Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 23 Mál málanna á Egilsstöðum núna er fyrirhuguð lokun Mjólkurstöðvar- innar á Egilsstöðum eða breyting hennar í afgreiðslustöð mjólkuraf- urða og fækkun starfsmanna úr fjór- tán í fjóra. Bændur segja þetta upphaf enda- loka mjólkurframleiðslu á Austur- landi og kalla lokunina aðför að Austurlandsfjórðungi. Verið sé að flytja síðustu afurðastöðina í fjórð- ungnum burt og trauðla hægt að tala um t.d. Fljótsdalshérað sem land- búnaðarhérað eftir það. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs sendi frá sér nokkuð harðorða álykt- un eftir fund sinn á miðvikudag. Bændur á svæðinu draga forsendur Mjólkursamsölunnar fyrir því að hagræðing verði af vinnslustöðvun á Egilsstöðum stórlega í efa. M.a. er sagt að samlagið á Akureyri muni eiga erfitt með að bæta við sig mjólk frá Austurlandi. AFL starfsgreina- félag segir svo virðast sem fyrst hafi verið ákveðið að loka og hagræðing svo reiknuð inn í ákvörðunina. Mjólka sýnir áhuga á samvinnu við kúabændur á svæðinu en eftir er að sjá hvað úr því spinnst.    Kvenfélagskonur á Egilsstöðum standa í ströngu við að undirbúa listaverkauppboð. Bjóða á upp hátt í þrjátíu verk eftir kunna myndlistar- menn austfirska, eða tengda Austur- landi, og andvirðið skal renna til kaupa á sónartæki fyrir heilsugæsl- una á Egilsstöðum. Uppboðið átti að fara fram 6. október, en þar sem RARIK ætlar þá að vígja stækkaða Lagarfossvirkjun með bravúr frest- ast það til 13. október og verður haldið á Hótel Héraði.    Egilsstaðabúar eru, líkt og Austfirð- ingar aðrir, hrifnir af því að Iceland Express ætli næsta sumar að halda áfram áætlunarflugi frá Egilsstöð- um til Kaupmannahafnar. Verið er að vinna að flugáætlun á vegum fé- lagsins og mun hún liggja fyrir inn- an skamms. Egilsstaðabúar hafa nýtt sér þennan valkost og vissulega er léttara að komast beint að heiman og á áfangastað heldur en að fljúga út frá Keflavík, með tilheyrandi ferðatíma og kostnaði.    Ferjan Lagarfljótsormurinn er nú komin til hafnar á Egilsstöðum eftir sumardvöl í Atlavík og útgerð það- an. Eigendur auglýsa skemmtiferðir af ýmsum toga og eru veitingar um borð. Vonandi nær skipið góðri kjöl- festu í afþreyingarframboði svæð- isins enda skemmtilegur valkostur. AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ostastopp Óvíst að meiri mozar- ella verði gerður á Egilsstöðum. Haraldur Bessason prófessor hringdi að vestan í Stefán Þ. Þorláksson fyrrverandi mennta- skólakennara á Akureyri til þess að leiðrétta vísu eftir Káin, sem margir kunna svona: Ljósið er dáið og landið er svart í loftinu ekkert að hanga á, en mér finnst í sannleika helvíti hart að hafa ekki jörð til að ganga á. Haraldur sagði að gamall maður hefði komið til sín í Vesturheimi, sem myndi Káin og að hann hefði sagt sér aðdraganda ofangreindrar vísu og hvernig hún hljómaði í huga Vestur-Íslendinga. „Þannig er að Káinn hafði í heim- sókn á þriðju hæð drukkið sig fullan,“ segir Stefán. „Hann bjóst nú til heimferðar og fór út um öfugar dyr, út á svalir og steyptist þar fram yfir handrið. En neðan við svalirnar voru fjöldamargar síma- línur, eins og tíðkaðist einnig í Reykjavík í eina tíð, og hann datt á símalínurnar. Það bjargaði sennilega lífi hans.“ Og vísan er öðruvísi en í upphafi þáttarins ef marka má þennan gamla mann fyrir vestan: Ljósið er dáið og landið er svart, í loftinu er vír til að hanga á, en mér finnst það andskotans helvíti hart að hafa ekki jörð til að ganga á. Már Högnason yrkir vísur á bloggi sínu, hognason.blog.is. Þar á meðal er „rassvasaheimspeki bloggarans“: Margir blogga og mikið vilja málin ræða en þögn er betri en þarflaus ræða. VÍSNAHORNIÐ Að hafa jörð til að ganga á pebl@mbl.is löguðu á Kalkofnsvegi, þar sem hann hafði fipast og eitt andartak ekki áttað sig á því að hann ætti bara að aka yfir línuna, eins og ekkert væri, enda hefði honum orðið hált á svellinu að fylgja henni, því þá hefði hann bara endað á rammgerðum stein- vegg. Sjálfur reyndi Víkverji það á fram- kvæmdasvæði við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar að slík- ar línur gátu fipað, einkum þegar skyggja tók. Þar var þó framkvæmdasvæðið nokkuð vel upplýst og merkt að öðru leyti. Nú er þeim framkvæmdum lokið og nýtt malbikslag komið á veginn, þannig að enginn þarf að fipast þar lengur út af gömlum merkingum. En illa merkt framkvæmdasvæði eru hættuleg, eins og dæmin sanna. x x x Það tekur því varla að slá botn-inn í þennan pistil með efni úr allt annarri átt. Víkverji heldur sig því á götunni og segir óþolandi, hvað skarpar brúnir geta orðið langlífar. Þær skapa hættu og því á að laga þær samstundis. Víkverji fjallaði ávordögum um ójöfnur á Sæbrautinni og batt vonir við að með sumrinu yrðu þær úr sögunni. Það hefur þó ekki rætzt ennþá, þótt Sæbrautin austan Laug- arnesvegar hafi verið meira og minna stöð- ugt framkvæmda- svæði. Af einhverjum ástæðum hefur kafli orðið útundan og hægri akrein hans í austur er ennþá vond yfirferðar vegna ein- hvers konar fleka, sem ganga út í götuna og standa lægra en hún. Vonandi verður ráð- in bót á þessu fyrir veturinn, 7, 9, 13. x x x Það væri að bera í bakkafullanlækinn að kvarta yfir ónógum merkingum við gatnaframkvæmdir. Þessi athugasemd fjallar enda um ofmerkingar, ef svo má að orði komast, en hér á Víkverji við hvítar óbrotnar götulínur, miðlínur, sem framkvæmdaaðilar láta standa, þótt akstursleiðir hafi breytzt og línurnar gangi þvert á nýjar akst- ursleiðir. Fyrst heyrði Víkverji kunningja sinn kvarta yfir svona       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230. Nýlegar lúxusbifreiðar á frábærum kjörum Gott úrval lúxusbíla á einstökum kjörum í takmarkaðan tíma. Komdu núna í lúxussal Bílalands B&L og gerðu frábær kaup! Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. Land Rover Range Rover Vogue Nýskr: 06/2005, 4400cc Sjálfskiptur, silfurlitaður Ekinn 51.000 þ. Verð kr. 7.950.000 Tilboð kr. 6.750.000 BMW X5 3.0i Nýskr: 12/2006, 3000cc Sjálfskiptur, dökkgrár Ekinn 10.000 þ. Verð kr. 6.450.000 Tilboð kr. 5.700.000 BMW 550i Nýskr: 8/2006, 5000cc, 380 hö Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 17.000 þ. Verð kr. 8.600.000 Tilboð kr. 7.500.000 BMW X3 2.5i Nýskr: 05/2006, 2500cc Sjálfskiptur, ljósblár Ekinn 16.000 þ. Verð kr. 5.150.000 Tilboð kr. 4.350.000 Porsche Cayenne Nýskr: 09/2004, 3200cc Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 44.000 þ. Verð kr. 5.600.000 Tilboð kr. 4.600.000 BMW Z4 M Coupe Nýskr: 02/2007, 3300cc, 343 hö beinskiptur, blár Ekinn 9.000 þ. Verð kr. 7.900.000 Tilboð kr. 6.700.000 Porsche 911 Carrera 2 (Anniversary) Nýskr: 08/2005, 3600cc beinskiptur, silfraður Ekinn 9.000 þ. Verð kr. 9.950.000 Tilboð kr. 9.000.000 BMW X5 3.0i Nýskr: 05/2006, 3000cc Sjálfskiptur, dökkblár Ekinn 27.000 þ. Verð kr. 6.050.000 Tilboð kr. 5.300.000 Gott úrval á staðnum. Komdu í heimsókn til okkar að Grjóthálsi 1. Fjölmargir fjármögnunar möguleikar - allt að 100% lán.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.