Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 31 VIÐSKIPTANEFND Alþingis heimsótti á dögunum öll helstu fjár- málafyrirtæki landsins. Nefndin leggur mikla áherslu á að eiga gott samstarf við aðila markaðarins og var markmið heim- sóknanna m.a. að gefa fyrirtækjunum færi á að koma sínum sjón- armiðum á framfæri við viðskiptanefnd. Framtíðarsýn þess- ara aðila viðskiptalífs- ins um að hér rísi al- þjóðleg fjármálamiðstöð sem byggist á mannauði og samkeppnishæfu starfsumhverfi er að mínu mati mjög spennandi. Við eigum markvisst að auðvelda erlendum sérfræðingum að koma hingað til lands og vinna hér tímabundið. Við þurfum að huga að fjölskylduvænu umhverfi fyrir hina erlendu sérfræðinga sem myndi gera Ísland að raunverulegum val- kosti fyrir erlent hæfileikafólk. Í því samband er mikilvægt að löggjafarvaldið búi þannig um hnút- ana að íslensk fjármálafyrirtæki búi við sömu reglur og erlendir sam- keppnisaðilar. Við eigum að hafa ein- falt regluverk og forðast sér- íslenskar reglur. Og að því hefur verið stefnt. Tvítyngd stjórnsýsla Við ættum að einnig að huga að tvítyngdri stjórnsýslu, íslenskri og enskri, sem myndi gera Ísland að enn álitlegri kosti fyrir erlenda fjár- festa og auðvelda samskipti. Það segir sig sjálft að tryggja þarf hag- stætt skattaumhverfi og áreið- anlegri fjarskipti við umheiminn með nýjum sæstreng. Gríðarlegir hagsmunir eru fólgnir í því að stuðla enn frekar að góðu um- hverfi fjármálastarfsemi enda er framlag fjármálageir- ans til landsframleiðsl- unnar hærra en sam- anlagt framlag sjávarútvegs, álfram- leiðslu og landbúnaðar. Í fyrsta skipti í Íslands- sögunni vinna fleiri í fjármálageiranum en í sjávarútvegi. Heildar- eignir fjármálakerfisins hafa tífaldast síðan árið 2000. Ég tel að Ísland hafi eignast nýja und- irstöðuatvinnugrein sem er fjármálageirinn. Fjár- málageirinn er vinnustaður þúsunda Íslendinga og hann stóð undir einum þriðja hluta þess hagvaxtar sem hef- ur verið undanfarin ár. Evran eða krónan? Þegar öllu er á botninn hvolft liggja meginhagsmunir viðskiptalífs og almennings í skynsamri hag- stjórn og stöðugleika. Í því sambandi hefur mikið verið rætt um stöðu ís- lensku krónunnar en í raun eru nú tvær myntir á Íslandi, verðtryggða krónan og hin óverðtryggða. Heim- sókn viðskiptanefndar til fjármála- fyrirtækja var því ekki síst fróðleg að því leytinu til að þar gafst gott tækifæri til að ræða krónuna og hugsanlega upptöku evrunnar við hagsmunaaðila í viðskiptalífinu. Óhætt er að segja að mikill áhugi sé hjá fjármálafyrirtækjunum á evr- unni. Raddirnar verða að líkindum enn háværari og nú heyrast jafnvel þær raddir að íslenska krónan dragi íslenskt hagkerfi niður. Það hlýtur jafnframt að vekja upp spurningar um stöðu almennings í landinu ef hann er skilinn eftir með mynt sem viðskiptalífið hefur kosið að yfirgefa. Ein mynt fyrir viðskiptalífið – önnur fyrir almenning? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um íslenska fjármálakerfið » Við ættum einnig aðhuga að tvítyngdri stjórnsýslu, íslenskri og enskri. Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er formaður viðskipta- nefndar Alþingis. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Sölusýning í dag frá kl. 14-16 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Reykjavíkurvegur 52A og 52B - Hafnarfirði Fullbúnar íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Vel innréttaðar 3ja og 4ra herb. íbúðir í nýju glæsilegu, 5 hæða lyf- tuhúsi í Hafnarfirði. Eignin skiptist í tvö glæsileg stigahús með lyftu. Húsið er hannað af Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing og er marmarasallað að utan með ál/trégluggum. Frágangur allur er mjög vandaður. • Sérinngangur af svölum. • Skilast fullbúnar með vönduðu Kahrs parketi. • Vandaðar innréttingar og innihurðir frá Fagus Þorlákshöfn. • Gert er ráð fyrir að loka flestum svölum. • Útgangur á hellulagða verönd með skjólveggum íbúða á jarðhæð. • Mynddyrasími. • Uppþvottavél og ísskápur fylgja í eldhúsi. • Sérstæði með flestum íbúðum í lokaðri bílageymslu. • Hellulagðar gangstéttir með snjóbræðslukerfi við húsið. • Íbúðirnar eru til afhendingar strax. • Byggingaraðili: Kristjánssynir Byggingarfélag ehf. Fullbúin sýningaríbúð. ÍBÚÐ MERKT 303 Í HÚSI 52B innrét- tuð frá versluninni EGG. Lýsing íbúðar hönnuð af LÚMEX. Sölumenn verða á staðunum. Nánari upplýsingar ásamt myndum á www. fastmark.is. Mb l 9 12 52 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.