ferðafræðissamanburð-
urinn var rangur.
Skilyrðin á miðunum
eru langt frá því að
vera þau sömu ár frá ári á sama
degi eins og sést á eftirfarandi
rökum. Allir Íslendingar kannast
við aflahroturnar í kringum páska.
Í ár voru páskarnir 15. apríl en
verða 28. mars á næsta ári. Þetta
er 18 daga munur. Það hefði verið
marktækara ef ralldagarnir hefðu
verið miðaðir við stöðu tungls í
páskamánuðinum sem hefur gríð-
arleg áhrif á allt lífríki í sjó og á
landi eins og flestir þekkja. Tungl-
ið veldur sjávarföllunum flóði og
fjöru svo skilyrðin í sjónum verða
sjaldan eins á sama tíma árs.
Tunglið verður á sama tíma árs á
19 ára fresti svo skilyrði á mæl-
ingatímanum sömu daga árs verða
aldrei nákvæm. Nær hefði verið að
miða við stöðu tungls í páskamán-
uðum.
Það hefur ekki verið skrifuð bók
um framkvæmd fiskveiða og þá
ekki um hegðun fiska sem hjálpar
vönum skipstjórum
að veiða fiskinn.
Sjávarföllin spila
stórt hlutverk við
fiskveiðar, t.d. vita
margir skipstjórar á
togveiðum muninn á
veiði í stækkandi
straumi og minnk-
andi straumi og
muninn á því að toga
í köntum sem
straumur stendur
upp í eða niður
kanta, einnig ef mikil
veiði er á línu því þá
fæst oftast mjög lítið
eða ekkert í troll.
Þetta og margt
annað í sambandi við
fiskveiðar sem marg-
ir okkar ágætu afla-
manna vita þyrfti
einhver þeirra að
skrifa bók um sem
yrði notuð í Háskól-
anum fyrir verðandi
fiskifræðinga og myndi það auka
þeim skilning á fiskveiðum al-
mennt.
Togararallið er bull að mínu
mati og skilar engri þekkingu um
stofnstærð fiska.
Í fiskifræði var brotið blað
byrjað með rallí að þvæla.
Árlega á þessum degi, stund og stað
stofnstærð þorsks þeir mæla.
Tunglið hefur töframátt
og tök á náttúrunni.
Rallíið nær engri átt
og aulum létt í munni.
Stofnstærð
Halldór Halldórsson hefur
miklar efasemdir um tog-
ararallið
» Togararalliðer bull að
mínu mati og
skilar engri
þekkingu um
stofnstærð
fiska.
Halldór Halldórsson
Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI
hinn 11. september óskaði bæj-
arstjóri Kópavogs eft-
ir því að hæfi fulltrúa
Samfylkingarinnar í
Skólanefnd yrði kann-
að.
Svo var málum
háttað að skólastjóri
Smáraskóla óskaði
eftir staðfestingu
skólanefndar á
ákvörðun hennar
vegna ráðningar í
stöðu aðstoð-
arskólastjóra við
Smáraskóla. Venjan
er sú í Kópavogi að
skólastjórar ráða
sjálfir í allar stöður
innan skólans og svo
var einnig í þessu til-
felli. Að sjálfsögðu
dró skólanefndin ekki
ráðninguna í efa og
staðfesti skv. hefð.
Tveimur vikum fyrir
fund skólanefndar
höfðu fréttir af ráðn-
ingunni birst í bæj-
arblöðunum í Kópa-
vogi og á heimasíðu
bæjarins og aðstoð-
arskólastjórinn kom-
inn til starfa. Það var því ljóst að
gengið hafði verið frá ráðningunni
löngu áður en umræddur skóla-
nefndarfundur var haldinn.
Annar fulltrúa Samfylking-
arinnar í skólanefnd og nýráðinn
aðstoðarskólastjóri Smáraskóla eru
systkinasynir, en af því hér var
skólanefnd ekki að taka ákvörðun
um ráðningu viðkomandi, heldur
einungis leggja blessun sína yfir
ákvörðun skólastjóra Smáraskóla
taldi hann sig ekki þurfa að víkja
af fundi. Þess má líka geta að
fulltrúinn hafði fengið leiðbeiningar
frá fræðslustjóra um hvernig hann
ætti að standa að þátttöku sinni í
þessu ráðningarferli og þar með
vakið athygli á tengslum sínum.
En Gunnar I. Birgisson gerði at-
hugasemd við hæfi skólanefnd-
armannsins með þeim „mál-
efnalegu“ rökum að hann vildi
gjalda líku líkt. Hann er að hefna
sín. Bæjarfulltrúar
Samfylkingarinnar
gerðu nefnilega at-
hugasemd við hæfi
Gunnar Birgissonar og
Ómars Stefánssonar
fyrir rúmu ári í Glað-
heimamálinu svokall-
aða. Þá voru teknar
ákvarðanir í bæjarráði
og bæjarstjórn er
vörðuðu verulega fjár-
hagslega hagsmuni
hesthúsaeigenda í
Glaðheimum þegar
Kópavogsbær keypti af
þeim húsin á marg-
földu markaðsvirði.
Þótt svo eiginkona
Gunnars ætti þar veru-
legra hagsmuna að
gæta ásamt föður Óm-
ars sáu hvorugir
ástæðu til að lýsa sig
vanhæfa í málinu fyrr
en bæjarfulltrúar Sam-
fylkingarinnar bentu
þeim á vanhæfi þeirra.
Stendur þó skýrum
stöfum í sveitarstjórn-
arlögum að sveit-
arstjórnarmenn skulu
vekja athygli á tengslum sínum ef
einhver vafi leikur á hæfi þeirra.
Rétt er að minna á að bæj-
arlögmaður Kópavogs tók undir at-
hugasemdir Samfylkingarinnar og
taldi vanhæfi þeirra félaga augljóst.
Það sætir í raun furðu að Gunnar
skuli rifja þetta mál upp núna og
enn draga í efa vanhæfi sitt. Eng-
inn vafi leikur á persónulegum
hagsmunum hans og þar með van-
hæfi í því máli. Málið situr í Gunn-
ari sem leitar nú hefnda en hefur
ekki fundið verðugra tilefni en
þetta.
Hefnd bæjar-
stjórans í
Kópavogi
Guðríður Arnardóttir fjallar
um ráðningu í stöðu aðstoð-
arskólastjóra við Smáraskóla
Guðríður Arnardóttir
» GunnarBirgisson
gerði athuga-
semd við hæfi
skólanefnd-
armanns Sam-
fylkingarinnar
með þeim mál-
efnalegu rökum
að hann vildi
gjalda líku líkt.
Höfundur er oddviti Samfylking-
arinnar í Kópavogi.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
MIKLAR umræður eru nú um
vandann að manna leikskólana á
höfuðborgarsvæðinu. Það vantar
tilfinnanlega starfsfólk og mennt-
aðir leikskólakennarar ráða sig til
annarra betur launaðra starfa. Það
viðurkenna flestir að launin eru
alltof lág en það er líka erfitt að ná
samstöðu hjá þjóðinni um að ein
stétt eins og leikskólakennarar eigi
að hækka mikið umfram aðra. Í því
liggur vandinn.
Forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins hafa varpað fram þeirri hug-
mynd að til þess að brjótast út úr
þessu væri ráð að leikskólar yrðu í
auknum mæli einkareknir. Einnig
hefur sú hugmynd komið fram að
ræða við atvinnurekendur um að
þeir starfræktu leikskóla fyrir sín
fyrirtæki.
Furðulegt er að sjá og heyra
hvernig vinstra liðið bregst við.
Þeir tala um uppgjöf og feira í
þeim dúr. Segja að eina ráðið sé að
hækka launin. Þetta er sama liðið
og stjórnaði Reykjavík í 12 ár.
Hvers vegna leystu þeir ekki málin
þá?
Hvað er athugavert við að Bónus
eða Kaupþing reki leikskóla fyrir
sitt starfsfólk? Auðvitað yrði þess
krafist að menntaðir leikskólakenn-
arar væru starfandi. Væri agalegt
ef þessi lausn yrði til að hækka
laun starfsfólks og leysa úr þeim
vanda sem nú er til staðar? Hvers
vegna fagna stéttarfélögin ekki
þessari lausn? Er BSRB-forystan
og forusta KÍ á móti því að laun
umbjóðenda þeirra hækki af því
lausnin er ekki samkvæmt vinstri
skoðunum þeirra?
Er slæm reynsla af rekstri leik-
skóla sem Margrét Pála rekur
(Hjallastefnan)? Ég held að svarið
sé nei, þvert á móti er mjög góð
reynsla.
Ágætis reynsla er af einka-
rekstri margra annarra leikskóla.
Það er alveg með ólíkindum hvern-
ig vinstri menn bregðast við ef
prófa á eitthvað nýtt. Þröngsýnin
og afturhaldið virðist vera allsráð-
andi í herbúðum Vinstri grænna.
Það verða litlar framfarir og kjara-
bætur í þjóðfélaginu ef vinstri
menn fá að ráða sveitarfélögum og
landinu.
SIGURÐUR JÓNSSON,
Heiði, Selfossi.
Þröngsýni
Frá Sigurði Jónssyni