Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jón G. FriðjónssonÍslenskt mál 111Að og aftur aðForsetningin að virðist sækja mjög á í nútímamáli. Stundum er hún notuð þar sem slíkt ætti að vera útilokað, t.d.: upplýsti að þegar hefði verið haft samband við Eurocopter sem er framleiðandi að vélinni [þ.e. framleiðandi vélarinnar] (17.7.07). Hvað kemur næst, höf- undur að bók eða eigandi að húsi? Miklu algengara er þó að for- setningin að sé notuð í stað ann- arra forsetninga, einkum af, t.d.: yfirgangur að [af] hálfu e-s (11.1.07); [Flokkurinn] vill að [af] einurð styðja og styrkja ís- lenskan landbúnað (5.5.07); [NN] lætur vel að [af] náminu (4.4.07); Að [af] því tilefni vill (19.2.07); [möguleikar] hafa ekki verið nýttur að [af] neinu viti (20.8.07) og Eiður er ómeiddur eftir árás- ina og verða engir eftirmálar [þ.e. engin eftirmál] að [þ.e. af] hans hálfu (Textav. 31.7.07), sbr. einnig: ákvað að fá sér róbót til prufu sem nú lofar góðu og læt- ur vel af [að] stjórn (25.7.07) og Það er gríðarlega mikilvægt að allir leggist á eitt til að leggja Frakka af [að] velli (22.1.07). Merkingarmunur forsetninganna að og af er í flestum tilvikum skýr eins og sjá má af heim- ildum og bókmenntum okkar. T.d. er allur munur á að segja/ gera e-ð að gefnu tilefni (tími) og gera e-ð af ásettu ráði (hátt- ur). Í nútímamáli virðist eitthvað tekið að fenna yfir þann merk- ingarmun sem mönnum af kyn- slóð umsjónarmanns finnst aug- ljós. En forsetningin að er ekki að- eins ofnotuð á kostnað fs. af, hún sækir að fleiri forsetningum, t.d.: sjö ... hafa ákveðið að nýta sér kauprétt að [á] hlutum í bank- anum (1.11.05); forstjórinn hafði kauprétt að [á] bréfum sem hafa hækkað mjög (2.1.06); Frumvarp að lögunum [til laga] var lagt fram í skammdegismyrkri árið 2003 (4.5.06); Þrátt fyrir yf- irgnæfandi stuðning íslensku þjóðarinnar að þessari [við þessa] útfærslu (21.4.06) og þrír menn óku fram hjá húsinu ... og skutu úr [þ.e. af] haglabyssum að húsinu [þ.e. á húsið] (4.7.06). Orðfræði Nafnorðið ljúgvitni merkir annars vegar ‘maður sem lýgur fyrir rétti’ og hins vegar ‘loginn vitnisburður’, t.d. í orða- sambandinu bera ljúgvitni (fyrir rétti/við réttarhöld). Engar heimildir eru fyrir því að ljúg- vitni geti merkt ‘ósannindi, lyg- ar’ eins og það virðist gera í eft- irfarandi dæmi: Því fást ekki upplýsingar um hvort þeir sem báru ljúgvitni til lögreglunnar þar [á Akureyri] verði ákærðir (25.7.07). Þar við bætist að talað er um að bera e-ð (sög- ur, ósannindi) í e-n en ekki til e-s. Stigbreyting Stigbreyting vísar jafnan til þess sem fer stighækkandi eða vaxandi, t.d.: Minn bíll er fallegur/ljótur, þinn er fallegri/ljótari en bíll bróður míns er þó fallegastur/ljótastur. Stigbreytingu óbeygjanlegra lýs- ingarorða má tákna með ao. meira og mest, t.d. enginn var meira undrandi en ég og þá var ég mest hissa. Í andstæðri merk- ingu er einnig hægt að nota minna og minnst. Hins vegar gengur hvorki að nota meira - mest né minna - minnst með lo. sem stigbreytast með viðskeyti. Eftirfarandi dæmi eru því heldur kauðsleg: Svavar Gestsson sendi- herra í Danmörku mun í haust flytja úr sendiherrabústað sínum í Charlottenlund í annan síst minna glæsilegan [síst óglæsi- legri, ekki síður glæsilegan] í Friðriksberg (25.7.07) og [Kon- an] ... lýsti sársaukanum og nið- urlægingunni sem fylgir því að vera sniðgengin fyrir einhvern sem hún var sannfærð um að væri minna hæfur en [síður hæf- ur en, ekki eins hæfur og] hún sjálf (17.1.07). Sum lýsingarorð (eða lýsing- arhætti) er ekki unnt að stig- breyta vegna merkingar, t.d. dá- inn, vakinn, sofinn, og sama á við um síðari liðinn í orðasamband- inu langt leiddur. Eftirfarandi dæmi hljóta að hljóma skringi- lega í eyrum flestra: Hvað finnst þér vanta fyrir þessa langt leidd- ustu [lengst leiddu] útigangs- menn? (24.7.07) og Ég vona líka að þessi góða afkoma skili sér til starfsmanna bankans ekki síst þeirra lægst launuðustu [laun- uðu] (27.10.05). Samræmi Eiður Guðnason sendir þætt- inum þrjú dæmi þar sem réttrar beygingar er ekki gætt: Þrennt [þ.e. þrenns] mun ég ekki sakna (19.6.07); Hótelerfinginn [þ.e. hótelerfingjanum] var leyft að yfirgefa fangelsið í gær (8.6.07) og Þjónusta [þ.e. þjónustu] við börn sem hafa annað móðurmál en íslensku á að auka í skólum (15.6.07). Dæmi sem þessi hefðu fyrir nokkrum árum þótt ótrúleg ef ekki óhugsandi. – Í fjölmiðlum eru auðfundin dæmi þar sem samræmis í beygingu er ekki gætt, t.d.: Dýrgripurinn Sampo er í Kalevala þekkt [þ.e. þekkt- ur] fyrir að veita handhafa sín- um gæfu (27.4.07); Það er komið [þ.e. er kominn] tími til að gera samfélagið sveigjanlegra (21.4.07) og Við svona aðstæður kemur í ljós hvað þrotlausar æf- ingar þessara stráka er mikilvæg [þ.e. eru mikilvægar] (19.4.07). Eru þetta prentvillur eða eðli- legt mál þeirra sem láta slíkt fara frá sér? Úr handraðanum Í Skáldskaparmálum Snorra- Eddu og víðar er getið hjaðn- ingavíga en Hjaðningar vísa til Héðins konungs og liðs hans. Hjá Snorra vísa hjaðningavíg til bardaga á milli Högna konungs og Héðins konungs Hjarr- andasonar en Héðinn hafði tekið Hildi, dóttur Högna, herfangi. Bardagi þeirra var talinn halda áfram endalaust (til ragnaraka, ragnarökkurs) enda vakti Hildur á hverri nóttu alla þá upp sem féllu í valinn. Í nútímamáli merkja hjaðningavíg ‘síendurtek- inn bardagi, látlaust stríð (eink- um milli þeirra sem ættu að standa saman),’ t.d.: binda enda á hjaðningavíg síta og súnníta (22.10.06). Sum lýsing- arorð (eða lýs- ingarhætti) er ekki unnt að stigbreyta vegna merking- ar, t.d. dáinn, vakinn, sofinn. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 111. þáttur MIKIÐ hefur verið fjallað um lífið í miðborg Reykjavíkur og þá óáran sem þar hefur hlotist af neyslu áfengis og fíkniefna. Lög- reglan hefur nú brugðist mun harðar við en áður og er það vel þegar tekið er brot- um og ýmiss konar vanvirðu sem hlýst af neyslu alkóhóls og annarra vímuefna. Á bak við neyslu alkóhóls og fíkniefna er mjög oft mikil þjáning og eyðilegg- ing. Við sjáum það beint á því fólki er lendir í fíkninni og hvernig það verður algerlega tekið af efn- unum. Fíknin hefur þau áhrif á fíkilinn að ekkert fer að skipta máli nema að vera í neyslunni. Til eru sorglega mörg dæmi þess að fjölskyldur splundrist vegna alkóhóls eða ann- arra vímuefna. Á þessari stundu kvíða margir komandi dögum vegna neyslu náinna ættingja eða vina. Það er ljóst að margir að- standendur eru mjög illa staddir vegna alkóhólisma sinna nánustu. Þannig snertir áfengis- eða fíkni- efnaneysla ekki aðeins þann sem neytir heldur líka miklu stærri hóp fólks. Þessi vá hefur verið svo mikil og erfið að nú þegar höfum við sjúkrahús, meðferðarstofnanir og margt annað til að taka á þessu. Og sem betur fer hefur gott starf mjög margra leitt til þess að líf fjölda fólks hefur tek- ið stórkostlegum já- kvæðum breytingum til góðs. Öll kirkjan í landinu hefur látið þessi mál sig varða, til dæmis með því að ljá húsnæði sitt undir AA- og Alanon-fundi og margt, margt, eins og til dæmis Æðru- leysismessurnar víða um land. Dómkirkjan í Reykjavík hefur verið með reglulegar æðruleys- ismessur rúmlega síðastliðinn ára- tug, Og svo er enn. Æðruleys- ismessurnar eru nú að byrja á ný eftir sumarhléið og verður næsta messa á sunnudaginn kemur kl. 20.00 í Dómkirkjunni. Þeir prestar sem munu þjóna í messunum í vetur eru sr. Anna Sigríður Páls- dóttir, sr. Hjálmar Jónsson, sr. Jakob Águst Hjálmarsson og sr. Karl V. Matthíasson. Þá verður tónlistin borin uppi af þeim Herði Bragasyni, Birgi Bragasyni og Hjörleifi Valssyni og Önnu Sigríði Helgadóttur, en auðvitað munu fleiri koma hér að. Í hverri messu deilir svo einhver kirkjugesta reynslu sinni með hinum í kirkj- unni. Allir eru hjartanlega vel- komnir í þessar messu sem verða að jafnaði næstsíðasta sunnudag í hverjum mánuði fram á næsta sumar. Æðruleysismessurnar í Dómkirkjunni eru líf í miðborginni sem leiðir til gleði, vonar, fagn- aðar og uppbyggingar. Æðruleysismessur, mið- borgin og ýmislegt annað Karl V. Matthíasson » Á bak við neyslualkóhóls og fíkniefna er mjög oft mikil þján- ing og eyðilegging. Karl V. Matthíasson Höfundur er vímuvarnaprestur og al- þingismaður. Athygli mína vakti grein í fast- eignablaði Morgunblaðsins hinn 26. ágúst síðastliðinn sem Sigurður Grétar Guðmundsson pípu- lagningameistari skrifaði um „efnasull“ í rafkyntum pottum. Mér þótti ein- kennilegt hvað grein- in var skrifuð að miklu þekkingarleysi eða meðvitað skrifað gegn eigin þekkingu. Í gegnum aldirnar hafa heitar nátt- úrulaugar verið heilsulindir forfeðra okkar og eru enn. Í seinni tíð hefur mikil hefð verið fyrir heit- um pottum sem fyllt- ir hafa verið með heitu vatni og þeir tæmdir eftir notkun eða pottinum haldið stöðugt heitum með stýringum á inn- streymi heita vatns- ins svo potturinn sé ávallt tilbúin til notk- unar. Það er enginn vafi á því að með því að fylla og tæma pottinn í hvert skipti fáum við frábært vatn, en það er ekki allsstaðar sem aðgangur að heitu og eða köldu vatni er nægi- legur. Í seinni tíð er orðin sterk krafa um að potturinn sé ávallt tilbúinn til notkunar svo fara megi í hann fyrirvaralaust en þá þarf potturinn annaðhvort að vera raf- kyntur eða með stýringu á heita vatninu og þá þarf að nota sótt- hreinsandi efni. Það er staðreynd að margir pottar eru notaðir daglega og þar sem meðalstærð af potti tekur yfir 1.000 lítra af vatni er hætt við vatnsskorti á sumarhúsasvæðum og víðar ef hundruð eða jafnvel þúsundir slíkra potta væru fylltir og tæmdir eftir hverja notkun. Sem dæmi voru heitu pottarnir í sundlauginni í Þjórsárdal lokaðir á tímabili í sumar vegna skorts á köldu vatni Í rafkyntum pottum er mikil notkun ekki vandamál, ekki þarf að endurnýja vatnið nema nokkr- um sinnum á ári og það er stað- reynd að notkunin er mun meiri í potti sem er alltaf tilbúinn til notk- unar. Ef halda á potti á kjörhita með stýringu á heitu vatni er vatns- þörfin líka mjög mikil og þá er orðin þörf á notkun klórs þar sem ljósþörungar (slímmyndun) og bakteríur þrífast vel á því hita- stigi. Í mörgum tilfellum geta komið upp vandamál vegna þess að vatnsskipti eru óveruleg, líkt og vatn renni í á milli inntaks og af- falls í pottinum og endurnýjar því ekki nema hluta af vatninu. Í þeim tilfellum getur vatnið hreinlega verið varasamt. Það getur verið hagkvæmt að kaupa rafkyntan pott og breyta honum þannig að stýringarnar í honum stjórni innstreymi heita vatnsins til hitunar og noti sjálf- virkt skömmtunarkerfi pottsins til sótthreinsunar. Góð einangrun pottsins kemur svo í veg fyrir mik- ið hitatap og því þarf minna magn af heitu vatni til að viðhalda hita- stiginu, einnig fara dælur pottsins í gang reglulega sem tryggir nauð- synlega hreyfingu vatnsins í pott- inum og hreinsar það. Hingað til hefur fólk verið hvatt til að nota sundlaugarnar reglu- lega og það talið öllum hollt, helst daglega en það hafa kannski ekki allir gert sér grein fyrir því að þær eru með lokað kerfi og sama vatnið notað til margra mánaða að undanskildu því vatni sem bætt er í vegna uppgufunar. Við hreinsun sund- lauganna er notuð sama aðferðafræði og við hreinsun rafkyntu pottanna, sýrustig vatnsins er stillt af svo komast megi af með minni notkun klórs og hann virki betur – klór bætt í vatnið og það hreinsað í gegnum síur. Í grein í Morg- unblaðinu hinn 25. júlí 2006 er sagt frá því að árið 2010 verði öllum sundlaugum skylt samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum að stilla sýrustig vatnsins. Tilgangurinn er að lágmarka notkun klórs og að virkni hans verði sem mest. Klór virkar illa í bas- ísku vatni sem er algengast hér á landi. „Efnafræðilega sullið“ er því fyrst og fremst til að stilla sýru- stig vatnsins svo það sé hvorki súrt né basískt sem gerir ekki annað en bæta vatnið og síðan er klór látinn í vatnið til sótthreins- unar. Í mínum huga er rangt að tala um „efnafræðilegt sull“ þegar um nauðsynleg efni er að ræða til að tryggja sóttvarnir hvort heldur sem er í rafkynta potta, í hita- veitupotta eða sundlaugar. Einnig er vert að minnast á þá fjölmörgu ánægðu pottaeigendur til margra ára sem aldrei hafa haft skaða af sínum rafkyntu pottum og eru ávallt með hreint og tært vatn þrátt fyrir að nota þá allt að tvisv- ar á dag heilsunnar vegna. Frekar skal lögð áhersla á rétta notkun þessara efna því hvorki of mikil né of lítil notkun er til heilla. Fyrirtæki okkar feðganna, Jón Bergsson ehf., selur rafkynta potta frá framleiðendum Softub og Mar- quis spas (sjá: www.JonBergs- son.is). Við höfum verið í þessum innflutningi í rúm sjö ár og höfum við sennilega afhent flesta raf- kynta potta á markaðnum. Alla tíð höfum við lagt ofuráherslu á rétta notkun hreinsiefnanna (meðal ann- ars að stilla sýrustigið) með leið- sögn við afhendingu pottsins og einnig höfum við útbúið prentaðar leiðbeiningar á íslensku til að tryggja góðan árangur um hreint og tært vatn til langs tíma. Það má einnig minnast á það í þessu samhengi að þekking á raf- kyntum pottum er orðin mjög mik- il og pottarnir tæknilega full- komnir enda seldir um 350.000-400.000 pottar árlega í Norður-Ameríku. Tært vatn úr iðrum jarðar eða efnafræðilegt sull – hvort viltu? Jón Arnarson gerir athuga- semdir við Lagnafréttapistil Sigurðar Grétars Guðmunds- sonar í Fasteignablaðinu Jón Arnarson » Í mínumhuga er rangt að tala um „efnafræðilegt sull“ þegar um nauðsynleg efni er að ræða til að tryggja sótt- varnir hvort heldur sem er í rafkynta potta, í hitaveitupotta eða sundlaugar. Höfundur er söluaðili rafkyntra potta og garðskála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.