Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞRÍTUG kona, Rindy Sam, bíður nú
dóms í Frakklandi fyrir það sér-
staka atferli að hafa kysst málverk.
Saksóknari þar í landi hefur farið
fram á sekt að andvirði fjórar millj-
ónir króna, auk þess að konunni yrði
gert að sækja námskeið í kurteisi og
mannasiðum. Það sem réð úrslitum
og „skelfileik“ kossins var eldrauði
varaliturinn á vörum Rindy Sam, og
sú staðreynd, að málverkið, sem er
eftir þekktan amerískan málara, Cy
Twombly, og metið á andvirði tæpra
tvöhundruð milljóna króna – er
skjannahvítt.
Réttarhöldin yfir konunni hafa
vakið mikla athygli, ekki síst fyrir
það að þau koma í kjölfar innbrots í
Orsay safnið í París, þar sem verk
eftir Claude Monet var eyðilagt.
Það var hins vegar í júní sem
Rindy Sam, sem sjálf er myndlist-
arkona vann sitt „ódæði“, en við
réttarhöldin sagði hún: „Ég gerði
ekkert annað en að kyssa verkið.
Þetta var gert af ást, ég var ekki að
hugsa um neitt annað. Ég var viss
um að listamaðurinn myndi skilja
það.“ Saksóknari kallaði gjörning
Rindy Sam eins konar mannát, en
viðurkenndi þó að líklega bæri hún
ekkert skynbragð á þann skaða sem
hún hefði unnið. Dómur verður
kveðinn upp innan fárra vikna.
„Ég kyssti
það af ást“
Bíður dóms fyrir
málverkskoss
Kosslaust Leda og svanurinn, ann-
að verk eftir Cy Twombly.
LEONARD
Slatkin hefur ver-
ið ráðinn aðal-
hljómsveit-
arstjóri
Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar í
Detroit frá hausti
2008. Slatkin er
eitt af stóru nöfn-
unum í hljóm-
sveitaheiminum og hefur verið aðal-
hljómsveitarstjóri Bandarísku
þjóðarhljómsveitarinnar, American
National Symphony, í tólf ár og tek-
ur við af Neeme Järvi, sem stjórnað
hefur Detroit-hljómsveitinni í fimm-
tán ár.
„Í maí stjórnaði ég Sinfón-
íuhljómsveitinni í Detroit og hafði þá
ekki stjórnað henni í tuttugu ár. Það
var augljóst frá fyrsta taktslagi, að
hljómsveitin er stórkostlega góð,“
sagði Slatkin á blaðamannafundi í
fyrradag, þegar tilkynnt var um
ráðninguna. „Ég er viss um að í sam-
einingu getum við öðlast sýn til enn
betri árangurs í leik, kennslu, með
því að miðla nýrri amerískri tónlist, í
útgáfu og á tónleikaferðalögum, sem
mun færa umheiminum nær og fjær
nýja sýn á Sinfóníuhljómsveitina í
Detroit. Ég hlakka til þess spenn-
andi og gefandi ævintýris,“ sagði
Slatkin. Þrátt fyrir að hljómsveit-
arstjórinn kunni taki ekki formlega
við tónsprotanum fyrr en næsta
haust mun hann strax eiga aðild að
öllum mikilvægum ákvörðunum sem
snerta hljómsveitina og starf henn-
ar. Haustið 2008 tekur Slatkin jafn-
framt við stöðu aðalgestastjórnanda
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Pitts-
burg í Pennsylvaníuríki.
Slatkin til
Detroit
Leonard Slatkin
Í TILEFNI af sívaxandi og
öflugu samstarfi Íslands og
Lettlands efna sendiráð Lett-
lands í Osló, Jón Snorrason,
ræðismaður Lettlands á Ís-
landi, og Salurinn í Kópavogi
til tónleika með lettneskum
listamönnum í TÍBRÁ, tón-
leikaröð Salarins, annað kvöld
kl. 20. Söngvararnir tveir,
Kristine Gailîte, sópran, og
tenórinn Viesturs Jansons, eru starfandi við
Lettnesku þjóðaróperuna í Riga og því í fremstu
röð þarlendra óperusöngvara. Með þeim leikur
hinn afar fjölhæfi lettneski píanóleikari Martiòð
Zilberts.
Tónlist
Lettneskir óperu-
söngvarar í Salnum
Kristîne Gailîte
UM helgina verður
haldið málþing um
skáldkonuna Torf-
hildi Þorsteinsdóttur
Hólm (1845-1918) að
Þórbergssetri á Hala
í Suðursveit. Auk
fjölbreytilegra fyrirlestra verður boðið upp á
göngu- og landkynningarferðir um heimaslóðir
Torfhildar en hún var fædd og uppalin að Kálfa-
fellsstað í Suðursveit. Málþingið er öllum opið og
skráning fer fram hjá Soffíu Auði Birgisdóttur í
síma 4708042 og 8482003 eða í tölvupósti: soffi-
ab@hi.is. Þátttökugjald er 6000 kr. og innifalið í
verðinu eru málsverðir og aðgangur að sýningu á
Þórbergssetri.
Bókmenntir
Málþing á Hala um
Torfhildi Hólm
Þórbergssetur.
„ÉG verð samt að nefna sér-
staklega Kolbein Ketilsson,
sem var stórkostlegur.....“
sagði Jónas Sen í umsögn sinni
um sýningu Íslensku óp-
erunnar á meistaraverki Rich-
ards Strauss, Ariadne á Naxos.
Nú eru síðustu forvöð að heyra
í Kolbeini í sýningunni, áður en
erlendur söngvari leysir hann
af hólmi. Kolbeinn á aðeins eft-
ir að syngja hlutverkið tvisvar sinnum í uppfærsl-
unni; annað kvöld, 12. október og sunnudags-
kvöldið 14. október, og verður það síðasta sýning
Kolbeins. Nánari upplýsingar um sýninguna á
www.opera.is.
Tónlist
Kolbeinn syngur
aðeins tvisvar enn
Kolbeinn Ketilsson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
LJÓÐLISTARHELGI er fram-
undan, því fyrir dyrum stendur
þriðja alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils.
Hátíðin hefst annað kvöld, en þá og
á laugardagskvöld verða Ljóðapartí
í Þjóðleikhússkjallaranum, en á
sunnudag verður málþing um ljóð-
list í Norræna húsinu.
Viðar Þorsteinsson Nýhilmaður
segir að hátíðin í ár verði með svip-
uðu sniði og áður, en þó sé sú
breyting á að hún hafi eflst tölu-
vert. „Kjarninn í hátíðinni eru er-
lendu skáldin sem koma á hana.
Okkur finnst mikilvægt að fá þessar
erlendu stjörnur, til að skapa al-
þjóðleg tengsl, því ljóðagerðin sem
við höfum verið að fást við í Nýhil-
hópnum, stendur ekki endilega á
grunni íslensks skáldskapar. Hún
tengist frekar út fyrir landsteinana.
Þetta veitir okkur innblástur og
skapar tengsl. Við erum líka að
vona að með því að kynna þessi er-
lendu skáld fyrir íslensku bók-
menntafólki, séum við líka að bæta
jarðveginn fyrir Nýhil. Það verður
kannski auðveldara að skilja hvað
við erum að gera – að ljóðagerð
okkar sé ekki sérviska, heldur sé
hún í tengslum við alþjóðlegar
hræringar í listinni,“ segir Viðar.
Fjarlægist merkingu og lýrík
En hvað er það sem greinir Ný-
hilljóð frá íslensku ljóði byggðu á
íslenskri hefð? Hver er munurinn?
„Íslensk ljóðahefð hefur alltaf
verið nátengd hugmyndinni um ís-
lenska tungu og íslenskt orðfæri,
sögu tungunnar og forneskjulegt
orðalag. Jafnvel módernísk ljóða-
gerð á Íslandi hefur sótt mikið í
tunguna, meðan módernísk ljóða-
gerð erlendis hefur gengið miklu
lengra í formtilraunum og uppbroti
formsins. Lýrík tungumálsins er
ekki endilega í forsæti. Alþjóðlegir
straumar í módernískri ljóðagerð
eru sífellt að fjarlægjast merkingu
og lýrík og snúast meira um áferð
tungumálsins, eins og í konkret
ljóðlist, þar sem sjónrænir eig-
inleikar ljóðsins, eða jafnvel hljóð-
rænir – hvernig það er lesið og
hvernig það hljómar, og þar skap-
ast ákveðin tengsl við tónlist, hljóð-
list og myndlist. Þetta er list sem
hefur víðari skírskotun en einn mál-
heimur íslenskunnar.“
Viðar segir að í prósagerð í dag
liggi fagurfræðilegir þræðir milli
skálda yfir höf og lönd, og nefnir
danska skáldið Lars Skinnebach og
skyldleika ljóða hans við ljóð Krist-
ínar Eiríksdóttur og Steinars
Braga. Það er kannski ekki að
undra að ljóðlistin eins og aðrar
listgreinar vilji leggjast í víking og
skora aðrar listgreinar á hólm –eða
stíga dansinn með þeim, eftir því
hvernig á það er litið. Innan Nýhil-
hópsins eru skáld sem eiga sínar
listrænu rætur í öðrum greinum,
svo sem myndlist og tónlist. „Við
erum að rjúfa einangrun ljóðsins
bæði listrænt, hvað varðar mörk við
aðrar listgreinar, og líka al-
þjóðlega.“
Viðar segir þetta engan spádóm
um framtíð hefðbundinnar ljóðlistar
á Íslandi, enda lifi hún góðu lífi,
margir iðki hana á skemmtilegan
hátt – líka Nýhilistar. „Og þótt við
séum með okkar agenta þá leggjum
við nú samt áherslu á að Ljóðahá-
tíðin stendur öllum opin. Við erum
líka ánægð með það að nánast öll ís-
lensk skáld af yngri kynslóð sem
hafa verið að gera það gott munu
lesa úr verkum sínum á hátíðinni,
óháð því hvor þau hafa gefið út hjá
Nýhil eða ekki. Þetta verður alls-
herjar ljóðaveisla og skemmtilegur
þverskurður af öllu því sem er að
gerast í íslenskri ljóðlist í dag,
hverju nafni sem það nefnist.“
Erum að rjúfa einangrun ljóðsins
Þriðja alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils haldin með ljóðapartíum, upplestri og mál-
þingi Fjöldi erlendra gesta Stór hluti íslenskra ungskálda les upp ljóðin sín
Morgunblaðið/Sverrir
Ljóðahátíð Viðar Þorsteinsson er skipuleggjandi þriðju alþjóðlegu
ljóðahátíðar Nýhils í Þjóðleikhússkjallaranum og Norræna húsinu.
„TÓNARNIR iða af lífi og orku,
litir þeirra eru skærir og bjartir.
Það er eitthvað lífrænt við tónlist
Hauks Tómassonar, eitthvað sem
sameinar náttúru okkar og menn-
ingu, eðlisávísun og rökhugsun,
allt rennur þetta saman í einn
kvikan og glitrandi farveg.“ Svo
mælist Árna Heimi Ingólfssyni
tónlistarfræðingi í pésa sem fylgir
nýrri plötu með verkum Hauks
Tómassonar. Það er BIS í Svíþjóð
sem gefur plötuna út, og er þetta
þriðja platan með verkum Hauks
sem kemur út þar, en útgáfufyr-
irtækið sérhæfir sig norrænni tón-
list.
Á plötunni er að finna tvo
flautukonserta auk verksins
Skímu sem samið er fyrir tvo
kontrabassa og hljómsveit. Sinfón-
íuhljómsveit Íslands leikur í öllum
verkunum undir stjórn Bernharðs
Wilkinsonar og einleikarar eru
flautuleikarinn Sharon Bezaly og
bassaleikararnir Hávarður
Tryggvason og Valur Pálsson.
Flautukonsert frá árinu 1997
var frumfluttur af Áshildi Har-
aldsdóttur á Íslandi 1999. „Flaut-
an ferðast þar um landslag hljóm-
sveitarinnar, frá austri til vesturs,
frá hugleiðslukenndum kyrrum
hljóðmyndum yfir í stórborg-
aróreiðu,“ segir í umfjöllun um
verkið. Flautukonsert nr.2 var
hins vegar samin fyrir Sharon Be-
zaly og hefur flutningur hennar
fengið sérstakt lof í ýmsum tón-
listarritum. Í umsögn tímaritsins
Fanfare um verkið segir: „Tóm-
asson kannar dularfyllri hliðar
flautunnar, skapar sérstæðar lita-
samsetningar í virtúósískri tónlist,
stundum þjóðlagakenndri og
stundum með slagverkið í brenni-
depli á smitandi fjörlegan hátt.“
Skíma er einn af fáum konsertum
fyrir tvo kontrabassa og var
frumflutt á tónleikum sinfón-
íuhljómsveitarinnar árið 2003.
„Tveir kontrabassar að spila
hljóma gefa sérstakt hljóð sem ég
hef hrifist af. Ég hef einnig þekkt
þessa tvo einleikara síðan við vor-
um táningar þannig að það lá
beint við að skrifa konsert fyrir
þá báða,“ segir Haukur um verk-
ið. „Reyndar er þetta ekki mjög
dæmigerður konsert, lítið lagt
upp úr samkeppni milli aðila.
Þetta er fremur samvinna en vir-
túósakúnstir.“
Haukur Tómasson hjá BIS
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Tónskáldið Haukur Tómasson
♦♦♦
Föstudagskvöld kl. 20.30
Þjóðleikhúskjallarinn:
Fyrra ljóðapartí.
Kynnir: Ásmundur Ásmundsson
Laugardagur kl. 15
Súfistinn, Laugavegi 18:
Upplestur
Laugardagskvöld kl. 20.30
Þjóðleikhúskjallarinn:
Seinna Ljóðapartí.
Kynnir: Ingibjörg Magnadóttir.
Sunnudagur 13-14.40
Norræna húsið:
Málþing um ljóðlist – fyrri hluti:
„How unpoetic it was“ | „En hvað
það var óskáldlegt“.
Umræðum stýrir Birna Bjarna-
dóttir.
Sunnudagur 15-16.40
Norræna húsið:
Málþing um ljóðlist – seinni hluti:
„Taking Aim at the Heart of the
Present | „Ör í hjarta samtím-
ans“.
Umræðum stýrir Benedikt Hjart-
arson.
Dagskrá