Morgunblaðið - 26.09.2007, Síða 16

Morgunblaðið - 26.09.2007, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri vilja að höfuðstöðvar samtak- anna Northern Forum verði fluttar frá Alaska til höfuðstaðar Norðurlands. Sigrún Björk Jak- obsdóttir bæjarstjóri leggur í vikunni fram boð þess efnis á allsherjarþingi samtakanna sem fram fer í Khanty – Mansiysk í Rússlandi. „Ég er viss um að það yrði spennandi verkefni fyrir okkar góða fólk í alþjóðasamskiptum og aðra sérfræðinga að fá höfuð- stöðvarnar til Akureyrar,“ sagði Sigrún í samtali við Morgunblað- ið í gær. Lofa stuðningi Samráð hefur verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga og utanríkisráðuneytið, sem ásamt forseta Íslands hafa tekið jákvætt í málið og hyggjast styðja verkefnið með ráðum og dáð ef hugmyndin verður að veruleika, skv. upplýsingum frá Akureyrarbæ. Samtökin Northern Forum voru stofnuð árið 1991. Megin- markmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfé- laga á norðurslóðum. Akureyr- arbær varð aðili að samtökunum á aðalfundi þeirra í St. Péturs- borg árið 2003. Meginrök fyrir inngöngu voru að styrkja Akureyri í sessi sem miðstöð norðurslóðastarfs, styrkja það starf sem þegar var unnið á því sviði í bænum og að auka þátttöku í erlendu sam- starfi. Höfuðstöðvar samtakanna hafa frá upphafi verið í Anchorage í Alaska og eru starfsmenn þar nú fjórir til fimm. Auk þess eru svæðisskrifstofur í Lapplandi og í Sakha í Rússlandi en kostnaður við þær hefur verið greiddur af þeim fylkjum. Einn starfsmaður í Moskvu sinnir fyrst og fremst tengslum og þjónustu við fulltrúa fyrirtækja, sem aðild eiga að samtökunum. Rök fyrir staðsetningu höfuð- stöðva í Anchorage í Alaska hafa fyrst og fremst verið þau að það- an kom hugmyndin og frum- kvæðið að stofnun samtakanna og að öflugur stuðningur hefur fengist frá fylkinu. Nú hafa komið fram hugmynd- ir um að finna höfuðstöðvum nýj- an stað. Augu hafa beinst að Ís- landi m.a. vegna staðsetningar landsins og að landið hefur verið áberandi í norðurslóðastarfi t.d. þegar formennska Norðurslóð- aráðsins var í höndum Íslend- inga. Tvær af skrifstofum ráðsins eru á Akureyri, og þar er einnig Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Háskólinn á Akureyri er aðili að Háskóla norðurslóða og Rann- sóknaþingi norðursins (Northern Research Forum, NRF) og hefur verið virkur í fleiri norðurslóða- verkefnum. Í skólanum eru einn- ig kennd norðurslóðafræði. Með rekstri skrifstofunnar á Akureyri gæti náðst hagræðing vegna samrekstrar, auk þess sem reikna má með að ýmis rekstrarkostnaður t.d. vegna húsnæðis og ferða gæti lækkað, skv. upplýsingum bæjaryfir- valda. Talið er að auðveldara geti orðið að fá styrki og að auka samvinnu við svæði í Evrópu. Á þinginu í Khanty – Mans- iysk verður einnig haldið upp á 15 ára afmæli samtakanna. Þau urðu fimmtán ára árið 2006 en þar sem allsherjarþingið er hald- ið annað hvert ár er þetta form- legt afmælisþing. „Yrði spennandi verkefni fyrir okkar góða fólk,“ segir bæjarstjórinn Bjóða að höfuðstöðvar North- ern Forum verði á Akureyri Í HNOTSKURN »Samtökin Northern Forumvoru stofnuð 1991 en Ak- ureyri gerðist aðili að þeim 2003. »Aðilar að Northern Forumeru Alberta-fylki og héraðið Yukon í Kanada, Heilongjiang- fylki í Kína, Lappland í Finn- landi, Akureyri, Hokkaido- hérað í Japan, Suður-Kórea, Alaskaríki í Bandaríkjunum og svo ríki, borgir og sjálfstjórn- arsvæði í Rússlandi; Chukotka, Krasnoyarks Krai, Sakha- lýðveldið (Jakútía), Vologda, Khanty Masiysk, Komi, St. Pét- ursborg og Yamal Nenet.                                                      BIRGIR Guðmundsson flytur í dag fyr- irlestur sem hann kallar Þegar markaðs- væðing og arðsemiskrafa rífa hjartað úr blaðamennskunni – Fjölþjóðlegt átak til varnar blaðamennsku á Félagsvís- indatorgi í Háskólanum á Akureyri. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.00 í stofu L201 á Sólborg. Í erindinu fjallar Birgir um umræður sem fram fara í fagstétt blaðamanna víða um heim um þessar mundir og átaks- aðgerð á vegum Evrópusambands blaða- manna, sem ráðist verður í nú í haust und- ir kjörorðinu Stand up for Journalism. Birgir er lektor í fjölmiðlafræði við fé- lagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Ak- ureyri. Markaðsvæðing og arðsemiskrafa VEL getur farið svo að fjölskylduhátíð verði haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina á næsta ári að sögn bæj- arstjórans, þó svo fé- lagsskapurinn Vinir Akureyrar hafi lýst því yfir að hann muni ekki standa fyrir Einni með öllu framar að óbreyttu, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri sagði við Morgunblaðið í gær að skýrslur vinnuhóps bæjarins vegna hátíðarinnar, og fleiri aðila, yrðu teknar fyrir í bæjar- ráði í næstu viku. „Við verðum að vega og meta þetta en ég held að margir mögu- leikar séu í stöðunni. Við erum komin með batterí sem heitir Akureyrarstofa og það er alveg spurning hvort þetta gæti orðið hennar verkefni og þá jafnvel í samstarfi við aðra. Við þurfum líka að leggja niður fyrir okkur hvernig hátíð við viljum halda og eftir hvaða fólki við sækjumst.“ Hvað verður um Eina með öllu? Sigrún Björk Jakobsdóttir Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SKÓGRÆKT ríkisins hefur gert at- hugasemdir við skógareyðingu þá sem fyrirhuguð er í tengslum við uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar á Reynisvatnsási í Grafarholti. Sam- kvæmt aðalskipulagstillögu fyrir Reynisvatnsás er um fjórðungur svæðisins innan Græna trefilsins svonefnda, sem er áætlun um að koma á samfelldu skógræktar- og útivistarsvæði sem nær frá Esjurót- um til Hafnarfjarðar. „Þarna er í uppsiglingu töluverð skógareyðing,“ segir Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi hjá Skógrækt ríkisins. Segir hann um að ræða 2,5 hektara lands á ásnum með um 2.300 trjáplöntum á hekt- ara, samtals um 5.750 trjáplöntur sem flestar séu á bilinu 2,5-3 m há- ar, en um er að ræða furutré, birki og greni. „Þetta er mjög fallegur ungur skógur, sem Reykjavíkur- borg lét góðursetja fyrir um 15 ár- um. Skógurinn var gróðursettur af Vinnuskólanum og unnu krakkarnir hörðum höndum að þessu í mörg ár.“ Að sögn Hallgríms lutu athuga- semdir Skógrækt ríkisins fyrst og fremst að því að nánari upplýsingar og útfærslu vantaði um þær mót- vægisaðgerðir sem borgin hygðist fara í vegna þeirra trjáa á græna treflinum sem víkja þurfa fyrir nýju hverfi samkvæmt aðalskipulagstil- lögu um svæðið. „Við bentum á að hluti af mótvægisaðgerðunum gæti verið fólginn í því að leiðrétta aug- sýnilega annmarka í skipulaginu þannig að gerðar yrðu ákveðnar hönnunarbreytingar á hverfinu sem myndu þyrma skóginum og gera hverfið miklu skemmtilegra fyrir framtíðaríbúa,“ segir Hallgrímur og bendir á að íbúar hverfisins gætu þá notað skóginn sem útivistarsvæði. Afstaða borgarinnar veldur vonbrigðum „Þessu hefur verið hafnað með þeim rökum að borgarskipulagið efast um umsagnarrétt Skógræktar ríkisins og aðkomu okkar að þessum skipulagsmálum. Það finnst okkur óásættanlegt og höfum þegar veitt andsvör, enda höfum við lögvarinna hagsmuna að gæta í þessu máli,“ segir Hallgrímur og bendir á að í 6. grein laga um skógrækt nr. 3/1955 sé skýrt kveðið á um að óheimilt sé að fella skóg á Íslandi nema með leyfi skógræktarstjóra ríkisins og í skipulags- og byggingarlögum sé gert ráð fyrir aðkomu hagsmuna- aðila að skipulagsmálum. „Það er óhætt að segja að þessi afstaða Reykjavíkurborgar veldur vonbrigðum,“ segir Hallgrímur og bendir á að Reykjavíkurborg hafi í deilum sínum við Kópavogsbæ vegna eyðingar trjáplantna í Heið- mörk beitt skógræktarlögum trján- um í hag ólíkt því sem nú sé gert. Eftir því sem blaðamaður kemst næst hefur skipulags- og bygging- arsvið Reykjavíkurborgar lýst því yfir að það sé reiðubúið að ræða við Skógrækt ríkisins um aðkomu Skógræktarinnar og umsagnarrétt að skipulagsáætlunum í Reykjavík. Í þessu samhengi má nefna að fyr- irhugaður er fundur Skógræktar ríkisins og Skógræktarfélags Reykjavíkur með fulltrúum Reykja- víkurborgar um ágreiningsefni þessara aðila 2. október nk. Borgarráð samþykkti á fundi sín- um 20. september sl. deiliskipulag íbúðabyggðar á Reynisvatnsási í Grafarholti og verður málið að öll- um líkindum tekið fyrir á fundi borgarstjórnar 2. október nk. Sam- kvæmt tillögu að deiliskipulagi fyrir þessa nýju byggð við Reynisvatns- ás, sem samþykkt var í skipulags- ráði 19. september sl., er gert ráð fyrir samtals 106 íbúðum, í einbýlis- húsum, raðhúsum og parhúsum. Ætlaðar eru 58 lóðir undir einbýlis- hús með 58 íbúðum, samtals 8 lóð- um undir raðhús með 44 íbúðum og alls 2 lóðir undir parhús með 4 íbúð- um. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði borgarinnar er gert ráð fyrir að lóðirnar á Reyn- isvatnsási verði auglýstar 4.–6. október nk. Segja töluverða skógareyðingu í uppsiglingu Ráðgert að 5.750 tré verði látin víkja fyrir nýju íbúðahverfi á Reynisvatnsási Morgunblaðið/Frikki Tré Skógurinn sem um ræðir á Reynisvatnsásnum var gróðursettur fyrir Reykjavíkurborg fyrir um 15 árum.          ) * &  & * + ,   -*.&*      )**+ ,-./ +01 * 2     

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.