Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 27.09.2007, Qupperneq 52
Aleksandra „Sársauki stríðsins umvefur allt.“ NÝJASTA mynd Rússans Alex- anders Sokurovs tekst á við átökin í Tsjetsjeníu frá sérstöku sjón- arhorni. Gömul kona, Alexandra (Galina Vishnevskaya), heimsækir barnabarn sitt sem er kafteinn á rússneskri herstöð þar í landi. Þótt heilsan sé farin að gefa sig hjá gömlu konunni er hún eitilhörð. Alexandra leggur á sig erfiða og óþægilega ferð til að komast út í óvistlegar búðirnar. Galina Vishnevskaya var virt óperusöngkona og hún hefur yfir sér reisn sviðsleikkonunnar. Hún er áhrifamikil í hlutverkinu og túlkar melankólíu ömmunnar vel. Dauðinn vofir yfir öllu. Sársauki stríðsins umvefur allt. Samt eru engin bein átök sýnd. Þetta er her- setið land. Sokurov segir mannlega sögu í litlausum heimi, sem virðist samsettur úr ryki, striga og stáli. Myndin fer hægt yfir eins og gamla konan. Hún er orðin fótfúin en lætur engu að síður ekki hindr- anir hermannanna halda aftur af sér, og skoðar allt hátt og lágt. Fer síðan á markaðinn í næsta bæ og fær sér te með ,,óvininum“. Lýs- ingarnar virka ef til vill eins og erkitýpur úr ævintýri en eru sér- lega persónulegar í þessari ljúf- sáru og tregablöndnu mynd sem Sokurov gefur hljóðrás með klass- ísku yfirbragði. Sorglegar stríðshörmungar Alexandra  Leikstjóri: Alexander Sokurov. Aðalleik- arar: Galina Vishnevskya, Vasily Shevt- sov, Raisa Gichaeva. 92 mín. Rússland. 2007. RIFF:2007: Tjarnarbíó Regnboginn Há- skólabíóRIFF:2007: Tjarnarbíó Regnbog- inn Háskólabíó Sýnd í Regnboganum 27.9, 1.10 og 5.10. Anna Sveinbjarnardóttir 52 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 8 B.i. 7 ára THE BOURNE ULTIMATUM kl. 10 B.i. 14 ára THE TRANSFORMERS kl. 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL / KRINGLUNNI CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA LÚXUS VIP kl. 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ / ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK ALLIR EIGA SÍN LEYNDARMÁL ÓVÆNTASTI SÁLFRÆÐITRYLLIR ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI eeee – KVIKMYNDIR.IS eee – L.I.B TOPP5.IS Kvikmyndahátíð í Reykjavík HALTU kjafti og vertu sæt ætti eiginlega að vera íslenski titillinn á þessari heimildarmynd um reynslu bandarísku kántrísveit- arinnar Dixie Chicks. Þegar stríð- ið í Írak var að hefjast lét Natalie Maines, aðalsöngkona hljómsveit- arinnar, þau orð falla í hálfkæringi á tónleikum í London að hljóm- sveitin skammaðist sín fyrir að forseti Bandaríkjanna væri frá Texas. Breskir áheyrendur klöpp- uðu fyrir orðum hennar enda var stemning þar á bæ á móti stríðinu og fólk studdi almennt ekki stefnu Bush. Þessi örfáu orð áttu eftir að hafa ótrúlegar afleiðingar fyrir hljómsveitina sem var gríðarlega vinsæl á sveitasenunni í Banda- ríkjunum. Heimildarmynd Barböru Kopple og Ceciliu Peck fylgir Dixie Chicks í gegnum mikið fjölmiðla- fár í Bandaríkjunum. Umræðan sem skapast í kringum Natalie og systurnar Emily Robison og Mar- tie Maguire tekur á mörgu spenn- andi umræðuefni – stöðu mál- frelsis í Bandaríkjunum, stöðu kvenna, stríðinu í Írak. Því miður er skautað frekar mikið á yf- irborði hlutanna. Myndin er samt góður útgangspunktur fyrir frek- ari umræðu. Hún sýnir meðal ann- ars að það skaðar greinilega ekki að vera umdeildur. Það er spenn- andi að fylgjast með þeim stöllum vinna í því að staðsetja sig aftur á markaðinum eftir að hafa dottið af stallinum sem ljúfar söngdúfur. Eftir því sem ég veit best þá sló nýjasta platan þeirra í gegn! Haltu kjaftu og syngdu – Shut Up and Sing  Leikstjóri: Barbara Kopple & Cecilia Peck. 92 mín. Bandaríkin. 2006. Sýnd í Regnboganum 27.9, 30.9 og 2.10. Anna Sveinbjarnardóttir MALY (Romanowski), er strákpolli sem býr í niðurníddu, fyrrum iðn- aðarhéraði í Póllandi. Lítill stuðn- ingur í móðurinni og eftir að faðir hans ferst í kolanámunni verður hann að bjarga sér sjálfur. Takast á við óttann sem liggur í loftinu vegna tíðra dauðsfalla sem eiga sér stað í nágrenninu, en Maly og skólabræður hans telja að þau séu af völdum „Hýenunnar“, dýrs sem slapp úr dýragarði og um hafa skapast varúlfssögur. Hann vingast við dularfullan náunga sem á skuggalega fortíð en býðst til að vernda drenginn. Maly á erfitt með að greina á milli ímyndunar, sögusagna og raunveruleika og líkt er farið með áhorfandann. Hvað vofir yfir þessu volaða umhverfi? Morðingi, hug- arburður eða er Hiena tákn komm- únismans og eftirhreytna hans. Hvað sem því viðvíkur er myndin talsvert mögnuð upplifun, sögusvið- ið, „Dauðsmannslandið“, sem Maly litli þarf að fara í gegnum á leið í og úr skóla, er hráslagalegt tákn um mistök og eyðileggingu misvit- urra stjórnenda. Vettvangur hálf- hruninna verksmiðja og þungaiðn- aðar þar sem ömurleg fortíð landsins ríkir í hverjum krók og kima. Hiena er frumraun Lew- andowskis sem virðist eiga framtíð á hrollvekjusviðinu. Hýena – Hiena  Leikstjóri: Grzegorz Lewandowski. Aðal- leikarar: Jakub Romanowski, Borys Szyc, Magdalena Kumorek. 90 mín. Pól- land. 2006. Sýnd í Regnboganum 27.9, 29.9 og 1.10. Sæbjörn Valdimarsson GUY Maddin hefur sérhæft sig í að gera kvikmyndir sem endur- lífga tækni þöglu kvikmyndanna undanfarin ár. Hann gerir það þó á sinn sérstaka hátt og hrærir saman við hraða klippingu 21. ald- arinnar. Nýjasta verk hans er upprunalega filmuð á Super 8 mm og virkar mjög hrá. Þessi stílfærði draumur er faglega unninn en hann er einfaldlega of einhæfur og of langdreginn, sérstaklega undir lokin þrátt fyrir Frankensteinlega tilburði og hvað eina. Greypt í minni! hefur einnig verið sýnd með lifandi undirleik og sögu- mönnum og á það kannski betur við efnið. Söguþráðurinn er því- líkur hrærigrautur af absúrd hryllingsmótífum og sálfræðikl- isjum að það hálfa væri nóg. Það verður þó að segjast að leik- urunum tekst merkilega að halda haus í gegnum þetta allt saman. Efast um að gamli góði Feuillade hefði enst til að sitja undir öllum tólf köflunum nema kannski einum í einu eins og boðið var upp á í slíkum framhaldsseríum á sínum tíma! Greypt í minni! – Brand Upon the Brain!  Leikstjóri: Guy Maddin. Aðalleikarar: Er- ik Steffen Maahs, Sullivan Brown, Maya Lawson, Gretchen Kritch, Susan Cor- zatte, Todd Moore, Katharine E. Schar- hon. Sögumaður: Isabella Rossellini. 95 mín. Kanada. 2006. Sýnd í Regnboganum 27.9, 1.10 og 4.10. Anna Sveinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.