Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 14
14 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
$ %&'(%'
)%'
$ '*+)',-.')'/01'23'&3'
!"#$%
&
' "( # &)
*+$
,-./.-0/.
,-0.-1
0/2-12/-0/1
,-/2-/
-0-0-0
.-121-/12
-0..-.
-.-2-01
-.1-,/-2
1-.,-/
1,-0.-.
,-22-
-,
-0/
-/2-,
2-/..-22.
-
-.0.-.,
,-,
.-.2-0
0-
3.
/31
13
.3,
.,3
103
.3,
,3
3
03.
/3,
0,3,
.3
/3.0
1,03
/23
3
.,3
3,/
003
.3
30
1.3
3..
/32
13/
.30
.,3
103.
./3
,.3
3.
,3
031
/3.
003
.3.
/31
3
/,3
31
.03
30
0031
.30
/3
03
12/3
/3/
45
!"#$%
/
,
,
//
2
01
.
/
.
1
.0
/
&
%&
!"#-!
"
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
.-0-.2
..-,-.2
.-0-.2
2-0-.2
-0-.2
% #6 +$78-
##!56 +$78-
9%78-
:6 +$78-
6%'#78-
8-;#$8<&=
>?
6 +$78-
*+$@&'#78-
: '#= 78-
? 7 78-
%+;+ +"A 4A8-'-78-
B;78-
C+78-
! "
1/78-
8
?78-
%%?D
%
+;DE
##
&6 +$78-
F B#
>?
?6 +$78-
78-
G7
478-
B&&&;"%5"78-
H+%5"78-
# $ ! %&
I
%+B+;+; 6 78-
;$"478-
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Í NÝJUM úttektum á íslensku við-
skiptabönkunum kemur fram óbreytt
mat alþjóðlega matsfyrirtækisins
Moody’s á lánshæfi þeirra allra. Allir
íslensku bankarnir eru með C í ein-
kunn fyrir fjárhagslegan styrkleika,
Aa3 á langtímaskuldbindingum og
P-1 á skammtímaskuldbindingum.
Horfur eru sagðar stöðugar hjá þeim
öllum nema hjá Kaupþingi banka en
þar eru þær áfram í skoðun með
mögulegri niðurfærslu eins og til-
kynnt var um um miðjan ágúst í kjöl-
far kaupa Kaupþings banka á hol-
lenska bankanum NIBC.
Það að einkunnir íslensku bank-
anna séu óbreyttar í þessum nýju
skýrslum (credit opnion) Moody’s er í
reynd í takt við ummæli sérfræðinga
fyrirtækisins í upphafi mánaðarins en
þá sögðu þeir að litlar sem engar líkur
væru á því að óróinn á fjármálamörk-
uðum heimsins kæmi til með að hafa
neikvæð áhrif á lánshæfiseinkunnir
banka.
Tryggingarálag á skuldabréf ís-
lensku bankanna lækkaði umtalsvert
í gær en svo virðist sem markaðurinn
hafi brugðist mjög jákvætt við
skuldabréfaútgáfu Glitnis í Banda-
ríkjunum. Þannig lækkaði trygg-
ingarálagið á bréfum Glitnis um ein
0,25%.
Óbreytt mat Moody’s
á íslensku bönkunum
● BNbank í Nor-
egi, dótturfyr-
irtæki Glitnis,
hefur aukið
hlutafjáreign
sína í Norsk Pri-
vatøkonomi úr
45% í 77,5%.
BNbank keypti
45% hlutafjár í
Norsk Privatøkonomi haustið 2006
og mun fyrir lok fyrsta ársfjórðungs
2009 eignast 97% hlutafjárins.
Nafni fyrirtækisins, Norsk Privatø-
konomi, verður breytt í Glitnir Pri-
vatøkonomi síðar í haust. Norsk
Privatøkonomi var stofnað árið
2006 með samruna 14 lítilla fyr-
irtækja og hjá því starfa 115
manns.
Glitnir með 77% í
Norsk Privatøkonomi
● STRAUMUR-Burðarás hefur selt
stóran hluta eignar sinnar í sænska
fyrirtækinu Pricer, alls um 5,9% af
heildarhlutafé félagsins. Fyrir við-
skiptin átti Straumur 10,3% hlut í fé-
laginu en seldi 60 milljón bréf og á
eftir það 4,41% hlut.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
nýlega hefur Straumur dregið úr um-
svifum sínum á sænska hlutabréfa-
markaðnum en ekki hefur fengist
staðfest hvort þar sé um stefnu-
breytingu að ræða eða tilviljun.
Straumur selur í Pricer
● ÞORSTEINN
Örn Guðmunds-
son hefur verið
ráðinn forstjóri
Northern Travel
Holding hf. (NTH).
Samtímis mun
hann taka við
stjórnarfor-
mennsku í Iceland
Express og Sterl-
ing sem bæði eru
í eigu NTH. Pálmi Haraldsson hefur
gegnt þar stjórnarformennsku til
þessa en verður áfram stjórnarfor-
maður NTH og stjórnarmaður í fyrr-
nefndum dótturfélögum. Þorsteinn
hefur starfað hjá FL Group frá árinu
2004, síðast sem framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs. Hann er byggingaverk-
fræðingur að mennt. NTH er í eigu
Fons (44%), FL Group (34%) og Sunds
(22%). Auk Sterling og Iceland Ex-
press á NTH ferðaskrifstofuna Heklu
Travel, 51% hlut í breska flugfélaginu
Astreus og þriðjungshlut í sænsku
ferðaskrifstofunni Ticket. Flugvéla-
floti félaganna er um 40 vélar og ár-
lega flytja þau samtals rúmlega sjö
milljónir farþega. Heildarvelta dóttur-
og hlutdeildarfélaga NTH er um 100
milljarðar króna.
Ráðinn forstjóri Nort-
hern Travel Holding
Þorsteinn Örn
Guðmundsson
STÆRSTI banki Þýskalands,
Deutsche Bank, neyðist til þess að
færa niður verðmæti fjármögnunar-
samninga um allt að 625 milljónir
evra, jafngildi ríflega 57 milljarða
króna, á þriðja ársfjórðungi. Ástæð-
una má rekja til mistaka sem gerð
voru áður en fjármálaóróinn hófst í
síðari hluta júlímánaðar.
Þetta kemur fram í Vegvísi
Landsbankans en þar segir að hinn
4. september hafi bankinn upplýst að
hann hefði gert samninga um fjár-
mögnun skuldsettra yfirtaka fyrir-
tækja fyrir 29 milljarða evra. „Vand-
ræði á fjármálamörkuðum vegna
ótryggra húsnæðislána í Bandaríkj-
unum og dýrari fjármögnun rýra
verulega verðmæti þessara samn-
inga fyrir bankann,“ segir í Vegvísi.
Þar kemur jafnframt fram að líklegt
sé talið að Deutsche Bank muni
koma verst allra evrópskra banka út
úr ólgunni á fjármálamörkuðum.
Deutsche Bank
þarf að færa niður
VÍSITALA íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist
344,7 stig í ágúst að því er fram kemur í tölum Fast-
eignamats ríkisins og nemur hækkun milli mánaða
0,8%. Sérbýli lækkuðu annan mánuðinn í röð og nú um
0,1% en verð á fjölbýli hækkaði um 1,1% milli mánaða.
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðarverðs á höfuðborg-
arsvæðinu var 10,8% á móti 12,7% í júlí.
Í nýútgefinni úttekt greiningardeildar Kaupþings
banka, Haust á fasteignamarkaði, kemur fram það mat
að fasteignaverð hafi náð hámarki, að minnsta kosti í
bili. Þá gera sérfræðingar Kaupþings ráð fyrir að það
muni hægja á umsvifum á fasteignamarkaði í lok þessa
árs þegar peningamálastefna Seðlabankans fari að
koma fram af fullum þunga.
Farið að kólna á fasteignamarkaðinum
Morgunblaðið/Golli
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi
hækkaði lítillega í gær eða um
0,15% í 7.889 stig en velta með
hlutabréf nam rétt tæpum sex millj-
örðum króna. Mest hækkun varð á
gengi bréfa Bakkavarar eða um
1,9% og þá á gengi bréfa Forøya
Banka, um 1,2%, og bréfa Össurar,
um 0,8%. Mest lækkun varð á gengi
bréfa Straums-Burðaráss eða 0,5%
og á bréfum Eikar Banka eða um
0,15%.
Lítil breyting
NÝR fjárfestir er kominn fram á
sjónarsviðið. Sá heitir Hamad bin
Khalifa Al-Thani og er emír í arab-
íska furstadæminu Qatar. Hann hef-
ur á síðustu mánuðum reynt að eign-
ast bresku verslanakeðjuna Sains-
bury’s og nú hefur hann hrist hressi-
lega upp í baráttunni um norrænu
kauphöllina, OMX.
Félag í eigu emírsins, Qatar Hold-
ing, hefur að undanförnu hamstrað hlutafé í OMX á
genginu 260 og er talið að félagið ráði nú um 13-14% af
heildarhlutafé félagsins. Og af hverju að hætta þar?
Dagens Industri greinir í gær frá því að Qatar Holding
hafi boðið tveimur af þremur stærstu hluthöfum OMX,
Investor (10,7%) og Nordea (5,2%), 260 krónur á hlut-
inn.
Qatar Holding flaggaði í gær kaupum á 9,98% eign-
arhlut í OMX en til þess að mega eiga stærri hlut verð-
ur félagið að fá leyfi hjá sænska fjármálaeftirlitinu.
Frá Sainsbury’s til OMX
Hamad bin Khalifa
Al-Thani
GREININGARDEILD Kaupþings
hefur uppfært verðmat sitt á Ice-
landic Group og er verðmatsgengið
nú 4,7 krónur á
hlut en það er
20% undir núver-
andi gengi. Tólf mánaða markgengi
miðað við 12,8% ávöxtunarkröfu á
eigið fé er 5,3 sem var um tíu prósent
undir dagslokagengi félagsins á
fimmtudag. Greiningardeild Kaup-
þings mælir því með sölu á bréfum
Icelandic Group og segir fá bata-
merki vera á rekstri félagsins. „Á
fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur
salan dregist saman um tvö prósent
og hagnaður af rekstri fyrir afskrift-
ir (EBIDTA) um 13,7%. Sem hlutfall
af veltu hefur svokölluð EBITDA-
framlegð lækkað úr 2,9% niður í
2,5%. Fá batamerki eru í sjónmáli og
áætlanir stjórnenda eru langt frá því
að nást,“ segir í Hálffimmfréttum.
Icelandic
of dýrt
♦♦♦
HAGNAÐUR bandaríska fjárfest-
ingarbankans Bear Stearns á
þriðja ársfjórðungi dróst saman
um 61% á milli ára. Alls hagnaðist
bankinn um 171 milljón Banda-
ríkjadala á tímabilinu og er það
undir væntingum sérfræðinga en
Bear Stearns er sá banki sem
hvað mest hefur verið í brenni-
depli í fjármálaóróa liðinna vikna,
a.m.k. þangað til úttektarfárið í
Northern Rock hófst.
Í Vegvísi Landsbankans er vitn-
að í James Cayne, forstjóra bank-
ans, sem segir tekjur bankans af
viðskiptum með skuldabréf hafa
fallið um 88% við afar erfiðar
markaðsaðstæður.
♦♦♦
● GENGI Bandaríkjadals heldur
áfram að falla á gjaldeyrismörkuðum
og nú er svo komið að gengi kan-
adíska dalsins fór á morgni föstu-
dags upp fyrir gengi Bandaríkjadals. Í
fyrsta skipti síðan 1976.
Það veldur þó ekki mikilli lukku í
Kanada því 85% af útflutningi lands-
ins eru til Bandaríkjanna og með
veikingu Bandaríkjadals lækka
tekjur Kanada af útflutningnum.
Söguleg stund
VIÐSKIPTABANKINN Halifax á
Írlandi – í eigu Royal Bank of
Scotland – og verðbréfafyrirtækið
Quinland Private í Dyflinni eru í
The Irish Times sögð vera að taka
höndum saman til þess að bjóða
eitthvað á annan milljarð evra eða
meira en 90 milljarða íslenskra
króna í Irish Nationwide. Irish
Nationwide er stærsti sparisjóð-
urinn á Írlandi sem ekki hefur
verið breytt í hlutafélag. Sjóð-
urinn hefur verið í söluferli síðan
á vormánuðum og hefur Lands-
bankinn verið nefndur sem hugs-
anlegur kaupandi að Irish Nation-
wide.
Tilboð í Irish
Nationwide?
Samdráttur hjá
Bear Stearns