Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 29
m og sjá
gjast mál-
al annars
andgerði,
andteknu,
m enn er
þá flutt til
rdag og
helgina.
andteknir
úrskurð-
mtudags-
nni til 18.
ður haldið
komið við
gna fíkni-
egar ekki
rnir, sem
um, Nor-
egi og Danmörku, myndu sitja í
varðhaldi. Friðrik Smári tjáði fjöl-
miðlamönnum það einnig í gær að
ekki væri búið að taka ákvörðun um
hvort krafist yrði framsals á þeim.
Sú ákvörðun verður tekin síðar.
Ekki fæst uppgefið hvort fleiri séu
grunaðir um aðild að málinu en lög-
regla útilokar ekki að svo sé.
Tókst innflutningur árið 2005?
Um miðjan dag í gær fengust
upplýsingar um, að tveir hinna
handteknu væru bræður. Var ann-
ar þeirra handtekinn í höfuðborg-
inni en hinn í Stafangri í Noregi þar
sem hann er búsettur. Í kjölfarið
bárust fregnir af því frá Fáskrúðs-
firði að sömu menn hefðu verið á
ferðinni þar fyrir tveimur árum.
Í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá skútu sem var lagt við höfnina í
byrjun september árið 2005. Tveir
bræður komu á land og sögðu, að
skútan væri vélarvana. Ægir Krist-
insson hafnarvörður staðfesti við
Morgunblaðið í gær að mennirnir
hefðu í kjölfarið fengið að hringja,
og skömmu síðar voru þeir sóttir og
höfðu með sér allan sinn farangur.
Hvorki lögregla né tollgæslan skoð-
uðu málið. Starfsmaður bæjarins
gróf upp nafn annars mannsins
nokkrum mánuðum síðar vegna
vangoldinna hafnargjalda og einnig
til að spyrja hvað ætti að gera við
skútuna. Greiddi annar mannanna
þá hafnargjöldin og sótti skútuna
síðar án þess þó að láta af því vita.
Skútan bar nafnið Lucky Day en
engin skráningarnúmer voru á
henni. Ægir segist ekki vera með á
hreinu hversu há hafnargjöldin
voru.
Atferli mannanna tveggja á
fimmtudagsmorgun var nákvæm-
lega eins og bræðranna fyrir tveim-
ur árum og vakna óneitanlega upp
spurningar um hvort þeim hefur
tekist að komast inn í landið með
fíkniefni í það skiptið. Friðrik
Smári vildi ekkert tjá sig um atvik-
ið fyrir tveimur árum þegar hann
var inntur eftir því.
140 þúsund skammtar
Afar óvenjulegt er að menn reyni
innflutning á MDMA-dufti, sem er
virka efnið í e-töflum – hvað þá 14
kílóum. Algengt magn af MDMA í
e-töflum er á bilinu 50-100 mg og ef
gert er ráð fyrir efri mörkunum má
því fá tíu töflur úr einu grammi af
hreinu MDMA. Með tiltölulega
auðveldum reikningskúnstum má
finna það út að ef efnið er hreint er
hægt að fá úr 14 kg í það minnsta
140 þúsund skammta af e-töflum.
Magnús Jóhannsson, forstöðu-
maður Rannsóknastofu í lyfja- og
eiturefnafræði, segir þó að taka
verði mið af því að ekki sé búið að
efnagreina efnin. Rannsóknarstof-
an hefur fengið sýni til rannsóknar
og kemur í ljós á næstu vikum
hversu sterkt það er.
Hann segir gríðarlega miklu máli
skipta hversu hrein efnin eru. „Þeir
geta verið að blanda [amfetamín]
allt að tífalt og það er því gríðarlegt
magn sem verið er að tala um.
Manni finnst það ekki ólíklegt að
efnið sé hreint, þó að við séum ekki
búin að mæla það. Þeir reyna að
flytja inn hreint efni, enda eykst
það mikið bæði að rúmmáli og
þyngd ef þeir blanda það.“
Magnús segir jafnframt sjald-
gæft að MDMA-duft sé sent inn til
rannsóknarstofunnar. Nær ávallt
sé það í formi e-taflna.
Í september árið 2001 var Aust-
urríkismaðurinn Kurt Fellner tek-
inn með 67.485 e-töflur við komuna
til landsins. Það er langmesta magn
e-taflna sem lagt hefur verið hald á
í einu hér á landi. Hægt er að gera
því skóna að það vafasama met hafi
sannarlega verið slegið.
ð á
ð 2005
!
'
:&%!7 A+;-,%58+(#J%+-
8;""
!""
%8<
A1-#-
()
*+, ( '- #K-
8;""
!"#&87
+
8"<$
"(%58+8 ; &
%A1-#-
&
%+@"!
"+;$! ( '
#K-
"( (.
:&%!7 A+;#&(#J%+A A#J"8"-
() @
;&&
%+!
"%8A/01;4K+;+$$
( &B8 ( '
#K3%
8%%B#
#
8 7!
+;#"@"
' "('5 +
8+;-
( ((7
8"'+ +;#5;;%+;%%5#+
L. 1;&M
B#+!5#+!%+ %;+ &
#;45&!
8-
;8
%;(
&+J;%B%35!5 + &8+;(8
!"'5&"3@-
-5 +%8
;3%8
;74%
&'K"A3(7
% 8-8K!%#%N
#;;%&
%+@"! "KK3!;3#!(" !
8
B3
;#B&&!
4+
&A!
("+#
-
H";#
B+8
"'
A&7+&;B +; &&
#B4++;-H"&! %#+&
%+@
%%A% %
#"
A&;B &
"# 8-
8%% &"(
8
&$+%"(N"-
2 # 343"& .
#-
%%+$$(;+3' "
;
"!%-4 % &"(
8-
!
%87
+!
4+
&A; ;&8!#
8+- #
;+8;7A8%
#+##+%+
8%"%8
%
# &%
+"48"B8( /#+##+%+ -
8"'+ A78
+!(;8!5 +;5!+;"%+&#
8;
"&
"7N"3+#+4A8;% &4A8%+%3A;%
%8&+8;#
&A%%-&&
%+
#
%!(;+&
B;# &A'B&"
B-
"A!(;+%
+;#;%B%3'K"@G%&+7N## &74%A%%+
B#%-
; ) #% - &O#$
Í HNOTSKURN
»Tíu menn hafa veriðhandteknir í tengslum við
fíkniefnamálið sem upp kom
á Fáskrúðsfirði á fimmtudag.
»Níu þeirra eru Íslend-ingar en einn Dani. Ekki
hefur verið greint frá því
hvort um er að ræða höf-
uðpaurana í málinu.
» Í skútu mannanna fund-ust ríflega 60 kg af fíkni-
efnum, og jafnvel upp undir
70 kg. Einnig voru þar 1.800
e-töflur.
»Á meðal þess sem reyntvar að smygla voru 14 kg
af MDMA-dufti.
að ræða afar sterk efni
hífð upp á hafnarbakkann í gærmorgun.
Það hefur afar mikiðforvarnagildi að lög-reglan skuli hafa lagthald á hið mikla magn
fíkniefna sem fannst í skútunni
í Fáskrúðsfjarðarhöfn í fyrra-
dag en til lengri tíma eru áhrifin
engin, að mati Þórarins Tyrf-
ingssonar, yfirlæknis SÁÁ.
„Verðið hækkar aðeins en
fíklarnir fóðra þá fíknina með
öðrum hætti þangað til aftur
kemur efni á markaðinn,“ segir
hann. Þeir hafi ýmis ráð til
þess, m.a. leita í önnur fíkniefni
eða áfengi.
Þar með er Þórarinn alls ekki
að gera lítið úr árangri lögregl-
unnar því hann segir að menn
geti rétt ímyndað sér áhrifin ef
allt þetta efni kæmist út á
markaðinn. „Ef þetta efni hefði
ekki verið tekið og þetta magn
hefði verið til sölu og laust á
markaðnum, þá hefði verið mik-
ill þrýstingur á að koma þessu
efni til þeirra sem ekki eru þeg-
ar neytendur,“ segir hann. Ef
ekkert aðhald væri af hálfu lög-
reglu og tollgæslu og ekkert
væri tekið væri framboðið og
þar með neyslan enn meiri en
hún er í dag.
Neyslan aldrei meiri
Þórarinn segir að frá árinu 1996
hafi neysla örvandi fíkniefna
stöðugt aukist hér á landi. Aldr-
ei hafi neyslan verið jafn algeng
eða fleiri greinst sem fíklar.
Örvandi vímuefnafíklar sem
leita til SÁÁ eru um 700 og um
250-300 manns verða háðir efn-
unum á hverju ári.
Fíkn í amfetamín er lífs-
hættuleg eins og vel sést í könn-
un sem gerð var á afdrifum am-
fetamínfíkla sem komu inn á
Vog árið 1996. Alls voru fíkl-
arnir um 390. Tíu árum síðar
höfðu 30 látist og 35% voru með
lifrarbólgu C. Enginn lifði leng-
ur en til 55 ára aldurs og 20 af
þessum 30 voru yngri en 35 ára.
Um borð í skútunni fundust
um 50 kíló af amfetamíni en
einnig um 14 kíló af e-töfludufti.
Þórarinn kannast vel við að hér
sé þessa efnis neytt í duftformi
en ekki eingöngu í töfluformi.
Algengast sé að menn taki það
um munn en einnig um nef og
æð. Hugsanlega þyki mönnum
sem efnið sé sterkara í töfl-
unum. Þá megi hugsa sér að
smyglararnir hafi hugsað sér að
slá duftið í töflur hér á landi. E-
töfluneysla hefur e.t.v. ekki far-
ið ýkja hátt í fjölmiðlum en í
Morgunblaðinu í nóvember
2006 sagði Valgerður Rúnars-
dóttir, læknir hjá SÁÁ á Vogi,
að hún væri meiri en í „faraldr-
inum“ á árunum 1995-1996.
Ársneysla um 640 kíló
SÁÁ hefur reiknað það út að
miðað við fjölda fíkla megi
áætla að 640 kíló af amfetamíni
þurfi til að fullnægja mark-
aðnum.
Það má þó ekki líta svo á að
allt þetta efni sé flutt til lands-
ins. Í fyrsta lagi er yfirleitt
reynt að flytja inn sterkt efni
sem má margdrýgja og í öðru
lagi er ekki óvarlegt að gera ráð
fyrir að eitthvert, jafnvel veru-
legt, magn sé framleitt hér á
landi. Nægir þar að nefna inn-
flutning á amfetamínbasa sem
lögregla og tollgæsla hafa ítrek-
að stöðvað.
Þórarinn segir að yfirleittt
sjái fíklar um götusölu fíkniefna
en síðan séu e.k. heildsalar sem
virðast yfirleitt eiga efni á lag-
er. Þannig sé alltaf eitthvað til
af efnum í landinu.
Meira en allt árið í fyrra
Í fyrra var alls lagt hald á 46,5
kíló af amfetamíni og 12,9 kíló
af kókaíni en í báðum tilfellum
var um metmagn að ræða. Á
sama tíma lagði norska toll-
gæslan hald á um 97 kíló af am-
fetamíni og 8,3 kíló af kókaíni.
Telur engin langtíma-
áhrif af fíkniefnamálinu
Þórarinn Tyrfingsson
LÖGREGLAN á höfuðborg-
arsvæðinu sýndi í gær á blaða-
mannafundi hið gríðarlega
magn fíkniefna sem fannst í
skútunni í Fáskrúðsfjarð-
arhöfn en aldrei hefur viðlíka
magn af örvandi fíkniefnum
fundist í einu.
Ef einungis er litið á am-
fetamínið má benda á að það
er öllu meira en lagt var hald
á allt árið í fyrra. Þó var árið
2006 algjört metár og hald-
lagt amfetamín á því ári var
meira en tekið var hér á landi
öll árin 2000-2005.
E-töflurnar sem fundust í
skútunni eru jafnframt álíka
margar og fundust í fyrra. Hið
mikla magn e-töfludufts á sér
hins vegar engin fordæmi en
ef efnið er sterkt, sem líklegt
þykir, má ætla að það myndi
duga til að framleiða 140.000
e-töflur.
Þetta er langmesta magn
sem fundist hefur af þessu
efni hér á landi. Sá einstaki
fundur sem kemst næst þess-
um var þegar Austurrík-
ismaður var handtekinn á
Keflavíkurflugvelli með
67.485 e-töflur árið 2001. Ekki
var talið að hann ætlaði töfl-
urnar til sölu hér á landi. Í
héraði var hann dæmdur í 12
ára fangelsi en dómurinn var
síðan mildaður í Hæstarétti í
níu ára fangelsi.
Morgunblaðið/Júlíus
Eitur Aldrei hefur viðlíka magn örvandi fíkniefna fundist í einu lagi hér á landi.
Dæmalaust magn
GEORG Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, segir fíkniefna-
málið sem upp kom á fimmtudag-
inn sýna að skynsamlegt sé að
auka eftirlit með ströndum lands-
ins.
„Landið er ekki galopið eða
óvarið. Við erum með góða og
öfluga Landhelgisgæslu sem er
ágætlega tækjum búin og nú er
unnið að endurbótum á þeim bún-
aði,“ segir Georg. Hann bendir á
að öflugt fjareftirlit sé haft með
skipum sem sigli á hafsvæðinu í
kringum Ísland. „Það er hins veg-
ar forsenda slíks eftirlits að menn
hafi kveikt á eftirlitsbúnaði um
borð í skipum sínum. Mönnum
ber skylda til að hafa kveikt á
búnaðinum og við reiknum með
að við sjáum langmest af allri um-
ferð hér.“
Georg bendir á að skynsamlegt
væri að koma upp strandratsjám
meðfram ströndinni sem fylgst
gætu með skipaferðum 40 til 60
sjómílur frá landi. Slíkur búnaður
sé einfaldur og hann megi tengja
við ljósleiðarakerfið sem liggi um
landið án mjög mikils tilkostn-
aðar. Þess konar eftirlit fari fram
með strandlengjum langflestra
nágrannalanda Íslands en þar séu
skipaferðir reyndar almennt
meiri en hér við land. „Síðan
mætti vel notast meira við gervi-
hnattamyndir við eftirlitið. Þær
kosta mikið en mörg fyrirtæki
bjóða upp á myndir af svæðinu
hér í kring þótt ekki sé hægt að
stóla á þær alla daga ársins.“
Morgunblaðið/Júlíus
Eitur Aldrei hefur viðlíka magn
örvandi fíkniefna fundist í einu
lagi hér á landi
Ratsjáreft-
irlit með
ströndinni?