Morgunblaðið - 26.09.2007, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Hall-grímsdóttir
fæddist á Patreks-
firði 11. september
1919. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 15. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Halldóra
Guðbrandsdóttir
húsfreyja frá Mó-
bergi í Rauðasands-
hreppi, f. 27. sept-
ember 1878 , d. 7.
október 1937 og
Hallgrímur Guðmundsson járn-
smiður frá Bóli í Biskupstungum,
f. 8. júlí 1881, d. 14. október 1973.
Börn Halldóru og Hallgríms voru
átta: Adolf, f. 18.11. 1907, Jónas, f.
26.12. 1908, Helgi, f. 4.11. 1911,
Guðmundur, f. 14.3. 1914, Magnús,
f. 17.7. 1917, Margrét, f. 11.9. 1919,
Ríkarð, f. 17.12. 1922, og Krist-
björg, f. 17.9. 1926. Eftirlifandi
systir Margrétar er Kristbjörg, bú-
sett í Bandaríkjunum.
Hinn 4. ágúst 1947 giftist Mar-
grét Óskari Guðmundssyni stýri-
manni frá Kvígindisfelli í Tálkna-
firði, f. 24. júní 1917. Foreldrar
hans voru Þórhalla Oddsdóttir
húsfreyja, f. 12. júlí 1899, d. 3.
ágúst 1997 og Guðmundur Kr.
Guðmundsson bóndi, f. 6. maí
1890, d. 6. febrúar 1969. Börn Mar-
grétar og Óskars eru: 1) Ríkharð,
f. 23. desember 1947, dóttir hans
er Margrét Hrefna,
f. 13. apríl 1983,
maki Steinn Braga-
son, f. 8. september
1982, sonur þeirra er
Matthías Bragi, f. 4.
ágúst 2006. 2)
Hrefna Karonina, f.
15. desember 1954,
maki Georg Karon-
ina, f. 2. apríl 1953,
dætur hans eru Anna
Klara, f. 1. apríl 1980
og Eva, f. 7. febrúar
1983. 3) Hallgrímur,
f. 7. júní 1961, sam-
býliskona Ágústa Ragnars, f. 29.
nóvember 1960, börn Hallgríms
eru tvíburarnir Alexía Erla og
Margrét Ósk, f. 4.ágúst 1993.
Margrét ólst upp á Patreksfirði
en hóf nám við Héraðsskólann að
Laugarvatni 17 ára að aldri. Hún
fór aftur heim ári síðar, þegar
móðir hennar lést, til að annast
heimili föður síns. Árið 1941 flutt-
ist fjölskyldan til Reykjavíkur og
bjó Margrét þar til æviloka. Hún
stundaði nám við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur árið 1944 og auk hús-
móðurstarfsins vann hún ýmis
þjónustu- og verslunarstörf. Eftir
að Margrét og Óskar giftu sig var
heimili þeirra áfram miðstöð fjöl-
skyldu hennar og annaðist hún föð-
ur sinn þar til hann lést.
Útför Margrétar verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Í dag kveð ég kæra tengdamóður
og traustan vin. Á kveðjustund rifjast
upp góðar stundir sem við áttum
saman og ég fyllist þakklæti fyrir all-
ar þær minningar sem ég á.
Fyrir níu árum, þegar ég varð hluti
af fjölskyldunni, eignaðist ég einstak-
lega hressa og lífsglaða tengdamóð-
ur. Hún tók mér strax opnum örmum
og sambandið við tengdaforeldra
mína þróaðist fljótt í vináttusamband
og við brölluðum margt saman, fórum
í ferðalög og fleira.
Oft undraðist ég hversu hress Mar-
grét var þrátt fyrir aldur sinn. Í einni
af okkar fyrstu bílferðum nefndi hún,
þegar við ókum fram hjá spegilsléttri
tjörn, að hana langaði til að fara á
skauta. Mér til mikillar undrunar
hafði hún síðast farið á skauta nokkr-
um árum áður! Þegar Margrét fór að
eiga erfitt með að ganga lengri leiðir,
ákvað hún að kaupa sér rauða raf-
skutlu til að komast í sundlaugarnar
og aðra staði sem hún var vön að fara
á í nágrenninu. Margrét var mjög
skilningsrík og þolinmóð, og bjó yfir
mikilli kímnigáfu sem hún beitti með-
al annars þegar þolinmæðin var upp-
urin til að gera gott út öllum aðstæð-
um. Fréttir af veikindum Margrétar
komu öllum að óvörum. Fram að því
hafði hún verið heilsuhraust og
stundaði sund og leikfimi fram á síð-
asta dag. En hún hafði óskað sér þess
að leggjast til hvílu að kvöldi og
kveðja friðsamlega í svefni, þegar að
hennar kveðjustund kæmi, og sú ósk
hennar rættist. Við huggum okkur
við það þegar við kveðjum Margréti
og þökkum fyrir þær góðu stundir
sem okkur gáfust með henni.
Hvíl í friði, kæra tengdamóðir,
Georg.
Kæra amma.
Við systur fundum einn sálm fyrir
þig sem okkur finnst segja allt sem
segja þarf.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Guð blessi þig.
Margrét og Alexía.
Elsku amma mín.
Mig langar að skrifa nokkur orð
um þig. Ég sit hérna í sófanum og er
enn að melta það að þú sért virkilega
farin. Þú sem varst svo hress og vel á
þig komin fyrir nokkrum vikum þeg-
ar ég, Steini og Matthías Bragi kom-
um til þín í heimsókn. Þú stjanaðir
svoleiðis við okkur eins og þú gerðir
alltaf þegar maður kíkti inn. Þú varst
auðvitað með allt það sem mér þykir
svo gott á boðstólum, heimalöguðu
súpuna þína, pönnukökur og epla-
köku. Svo sagðirðu alltaf reglulega
yfir matarborðið: ,,Þið verðið nú að
borða meira. Þið eruð ekkert búin að
borða“ þannig að maður kom afvelta
heim frá þér. Það var enginn kvöld-
matur það kvöldið frekar en vanalega
eftir heimsókn í Aflagrandann.
Mér þykir svo gaman að hugsa til
baka þegar ég var lítil og kom til þín í
heimsókn og var með þér heila daga.
Þá byrjuðum við á að fara í sund og
svo á leiðinni heim komum við við í
bakaríi og keyptum snúð. Þegar heim
var komið horfðum við á teiknimynd-
ir og spiluðum lúdó, þar sem keppn-
isskapið kom upp. Harðsnúnari lúdó-
spilara hef ég aldrei kynnst. Önnur
minning sem ég á um þig sem fær
mig alltaf til að brosa er þegar þú
varst að steikja kleinur, nýkomin úr
lagningu og það mátti ekki koma
steikingarlykt í hárið. Þú varst nú
ekki lengi að redda því, skelltir bara á
þig sundhettunni og málinu reddað.
Ég gæti haldið endalaust áfram að
skrifa niður góðar minningar um þig,
elsku amma mín, því þær eru svo
margar.
Ég sagði við hann Steina minn eftir
að pabbi var búinn að hringja og láta
mig vita að þú værir farin frá okkur
að ég væri svo ánægð með hvað við
náðum að hittast oft á meðan við vor-
um stödd á landinu í síðasta mánuði
og hversu glöð ég er að þú fékkst að-
eins að kynnast langömmubarninu
þínu, honum Matthíasi Braga. Við
náðum svo góðum myndum af þér
með honum og ég er svo ánægð með
það.
Elsku besta amma mín, ég veit að
þér líður vel þar sem þú ert nú . Meg-
ir þú hvíla í friði og takk fyrir að vera
svona góð og yndisleg amma.
Þín nafna og sonardóttir,
Margrét Hrefna Ríkharðsdóttir.
Elsku Magga mín.
Engin orð geta tjáð tilfinningar
mínar á þessari stundu. Það er svo
margt að minnast á, margar fagrar
stundir sem við nutum saman. Þú
varst góð fyrirmynd fyrir mig. Ég
þakka oft Guði fyrir allt sem okkur
var gefið. – Mömmu, pabba og bræð-
urna sex – allt var gott. Guð er góður,
við eigum eftir að vera saman aftur.
Guð blessi þig.
Þín
systir.
Hún Magga föðursystir er farin frá
okkur, og verður hennar sárt saknað.
Við minnumst hennar fyrst þegar við
Dolladrengirnir fengum að fara í
kaupstað til höfuðborgarinnar um 7-8
ára aldurinn, ýmist til stuttrar dvalar
eða á leið í Vatnaskóg. Okkar sama-
staður var þá hjá Möggu og Óskari á
Skólavörðustíg 36, en þar bjó líka föð-
urafi okkar, Hallgrímur Guðmunds-
son járnsmiður, auk Guðmundar, föð-
urbróður okkar, og hans fjölskyldu.
Vistin hjá Möggu var ógleymanleg,
hún sá til þess að við hefðum nóg til
alls og leiðbeindi okkur á alla lund. Og
ekki veitti af þegar púkar frá Patró
reyndu að fóta sig í borginni stóru. Á
þeim árum var vinsælt að fara í Tívolí
í Vatnsmýrinni. Þá var stefnan tekin
fyrst á Leifsstyttuna á Skólavörðu-
holti og þá sá maður eftir Njarðargöt-
unni alla leið að Tívolí. Fyrir unga
landsbyggðardrengi var ekki álitlegt
að týnast í þessari stórborg, en þarna
var leiðin auðveld og greiðfær.
Magga var okkur ákaflega góð og
þolinmóð með eindæmum, ákveðin og
blíðlynd í senn. Hún annaðist afa okk-
ar alla tíð af stakri prýði eftir að
amma Halldóra lést 1937, og flutti
með honum til Reykjavíkur 1941, en
hann lést 1973 í hárri elli. Síðustu árin
var hann blindur, svo það var áreið-
anlega ekki auðvelt að annast hann
svo vel færi.
Óskar var lengst af sjómaður, og sá
Magga um heimilið að mestu, eins og
sjómannskonur hafa jafnan gert um
aldir. Á Skólavörðustígnum var alltaf
mjög gestkvæmt, þangað leitaði fólk
utan af landi, og eins úr úthverfum
Reykjavíkur, sem lengst af þóttu í
töluverðri fjarlægð frá miðbænum,
en þykir ekki langt í dag. Þau byggðu
sér hús í Álfheimum upp úr 1960 og
bjuggu þar í mörg ár. Eftir að þau
voru orðin tvö á heimilinu og flutt á
Aflagranda 40, höfðu þau meiri tíma
saman, og stunduðu m.a. dans með
eldri borgurum. Og Magga, þessi
hrausta og glaðlynda kona, stundaði
sund af krafti fram á síðasta dag, 88
ára gömul. Reyndar notaði hún síð-
ustu árin svokallaða rafskutlu til að
komast í sund og verslanir. Geri aðrir
betur! Það var ógleymanlegt að heim-
sækja Möggu og Óskar og njóta þess
að drekka með þeim kaffi með heima-
bökuðum kökum, pönnukökum og
tertum. Magga sá til þess að ekki
vantaði bakkelsið. Síðast heimsóttum
við þau seinni hluta ágúst, ásamt
mági okkar, Lou Dixon. Sá kunni líka
að meta þessar kræsingar.
Didda frænka í Ameríku sér nú á
eftir systur sinni, en þær voru mjög
nánar og héldu góðu sambandi sín á
milli, þó fjarlægðin væri mikil. Hún er
ein eftirlifandi úr hópi átta systkina.
Nú, þegar komið er að leiðarlokum,
viljum við þakka elsku frænku okkar
fyrir samfylgdina, og vottum Óskari
og börnum þeirra, Ríkharði, Hrefnu
og Hallgrími, mökum þeirra og börn-
um, innilega samúð.
Hilmar og Gylfi.
Í dag kveðjum við Margréti föður-
systur okkar, eða Möggu frænku eins
og við kölluðum hana alltaf. Magga
var önnur tveggja systra í hópi átta
systkina, bræðurnir eru allir látnir en
Kristbjörg yngst systkinanna er bú-
sett í Bandaríkjunum.
Ég var alltaf mjög stolt af að eiga
Möggu að föðursystur, hún var svo
sjálfstæð, lét fátt aftra sér og fann
alltaf leið til að ná markmiðum sínum.
Magga var alla tíð mikið fyrir að
rækta bæði líkama og sál. Ég man
eftir því að á miðjum aldri fór Magga
Margrét
Hallgrímsdóttir
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku-
legrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU BJÖRNSDÓTTUR,
Núpalind 6,
Kópavogi,
áður Vorsabæ 9,
Reykjavík.
Gylfi Einarsson,
Einar Gylfason, Sigríður Magnúsdóttir,
Margrét Gylfadóttir, Peter Stegemann,
Björgvin Gylfason, Guðný Inga Þórisdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Þökkum af alhug alla vinsemd og hlýhug við fráfall
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
STEFANÍU MAGNÚSDÓTTUR
frá Breiðdalsvík.
Jóhanna Meyer Birgisdóttir, Leif Meyer,
Aðalheiður Birgisdóttir,
Bergþóra Birgisdóttir, Ágúst Guðjónsson,
Karl Th. Birgisson, Katrín Ösp Bjarnadóttir,
Bára Ólafsdóttir,
Valur Mörk Einarsson,
Anna Dögg Einarsdóttir,
Rafn Stefán Rafnsson,
Helga Kristjánsdóttir,
Victor Jóhann Pálsson,
Birgir Thorberg Ágústsson,
Auður Ágústsdóttir,
Jón Einar Ágústsson,
Stefán Thorberg Karlsson,
Magnea María Karlsdóttir,
Steinunn Jenný Karlsdóttir
og langömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVAVA INGIMUNDARDÓTTIR,
áður Árskógum 6,
andaðist á hjúkurunarheimilinu Skógarbæ sunnu-
daginn 23. september.
Jarðaförin fer fram frá Seljakirkju mánudaginn
1. október kl.15.00.
Magnús Guðnason,
Jón Steinar Snorrason
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÁSLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hjallaseli 55,
Seljahlíð.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Seljahlíðar fyrir ein-
stakan hlýhug og góða umönnun.
Ragnhildur Nordgulen, Árni Einarsson,
Áslaug Kristjánsdóttir, Árni Geir Snæþórsson,
Fanney Kristjánsdóttir
og langömmubörn.
✝
Móðir mín,
SOLVEIG ÁSGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Guðlaugsstöðum,
Blöndudal,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi mánudaginn
17. september verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn
29. september kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Guðmundsdóttir.
Við kveðjum Margréti með
söknuði og þakklæti fyrir
góðar stundir á liðnum árum.
Óskari og fjölskyldu vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Hvíl í friði.
Anna og Eva
Georgsdætur.
HINSTA KVEÐJA