Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 52
Aleksandra „Sársauki stríðsins umvefur allt.“ NÝJASTA mynd Rússans Alex- anders Sokurovs tekst á við átökin í Tsjetsjeníu frá sérstöku sjón- arhorni. Gömul kona, Alexandra (Galina Vishnevskaya), heimsækir barnabarn sitt sem er kafteinn á rússneskri herstöð þar í landi. Þótt heilsan sé farin að gefa sig hjá gömlu konunni er hún eitilhörð. Alexandra leggur á sig erfiða og óþægilega ferð til að komast út í óvistlegar búðirnar. Galina Vishnevskaya var virt óperusöngkona og hún hefur yfir sér reisn sviðsleikkonunnar. Hún er áhrifamikil í hlutverkinu og túlkar melankólíu ömmunnar vel. Dauðinn vofir yfir öllu. Sársauki stríðsins umvefur allt. Samt eru engin bein átök sýnd. Þetta er her- setið land. Sokurov segir mannlega sögu í litlausum heimi, sem virðist samsettur úr ryki, striga og stáli. Myndin fer hægt yfir eins og gamla konan. Hún er orðin fótfúin en lætur engu að síður ekki hindr- anir hermannanna halda aftur af sér, og skoðar allt hátt og lágt. Fer síðan á markaðinn í næsta bæ og fær sér te með ,,óvininum“. Lýs- ingarnar virka ef til vill eins og erkitýpur úr ævintýri en eru sér- lega persónulegar í þessari ljúf- sáru og tregablöndnu mynd sem Sokurov gefur hljóðrás með klass- ísku yfirbragði. Sorglegar stríðshörmungar Alexandra  Leikstjóri: Alexander Sokurov. Aðalleik- arar: Galina Vishnevskya, Vasily Shevt- sov, Raisa Gichaeva. 92 mín. Rússland. 2007. RIFF:2007: Tjarnarbíó Regnboginn Há- skólabíóRIFF:2007: Tjarnarbíó Regnbog- inn Háskólabíó Sýnd í Regnboganum 27.9, 1.10 og 5.10. Anna Sveinbjarnardóttir 52 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 8 B.i. 7 ára THE BOURNE ULTIMATUM kl. 10 B.i. 14 ára THE TRANSFORMERS kl. 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL / KRINGLUNNI CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA LÚXUS VIP kl. 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ / ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK ALLIR EIGA SÍN LEYNDARMÁL ÓVÆNTASTI SÁLFRÆÐITRYLLIR ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI eeee – KVIKMYNDIR.IS eee – L.I.B TOPP5.IS Kvikmyndahátíð í Reykjavík HALTU kjafti og vertu sæt ætti eiginlega að vera íslenski titillinn á þessari heimildarmynd um reynslu bandarísku kántrísveit- arinnar Dixie Chicks. Þegar stríð- ið í Írak var að hefjast lét Natalie Maines, aðalsöngkona hljómsveit- arinnar, þau orð falla í hálfkæringi á tónleikum í London að hljóm- sveitin skammaðist sín fyrir að forseti Bandaríkjanna væri frá Texas. Breskir áheyrendur klöpp- uðu fyrir orðum hennar enda var stemning þar á bæ á móti stríðinu og fólk studdi almennt ekki stefnu Bush. Þessi örfáu orð áttu eftir að hafa ótrúlegar afleiðingar fyrir hljómsveitina sem var gríðarlega vinsæl á sveitasenunni í Banda- ríkjunum. Heimildarmynd Barböru Kopple og Ceciliu Peck fylgir Dixie Chicks í gegnum mikið fjölmiðla- fár í Bandaríkjunum. Umræðan sem skapast í kringum Natalie og systurnar Emily Robison og Mar- tie Maguire tekur á mörgu spenn- andi umræðuefni – stöðu mál- frelsis í Bandaríkjunum, stöðu kvenna, stríðinu í Írak. Því miður er skautað frekar mikið á yf- irborði hlutanna. Myndin er samt góður útgangspunktur fyrir frek- ari umræðu. Hún sýnir meðal ann- ars að það skaðar greinilega ekki að vera umdeildur. Það er spenn- andi að fylgjast með þeim stöllum vinna í því að staðsetja sig aftur á markaðinum eftir að hafa dottið af stallinum sem ljúfar söngdúfur. Eftir því sem ég veit best þá sló nýjasta platan þeirra í gegn! Haltu kjaftu og syngdu – Shut Up and Sing  Leikstjóri: Barbara Kopple & Cecilia Peck. 92 mín. Bandaríkin. 2006. Sýnd í Regnboganum 27.9, 30.9 og 2.10. Anna Sveinbjarnardóttir MALY (Romanowski), er strákpolli sem býr í niðurníddu, fyrrum iðn- aðarhéraði í Póllandi. Lítill stuðn- ingur í móðurinni og eftir að faðir hans ferst í kolanámunni verður hann að bjarga sér sjálfur. Takast á við óttann sem liggur í loftinu vegna tíðra dauðsfalla sem eiga sér stað í nágrenninu, en Maly og skólabræður hans telja að þau séu af völdum „Hýenunnar“, dýrs sem slapp úr dýragarði og um hafa skapast varúlfssögur. Hann vingast við dularfullan náunga sem á skuggalega fortíð en býðst til að vernda drenginn. Maly á erfitt með að greina á milli ímyndunar, sögusagna og raunveruleika og líkt er farið með áhorfandann. Hvað vofir yfir þessu volaða umhverfi? Morðingi, hug- arburður eða er Hiena tákn komm- únismans og eftirhreytna hans. Hvað sem því viðvíkur er myndin talsvert mögnuð upplifun, sögusvið- ið, „Dauðsmannslandið“, sem Maly litli þarf að fara í gegnum á leið í og úr skóla, er hráslagalegt tákn um mistök og eyðileggingu misvit- urra stjórnenda. Vettvangur hálf- hruninna verksmiðja og þungaiðn- aðar þar sem ömurleg fortíð landsins ríkir í hverjum krók og kima. Hiena er frumraun Lew- andowskis sem virðist eiga framtíð á hrollvekjusviðinu. Hýena – Hiena  Leikstjóri: Grzegorz Lewandowski. Aðal- leikarar: Jakub Romanowski, Borys Szyc, Magdalena Kumorek. 90 mín. Pól- land. 2006. Sýnd í Regnboganum 27.9, 29.9 og 1.10. Sæbjörn Valdimarsson GUY Maddin hefur sérhæft sig í að gera kvikmyndir sem endur- lífga tækni þöglu kvikmyndanna undanfarin ár. Hann gerir það þó á sinn sérstaka hátt og hrærir saman við hraða klippingu 21. ald- arinnar. Nýjasta verk hans er upprunalega filmuð á Super 8 mm og virkar mjög hrá. Þessi stílfærði draumur er faglega unninn en hann er einfaldlega of einhæfur og of langdreginn, sérstaklega undir lokin þrátt fyrir Frankensteinlega tilburði og hvað eina. Greypt í minni! hefur einnig verið sýnd með lifandi undirleik og sögu- mönnum og á það kannski betur við efnið. Söguþráðurinn er því- líkur hrærigrautur af absúrd hryllingsmótífum og sálfræðikl- isjum að það hálfa væri nóg. Það verður þó að segjast að leik- urunum tekst merkilega að halda haus í gegnum þetta allt saman. Efast um að gamli góði Feuillade hefði enst til að sitja undir öllum tólf köflunum nema kannski einum í einu eins og boðið var upp á í slíkum framhaldsseríum á sínum tíma! Greypt í minni! – Brand Upon the Brain!  Leikstjóri: Guy Maddin. Aðalleikarar: Er- ik Steffen Maahs, Sullivan Brown, Maya Lawson, Gretchen Kritch, Susan Cor- zatte, Todd Moore, Katharine E. Schar- hon. Sögumaður: Isabella Rossellini. 95 mín. Kanada. 2006. Sýnd í Regnboganum 27.9, 1.10 og 4.10. Anna Sveinbjarnardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.