Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 26
tíska 26 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli Hönnuðurinn Jóna Björg Jónsdóttir vinnur eingöngu úr náttúrafurðum. bæra ferðamennsku. Ég ákvað að slá til og taka þátt í þessu verkefni þar sem „konseptið“ eða hugmynda- fræðin sem er grunnurinn í allri minni hönnun er einmitt íslensk náttúra og sést það greinilega bæði á litunum og áferð efnanna sem ég nota. Ég sendi inn verk í mosalitum og varð svo heppin að hljóta önnur verðlaun en það varð mér mikil hvatning og því hélt ég ótrauð áfram! Í nóvember árið 2005 var ég ásamt fleiri hönnuðum með sýningu í Köln í Þýskalandi og hluti hennar var síðan settur upp á skemmtilegri sýningu í Þjóðmenningarhúsinu sumarið 2006 sem vakti töluverða eftirtekt. Í mars síðastliðnum var svo hald- in fata- og vörusýning í Berlín og skúlptúr. Ég hef hálendið og nátt- úru Íslands að leiðarljósi við hönn- unina og í henni má t.d. sjá speglast hrjúfa áferð hraunsins og silkimjúkt yfirborð mosans. Jöklarnir og sand- urinn koma líka við sögu. Hver flík er því einstök og síbreytileikinn í framleiðsluferlinu ræður ríkjum líkt og í náttúrunni sjálfri. Stundum bregð ég á leik og skreyti efnið með pallíettum og perlum. Fötin eru afar klæðileg og þar sem hver flík er sérhönnuð og ein- stök ættu konur af öllum stærðum og gerðum að geta fundið margt við sitt hæfi. Auk kjóla, pilsa og toppa er ég einnig með á boðstólum margs konar húfur, lausar ermar, sjöl og grifflur,“ segir Jóna Björg. Lifandi landslagsmálverk „Í apríl árið 2006 tók ég þátt í hugmyndasamkeppni sem nefndist Þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls. Það voru Íslendingar, Svíar, Finnar og Skotar sem stóðu að baki sam- keppninni sem tengdist inn á sjálf- Jóna Björg vinnur eingönguúr náttúruafurðum eins ogsilki og ull:,,Ég fór á tveggja daga námskeið að læra þæfingu á ull fyrir u.þ.b. þremur árum og varð svo heilluð af þessari aðferð að ég tók að þróa með mér aðferðir við litun á silki og fór síðan í kjölfarið að þæfa saman ull og silki. Þæfing er ein elsta aðferðin við textílframleiðslu og orsökina líklega að finna í þeirri staðreynd hversu einföld tæknin er í sniðum. Til fram- leiðslunnar þarf einungis vatn, hita, núning og íslenska jurtasápu og því koma blessunarlega engir mengandi þættir við sögu í ferlinu. Silkið sem ég nota er svonefnt ,,fair trade“ (sanngirnisviðskipti) silki en það þýðir að fólkið sem kem- ur að framleiðslu efnisins fær greitt fyrir vinnuna sína og börn koma þar hvergi nærri. Ég geri einungis módelflíkur sem eru búnar til um leið og efnið, rétt eins og þegar unnið er með leir eða voru þá aðstandendur tískusýning- arinnar í Rostock viðstaddir. Það var svo fyrir tilstilli viðskiptafull- trúa íslenska sendiráðsins í Berlín sem mér var boðið að taka þátt í þeirri sýningu sem fór fram í Ro- stock 14. september síðastliðinn. Þar sýndi ég tíu kvenklæðnaði úr ull og silki við góðar undirtektir. Þekkt þýsk sjónvarpskona sagði við tilefnið að íslensk náttúra sæist greinilega í hönnun minni og hafði orð á því að fötin á fyrirsætunum minntu á landslagsmálverk þar sem maður ber augum mosann, rautt hraunið, sönduga skriðjökla og svarta sanda. Það var hreinlega ævintýri líkast að sjá eigin hönnun á sviðinu þar sem tískusýningin fór fram í kirkju heilags Nikulásar sem var byggð ár- ið 1350. Öll umgjörðin var óvenjuleg og slíkt hið sama má segja um tón- listina sem var frábær. Auk okkar frá jbj design var þarna líka fulltrúi frá íslenska sendiráðinu í Berlín og ræðismaður Íslendinga í Rostock.“ – Er eitthvað spennandi á döf- inni? „Já, vissulega. Það er þó fyrst og fremst þátttaka í sýningunni Hand- verkshefðir í hönnun sem verður opnuð í Gerðubergi í dag. Því næst tek ég þátt í Ráðhúsmarkaðnum sem er á vegum Handverks og hönnunar og stendur yfir frá 5.-8. október í Ráðhúsi Reykjavíkur. Síð- an taka að sjálfsögðu við árshátíð- ardressin, brúðarkjólarnir og margt fleira spennandi. Ég er líka með vörur í verslun í London og Árósum og það er aldrei að vita nema þeim eigi efir að fjölga sem hafa vörur mínar á boðstólum í framtíðinni.“ Tískusýningin Jóna Björg segir það hafa verið ævintýri líkast á sjá hönnun sína á sviðinu í Rostock. Hálendið speglast í hönnuninni Jóna Björg Jónsdóttir hönnuður hefur vakið verð- skuldaða athygli undanfarið fyrir frumlegan og þjóð- legan fatnað sem hún framleiðir undir merkinu jbj de- sign. Hún er nýkomin frá Rostock í Þýskalandi þar sem henni var boðið að taka þátt í stórri tískusýningu á vegum KwAgentur og hún tekur brosandi á móti Hrund Hauksdóttir í fallega galleríinu sínu í Skóla- gerði í Kópavogi. Grænn og vænn Síðkjóll sem sómir sér vel við sérstök tilefni. Fatahönnun Jónu Bjargar fæst í galleríinu hennar og verslun í Skólagerði 5 í Kópavogi þar sem opið er virka dag frá 12-18, í Lista- safni Íslands og hjá Kraum í Að- alstræti 10. Að auki er hægt er að skoða ævintýraheim jbj design á heimasíðunni www.jbj.is Með linda um sig miðja Hver flík er sérhönnuð. Þegar kuldaboli bítur Hlý húfa hentar vel yfir myrkustu mánuðina. Náttúruleg Ull og silki eru efni sem Jóna Björg notar mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.