Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 45 Krossgáta Lárétt | 1 fátæku bænd- urna, 8 prútt í framkomu, 9 svefnhöfgi, 10 keyri, 11 munnar, 13 hafna, 15 smá, 18 lofa, 21 for, 22 sorp, 23 eldstæði, 24 smástrák. Lóðrétt | 2 hljóðfæri, 3 hylur grjóti, 4 óþétt, 5 get um, 6 styrkt, 7 veg- ur, 12 dýr, 14 bókstafur, 15 afferma, 16 kjaft, 17 á, 18 slitur, 19 mynnið, 20 beitu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 bógur, 4 tómar, 7 grunn, 8 ríkan, 9 gæf, 11 nóló, 13 eldi, 14 selur, 15 börk, 17 reim, 20 óðs, 22 líður, 23 pakki, 24 ránið, 25 korða. Lóðrétt: 1 bogin, 2 grufl, 3 röng, 4 tarf, 5 mikil, 6 rengi, 10 æxlið, 12 ósk, 13 err, 15 bílar, 16 ræðin, 18 eykur, 19 meiða, 20 óráð, 21 spik. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Voru skilaboð í draumum þínum í nótt? Sem jafnvel truflaði þig við lest- ur Morgunblaðsins? Einhver hugsar stöðugt til þín. Er hann að ná í gegn? (20. apríl - 20. maí)  Naut Viðkvæmnismælirinn þinn er í há- marki. Einhver getur sært þig með því einu að hugsa neikvæða hugsun í nær- veru þinni. Ekki taka það persónulega. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Í hugsun ertu þriggja ára aft- ur. Heimi þínum tilheyra ímyndaðir vin- ir og aðrar dularfullar verur. Sögur þurfa ekki að vera sannar til að vera sannar innra með manni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Vilji þinn til að treysta færir þér velgengni. Sérstaklega í aðstæðum sem þú hefur ekki hundsvit á. Það færir þér frelsi að afsala þér völdum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Hlutir sem virðast nauðsynlegir eru það ekki. Sama gildir um flotta hluti, áhugaverða og heillandi. Í dag verða töfrarnir látlausir og einfaldir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt dásamlega klikkað rifrildi við erfiða manneskju. Alveg eins og í rómantísku gamanmyndunum verður brjáluð ást á milli einstaklinga sem ríf- ast hvað mest. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú skilur ekki vísbendingar. Þú ert sá „vitri“ sem lætur sér talað orð nægja. En þegar fólk er í sambandi við umhverfi sitt á eitt lítið augnatillit að geta sagt heila sögu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ef þú átt góða stund með nýrri manneskju með bröndurum og góðu samtali, láttu hana þá ekki sleppa úr greipum þér. Hún er alltof verðmæt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú vilt komast nær fólki. Þú gætir hleypt einhverjum inn í líf þitt á nærgöngulli hátt. Kannski með því að kynna hann fyrir fjölskyldunni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert forvitinn um innri gang viðskiptanna. Þú hefur ástæðu og munt læra allt sem þú þarfnast til að skapa fullkomna formúlu fyrir þig og þínar þarfir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú framleiðir jafnmikið og fólkið í kringum þig. Því skaltu um- gangast þá sem koma miklu í verk. Naut og tvíburar hafa mjög góð áhrif á þig. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Geturðu verið hógvær og heiðar- legur en samt selt sjálfan þig? Auðvitað! Þegar þú pælir í því hefurðu gengið í gegnum og afrekað margt merkilegt. Segðu bara frá því. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Bd2 0-0 8. cxd5 exd5 9. Bd3 He8 10. 0-0-0 b5 11. e4 b4 12. e5 bxc3 13. Bxc3 Bf8 14. exf6 Rxf6 15. Re5 c5 16. Kb1 c4 17. Bf5 Bxf5 18. Dxf5 Db6 19. Hhe1 Bb4 20. He3 Hab8 21. Dc2 Bxc3 22. Hxc3 Re4 23. Hh3 He7 24. Ka1 h6 25. He3 Hc7 26. f3 Rd6 27. g4 Rb5 28. Dd2 c3 29. bxc3 Ra3 30. Hee1 Hcb7 31. Dc1 Staðan kom upp á Skákþingi Ís- lands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu í Skákhöllinni í Faxafeni 12 í Reykjavík. Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson (2.461) hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Braga Þor- finnssyni (2.389). 31. … Db1+! og hvítur gafst upp þar sem hann yrði mát eftir 32. Dxb1 Hxb1+ 33. Hxb1 Rc2#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Hringsvíning. Norður ♠D105 ♥10732 ♦KG6 ♣KD10 Vestur Austur ♠54 ♠Á3 ♥KG65 ♥ÁD84 ♦1054 ♦D732 ♣7542 ♣Á93 Suður ♠KG9862 ♥9 ♦Á98 ♣G86 Suður spilar 4♠. Útspilið er spaði upp á ás og meiri spaði. Til að vinna fjóra spaða þarf að hringsvína í tígli – spila fyrst út gos- anum og svína svo fyrir tíuna í vest- ur. Fyrirfram eru líkur á því að hringsvíning heppnist ekki nema 25%, því tvö lykilspil þurfa að liggja á réttum stað, bæði drottningin og tían. Hér er þó tómt mál að tala um fyrirframlíkur, þar eð austur hóf sagnir með 15-17 punkta grandi. Vörnin á 20 punkta og það ætti að vera helsta verkefni sagnhafa að kanna hvort vestur sé með styrk í hjarta. Hann gefur slag á hjarta og notar innkomurnar á lauf og tromp til að stinga þrjú hjörtu. Þá sannast að vestur byrjaði 4 punkta í hjarta- litnum (KG) og getur því ekki átt tíguldrottningu líka. Hringsvíning er þá eina vonin. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hvar kom skútan með smyglaða amfetamíninu aðlandi? 2 Dóttir hvers er sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, nýr dóm-kirkjuprestur? 3 Íslenskur lögreglumaður hjá Europol átti þátt í aðupplýsa fíkniefnamálið mikla sem nú er til með- ferðar. Hver er hann? 4 Eftir hvern er leikritið Óhapp sem Þjóðleikhúsið hefurtekið til sýningar? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Samkaup vilja fá lóð hjá Faxaflóahöfnum? Hver er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins? Svar: Sturla Eðvarðsson. 2. Skað- ræðissniglar hada fundist hér við land. Við hvaða land eru þeir kenndir? Svar: Spán. 3. Hver er handhafi Íslensku barnabóka- verðlaunanna í ár? Svar: Hrund Þórsdóttir, 4. Kvikmyndahátíð er að hefjast í Reykjavík. Hvað kallast hún? Svar: Riff. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR SÆNSKI hönnuðurinn Olof Kolte heldur fyrirlestur um eigin verk í Opna listaháskólanum mánudaginn 24. september kl. 12-12.45. Olof er menntaður verkfræðingur frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi og hönnuður frá Royal College of Art í London. Hann gegnir lektorsstöðu í hönnun við háskólann í Lundi. Olof hefur unnið fjölda verkefna í vöru- hönnun fyrir ýmis fyrirtæki, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 113 og er gengið inn Skipholts- megin. Fyrirlestur um hönnun FORVARNAHÁTÍÐ Sjóvár verður við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 22. september, kl. 12-16. Hátíðin er liður í forvarnaviku sem Sjóvá og Hafnarfjarðarbær hafa staðið fyrir í grunnskólum Hafnarfjarðar. Á hátíðinni verður horft til ör- yggis fjölskyldunnar í umferðinni og eldvarna á heimilum. Slökkvi- liðsmenn og öryggisverðir verða á staðnum með sýnikennslu á notkun eldvarnateppa og slökkvitækja. Fólki mun gefast tækifæri á að prófa að slökkva eld með eldvarna- teppi. Gestir hátíðarinnar geta m.a. kannað hversu góðir öku- menn þeir eru í ökuhermi, hvað bílbelti skipta miklu máli í veltibíl og beltasleða. Sýnd verður björgun úr veltibílnum og ástand reiðhjóla skoðað af lögreglunni. Einnig verður veitt ráðgjöf um öryggis- búnað og öryggi barna í bílum. Einnig verður hoppkastali og hjólaþrautir. Þá verður boðið upp á veitingar og allir fá endur- skinsmerki, segir í fréttatilkynn- ingu. Forvarnahátíðin er samstarfs- verkefni Sjóvár, Sjóvár-forvarna- hússins og Hafnarfjarðarbæjar og er þetta í annað sinn sem hún er haldin. Forvarnahátíð í HafnarfirðiATORKA Group hefur styrkt BUGL um 5.000.000 kr. til rann- sóknar- og þróunarverkefnis sem nefnist „Brúum bilið“. Verkefnið snýst um að leita leiða til að efla þekkingu á greiningu og meðferð barna með geðraskanir í heilsugæsl- unni. Ætlunin er að hrinda í fram- kvæmd eins árs tilraunaverkefni með samningi milli BUGL og einnar heilsugæslustöðvar á landsbyggð- inni og vinna þar markvisst að því að efla þekkingu á geðröskunum barna með fræðslu og þjálfun fagfólks. Þjálfunin felur í sér notkun á sér- hæfðum mats- og greiningartækjum ásamt því að veita kennslu í notkun viðeigandi meðferðarúrræða. Í framhaldinu er gert ráð fyrir reglu- legri ráðgjöf og handleiðslu til að tryggja gæði og árangur af þeirri fræðslu sem veitt hefur verið og auka samfellu í þjónustu fyrir börn með geðraskanir. Hugmyndin er að niðurstöður verkefnisins og sú reynsla sem með því aflast nýtist til að skipuleggja aukinn stuðning BUGL við heilsugæsluna um land allt og færa þannig þjónustuna að svo miklu leyti sem unnt er nær börnunum og fjölskyldum þeirra, segir í fréttatilkynningu. Atorka styrkir BUGL Undirritun Valdís Arnardóttir kynningarstjóri Atorku og Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir und- irrituðu styrktarsamning Atorku Group hf. og BUGL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.