Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HallfríðurHelga Dag- bjartsdóttir fæddist í Arnarfirði 8. sept- ember 1930. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi 10. september síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Ragn- heiður Jóhanna Ólafsdóttir frá Bíldudal og Dag- bjartur Jóhannes Sigurbjörn Guð- brandsson úr Reykjavík. Fóstur- foreldrar hennar voru Júlíana Stígsdóttir og Jón Kári Kárason en stjúpfaðir hennar var Björg- vin Kristinn Guðjónsson frá Brekkum í Hvolhreppi. Hálf- systkini Helgu sammæðra eru Hörður, f. 25.6. 1940, Guðbjörg, f. 7.2. 1945, Ingibjörg Edda, f. 20.3. 1947, og Katrín Jónína, f. 4.8. 1954. Helga giftist í Reykjavík 14.9. 1946 Bandaríkjamanninum Fre- derick Charles Skinner. Þau eign- uðust þrjú börn: Júlíu, f. 13.4. 1948, Stefán, f. 7.6. 1951, og Pétur, f. 4.8. 1957. Helga og Fre- derick skildu. Hinn 11. maí 1968 giftist Helga Guðjóni Ólafssyni í Syðstu- Mörk undir Eyja- fjöllum. Sonur þeirra er Björgvin, f. 3.2. 1969. Helga ólst upp hjá ömmu sinni í Reykjavík en fluttist 16 ára gömul með fyrri manni sínum til New York árið 1946 og bjó í Bandaríkjunum til ársins 1966 þegar hún kom aftur til Íslands ásamt yngsta barni sínu, Pétri. Í maí 1967 komu þau að Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll- um og bjó Helga þar allt til dauðadags. Útför Helgu fer fram frá Stóra-Dalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Helga var móðir mín og ég kall- aði hana alltaf „Ma“ til styttingar. Hún fæddist 1930 og átti erfitt líf fyrir höndum. Amma hennar ól hana upp að mestu leyti á tíma þeg- ar erfitt var að láta enda ná saman. Ég held að hún hafi komið til Bandaríkjanna árið 1946 sitjandi á appelsínugulum kassa um borð í flutningavél. Það er fáheyrður ferðamáti í dag. Hún hafði kynnst föður mínum sem var í sjóher Bandaríkjanna og höfðu þau gifst. Ma kom til Bandaríkjanna án þess að kunna tungumálið, siði og venjur eða nokkuð annað í þessum framandi heimi. Fjölskylda hennar og allt sem hún þekkti var skilið eftir á Íslandi. Á þeim tíma í sög- unni réðu önnur, þriðja og fjórða kynslóð Ameríkana lögum og lofum og tóku þeir illa á móti innflytj- endum. Samt sem áður lærði hún að tala ensku fullkomlega og án hreims! Hún fæddi þrjú börn; Júlíu, mig og Pétur, og ég man eftir heim- ili sem var mjög skipulagt, hreint og hlaðið íslenskum venjum og sið- um, svo sem þorski, þorskalýsi (oj), ást á hafinu og sterkum fjölskyldu- gildum. Á síðari hluta fimmta áratugarins smitaðist Ma af berklum. Ég var að sjálfsögðu ekki fæddur en ég veit að hún hefur þjáðst mjög. Lækn- arnir fjarlægðu eitt lunga og tóku fimm rifbein til að komast að því. Þegar hún síðan varð barnshafandi af mér var hún komin með blett á hitt lungað. Að því er virðist hefur meðgangan ýtt því lunga upp og létt á því, þannig að það greri um heilt á ný. Ef þetta hefði ekki komið til hefði hún að líkindum dáið árið 1951. Þrátt fyrir að hafa misst eitt lunga þrælaðist Helga áfram. Ég get ekki munað eftir því að hún hafi nokkurn tímann kvartað yfir þeirri gríðarlegu vanlíðan sem hún hlýtur að hafa upplifað. Þegar sjötti áratugurinn rann upp var hjónaband foreldra minna komið í það mikið óefni að ekki varð aftur snúið. Þar kom að Helga sneri aftur til Íslands og tók Pétur með sér. Nauðbeygð sá hún fram á ann- að óvissuástand, en réði sig á end- anum sem ráðskonu á bænum Syðstu-Mörk. Þar giftist hún Guð- jóni og átti með honum annan son, bróður minn Björgvin. Ég hélt kyrru fyrir í Bandaríkjunum og veit lítið um hennar líf næstu fjörutíu árin, fyrir utan allmargar heim- sóknir. Árið 1995 kom Ma að heimsækja mig til Kaliforníu. Þrátt fyrir hrak- andi heilsu og hitann í Kaliforníu kom hún því það skipti hana miklu að sjá soninn sem hún hafði skilið eftir. Á meðan hún dvaldi hjá mér spurði ég hana hvort hún hefði hugsað um að snúa aftur til Banda- ríkjanna. Hún sagði: „Ísland er mitt land og þar á ég heima.“ Af öllu því sem móðir mín gaf mér, met ég eftirfarandi mest: Þessi frábæru íslensku gen. Fyr- ir utan nokkur kvef og nokkur mót- orhjólaslys hef ég aldrei verið veik- ur einn einasta dag. Fjölskyldubönd. Tengsl mín, sér- staklega við mína íslensku fjöl- skyldu, eru mér mikilvæg. Fjar- lægðin gerir þetta erfitt en þið eruð ávallt í huga mér. Borðsiðir. Engin bar nokkru sinni hatt eða húfu við matarborð Helgu. Gildi boðorðanna tíu. Sem grunn- ur fyrir hverja mannveru að hverfa til finnst engin betri leið á tímum erfiðra ákvarðana. Og ef til vill mest áríðandi eru vinnusiðir, sem hafa þjónað mér vel allt mitt líf og eru ástæða hamingju minnar í dag. Vertu sæl Ma, þú ert að leggja upp í enn eina óvissuferð. Megi þessi vera sú besta. Stefán Skinner, Arizona, USA. Fyrir aldarfjórðungi mægðist ég við Helgu. Við giftumst báðar inn í Syðstu-Merkur ættina, hún Guðjóni bónda löngu fyrr, og bjó á höfuðból- inu, en ég systursyni hans, strákn- um sem þau höfðu haft í sveit. Síðan hefur okkar fundarstaður verið í Syðstu-Mörk. Hún fór ekki oft af bæ, heilsu- brestur hamlaði för. Fundarstaður- inn var stöku sinnum við rúmstokk- inn þegar illa byrjaði en oftast við eldhúsborðið eða í stofu hjá þeim hjónum, þar sem skrafað var um menn og málefni, ættir raktar, póli- tíkinni sýnd virðing og við borg- arbörnin frædd um búskaparhætti að fornu og nýju. Gestrisnin var mikil og birtist ekki bara í gnægð og gæðum matar heldur í einlægum áhuga á gest- unum, hugðarefnum þeirra og störfum. Til Helgu og Guðjóns hef- ur alltaf verið gott að koma. Ég geri mér í hugarlund, að ekki hafi alltaf verið auðvelt hlutverk húsmóður á ættaróðalinu, sem ekki færri en sjö mágkonur og mágar hennar og afkomendur þeirra gerðu líklegast tilkall til eða höfðu ákveðna skoðun á hvernig ætti að stýra. En ekki var annað að sjá en Helgu færi þetta vel úr hendi. Hún var enda ekki reynslulaus þegar hún kom undir Eyjafjöllin, forfröm- uð frá Ameríku, með stíl og matars- mekk sem eftir var tekið en fór engu að síður bara vel við íslenskt sveitalíf. Í lífi Helgu urðu kaflaskipti á sjö- unda áratugnum þegar hún kom heim til Íslands og giftist Guðjóni. Það var mikið gæfuspor, sem hún lýsti sjálf þannig, en hafði í för með sér aðskilnað við elstu börn hennar og hefur ekki verið sársaukalaust. Því betur mat hún það fjölskyldulíf sem hún síðar naut og fullkomn- aðist kannski með tilkomu barna- barnanna, sem átt hafa annað heim- ili sitt í Syðstu-Mörk. Mér kom Helga fyrir sjónir sem óvenjulega fordómalaus kona, víð- sýn og mild í viðhorfi sínu til fólks. Þakklæti einkenndi hug hennar og í þeim anda sýndi hún samferðafólki sínu mikla hlýju og umhyggju. Þess minnist áðurnefndur sveitastrákur enn í dag og alla tíð. Nú er húsfreyjan í Syðstu-Mörk fallin í valinn, í kjölfar beinbrots, óvænt og þó ekki. Lungun voru Akkilesarhæll hennar, upphaflega veikt af berklum, og þar kom dauð- inn höggi á hana að lokum. Ekki er þessu alveg lokið þó, ekki á meðan við minnumst hennar. Ég gleðst yf- ir því að stelpurnar okkar Hauks kynntust Helgu og meta hana mik- ils. Minningu hennar verður því haldið á loft langt fram eftir öldinni í okkar fjölskyldu. Guðjóni, sonum þeirra og barna- börnum færum við Haukur og dæt- ur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þóra Steingrímsdóttir. Nú þegar Helga mágkona mín hefur kvatt þennan heim, eftir lang- varandi veikindi, langar mig að minnast hennar nokkrum orðum. Helgu kynntist ég árið 1966, er hún kom alkominn frá Bandaríkj- unum, þar sem hún bjó í um 20 ár. Þar eignaðist hún 3 börn og kom hún með Pétur, yngsta barnið með sér. Oft varð ég þeirrar ánægju að- njótandi að fá hana í heimsókn til okkar Harðar í lengri eða skemmri tíma. Helga sagði oft að hún væri búin að lifa þrjú líf, barnæskuna, árin í Ameríku og árin í íslenskri sveit. Það var hennar gæfa að fara sem ráðskona að Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum. Þar var hennar fram- tíð ráðin, þar sem hún mætti góðum og traustum lífsförunaut. Oft kom ég að Syðstu-Mörk og dáðist að fögru útsýni frá staðnum. Ekki minnist ég þess að hafa komið svo að Syðstu-Mörk, að ekki hafi verið blómstrandi Pálínur í mörgum pottum í eldhúsglugganum hennar Helgu. Það lýsir best henn- ar grænu fingrum að þegar Björg- vin sonur hennar var skírður 1969 fékk hún Alparós frá móður sinni og blómstrar plantan enn í dag. Helga var einstaklega snyrtileg með sig og heimili sitt, oft fórum við saman í búðir og sá ég þá hvað hún hafði góðan smekk fyrir fötum og öðru. Ung veiktist Helga af berklum sem varð til þess að líkamlega gekk hún aldrei heil til skógar upp frá því. Þrátt fyrir það bar heimilið í Syðstu-Mörk vott um seiglu og dugnað hennar. Aldrei bar skugga á vináttu okk- ar þessi ár sem við áttum saman og þakka ég fyrir það. Ég heimsótti Helgu á Landspít- alan fjórum dögum áður en hún lést og ræddum við lengi saman og ekki átti ég von á að við kveddumst þá í síðasta sinn. Elsku Helga mín, nú er þínu lífi lokið á þessari jörð og Guð búinn að fá yndislegan engil til sín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðjóni, Björgvin, Pétri og öðr- um ástvinum votta ég innilega sam- úð. Guðbjörg. Hún Helga í Syðstu-Mörk er dá- in. Minningarnar streyma fram, mínar fyrstu bernskuminningar tengjast þeim hjónum og S-Mörk þar sem amma mín og afi bjuggu og móðir mín ólst upp. Helga hefur verið í S-Mörk síðan ég man fyrst eftir mér, hún gætti mín á öðru ald- ursári, þegar móðir mín var að vinna sem ráðskona í Djúpadal. Þau hjónin hafa ávallt reynst mér vel og verið afskaplega góð við mig, ég tel að þegar ég var hjá þeim svona lítil hafi myndast sérstök tengsl. Við Helga vorum góðar vinkonur þótt töluverður aldursmunur skildi á milli. Hún var fædd í meyjar- merkinu, og var meyja fram í fing- urgóma. Ekki er hægt að minnast Helgu án þess að nefna hversu mjög smekkleg hún var, enda bar heimilið ávallt vott um það, hreint og snyrtilegt. Sjálf var hún alltaf fín um hárið og vel til höfð. Þau hjónin voru mjög gestrisin og ekkert til sparað þegar gesti bar að garði, sem var reyndar oft. Mig langar að þakka Helgu fyrir hve góð hún reyndist börnunum mínum 4, þau hafa öll verið svo innilega velkomin á heimilið í Syðstu-Mörk. Yngsta dóttir mín Jóhanna Sóldís vildi bara vera í Syðstu-Mörk þegar við vorum í sumarbústaðnum, enda var henni vel tekið, gefið að borða og svo fékk hún að leika sér við Re- bekku og Róbert sem voru alltaf á sumrin og í fríum hjá ömmu sinni og afa í Syðstu-Mörk. Já, Rebekka og Róbert voru og eru miklir gleði- gjafar í lífi Helgu og Guðjóns. Líf Helgu var að mörgu leyti frá- brugðið lífi samborgara hennar. Hún var heimskona, sem hafði búið í Bandaríkjunum í um 20 ár, hún var að mörgu leyti framandi og kunni margt fyrir sér, var t.d. lista- kokkur. Margt fannst mér áhuga- vert að læra af henni, sérstaklega bakaði hún góðar kökur og útbjó góðan mat, lagði ætið ríka áherslu á að allt væri fallega fram borið. Fjalladrottning var það lýsingar- orð sem ein góð frænka mín hafði um hana, og tel ég að hægt sé að segja að það hafi hún borið með rentu. Helga hefði aldrei farið af bæ öðruvísi en vel til höfð, óaðfinn- anleg frá toppi til táar. Helga talaði ensku eins og innfædd, og kom það oft á óvart þegar erlenda gesti bar að garði, að húsmóðirin í sveitinni var altalandi á enska tungu og gerðist það oftar en einu sinni að fólk spyrði hana hvað hún væri eig- inlega að gera þarna uppi í fjöllum. Hún gat oft hlegið dátt að því hvað henni fannst þetta heimskuleg og alt að því niðurlægjandi spurning, svarið var svo einfalt hún hafði orð- ið ástfangin af ungum, myndarleg- um og afar geðugum bóndasyni, sem átti eftir að verða lífsförunaut- ur hennar. Elsku Guðjón, Björgvin, Re- bekka, Róbert og Pétur, mínar inni- legustu samúðarkveðjur sendi ég ykkur og bið almáttugan Guð að vernda ykkur og styrkja. Halla Bjarnadóttir. Helga mín, nú ertu farin frá okk- ur. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar ég réð mig sem vinnukona til ykkar hjóna í Syðstu-Mörk fyrir um 17 árum vissi ég náttúrulega ekkert út í hvað ég var að fara. Ég var að koma til ókunnugs lands þar sem ég talaði ekki málið og þekkti hvorki siði né menningu landsins. En ég var mjög lánsöm. Þú, Helga, tókst á móti mér og strax frá fyrsta degi hófst sérstök vinátta sem ég er mjög þakklát fyrir. Þú ólst upp í Reykjavík, fórst ung til ókunnugs lands, bjóst þar í tvo áratugi í milljóna manna borg, komst svo aftur til Íslands og gerð- ist sveitakona undir Eyjafjöllum. Þú hafðir upplifað margt óvenjulegt og ekki var lífið alltaf dans á rósum, en þú sást alltaf einhverja bjarta hlið á málunum. Þú kunnir svo vel að miðla af reynslu og þekkingu þinni og lærði ég margt um lífið og tilveruna. Þetta var mikill skóli fyr- ir mig og ógleymanlegur tími og bý ég enn að því sem þú kenndir mér. Ég átti eftir að koma oft til ykkar og alltaf tókuð þið vel á móti mér. Ég er sérstaklega þakklát fyrir stuðninginn sem þú veittir mér þegar ég missti móður mína. Helga, þú varst glæsileg kona og mikill persónuleiki. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér innilega fyrir samfylgdina í gegnum árin. Guðjóni, börnum og öllum afkom- endum votta ég mína dýpstu sam- úð. Anne B. Hansen, Smjördölum. Elsku Helga mín. Margar góðar og fallegar minn- ingar á ég um þig. Ég á þér svo margt að þakka. Meðal annars hef- ur þú gefið mér eina dýrmæta gjöf sem ég mun aldrei láta frá mér og mun ætíð minna mig á þig. Þegar mamma mín hringdi og tilkynnti mér um andlát þitt, fann ég fyrir sorginni og söknuði sem leiddi til þess að minningar frá því ég var lít- il leituðu á huga minn. Minningar sem ég á frá því stuttu eftir að ég og foreldrar mínir komu í Stóra- Dal. Ég man þegar þú passaðir mig vegna þess að pabbi minn fór með kind til dýralæknis og mamma var ekki heima. Ég mátti velja að fara með pabba mínum eða fara til þín og mér fannst meira spennandi að fara til ykkar í Syðstu-Mörk. Við fórum í heimsókn á aðra bæi og að- eins varstu að segja mér til í sam- bandi við framkomu og hvað mætti á heimili annarra. Mín seinni ár hefur mér þótt gott að tala við þig um marga hluti og fyrir það er ég þakklát og mun ætíð minnast þín sem fallegrar, góðar og umfram allt skemmtilegrar konu sem var búin að reyna margt. Ég kveð þig að sinni og við sjáumst handan ljóssins. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margs er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Guðjóni, börnum og barnabörn- um sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þín, Sigurrós Lilja Helga Dagbjartsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Einlægar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGÞRÚÐAR PÁLSDÓTTUR ljósmóður, frá Eyjum í Kaldrananeshreppi, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Halldór Hjálmarsson, Steinunn Halldórsdóttir, Einar Steingrímsson, Hjálmar Halldórsson, Rún Halldórsdóttir, Páll Halldórsson, Stella Óladóttir, Örn Halldórsson, Ingibjörg Bryndís Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.