Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 37 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, sambýliskonu, ömmu og langömmu, ÖNNU MARGRÉTAR TRYGGVADÓTTUR Brautarholti, Blönduósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Blönduóss. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra, Kolbrún, Árni og Ragnar. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HJÖRDÍSAR RÖGNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Lyngbergi 37, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun. Georg Ragnarsson, Friðbjörn Georgsson, Margrét Ingólfsdóttir, Hildur Georgsdóttir, S. Hlynur Árnason, Ingólfur Már, Hjördís Ragna, Ingibjörg og Thelma. Það er stutt á milli gleði og sorgar. Við hjónin giftum okkur viku áður en örlaga- dagur Simma okkar rann upp. Simmi kom í brúðkaupið, ávallt glottandi, með Möggu sína, dætur og Halla tengdason sinn. Þar áttum við yndislegar stundir öll saman. Hann hafði orð á því að þetta hefði verið skemmtilegasta brúðkaup sem hann hafði farið í, okkur Tóta til mikillar gleði. Simmi kallinn var einstakur mað- ur. Við fjölskyldan erum stolt að hafa mátt kynnast honum eins vel og við gerðum. Áttum stórkostlegar stundir hér heima hjá okkur á Lauganesvegi, í Sílakvíslinni hjá Möggu og Simma, uppí sumarbú- stað, og svo má lengi telja. Simmi var ávallt með hlutina á hreinu, hvort sem það var um mat, stjórn- mál, heimstyrjaldir eða Man Utd. Við munum aldrei gleyma Simma og biðjum algóðan Guð að búa hon- um góðan stað á himnum með hinum englunum. Elsku Magga, Heiða, Emelía, Halli, fjölskyldur og vinir, megi minningin um yndislegan mann hjálpa ykkur í hinni miklu sorg. Sigríður, Þórir (Sigga og Tóti), Andri og Sævar. Mér þykir óraunverulegt að skrifa minningargrein um Simma. Andlát hans er eins og slæmur draumur sem maður vonar að ljúki brátt, en raunveruleikinn gerir þær vonir ávallt að engu. Simmi hafði alla þá kosti sem maður óskar eftir í góðum félaga. Hann var jákvæður, skemmtilegur, hjálplegur, traustur og trúr. Hjá honum voru hlutirnir aldrei neitt vandamál. Við Simmi fengum ekki svo marg- ar stundir einir saman, en þegar þær komu voru þær velkomnar og við nýttum þær vel. Við gátum rætt allt sem okkur lá á hjarta og á milli okkar ríkti traust. Ég minnist þess- ara stunda með hlýju og gleði en jafnframt söknuði. Dæmi um hversu góður vinur Simmi var, er þegar við í matar- klúbbnum hófumst handa við trjá- ræktina okkar fyrir austan. Ég hafði þá strax áhyggjur af því að geta ekki verið viðstaddur þegar þyrfti. Þó að ég hafi ekki látið mínar áhyggjur í ljós, þá skynjaði Simmi þær og sagðist glaður gróðursetja okkar hlut ef að svo yrði. Þetta þótti mér vænt um að heyra og ég vissi að slíkt segði hann ekki nema meina það. Þetta dæmi er lýsandi fyrir þann mann sem Simmi hafði að geyma. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við fjölskyldan höfum átt með Sigmari og fjölskyldu. Elsku Magga, Heiða, Emelía, Svana, Eddi og Óli Páll. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Minning- in um góðan mann lifir í okkar hjarta. Vertu sæll vinur, ég sakna þín. Snorri Jónsson. Ég kveð hér vinnufélaga, vin og frábæran dreng. Þegar mamma kom og sagði mér að Simmi væri dá- inn fannst mér heimurinn hrynja. Ég kynntist Simma þegar ég var mjög ungur, þegar hann og Magga frænka byrjuðu að vera saman. Fljótt kom í ljós hvað hann var mik- ill öðlingsdrengur og góður vinur. Ég man alltaf eftir þegar ég var 8 Sigmar Þór Eðvarðsson ✝ Sigmar Þór Eð-varðsson, versl- unarstjóri Bónus, Hraunbæ, fæddist í Reykjavík 26. mars 1972. Hann lést í veiðiferð 9. sept- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Árbæjarkirkju 20. september ára og gisti hjá Möggu og Simma í fyrsta skiptið í Hraunbæn- um. Þá fór ég í fyrstu veiðiferðina með Simma upp að Elliða- vatni. Við veiddum ekkert en þessi veiði- ferð er samt alltaf of- arlega í huganum. Við fórum í margar veiði- ferðir saman eftir þetta og nokkrar mjög eftirminnilegar, t.d. fórum við eina helgina upp að Heiðarvatni og fengum nokkra fiska. Simmi passaði alltaf upp á að við fengjum eitthvað gott að borða og nóg af því. Í þessari ferð voru steikurnar sem hann kom með svo stórar að við gátum bara grillað eina í einu. Í fyrrasumar fór ég með Simma, Möggu, Emelíu og Heiðu ásamt fleirum til Búlgaríu í 2 frábærar vikur. Þar fór Simmi á kostum og átti stóran þátt í því að gera ferðina eftirminnilega. Simma tókst að plata mig til að fara í teygj- ustökk og ég hélt að það væri mitt síðasta. Hann stóð svo hlæjandi og myndaði allt saman. Það var alltaf stutt í grínið þegar Simmi var ann- ars vegar. Þegar ég byrjaði að vinna í Bónus í Hraunbæ þar sem Simmi var verslunarstjóri hittumst við á hverjum degi og þá kynntist ég hon- um enn betur. Hann var alltaf tilbú- inn til að spjalla og segja sínar skoð- anir á málunum. Elsku Simmi, ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki farið að veiða með þér, spilað póker með þér, horft á fótbolta með þér og síðast en ekki síst leitað til þín og fengið góð ráð. Ég kveð þig með miklum sökn- uði og sorg í hjarta. Elsku Magga, Heiða og Emelía, megi góðar minn- ingar veita ykkur huggun og styrk. Þinn vinur að eilífu, Ingólfur Lekve. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi) Elsku Svana, Eddi, Óli Páll, Mar- grét, Aðalheiður María, Emelía og aðrir ástvinir Sigmars Þórs, það eru engin orð sem geta sefað sorgina sem nú fyllir hug ykkar. Við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur um leið og við biðjum þess að sorg og söknuður megi víkja fyrir ljósi bjartra minninga sem þið geymið í huga ykkar. Góður Guð blessi ykkur og styrki um alla fram- tíð. Kvennó-saumaklúbburinn. Elsku Simmi minn. Þá er komið að kveðjustund, gamli vinur, allt of snemma. Aldrei datt mér í hug að ég þyrfti að hripa á blað minningar um þig. Þú varst einn af mínum bestu og traustustu vinum, stóðst traustur mér við hlið þegar ég þurfti á vini að halda og til þín gat ég alltaf leitað ef eitthvað bjátaði á hjá mér. Þú varst alltaf nálægur og passaðir vel upp á mig. Þú veiddir líka fyrsta fiskinn með syni mínum (leyfðir honum að fá stöngina þegar það beit á hjá þér), varst guðfaðir dóttur minnar, sem var mér mikill heiður. Þú varst mér sem bróðir og ég á þér svo margt og mikið að þakka. Ég bið guð um að gefa Möggu, Heiðu og Emelíu styrk til að komast yfir þennan erfiða missi. Ég get sagt ykkur að þið voruð honum allt og hve heitt hann elskaði ykkur og tal- aði oft um hve stoltur hann var af ykkur öllum. Óli, leynt og ljóst þá fylgdist hann vel með þér og hringdi reglulega í mig til að sjá hvernig þér gengi og spurði hvort þú værir nokkuð ennþá á „Gullinbrúnni“. Svana og Eddi, ég votta ykkur mínu dýpstu samúð og þakka fyrir kveðjustundina sem ég fékk með honum. Gréta og Frikki ég votta ykkur líka samúð mína því ég veit að hann var „uppáhaldstengdasonur- inn“. Þig, Simmi minn kveð ég með Patience, einu af okkar uppáhalds- lögum: Shed a tear ’cause I’m missing you I’m still alright to smile ... Þinn vinur, Vignir Ari Steingrímsson. Það er óhætt að segja að fráfall Simma æskuvinar okkar úr Selja- hverfinu hafi komið illa við okkur. Þó svo að samband á milli okkar allra hafi ekki verið mikið síðustu ár kemur manni ekki til hugar að það gæti komið að kveðjustund svo fljótt. Ótal minningar koma upp í hugann frá þeim tíma þegar við vor- um heimagangar hvert hjá öðru. Við vorum í sama vinahópnum og eydd- um því ómældum tíma saman á ung- lingsárunum þegar maður kaus eig- inlega frekar að eyða tímanum með vinunum en fjölskyldunni sinni. Uppátækin voru mörg og sum ansi hreint kostuleg og verða þau ekki öll talin upp hér í þessari grein. Eftir á að hyggja voru Svana og Eddi ótrú- lega þolinmóð gagnvart þessum hóp af unglingum sem ósjaldan hópuðust heim í Flúðaselið til Simma og ann- að hvort var þétt setið í herberginu hans eða við bara hlömmuðum okk- ur fyrir framan sjónvarpið með fjöl- skyldunni eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Hljómsveitirnar Gun’s and Roses og U2, bækurnar um Ísfólkið og rithöfundurinn Sven Hassel skip- uðu stórt hlutverk í samskiptum vinahópsins okkar á þessum tíma. Simmi kynnti hina fyrir bókum Sven Hassel og gengu þær á milli vinanna og voru lesnar spjalda á milli. Tón- list Gun’s and Roses mun alltaf minna á stundirnar heima hjá Simma þegar græjurnar voru stillt- ar í botn við misjafnar undirtektir í hópnum. Þegar við settumst niður til að rifja upp minningar okkar um hann Simma var okkur efst í huga að hann var fyrst og fremst drengur góður. Þegar leitað er í huganum að myndum af honum er hann alltaf brosandi eða hlæjandi á þeim mynd- um. Hann var stríðinn, sjálfstæður, fyndinn, hlýr, ákveðinn, vissi hvað hann vildi og sat fastur við sinn keip ef svo bar undir. Hann lét sér í léttu rúmi liggja hvað öðrum fannst um hann. Einhvern tíma þegar honum var kurteislega bent á að hvítir strigaskór væru kannski ekki heppi- legir við svartar sparibuxur sagði hann einfaldlega að sér væri alveg sama þó einhverjum gæti fundist það, hann væri bara Simmi og þann- ig væri það. Og þannig var það ein- mitt. Við vottum Möggu, Aðalheiði Maríu, Emelíu Rán, Svönu, Edda og Óla okkar innilegustu samúð. Hrund, Bryndís, Ásta, Sverrir, Guðmundur og Vignir. Elsku Simmi. Fréttir af fráfalli þínu voru okkur ekki auðveldar. Þú varst tekinn í blóma lífsins, það er margs að minn- ast þegar maður rifjar upp tímana í návist þinni, þú varst góður vinnu- félagi og alltaf var hægt að stóla á þig, alltaf var stutt í brosið þitt og prakkarann. Alveg sama hvar og hvenær maður hitti þig, þá fékk maður alltaf faðmlag frá þér. Miss- irinn er mikill og þín verður sárt saknað af fjölskyldu, vinum og vinnufélögum. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Við viljum senda okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til Margrétar, Aðalheiðar, Emelíu og nánustu að- standenda, megi Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning þín, elsku vinur. Fyrir hönd samstarfsfélaga í Bón- us Smiðjuvegi og Bónus Birgðum Guðrún Ingibjörg (Inga) og Guðlaug Bára (Gulla). Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Minningin um góðan mann mun lifa í hjörtum okkar og huga. Elsku Magga, Heiða María, Emília og fjölskylda, megi guð blessa ykkur og gefa ykkur styrk til að mæta þessari miklu sorg. Elínborg Erla (Ella). Elsku Simmi. Hugur okkar leitar stöðugt til þín og minningarnar streyma fram. Eins og þegar við hittum þig fyrst. Magga kom að passa strákana okk- ar og tók þig með. Okkur líkaði öll- um strax vel þig og það var einhvern veginn eins og þú hefðir alltaf verið einn af fjölskyldunni. Viktor sem þá var 7 mánaða var mjög einþykkur en þú náðir honum fljótt á þitt band. Ég man hvað við vorum hissa þegar hann vildi strax koma til þín og gat varla beðið eftir að við færum út. Seinna fékk ég skýringu á þessu. Þegar við sáum ekki til fóruð þið saman í eldhúsið og fenguð ykkur kók saman. Það varð ekki aftur snúið, kók hefur verið uppáhaldsdrykkurinn hans Viktors síðan. Við minnumst þess líka hvað það var skemmtilegt þegar við skipt- umst á skoðunum og ráðum um mat- argerð sem var okkar sameiginlega áhugamál og hve gaman það var að gefa þér að smakka á nýjum og framandi réttum og fá álit þitt á þeim. Ekki var síðra að fá að smakka þína rétti því hugmyndaflugið var allsráðandi þegar kom að matargerð og má þá sérstaklega nefna pizz- urnar sem gátu verið ansi skraut- legar. Það væri lengi hægt að halda áfram að telja upp ánægjulegar minningar og þær munu lifa með okkur um ókomna tíð. Við viljum þakka þér, Simmi minn, fyrir alla þolinmæðina, vinátt- una og hjálpina sem þú veittir okkur og börnunum okkar Ingólfi, Viktori og Karen í gegn um tíðina. Elsku Magga, Heiða og Emelía. Megi minningin um yndislegan mann og föður hjálpa ykkur í ykkar miklu sorg. Ásta og Jan. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.